Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 36
AMAZON KINDLE FIRE 7/10
Túrbó-útgáfan af Amazon Kindle-lestölvunni. Keyrir á einfaldri útgáfu af Android-
stýrikerfinu sem styður ekki öll Android-forrit. Helsti kostur Kindle Fire er að hún er
beintengd við vefverslun Amazon, og því auðvelt að nálgast bæði tónlist, bíómyndir og
bækur. Kindle Fire er til í bæði 7 og 10 tommu flokknum (8,9 tommur reyndar), sem er nánast eins
burtséð frá stærðinni. Stærri útgáfan er með örlítið hraðari örgjörva.
Kostir: Einföld í notkun, skjár, verð, rafhlöðuending, HDMI-tengi, auðvelt að nálgast afþreyingarefni.
Ókostir: Ekkert GPS, lítið vinnsluminni, takmarkað framboð af forritum, ekkert 3g í 7 tommu útgáf-
unni, lítill stuðningur við myndavél.
MICROSOFT
SURFACE
Margir hafa beðið þess með eftirvæntingu
að Microsoft léti til sín taka á smátækja-
markaðnum. Microsoft Surface er fyrsta
spjaldtölvan frá fyrirtækinu og lofar
góðu um framhaldið þó ýmis-
legt vanti upp á þessa út-
gáfu. Tækið er 10
tommu með
Windows RT-
stýrikerfið
sem er
skemmtilegt og talsvert
frábrugðið því sem Android og
Apple iOS býður upp á. Hægt er að bæta við
Type Cover-skjávörn með innbyggðu lyklaborði. Surface
er vinnuþjarkur sem meðal annars býður upp á Office-vöndul. Enn
er þó mjög takmarkað framboð af forritum, og er áberandi að Outlook
skuli ekki fylgja líkt og Office.
Kostir: Kraftmikill vinnuhestur, USB-tengi, rafhlaða, Type Cover.
Ókostir: Ekki fáanleg með 3g, ekkert GPS, mjög lítið framboð af for-
ritum.
GOOGLE NEXUS 10
Þó að þessi Samsung Nexus 10 sé ekki enn komin í sölu, er rétt að
fjalla aðeins um hana þar sem margir bíða spenntir eftir henni. Eins og
nafnið gefur til kynna er þetta stóra systir Nexus 7, og er henni ætlað
að keppa við iPad 4. Á blaði virðist sem tækni og vélbúnaður standi
jafnfætis iPad að flestu leyti. Skjárinn er með ótrúlega upplausn, jafnvel
meiri en Retina-skjáirnir á iPad, og 2GB vinnsluminni gerir Nexus 10
verulega snögga. En það er sama vandamálið hér og með Nexus 7,
flest Android-forrit eru hönnuð með síma í huga og líta ekki vel út á
spjaldtölvu. Þessi galli er enn meira áberandi á 10 tommu tæki en 7
tommu.
Kostir: Skjár, vinnslugeta, myndavél, verð.
Ókostir: Lítið framboð af sérhönnuðum forritum.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Græjur og tækni
non EOS M er fyrsta atvinnuamatöravélin frá Canon sem er
spegillaus en getur þó nýtt þau hundruð af fjölbreytilegum linsum
sem finna má í EOS-línu Canon.
Á vélinni er reyndar sérstök útgáfa af EOS EF-linsutenginu (EF
stendur fyrir rafrænan sjálfvirkan fókus), EF-M, og sem stendur eru
bara tvær linsur sem nota það beint, EF-M
18-55 mm og EF-M 22 mm. Með milli-
stykki er svo hægt að nota allar EF-
og EF-S-linsur. Gefur augaleið að
þeir sem eiga Canon EOS græjur og/
eða linsur fyrir ættu að kynna sér
vélina, en hún hentar vitanlega fyrir
alla þá sem áhuga hafa á að færa sig
frá imbavélinni í meiri myndgæði og
möguleika.
Einfaldleikinn ræður ríkjum á
boddíinu á vélinni, en þegar skyggnst
er undir yfirborðið skortir ekki still-
ingar. Skjár- inn á bakinu er snertiskjár og sáraeinfalt
að breyta öllum stillingum sem maður getur látið sér detta í hug,
reyndar einstaklega skýrt og vel útfært – hátæknimyndavél í felubún-
ingi.
Á vel heppnaðri ráðstefnu Canon í Hörpu í vikunni voru ýmsarmyndavélar og linsur til sýnis, vélar fyrir atvinnumenn, fyriramatöra og fyrir atvinnu-amatöra, það sem menn kalla „pros-
umer“ í útlandinu. Ein vél í síðastnefna flokknum sýndist mér standa
vel undir nafni, því ég varð vitni að því er atvinnuljósmyndarar lýstu
henni sem hreinni snilld og
söðgust ætla að fá sér slíka
vél. Eftir að hafa hand-
fjatlað hana og prófað er
það skiljanlegt, því fyrir
þann sem á Canon-
atvinnugræjur er þetta
einkar skemmtileg viðbót í
myndavélasafnið.
