Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Óhætt er að segja að viðbrögð stuðn-ingsmanna Chelsea við ráðninguRafa Benítez í starf knatt- spyrnustjóra séu blendin. Er hann virkilega Di Matteo-betrungur? Fyrst reka þurfti Ítalann mátti þá ekki sækja nýjan mann í efsta lag stjóra- samfélagsins, svo sem Pep Guardiola? Kata- lóninn, sem yfirgaf Barcelona fyrr á þessu ári, er sannarlega ekki á lausu, hlýtur að ætla að taka sér a.m.k. ársfrí. Er það skýr- ingin á því að samningur Benítez gildir að- eins fram á vor? Er hann bara að verma stólinn fyrir Guardiola? Á fyrsta blaðamannafundinum í vikunni gaf Benítez lítið út á þetta. Lengd samnings- ins væri aukatriði, hann væri mættur til að vinna titla og vinna mætti þá marga á sjö mánuðum. Eins og það nægi Roman Abramovitsj, spyrjið bara José Mourinho, Carlo Ancelotti og Roberto Di Matteo! Lengi hefur verið orðrómur um að Guar- diola sé fyrsti kostur Abramovitsj, eigand- ann dreymi um „blátt Barcelona“, en hvort hann hafi yfir höfuð áhuga á að þjálfa í Eng- landi er önnur saga, hvað þá Chelsea. Þessi penni leyfir sér alltént að hafa stórkostlegar efasemdir um það. Guardiola var úrvinda á líkama og sál eftir skamma dvöl við stjórn- völinn í Barcelona. Væri það ekki að fara úr öskunni í eldinn að semja við Abramovitsj? Benítez hefur á hinn bóginn engar áhyggj- ur af samstarfinu við eigandann. Það verði hátíð ein eftir að hafa unnið undir stjórn Bandaríkjamannanna George Gilletts og Toms Hicks hjá Liverpool, manna sem töl- uðu ekki einu sinni saman. Benítez var um tíma ígildi almættisins á Anfield, einkum eftir að hann skilaði Evr- ópubikarnum í hús 2005. Er leið á valdaskeið hans þar dró jafnt og þétt úr vinsældunum og að því kom að hann var látinn taka pok- ann sinn vorið 2010. Benítez hélt beint til Internazionale í Mílanó, leysti þar Mourinho af hólmi, en náði aldrei tökum á því verk- efni. Var látinn víkja fyrir jól. Það var hans síðasta starf og eftirspurnin ekki verið óbærileg síðan, hefur manni fundist. Fyrir hjá Chelsea hittir Benítez landa sinn Fernando Torres, miðherjann umdeilda, sem býr að þeim vafasama heiðri að síðustu sex stjórarnir hans hafa allir verið reknir: Bení- tez, Roy Hodgson og Kenny Dalglish frá Liverpool, Carlo Ancelotti, Andre Villas- Boas og Roberto Di Matteo frá Chelsea. Álög?Rafa Benítez. Hve lengi endist hann á Brúnni? AFP Í VAFA UM RAFA RAFA BENÍTEZ FÆR NÚ ÞAÐ ERFIÐA VERKEFNI AÐ GERA ROMAN ABRAMOVITSJ TIL GEÐS. HANN HEFUR LEGIÐ Í HÍÐI Í TVÖ ÁR. Skiptar skoðanir um nýja karlinn í Brúnni Sækist þú, lesandi góður eftirstarfsöryggi, þolinmæði ogað vera metinn að verð- leikum skaltu ekki sækja um starf knattspyrnustjóra hjá Chelsea í Lundúnum. Frá því hinn duttlunga- fulli auðkýfingur Roman Abramo- vitsj festi kaup á félaginu í júní 2003 hafa tíu menn vermt þetta funheita sæti, nú síðast settist Spánverjinn Rafa Benítez í það fyr- ir helgina. Leysti af hólmi Ítalann Roberto Di Matteo sem entist ekki nema tæpa níu mánuði í starfi. Uppsögn Di Matteos verður að teljast með nokkrum ólíkindum en honum tókst á liðnu vori að færa Abramovitsj bikarinn sem hann hafði rembst eins og rjúpan við staurinn að klófesta, sjálfan Evr- ópubikarinn. Voru ekki allir hinir reknir vegna þess að þeim mistókst það, nema kannski José Mourinho? Þar