Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér vegnar vel ef þú vinnur und- irbúningsvinnuna þína. Sestu niður, farðu í gegnum eignir og skuldir og settu þér svo áætlun til að fara eftir. Þú ert lukkunnar pamfíll, átt allt, getur allt sem þú vilt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér var lofað eitthverju, en hverju ná- kvæmlega er óljóst. Þú sættist við einhvern sem þú hefur verið ósátt/ur við lengi. Ham- ingjan er í þér, bíður ekki handan við hornið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Vertu vandlátur í vinavali. Þú ert með hjartað á réttum stað þegar kemur að góðgerðarmálum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er allt að gerast hjá þér. Við eig- um öll við vanda að stríða en þú ættir að setjast niður og líta á það góða í lífinu. Þú færð að kenna á því að hafa sofið svona lítið undanfarið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt á hættu að lenda í einhvers kon- ar deilum við samstarfsmenn þína sem telja að þú hafir borið meira úr býtum en þeir. Hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf í visst verkefni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. Þú laðast sterklega að einhverjum, farðu varlega og hægt í sakirnar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekkert að óttast að leggja starf þitt undir dóm annarra. Eitthvað fer út um þúfur hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu er að hlæja. Eitthvað fréttist sem þú ert ekki hress með. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú leggur hjarta og sál í ótil- greint verkefni. Hugmynd sem þú færð ber ávöxt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að fara á taugum þótt einhverjar breytingar verði á dagskránni. Þú mátt alls ekki deila hugmyndum þínum með neinum sem gæti eyðilegt þær. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vilji þinn til að sjá alla möguleika í ákveðinni stöðu er einn þinn mesti kostur. Oft var þörf en nú er nauðsyn að slappa af. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að lenda ekki í skugg- anum af mönnum og málefnum. Vertu ró- leg/ur, því vilji er allt sem þarf. Þú ættir að reyna að komast í nudd. Pálmi R. Pálmason sendir Vísna-horninu góða kveðju: „Þakka vísur og ljóð í pistlum ykkar feðga í lengd og í bráð. Sl. fimmtudag minnir mig að stað- hæft hafi verið í ljóðapistli þínum að kvæðið um dáðadrenginn séu elstu limrur á íslensku og þar nefndur höfundur Ragnar minnir mig Jó- hannesson sem margt fleira gott orti. Að því er tekur til elstu limru á ís- lensku hef ég fyrir satt að eftirfar- andi vísa sé öldum eldri og ort áður en heiti formsins fékk íslenskt nafn (og þannig kannski ekki elsta limr- an). Undarlegur var andskotinn er hann fór í svínstötrin; ofan fyrir bakkann öllu saman stakk hann, helvítis hundurinn. Indriði heitinn Gíslason íslensku- kennari, mágur minn, minnir mig að hafi sagt vísuna að austan og hálf- minnir reyndar af Úthéraði og gott ef ekki eftir einhvern Grím þar. Þó er óvarlegt að setja slíkt óstað- fest í Moggann.“ Allt er þetta rétt sem Pálmi skrif- ar, eins og fram kemur hjá Þorsteini Valdimarssyni í forspjalli að Limr- um, þá verður limrunnar „vart hér á landi á öndverðri átjándu öld hjá glettnum prestfugli, Grími Bessa- syni“. Umsjónarmaður rekur þessa sögu stuttlega í upphafskafla Limru- bókarinnar, en um tildrög vísunnar má meðal annars lesa í Austfirð- ingaþáttum Gísla Helgasonar. Þar kemur fram að biskup vandaði um við Grím og sagði sögur fara af óvönduðum og ófögrum kveðskap hans. „Þér er sæmra, séra Grímur, að yrkja um fagra ritningarstaði eða sálma nokkra, svo mikið skáld sem þú ert.“ Grími féll það vel, hugsaði sig lítið eitt um og kvað ofangreinda vísu. „Gastu ekki fundið neitt feg- urra en þetta?“ spurði biskup. „Ójú,“ ansaði Grímur og kastaði fram: Þegar sá ríki sumskaðist í reyknum þarna niðri, drafaði tunga dauðaþyrst í djöflastofunni miðri.“ Biskup bað hann að hætta þessu og lét málið niður falla. Einhverju sinni innti biskup Grím eftir því hvort hann hefði ekki ort nýlega. „Jú,“ sagði Grímur, „mér beit illa nýlega. Þá kvað eg þetta: Báglega bítur þrjót bölvaður ljárinn; hann amar ekki hót, helvítis árinn.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Grími Bessasyni og undarlegum andskota Í klípu „POTTÞÉTT EKKI EKTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞITT ER UNDIR VASKINUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa hvort um annað. HENNAR HENNAR LEYNILEG KATTAKVEÐJA. ENGAR ÁHYGGJUR, ÉG FANN AÐRA LAUSN! HELGA! ÉG ER KOMINN AFTUR FRÁ ÍTALÍU ... EN MATREIÐSLU- BÓKIN SEM ÞIG LANG- AÐI Í VAR UPPSELD! ANSANS! MIG LANGAÐI SVO AÐ LÆRA AÐ ELDA ÍTALSKAN MAT. Eru íslensk orðtök og málshættirsvo forn að Íslendingar skilja þá ekki lengur? Fjölmiðlamaður einn velti þessari spurningu fyrir sér í vik- unni. Vissulega kemur það iðulega fyrir að orðtök brenglast í daglegu tali. Sauðaleggur verður sauðalækur og menn hellast úr lestinni í staðinn fyrir að heltast. x x x Þá er alls ekki hægt að gefa sér aðskilningur sé fyrir hendi þótt rétt sé farið með. Allir vita hvað átt er við þegar einhver segist hafa verið kom- inn á fremsta hlunn með að gera eitt- hvað þótt hann hafi ekki hugmynd um að hlunnur sé hlutur, sem notaður var til að skorða af skip þegar skip var dregið á land eða sjósett. x x x Annað dæmi er orðtakið að falla íljúfa löð. Löð var í fornmáli lauð og mun hafa verið notað um verkfæri með misstórum götum, sem notað var við vírgerð og fleira. Að falla í löð mun þá hafa þýtt að passa í gat á löð- inni. Ekki hafa menn hugmynd um hvernig löðin varð ljúf og halda helst að stuðlasetning hafi ráðið því. Einn- ig má nefna orðtakið að taka sér bessaleyfi til einhvers. Í Íslensku orð- takasafni Halldórs Halldórssonar segir: „Orðið bessi merkir „björn“. Að öðru leyti er uppruni orðsins ókunnur.“ Það breytir þó engu um skilninginn á orðtakinu. x x x Íslenska er síður en svo ein um aðhafa málshætti og orðtök, sem rekja má til horfinna atvinnu- og lífs- hátta. Slíkt má finna í öllum tungu- málum. Þessi umræða er heldur ekki ný hér á landi. Margir áratugir eru síðan Flosi Ólafsson velti því fyrir sér hvort ekki væri ástæða til að uppfæra íslensk orðtök. Víkverji minnist þess að hann lagði meðal annars til að í stað þess að segja berjast í bökkum væri nær að tala um að berjast í bönkum. Þannig yrði málshátturinn mun gagnsærri, ekki síst á okkar tím- um. Þá yrði mun skiljanlegra að tala um að reisa sér Burðarás um öxl, en hurðarás. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér ei- líft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. (Jes. 60, 19.) Heill heimur af ævintýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.