Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 34
F oreldrar hafa mikinn áhuga á því að fá upplýsingar um það hvenig þeir eigi að kenna börnum sínum að umgangast netið og tölvur,“ segir Guðberg K. Jónsson verk- efnastjóri hjá Samfélagi fjölskyldu og tækni, SAFT. Flest börn hefja netnotkun sína á aldrinum 5-9 ára og telur Guðberg mikilvægt að foreldrar kynni börnum þá tækni sem samtíminn býður upp á. „Netið og tölvurnar eru ekki barnapíur og við hvetjum foreldra til að taka fyrstu skrefin með börnunum á netinu. Temja þarf börnunum rétta umgengnishætti. Netið er skemmtilegt tæki til að leika, ferðast og fræðast og hlutverk þeirra sem eldri eru er að koma í veg fyrir neikvæða notkun þess. Rannsóknir sýna að neikvæð notkun barna á netinu fer ekki vaxandi og það ber að þakka ýmsu forvarnarstarfi sem unnið hefur verið. Engu að síður eru alltaf að koma upp mál sem þarfnast athygli.“ Hann segir mikilvægt að halda áfram að vekja foreldra til vitundar um nethegðun og netaðgengi sem opnast hefur mikið með nýrri tækni. Að sögn Guðbergs hafa 15% barna orðið fyrir neteinelti. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði í Háskóla Íslands, segir að erlendar rann- sóknir meðal unglinga á menntaskólaaldri sýni að fleiri stúlkur en drengir verði fyrir neteinelti. En jafnframt séu stúlkur heldur oftar gerendur í slíkum málum en strákar. Það er ólíkt því sem gerist utan netheima þar sem strákar gerast frekar sekir um að leggja í einelti. Guðberg segir að ágætt geti verið að kynna börn- um þumalputtareglu sem hann kallar „ömmu- heilræðið.“ „Það hljómar þannig að þú ættir ekki að setja eitthvað á netið ef þú getur ekki sagt eða sýnt ömmu þinni það,“ segir Guðberg. „Önnur þumalputtaregla sem ágæt er að kenna börnunum þínum er sú að ef þú myndir ekki heilsa einhverjum í Kringlunni þá ættir þú ekki að vingast við hann á Facebook,“ segir Guðberg sem telur að einfaldar reglur sem slíkar hjálpi börnum að skilja hvar mörkin liggja. Mikilvægt er að foreldrar kenni börnum sínum snemma að umgangast netið og tölvu á uppbyggilegan hátt. KYNNUM TÖLVUR OG NETIÐ FYRIR BÖRNUNUM Ömmuheilræði skilar sér NETIÐ OG TÖLVURNAR ERU EKKI BARNAPÍUR OG MIKILVÆGT ER AÐ VERA MEÐ BÖRNUNUM Í FYRSTU SKREFUM ÞEIRRA Á NETINU. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is *Græjur og tækniHuga skal að notkunarmöguleikum, fjölda forrita og stærð þegar spjaldtölva er valin »36 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- fræði, segir að ekki séu einhlítar niður- stöður um áhrif kláms og ofbeldistölvuleikja á börn. „Þó getum sagt að mikil notkun á klámi hefur áhrif á ungmenni sem eru í áhættuhópi,“ Hann segir áhættuhópinn vera vanrækt börn sem ekki njóta góðs sambands við foreldra, fjölskyldu eða vini. Þau séu „berskjaldaðri“ fyrir áhrifum kláms- ins og líklegri til þess að beita kynferðisof- beldi. „Hið sama má segja um ofbeldistölvuleiki. Ef börn eru vanrækt og ofbeldisleikir verða helsta fyrirmyndin getur áhrifa gætt. En börn sem eru í góðum og traustum sam- skiptum við vini og foreldra, og stunda aðra iðju eins og íþróttir verða fyrir litlum sem engum áhrifum. Fyrir þessa krakka er þetta ekkert annað en fantasía og skemmtileg af- þreying. Það hefur ekkert sýnt fram á það að ofbeldi og klám hafi þau áhrif á þennan hóp að hann verði líklegri til að beita of- beldi eða kynferðisofbeldi,“ segir Helgi. ÁHRIF KLÁMS OG OFBELDISTÖLVULEIKJA Á UNGMENNI Áhrifa gætir hjá vanræktum börnum Börn sem eiga góða að sýna viðnám við áhrifum kláms og ofbeldistölvuleikja.  Setja reglur um tölvunotkun frá 5 ára aldri.  Á vefnum www.leikjanet.is eru ýmsir leikir sem eru alls ekki við hæfi yngri barna. Hægt er að fylgjast með notkun í reit neðar á síð- unni, leikir sem þú hefur spilað nýlega, þ.e. ef börnin hafa ekki hreinsað slóð sína.  Hægt er að fá sérstaka netsíu hjá símafyr- irtækjum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að komast inn á óæskilegar netsíður. Foreldr- arnir hafa aðgangsorð.  Vefurinn www.parentalcontrolbar.org er sniðugt hjálpartæki fyrir foreldra. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um notkun á saft.is. Þar má meðal annars fá upplýsingar um hvernig má tímastilla það hvenær hægt er að vera í tölvunni.  Gott er að beita þeirri reglu um tölvunotkun barna að fyrst geri þau þær skyldur sem þarf að sinna en fái svo að fara í tölvuna.  Tveir tímar í tölvunni í dag – og það er engin ástæða til að lengja tímann þegar barnið eld- ist.  Banna tölvunotkun eftir kl. 22.00. Heimild: saft.is STÝRA ÞARF NET- OG TÖLVUNOTKUN BARNA Ráð til foreldra

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.