Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 16
* O ddur Sturluson hefur verið í heimsreisu í um tvö ár. Margt hefur drif- ið á daga hans á þeim tíma og þegar Sunnudagsblaðið náði tali af honum var hann staddur í Malasíu að gefa öpunum brauð. Hann lum- aði á einni ferðasögu. „Ég kom við í Mongólíu í desember árið 2010. Hitastigið var mínus 20-30 gráður og enn kaldara á næturnar. Höfuðborgin Ula- anbaatar var ekkert sérlega heillandi. Ég ákvað að reyna að fá mongólska menn- ingu beint í æð og heimsækja sveitirnar. Móttökustarfsmaður á hótelinu mínu hringdi í kunningja og bað hann að sækja mig á hesti þar sem rútan stoppaði. Buskinn fékk nýja merkingu á leið minni þangað. Ekkert sást framundan nema auðnin og í rútunni var skítakuldi og hrím á gluggum. Þurfti ég að skafa rúðuna með kreditkorti til að sjá út. Þegar á áfangastað var komið var orðið aldimmt. Ég beið í fimm mínutur og horði á öldruð hjón, sem höfðu farið út á sama tíma og ég, fjarlægjast. Enginn kom að sækja mig. Beint framundan gnæfði yfir mig mállaust fjall. Annað var ekki að sjá. Kuldinn var ógn- vænlegur og ég fann að ég varð að komast eitt- hvað inn. Því elti ég þessi gömlu hjón sem drösluðust um með einhverja poka og bretti hlaðin varningi. Ég vippaði upp vasabókinni og fletti upp orðunum „hjálp“ og „týndur.“ Þau sögðu ekkert en horfðu hvort á annað með augnsvip sem sagði: „Við vorum einmitt að velta því fyrir okkur hvað þú værir að gera hér!“ Þau bentu eitthvað áfram og ég hjálpaði þeim að drösla varningnum áfram. Ég bætti persónulegt met í að vera kalt á þessari göngu. Ég reyndi að svipast um eftir hesti en sá hvergi. Ég var gráti næst þegar við komum að húsi þeirra og hlýjan sem þar tók við var yndisleg. Á meðan ég stundi með fingurna og líkamann á ofninum voru gömlu hjónin þögul að velta því fyrir sér hvað ég væri að gera þarna. Þau gáfu mér heimatilbúnar kleinur og mjólkurte og bentu mér á risastórt rúm sem a.m.k. tíu manns gætu sofið í. Ég íhugaði að þiggja boðið en sá að þau voru með síma. Í vasanum var ég fyrir tilviljun með símanúmer sem bæjarbúi hafði látið mig fá fyr- ir rælni á veitingastað kvöldið áður. Ég hringdi og fékk hann til að spyrjast fyrir um hestamanninn. Svo beið ég í þögninni með hjónunum. Einni og hálfri klukkustund síðar var hurðinni hrundið upp og Ghengis Khan gekk rösklega inn í fullum herklæðum og hrópaði: „Sain Bainuu.“ Mér krossbrá en hjónin supu rólega á mjólkurteinu án þess að svo mikið sem líta upp. Ég þakk- aði þeim innilega og gaf þeim vodkaflösku. Því næst riðum við Genghis í fimb- ulkulda í klukkustund. Loks komum við að litlum dal þar sem sjá mátti ljóstíru úr tjaldþyrpingu. Fyrir innan var eiginkona hans búin að útbúa heimatilbúið pasta og kjöt af heimaslátruðum hrúti. Hræið af hrútnum lá einmitt í anddyrinu. Það sem við tók væri efni í aðra sögu,“ segir Oddur. ODDUR STURLUSON HEFUR LENGI VERIÐ Í HEIMSREISU Týndur í Mongólíu ÖLDRUÐ MONGÓLSK HJÓN SKUTU SKJÓLSHÚSI YFIR ODD STURLUSON UMKOMULAUSAN Á VETRARKVÖLDI. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is * Bætti pers-ónulegt metí að vera kalt Oddur Sturluson heimshornaflakkari ferðast oft um á hjóli með bleikri körfu. Ljósmynd/Úr einkasafni Yndislega Berlín er nú kominn í vetrarbúning sinn, gráan og kaldan. Borgarbúar fara í sama stíl og borgin þeirra, að viðbættum vel ydduðum gráum og köldum olnbogum sem stingast í meðborgara sína í ösinni. Viðmótið verður einn- ig aðeins viðskotaverra en allt þetta bráðnar af þeim með tilkomu jólamarkaðanna sem verða opnaðir í byrjun næstu viku úti um alla borg. Berlín er yndisleg jólaborg með æð- islegum jólamörkuðum af öllum stærðum og gerðum. Ljósadýrð með litlum skreyttum kofum, hringekjum fyrir minnsta fólkið, Glühwein, Bratwurst, steik í brauði (dýrð- leg nautn!), sykurbrenndum möndlum og heitu súkkulaði. Best geymda leyndarmál Berlínar um þetta leyti, er að mínu mati litli krúttlegi danski jólabasarinn í hverfinu mínu sem er bara opinn fyrstu helgina í aðventu. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Berlínarborg Leikið í haust- lauf- unum. Berlín oh Berlín! Fjölskyldan á góðri stund. PÓSTKORT F RÁ BERLÍN Jólastemning í mið- borginni þar sem veit- ingarnar koma manni í jólaskapið. Sólarstrendur eiga sér flestar sögu og fortíð þótt oft vilji það gleymast meðan sólin er sleikt »18 Ferðalög og flakk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.