skullu þau saman, hin stóru egó. Risastóru. Di Matteo kom raunar bakdyra- megin inn í starfið. Var ráðinn að- stoðarmaður næsta stjóra á undan, Portúgalans Andres Villas-Boas, sumarið 2011. Villas-Boas reyndist ekki það Mourinho-ígildi sem Abramovitsj hafði vonast eftir og að níu mánuðum liðnum var hann horfinn á braut. Di Matteo átti bara að verma stólinn meðan leitað væri að stærra nafni. Hann kom hins vegar á óvart. Að vísu tókst honum ekki að snúa gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni við en beindi athyglinni hressilega frá þeirri sneypuför með því að vinna fyrst enska bikarinn og síðan Evrópubikarinn. Enda þótt gleði Abramovitsj væri algjör var honum vandi á höndum. Di Matteo var í hans huga þrátt fyrir allt ekki rétti maðurinn í starfið en hvernig gat hann látið hann fara eftir afrekið í München í maí? Það var útilokað. Eigandinn beit því í vörina og fleygði tveggja ára samn- ingi á borðið. Opinberaði þar með hug sinn, flestum öðr- um þótti fyrsti maðurinn til að færa Chelsea Evrópubik- arinn verðskulda lengri samning. Eigi að síður virkaði Di Matteo öruggur þegar liðið rauk upp úr startblokkunum í haust, vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum, spilandi leiftrandi sóknarleik á löngum köflum með nýstirni á borð við Eden Hazard og Oscar í essinu sínu. Að ekki sé talað um Juan Manuel Mata. Þá hægðist raunar á lestinni, Chelsea hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum. Er þó aðeins fjórum stigum á eftir toppliðinu, Man- chester City, og þess sannarlega umkomið að berjast um meistaratitilinn. Bágt gengi í Meistaradeild Evrópu kom sér á hinn bóginn illa fyrir Di Matteo, þegar ein umferð er óleikin er Chelsea í þriðja sæti í sínum riðli. Þarf að vinna heimaleik sinn gegn Nordsjælland og stóla á hag- stæð úrslit í leik Shakhtar Donetsk og Juventus í Úkra- ínu. Það er auðvitað ekki ásættanleg staða enda þótt hún sé ekki vonlaus. Þá er hermt að tapið slæma gegn Atlet- ico Madrid í Ofurbikarnum í haust hafi farið verulega í taugarnar á eigandanum. Allt bar að sama brunni. Það fór líka eins og mann grunaði, Abramovitsj notaði fyrstu ágjöfina, eins lítilmótleg og hún er, til að losa sig við Di Matteo. Ítalinn brást við af aðdáunarverðri reisn, kvaðst hafa notið hverrar stundar á Brúnni og óskaði fé- laginu alls hins besta í framtíðinni. Ekkert væl þar. Við skulum vona, Romans Abramovitsj vegna, að Di Matteo verði að ósk sinni. Ítalinn Roberto Di Matteo var knattspyrnustjóri Chelsea frá mars til nóvember 2012. AFP Abra-kadabra ENN FÓR REFSIVÖNDUR ROMANS ABRAMOVITSJ, EIGANDA CHELSEA, Á LOFT Í VIKUNNI, ÞEGAR ROBERTO DI MATTEO VAR SÓPAÐ ÚT AF SVIÐINU EINS OG HVERJU ÖÐRU KUSKI. INN STEIG MAÐUR SEM ÝMSIR HAFA EFASEMDIR UM, RAFA BENÍTEZ. Guus Hiddink, feb. 2009 – maí 2009. Avram Grant, sept. 2007 – maí 2008. José Mourinho, júní 2004 – sept. 2007. Luiz Felipe Scolari, júlí 2008 – feb. 2009. Claudio Ranieri, sept. 2000 – maí 2004. Carlo Ancelotti, júní 2009 – maí 2011. Ray Wilkins, feb. 2009 – feb. 2009. Andre Villas-Boas, júní 2001 – mars 2012. „Allir finna til með Roberto Di Matteo. Þetta er með ólíkindum þegar tekið er mið af því að hann vann bæði enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu.“ Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.