Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 27
skipulagður hjá teiknistofu Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og verslunarinnréttingar hafi verið keyptar hjá sænska samvinnusambandinu. Margt hefur breyst í húsinu frá því Domus var og hét en stigahandrið aðalstiga milli hæða ber sterkan svip af fyrri hönnun, þótt raunar sé um endurgert handrið að ræða. Verslunarrými hússins var stækkað úr 1.800 fm í 3.200 fm þegar tískuverslunin 17 og fleiri undir merkj- um NTC opnuðu þar 1991, en þeim breytingum stýrði Guðni Pálsson arkitekt. Þá var tengt yfir í Laugaveg 89, en í því húsi var t.a.m. klúbburinn Röðull til húsa um tíma. Morgunblaðið/Golli Frá Domus að ATMO LÍF HEFUR FÆRST Í LAUGAVEG 91 Á NÝ MEÐ TILKOMU ATMO-HÖNNUNARHÚSS. VERSLUNARREKSTUR Í HÚSINU HÓFST 1970 ÞEGAR KRON OPNAÐI VÖRUHÚSIÐ DOMUS. SÍÐAR KOM VERSLUNIN 17 Í HÚSIÐ, ÞAÐ VAR STÆKKAÐ OG TENGT VIÐ LAUGAVEG 89. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is * Ásýnd Laugavegar 91 þegar þaðvar opnað árið 1970 var talsvert frá- brugðin þeirri sem nú blasir við. Þegar KRON opnaði Domus 1970 var húsið eitt stærsta verslunarhúsnæði miðborg- arinnar og í vöruhúsinu voru seldar vörur úr öllum áttum. Mikið var um innfluttar vörur en þó var þar einnig ís- lenska hönnun að finna. Sem dæmi voru íslenskir skór frá Iðunni á Akureyri seldir í Domus. HÖNNUNARHÚS Í GÖMLU VÖRUHÚSI KRON U m 60 hönnuðir og hönnunarfyriræki á ýmsum sviðum hafa tekið höndum saman og opnað líklega stærstu verslun með íslenska hönnun í heimi á Laugavegi 91 undir merkjum ATMO. Saga hússins nær aftur til sjöunda áratugarins en það teiknaði Haraldur V. Haraldsson arkitekt og það átti upphaflega að hýsa stórverslunina Edinborg. Þegar Ed- inborg hafði ekki bolmagn til að ljúka verkinu tók Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, við húsinu og opnaði þar vöruhús sitt sem nefnt var Domus. Í frétt Morgunblaðsins um opnun hússins hinn 1. des- ember 1970 segir að „frágangur innanhúss“ hafi verið 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 Big stay vikutilbo-d 169.900Áður199.900 8.990

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.