Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 45
vald Mubaraks studdist við. Því er nær óhugsandi að herinn færi gegn nýja forsetanum á meðan sveifla almennings væri enn með honum. Og ekki á meðan varfærnisstefna Obama og Bandaríkjanna – afsökunarstefnan, eins og repúblikanar kalla það – væri óbreytt. En síðasta ákvörðun forseta Egypta- lands í formi tilskipunar gæti markað kaflaskil. Kannski er réttara að segja veðraskil, þótt vart megi kalla það vorhret sem féll á glugga Egypta í síðari hluta nóvembers. Framdi forsetinn valdarán? Um það segir í frétt Morgunblaðsins: „Bannað er að mótmæla tilskipunum, lögum og ákvörðunum Mohameds Morsi, forseta Egyptalands. Þetta kem- ur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. Jafnframt segir að enginn dómstóll geti rofið stjórnlagaþingið, sem vinnur nú að gerð nýrrar stjórnarskrár, að því er segir á vef breska ríkis- útvarpsins. Þá hefur Morsi rekið ríkissaksóknara landsins og skipað að réttað verði á nýjan leik yfir ein- staklingum sem eru sakaðir um að hafa ráðist á mótmælendur þegar Hosni Mubarak var forseti landsins. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Mohamed ElBaradei (Handhafi friðarverðlauna Nobels 2005) segir að Morsi hagi sér eins og „nýr faraó“. BBC segir að Morsi hafi útnefnt Talaat Ibrahim sem nýjan ríkissaksóknara. Í yfirlýsinguni fær stjórnlagaþingið, sem 100 eiga sæti í, tvo mánuði til viðbótar til að gera upp- kast að nýrri stjórnarskrá“. Morsi er vissulega lýðræðislega kjörinn forseti Egyptalands. En enginn lýðræðislega kjörinn forseti hefur slíkt vald sem Morsi hefur ákveðið að taka sér. En Morsi vitnar ekki í forstakjör sitt fyrir aðeins 5 mánuðum til að réttlæta „valdaránið“. Hann segist taka þessar ákvarð- anir sem „vörslumaður byltingarinnar“. Slík skilgreining lofar ekki góðu. Enda er ekki líklegt að forsetakosningar í skilningi Vesturlanda verði haldnar í landinu í bráð. Það er sjaldnast gert í því stjórnkerfi sem Morsi forseti skapaði með sinni handasveiflu. Það er ekki nóg með að hann sé að taka sér ótrúlegt vald, aðeins fimm mán- uðum eftir sína eigin kosningu og áður en tekist hefur að kjósa löggjafarvald með réttum hætti. Það er ekki aðeins gerð krafa um að almenn- ingur hlýði „lögum,“ sem Morsi setur einn og sjálfur, „tilskipunum“ og „ákvörðunum“. Það er eftirleiðis beinlínis bannað að hafa á þeim skoð- un, að minnsta kosti að mótmæla nokkru því sem forsetinn tekur sér fyrir hendur. Það er jafnvel bannað að mótmæla því sem forsetinn segir. Það er því ekki undarlegt að fréttir berist um að al- menningi í Egyptalandi sé orðið mjög órótt. Auðvitað styður Bræðralag múslima sinn mann. En Morsi fékk fylgi víðar að í forseta- kosningunum. Það er það fylgi sem ásamt „stjórnarandstöðunni“ er byrjað að láta í sér heyra. Og þessi þróun hlýtur að vekja ugg í Washington. Það þykir pínlegt að Hvíta húsið var í miðju kafi við að hlaða lofi á Morsi forseta fyrir þátt hans í að ná fram vopnahléi þegar til- kynning um alræðisvaldið barst. Obama forseti hefur enn ekki tjáð sig um stöðuna, en „hátt- settur embættismaður“ utanríkisráðuneytis (þýðir: maður sem talar með samþykki frú Clin- ton) segir fréttirnar „vekja áhyggjur“. Þakklætiskúrfan er brött Bandaríkjamenn voru fljótir að gleyma Mubarak, sem hafði verið þeim hollvinur í þrjá áratugi, með öllum sínum kostum og göllum. (Morsi kynnti ný réttarhöld yfir honum í sama pakkanum.) Hin pólitíska þakklætiskúrfa Bandaríkjanna er talin ein brattasta kúrfa sem nokkurt graf getur sýnt. Þó er þar örlítill munur á eftir þeim mönnum sem sitja í ávölu skrifstofunni hverju sinni. Og „raunsæi“ þeirra þar hefur einnig verið mjög mis- jafnt. Richard Nixon taldi öllu skipta hvort leiðtogi togaði reipin í sömu átt og Bandaríkin eða ekki. Það væri ekki þeirra mál eftir hvaða leikreglum bandamaðurinn hefði öðlast völd. Nixon var fjarri því að vera eini forsetinn með þetta viðhorf. Aðrir forsetar hafa verið meiri „hugsjónamenn“ og sið- gæðisverðir lýðræðis, eftir því sem því yrði komið við, án óheyrilegra útláta. George W. Bush, fyrr- verandi forseti, hefur þannig opinberlega fagnað arabíska vorinu og þeirri „lýðræðishreyfingu“ sem í því felst. Barack Obama er örugglega einn af síð- ar nefndu forsetunum og „með ríka réttlæt- iskennd“ og horfir því áhyggjufullur eins og utan- ríkisráðherra hans á síðasta útspil Morsis. Þegar mótmæli almennings aukast í Egypta- landi allt þar til að svo er komið að lögreglan ein ræður ekki lengur við þau, og þegar einræð- istilburðir Morsis verða komnir upp í kok á valda- mönnum vestra, er ekki ólíklegt að egypski herinn haldi aftur út úr búðum sínum. Það verður kannski snemma næsta vor. En svarið við lokaspurningu þessa bréfs er þó enn fjarri því að liggja fyrir. Verður það örugg- lega til bóta? Morgunblaðið/Kristinn 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.