Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012
✝ Bolli A. Ólafs-son fæddist í
Valhöll á Patreks-
firði 12. september
1926. Hann lést í
Sunnuhlíð, hjúkr-
unarheimili í Kópa-
vogi, 20. nóvember
2012.
Foreldrar hans
voru Aðalsteinn P.
Ólafsson, f. 19.
sept. 1899, d. 18.
júní 1980 og Stefanía Erlendsd.,
f. 21. nóv. 1896, d. 18. feb. 1943.
Systkini, Heba A. Ólafsson, f.
1928, d. 1991, Sjöfn A. Ólafsson,
f. 1929, d. 1989, Sif A. Ólafsson,
f. 1931, d. 2010, Hera A. Ólafs-
son, f. 1933, Pétur A. Ólafsson, f.
1937, d. 1998, hálfsystir, sam-
mæðra Erla Egilsson, f. 1924, d.
2010.
Hinn 22. október 1947 giftist
Bolli Svanhildi M. Júlíusdóttur
frá Viðey, f. 15. des. 1925, d. 11.
Gunnars frá fyrra hjónabandi
m/ Sóleyju Sigurðardóttur eru
Sigurður Hólm forstöðumaður,
f. 1976, og Haraldur Ingi nemi,
f. 1983, hann á eina dóttur
Rúnu, f. 2007. Svala á eina dótt-
ur Elsu Ýri flugvirkja, f. 1975.
Bolli ólst upp á Patreksfirði
til 12 ára aldurs en eftir það að
mestu hjá afa sínum og ömmu á
Akureyri sem voru María og
Pétur A. Ólafsson. Hann lærði
húsgagnasmíði hjá Snæbirni G.
Jónssyni. Þá var hann verkstæð-
isformaður hjá Helga Ein-
arssyni í 26 ár. Bolli var formað-
ur Félags húsgagnasmiða í 18 ár
og í stjórn félagsins í 35 ár. Bolli
var fyrsti formaður Sambands
byggingamanna sem var stofn-
að árið 1964, hann sat í Iðn-
fræðsluráði í árabil. Bolli var í
stjórn Barðstrendingafélagsins í
Reykjavík í 21 ár og í stjórn
Gests í 15 ár. Bolli vann hjá
Landmælingum Íslands 1985-
1996 í 11 ár.
Útför Bolla fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 29. nóv-
ember 2012, klukkan 13.
júní 2007. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Gunn-
arsdóttir, f. 20. júní
1899, d. 7. okt.
1980, og Júlíus H.
Svanberg, f. 7. maí
1900, d. 30. júní
1972. Börn Bolla og
Svanhildar eru 1)
Hildur kjólameist-
ari, f. 1949, gift
Ófeigi Björnssyni
gullsmiðameistara, f. 1948. Syn-
ir þeirra eru a) Bolli gull-
smiðameistari, f. 1970, kona
hans Þórunn Margrét Gunn-
arsdóttir, börn þeirra eru Gunn-
ar, f. 1992, Hildur Margrét, f.
2002, Bára María, f. 2005. b)
Björn kvikmyndaframleiðandi,
f. 1973, sambýliskona hans er
Aníta Rut Harðardóttir. 2)
Gunnar matreiðslumeistari, f.
1953, kona hans Svala Ágústs-
dóttir kennari, f. 1959. Synir
Ég vil minnast Bolla tengda-
föður míns með fáeinum orðum.
Hann reyndist mér ákaflega vel
í alla staði og margt hef ég lært
af honum, ekki síst um mannleg
samskipti. Hann átti ákaflega
farsælan feril sem húsgagna-
smiður og var virkur í fé-
lagsstarfi greinarinnar, ekki síst
fræðslumálum. Árið 1974
byggði hann sér verkstæði að
Kirkjuteigi 17 þar sem hann tók
að sér margvísleg verkefni.
Meðal verkefna voru gluggar,
hurðir og stigar í hús í Þing-
holtunum, Kvosinni og víðar.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar hann smíðaði bæði
glugga og hurðina fyrir Flateyj-
arkirkju á Breiðafirði. Honum
þótti málið sér skylt sem Barð-
strendingi og naut verkefnisins.
Hann var fagmaður fram í fing-
urgóma, vinnuglaður og hraust-
ur. En þar kom að hann fékk
heilablóðfall og lamaðist hann
hægra megin. Einnig missti
hann málið að miklu leyti og
það þótti honum verst að sætta
sig við því hann var alveg klár í
kollinum. Ég kveð vin minn og
tengdaföður með miklum sökn-
uði en samt með gleði í huga.
Ófeigur Björnsson.
Afi er dáinn, ég var hjá hon-
um þegar hann fór ásamt hans
nánustu og er ég þakklátur fyr-
ir að geta kvatt hann á fallegri
stund. Ég fæddist á afmælis-
daginn hans 12. september 1970
og var skírður í höfuðið á hon-
um og hef ég alltaf verið stoltur
af að fá að bera nafnið hans.