Undanfarin ára hafa
speglalausar vélar, vélar þar
sem maður notar bara skjá-
inn á bakinu til að stýra stillingum, sótt verulega í sig veðrið.
Þessi nálgun hefur eðlilega verið snar þáttur í vasamyndavélasögu
síðustu ára og áratuga, en ekki er langt síðan myndavélaframleið-
endur fóru að bjóða upp á speglalausar myndavélar með lausum lins-
um, það er að segja aðrir myndavélaframleiðendur en Canon því Ca-
HÁTÆKNIVÉL Í FELUBÚNINGI
IMBAVÉLIN LÆTUR UNDAN SÍGA FYRIR SKYNDIMYNDUM Á FARSÍMA, EN EF MAÐUR VILL MEIRI MYNDGÆÐI KOMA
TIL VÉLAR EINS OG CANON EOS M, SEM KYNNT VAR ÁSAMT FLEIRI VÉLUM Í HÖRPU Í VIKUNNI.
Græja
vikunnar
* Vélin fæst í fjórum litum í út-landinu, svörtum, hvítum, silfr-
uðum og rauðum, en eini liturinn
sem hér hefur sést er svartur.
Boddíið á henni er úr magn-
esíumblöndu, mjög traust við-
komu. Hún er 10,8 x 6,6 x 3,2
sm að stærð. Ekkert flass er í vél-
inni, en tengi fyrir slíkt.
* Myndflagan er 18 Mp og skil-ar álíka myndum og til að mynda
7D-vélin. Ljósnæmið er frá ISO
100 í 12.800 standard og hægt að
kreista í 25.600. Hún tekur 4,3
ramma á sekúndu samfellt, 3
ramma ef notaður er sjálfvirkur
fókus. Hægt er að taka 1080p
eða 720p myndskeið með stereó-
hljómi.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Hér á landi er vélin seld ípakka með EF-M 18-55mm f/3.5-
5.6 IS STM linsu og Speedlite
90EX flassi, sem styður þráðlaus
samskipti og hægt að nota með
öllum EOS-vélum. Sá pakki kostar
164.899 kr. í vefverslun Nýherja.
S
pjaldtölvum hefur vaxið ásmegin síðastliðið ár. Margir horfa til þeirra þegar kemur að því að velja nýj-
an tölvubúnað. Það er þó rétt að athuga að spjaldtölvur verða enn um sinn ekki færar um að leysa
hefðbundnar tölvur af hólmi sem vinnutæki, en sem afþreyingartæki má segja að spjaldtölvur séu á
góðri leið með að taka fram úr hefðbundnum tölvum. Það er þrennt sem er gott að hafa í huga þegar
kemur að því að velja hvernig spjaldtölvu á að kaupa. 1) Stærð: Þó vissulega séu á því undantekningar má
segja að það séu tvær stærðir í boði, 7 tommur og 10 tommur. Þessi stærð vísar til stærðar skjásins, mælt
horn í horn. 7 tommu tækin eru meðfærilegri og þægilegri í daglegu amstri. 10 tommu tækin eru þægilegri
að umgangast og betri að vinna á. Ef þú ert mikið á ferðinni hentar 7 tommu spjaldtölva líklega betur, en ef
þú notar hana mest heima í sófa er líklegt að þú njótir þess betur með 10 tommu tæki. 2) Forrit: Fjöldi for-
rita sem hægt er að fá fyrir vélina skiptir þig máli. Enn sem komið er er mestur stuðningur við Apple-
stýrikerfið, en Android sækir mjög í sig veðrið, sérstaklega eftir útgáfu 4 af Android-stýrikerfinu. Windows 8/
RT stýrikerfið er enn að slíta barnsskónum, en ef sala fer vel af stað má gera ráð fyrir að flestir framleið-
endur bjóði upp á Windows-útgáfu af forritum sínum innan skamms. 3) Notkun: Ef þú notar vöruframboð
Google mikið við vinnu, líkt og Gmail, eða Google Drive, er Android-kerfið byggt í kringum þessar vörur. Ef
þú notar Apple-vörur líkt og iPhone, iTunes og Apple TV þá vinnur iPad mjög snurðulaust með þeim vörum.
Ef þú lifir og hrærist í heimi skrifstofuvöndulsins Microsoft Office, er Microsoft Surface
hönnuð til þess að vinna með þessum forritum. Ef þú verslar mikið við Ama-
zon, hvort sem er rafbækur eða tónlist, er ákaflega þægilegt að gera það í
gegnum Kindle. Það getur verið gott að taka mið af öðrum tækjum sem þú
notar þegar kemur að því að velja spjaldtölvu.
Sjö spjaldtölvur
APPLE HEFUR LENGI VERIÐ NÆR EINRÁTT Í SÖLU OG FRAMLEIÐSLU SPJALDTÖLVA MEÐ
HINN ÓTRÚLEGA VEL HEPPNAÐA IPAD. NÚ ERU AÐRIR FRAMLEIÐENDUR HINS VEGAR
FARNIR AÐ SÆKJA HART AÐ APPLE Á ÞESSU SVIÐI.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
HELSTU SPJALDTÖLVURNAR TEKNAR FYRIR