Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 23
Danskur tölvunarfræðingur sem setti sig í samband við sambæri- lega þjónustu í Ásbyrgi, Arctic Running. „Þau vísuðu honum til okkar og hann smellpassaði inn í þetta líkan,“ segir Hávar. Þar til allir eru þagnaðir Daninn vildi upphaflega hlaupa frá Þingvöllum til Hveragerðis, yfir Hengilssvæðið, en var ráðið frá því vegna bágra veðurskil- yrða. „Það hefði ekki verið gott afspurnar að villast í þoku með fyrsta kúnnann,“ segir Óskar glottandi. Þess í stað skiptust þeir á að hlaupa með honum í tvo klukkutíma í Heiðmörk og var sá danski alsæll. Hann hvatti Hávar og Óskar til að koma sér upp heimasíðu á netinu og skrá sig á Snjáldru (e Facebook) til að gera starfsemina sýnilegri. Síðan er nú komin upp: www.runningreykjavik.com. Spurðir hvort þeir hyggist spjalla með markvissum hætti við meðhlaupendur sína, ef til vill fræða þá um land og þjóð, segja þeir svo ekki vera. „Auðvitað er- um við til í spjall,“ segir Hávar, „en hjá hlaupurum er það nú oft á nördískum nótum. Menn reifa sína bestu tíma og þar fram eftir götunum. Eftir því sem hraðinn eykst dregur svo úr talinu. Þar til allir eru þagnaðir!“ Morgunblaðið/Eva Björk Óskar í Snæfjallajökulshlaupinu á síðasta ári. * Það hefði ekki verið gott afspurnar að villast í þoku með fyrsta kúnnann. Hávar Sigurjónsson og Óskar Jakobsson eru engir viðvaningar í víðavangs- hlaupum, Hávar hefur hlaupið 12 mara- þon og Óskar 7. Hávar á að auki einn „Járnkarl“ að baki. Spurður hvort hann hafi prófað þá keppni líka hlær Óskar við fót: „Ertu frá þér, ég er varla syndur!“ 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur Óskaplega sem ég get látið fara í taugarnar á mér þegar enda-laust er hamrað á því við konur að þær þurfi að komast í ein-hvern kjól fyrir jól sem er að því er virðist allt of lítill á þær. Væri miklu heiðarlegra að segja beint út: Konur: Þið eruð allt of feitar! Allar! Þetta hábölvaða megrunarkjaftæði er gjörsamlega óþolandi. Jólin fá ekki einu sinni að vera í friði fyrir þessum áróðri sem borar sér inn í höfuð kvenna með slíkum krafti að ótrúlega mjóum konum finnst þær meira að segja vera of feitar. Hverjum datt í hug að telja okkur trú um að það væri eftirsóknarvert að svelta sig á að- ventunni? Einmitt á þeim árstíma sem ást og umhyggja er hvað mest tjáð með kræsingum og hverskonar matarboðum. Lífið er allt of stutt til að láta á móti sér þá nautn sem fylgir því að gæða sér á góðmeti. Ef fólki finnst það vera að gleypa of marg- ar kaloríur þá er til ævafornt heillaráð við því: Að njóta ásta. Heilmörgum hitaeiningum má brenna með ástarleikjum og til að auka brennsluna má gera sér hlutina líkamlega erfiðari. Auka má áreynslu við smæstu atriði, til dæmis með því að nota munninn en ekki hendurnar við það verðuga verkefni að klæða hvort annað úr undirfötunum. Augljóslega er það nokkuð meiri fyrir- höfn að ná með tönnunum einum saman að koma konu úr brjóstahaldi heldur en nærbrókum, en það eykur bara spennuna og skemmtana- gildið. Svo er alltaf gaman að takast á við ögrandi stellingar og þá er nú bráðsnjallt að leita í Kama Sútra eða önnur rit eftir hugmyndum. Þeir sem ástarleikinn iðka geta til dæmis skipst á að standa á hönd- um eða haus meðan á hvílubrögðunum stendur, nú eða halda á eða undir hvort annað. Gera það standandi frekar en liggjandi, standa jafn- vel til skiptis á öðrum fæti. Svo er hægt að teygja rækilega á útlim- unum, fótleggina í átt til höfuðs, handleggi út og suður, og fá meðleik- arann til að hjálpa til með því að ýta aðeins lengra. Snúa á alla kanta upp á skrokkinn eins og skrúfu. Skemmta sér við tilraunirnar, taka duglega á og njóta þess í botn að klístrast saman í hvors annars svita. Ef slík amorsbrögð eru viðhöfð alla aðventuna, fullyrði ég að fólk smeygir sér geislandi kátt og í fanta fínu formi í skyrtuna og kjólgopann þegar klukkurnar hringja inn jólin. Indversk blíðubrögð í uppsiglingu kennd við Kama Sútra. MÁ ÉG HVOLFA ÞÉR FYRIR JÓLIN? Stigið í vænginn KRISTÍN HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.