Hann var góður maður, glaður
og stríðinn. Hann var alltaf að
flauta og var algjör snillingur,
því miður náði ég aldrei þeirri
færni en reyndi þó mikið. Afi
fór daglega í sund í Laugardals-
laugina alveg þangað til hann
missti heilsuna, ég og Bjössi
bróðir minn fórum oft með hon-
um í sund og kenndi hann okk-
ur að synda. Ég var oft með
honum á trésmíðaverkstæðinu
hans á Kirkjuteignum og fylgd-
ist ég með honum af aðdáun.
Hann var nákvæmnismaður og
allt svo vandað sem hann gerði.
Þegar ég fékk flís sem kom
stundum fyrir þá var hann
snöggur til og fjarlægði hana
með sporjárni, og setti síðan
plástur á. Traust á honum var
algjört, enda gekk það alltaf vel.
Ég fór með honum og ömmu
Svanhildi til Patró og gistum við
á leiðinni í Bjarkarlundi og
Flókalundi. Afi vann mikið fyrir
Barðstrendingafélagið og tók
þátt í að byggja þessi hótel. Ég
og Bjössi fórum líka oft með afa
og ömmu á skemmtanir hjá
Barðstrendingafélaginu, þá var
gaman, fullt af veitingum og
nóg að gera í eltingaleik með
krökkunum. Þegar ég var hjá
ömmu og afa gaf afi mér stund-
um pening og mátti ég alls ekki
segja ömmu frá en þá var ég oft
búinn að fá aur hjá ömmu og
fékk sömu skilaboðin frá henni.
Á Kirkjuteignum hjá ömmu og
afa var gaman að vera og nóg
að gera. Afi og amma voru oft
með veislur, gömlu húsgagna-
smiðirnir komu alltaf árlega og
fengum við oft að vera með. Afi
var mjög góður kokkur hann
eldaði og bakaði, uppáhaldið
mitt var alltaf vestfirskar
hveitikökur með hangikjöti og
baunasalati. Ég kveð afa minn
með söknuði.
Bolli Ófeigsson.
Sólskinssumarið mikla 1939
vorum við Bolli frændi minn á
Þrastarstöðum hjá Páli móður-
bróður okkar og Hólmfríði konu
hans. Það var síðasta sumarið
þeirra þar. Við nutum dvalar-
innar hjá frændfólkinu okkar
góða við störf sem hæfðu aldri
og getu. Tómstundir áttum við
nægar og er mér í minni að
Bolli var hagari miklu en við
frændsystkini hans, smíðaði til
að mynda lítinn bát sem var ná-
kvæm eftirlíking togara. Hann
var glaðvær og þolinmóður og
hlýr við okkur sem yngri vorum
en hann. Þetta sólbjarta sumar
kynntist ég frænda mínum vel.
Ég hafði þó vitað af honum svo
lengi sem ég mundi. Mæður
okkar skrifuðust á, ég fékk jóla-
kort frá Bolla og við fengum
myndir af fjölskyldunni á Pat-
reksfirði. Bolli átti fimm systur,
hverja annarri fallegri. Það
þótti mér ofrausn því að ég átti
enga. Ég hafði einnig hitt hann
þegar hann kom við á Siglufirði
á ferðum sínum að vestan til
Akureyrar. En eftir sumarið
okkar á Þrastarstöðum tengdi
ég hann alltaf sumri og sólskini.
Árin liðu. Bolli hélt til
Reykjavíkur, lærði húsgagna-
smíði og reyndist ekki einasta
hagur heldur og smekkvís og
listfengur. Hann var stéttvís
hugsjónamaður og árum saman
formaður Sveinafélags hús-
gagnasmiða. En hann sótti
fleira til höfuðborgarinnar en
kunnáttu og félagsþroska. Mér
er í minni að hann kom í heim-
sókn norður með fallega stúlku
sér við hlið, Svanhildi Svanberg.
Þau geisluðu af hamingju ung
og glæsileg. Ekki grunaði mig
þá að er tímar liðu yrðu þau
hjón nánir vinir okkar Bjargar.
Við áttum margar glaðar stund-
ir á glæsilegu heimili þeirra. Við
ferðuðumst saman og eru okkur
Vatnsfjarðarferðirnar sérstak-
lega minnisstæðar. Það var
gaman að vera með Bolla og
Svanhildi. Þau bjuggu yfir nota-
legri glaðværð og öfundlausri
hlýju svo að öllum leið vel í ná-
vist þeirra. Ósjálfrátt brugðu
þau birtu yfir umhverfi sitt.
Eftir óvenju sólríkt sumar
hefur Bolli nú kvatt „fólk og
frón“ og haldið á vit þeirrar
dýrðar sem er of björt mann-
legum augum. Við Björg þökk-
um fyrir okkur og biðjum hon-
um og ástvinum hans allrar
blessunar.
Ólafur Haukur Árnason.
