Morgunblaðið - 29.11.2012, Side 25

Morgunblaðið - 29.11.2012, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Íslenska heilbrigð- iskerfið virðist ásamt Virk vera að búa til nýjan þjóðfélagshóp. Eftir hið svokallaða hrun þykir of dýrt að senda fólk í end- urhæfingu og hvað þá á örorku. Þess vegna var fundin önnur og ódýrari lausn fyrir fólk sem hefur ekki heilsu til að vinna, hvort sem er eftir aðgerðir eða heilsubrest af öðrum ástæðum. Þessi lausn sem bæði læknar og Virk benda sínum skjólstæðingum á eru atvinnuleysisbætur með vottorð um skerta starfsorku. Þetta er mun ódýrara fyrir ríkið, lægri bætur og engin niðurgreiðsla á lyfjum, sjúkra- þjálfun eða öðru sem sjúklingar þurfa á að halda, t.d. eftir aðgerðir. Þetta er í sjálfu sér lausn fyrir fólk en getur verið heldur stutt ef fólk er óheppið. Eins og dæmi eru um hefur fólk sem í þessu lendir ver- ið sent til vinnu af starfsfólki Vinnu- málastofnunar og þegar það hefur gefist upp vegna heilsufars dettur fólk af bótum og er þá lifibrauðið farið. Eftir að hafa farið í skurðaðgerð í sumar þar sem fóturinn var tekinn í sundur og ég var í þrjá mánuði með járn á utanverðum fætinum til að halda honum saman bauðst mér eng- in endurhæfing eða sjúkraþjálfun. Eftir að hafa talað við þrjá lækna og fulltrúa Virk stóðu mér bara til boða atvinnuleysisbætur með vottorð um skerta starfsorku. Allir voru þessir fulltrúar heilbrigðiskerfisins og fulltrúi Virk samtaka um þetta. Eftir að hafa rætt þetta við fólk hef ég komist að því að ég er langt í frá eins- dæmi, heldur bara við- bót í hinn nýja þjóð- félagshóp. Nýleg frétt segir frá því að Öryrkjabandalag- ið styrkir málaferli konu sem ekki getur fram- fleytt sér á örorkubót- um. Þetta er gott fram- tak og löngu tímabært en hver gæti styrkt málaferli þessa nýja þjóðfélagshóps? Vinnumálastofnun? Nei, án alls gríns þá horfi ég öf- undaraugum á þá sem allavega fá endurhæfingar- eða örorkulífeyri því þær bætur eru allavega hærri en atvinnuleysisbæturnar svo ekki sé minnst á þær niðurgreiðslur á ýmissi þjónustu og lyfjum sem ör- yrkjar þó fá. Að ekki sé minnst á að hinn nýi þjóðfélagshópur getur hve- nær sem er fyrirvaralaust misst sitt lifibrauð. Nýr þjóðfélagshópur Eftir Páll Árnason Páll Árnason » Án alls gríns þá horfi ég öfundaraugum á þá sem allavega fá end- urhæfingar- eða örorku- lífeyri því þær bætur eru allavega hærri en atvinnuleysisbætur svo ekki sé minnst á þær niðurgreiðslur á ýmissi þjónustu og lyfjum sem öryrkjar þó fá. Höfundur er heilsutæpur atvinnuleysingi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Rauðage rði 25 · 108 Reyk javík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni. Okkar þekking nýtist þér Allt fyrir kæli- & frystiklefa HurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla & þekking

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.