Bolli A. Ólafsson
Fleiri minningargreinar
um Bolla A. Ólafsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÚLÍUS INGASON,
varð bráðkvaddur í Taílandi
fimmtudaginn 22. nóvember.
Þóra Gyða Júlíusdóttir,
Árni Júlíusson,
Bergþór Júlíusson,
Júlíus Ingi Júlíusson,
tengdabörn, barnabörn og systkini.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og bróður,
JÓNS S.R. MAGNÚSSONAR
frá Grímsey.
Ragna Kristín Karlsdóttir,
Hulda Jónsdóttir, Aðalsteinn Friðþjófsson,
Magnús Jónsson, Silvia Puttha,
Hólmfríður Jónsdóttir, Gísli Jóhannsson,
Helena Jónsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson,
Rögnvaldur Jónsson, Björg Traustadóttir,
Harpa Jónsdóttir, Magnús Ágústsson,
barnabörn, barnabarnabörn,
Sigmundur Magnússon,
Bjarni Magnússon
og Jórunn Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir,
GUNNAR REYNIR KRISTINSSON,
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju
föstudaginn 30. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Björgunar-
sveitina Tind, Ólafsfirði.
Kristjana Sveinsdóttir,
Jón Már, Kolbrún, Sveinn og Kristinn,
Lilja Kristinsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARÍA DALBERG,
sem lést sunnudaginn 25. nóvember verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 3. desember klukkan 15.00.
Stefán Dalberg, Ingibjörg Kristín Dalberg,
Magnús Rúnar Dalberg, Ragnheiður Njálsdóttir,
Ingibjörg Dalberg, Sigurður Á. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir, mágur og frændi,
JÓN HALLDÓR GUNNARSSON,
Skjólbraut 1a,
Kópavogi,
lést föstudaginn 16. nóvember.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey föstudaginn
23. nóvember.
F.h. hins látna viljum við aðstandendur færa öllum þessum inni-
legar þakkir: Selmu Júlíusdóttur hjá Lífsskólanum, Sigríði Hildi
Snæbjörnsdóttur forstöðukonu sambýlisins að Skjólbraut 1a,
heimilismönnum og starfsfólki fyrr og nú; starfsfólki gjörgæslu-
deildar og starfsfólki deildar A6 ásamt sr. Gunnari Matthíassyni
á Landspítalanum í Fossvogi fyrir kærleiksríka umönnun, um-
hyggju og aðstoð.
Guð blessi ykkur öll.
F.h. aðstandenda,
Júlíana Sóley Gunnarsdóttir,
Friðrik Már Bergsveinsson.
✝
Okkar ástkæra
MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR
lést laugardaginn 24. nóvember.
Útförin verður gerð frá Jófríðarstaðakirkju í
Hafnarfirði mánudaginn 3. desember
kl. 13.00.
Edda Björgvinsdóttir,
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir,
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir,
Björgvin Franz Gíslason,
Róbert Ólíver Gíslason
og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru eiginkonu, móður, stjúpmóður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR S. PÁLSDÓTTUR
lyfjatæknis,
Norðurbakka 11a,
áður Hverfisgötu 46,
HafnarfIrði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Landspítalans og
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og
hlýju.
Halldór Sigurðsson,
Ásgeir Halldórsson, Anita Anna Jónsdóttir,
Ragnar Guðlaugsson, Lára Birgisdóttir,
Hallfríður Sigurðardóttir, Robert Petersson,
Páll Sigurðsson,
Emil A. Sigurðsson, Valda Brokane,
Jófríður A. Halldórsdóttir, Sigurður Jónsson,
Sigurður Halldórsson, Ester Arnarsdóttir,
Hilmar Halldórsson, Kolbrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, vinur okkar,
bróðir og frændi,
GUNNAR ÞÓRIR HANNESSON
frá Hækingsdal í Kjós,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði laugar-
daginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heyrnarhjálp,
sími 551 5895.
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Lilja Sölvadóttir, Joseph Sipos,
Guðmundur Ásgeir Sölvason,
Þórdís Sölvadóttir,
Erla Sölvadóttir,
Kristín Sölvadóttir, Benedikt Kröyer,
Steinunn Sölvadóttir, Stefán Símonarson,
barnabörn, systkini
og frændsystkini hins látna.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður og afa,
SIGTRYGGS HELGASONAR,
Hlyngerði 12,
Reykjavík.
Við þökkum öllu því góða fólki sem sýndi honum trygglyndi,
vináttu og stuðning í veikindum hans.
Sérstakar þakkir færum við Ugga Agnarssyni og Brynjari
Viðarssyni læknum, Kristrúnu hjúkrunarfræðingi hjá
Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, sjúkraflutningamönnum,
hjúkrunarfræðingi á bráðamóttöku LSH, hjartagátt, hjarta-
deild og 11-G.
Þórhildur Sigtryggsdóttir, Hrafnkell Óskarsson,
Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir, Skapti Haraldsson,
Anna Kristín, Sigtryggur Óskar, Fjölnir og Halldór.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar