Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 unarumleitun hafi orðið 150 millj- ónum kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Nefnir hún að verið sé að byggja upp umsjónarkerfi innan- húss hjá embætti skuldara en sú vinna hafi gengið hægar en áformað var. Ýmis önnur verkefni hafi kallað að, svo sem að fylgja eftir greiðslu- aðlögunarsamningum sem gerðir hafa verið. 1.192 milljónir innheimtar Velferðarráðherra hefur nú lagt fram frumvarp um hækkun gjalda á þær lánastofnanir sem eiga lán heimilanna til að standa undir rekstri umboðsmanns á næsta ári og greiðslu hallans. Hlutfallið af stofni lánasafna hækkar úr 0,03% í 0,034%. Gjaldið á að skila 1192 milljóna króna tekjum á næsta ári og standa þannig undir 745 milljóna króna rekstrarkostnaði og 247 milljóna króna halla frá þessu ári. Verði þetta niðurstaðan aukast gjöldin því um 417 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Svanborg segir að dregið hafi ver- ið úr starfsemi hjá umboðsmanns og starfsfólki fækkað. Nú sé starfandi fólk í 70 stöðugildum en hafi verið 101 í sumar. Embættið hefur verið með 2. og 3. hæð Kringlunnar 1 fyrir starfsemi sína. Nú er verið að flytja alla starfsemina á 2. hæðina enda er búið að segja upp leigu á 3. hæðinni. Sem skýringar á meiri fjárþörf á næsta ári en gert var ráð fyrir í upp- haflegu fjárlagafrumvarpi nefnir Svanborg að þótt mjög hafi dregið úr nýjum umsóknum berist fleiri umsóknir en gert hefur verið ráð fyrir. Þá séu 1300 mál ennþá hjá um- sjónarmönnum, þar af 1000 utan stofnunarinnar, og þurfi að greiða fyrir þjónustu þeirra. Loks nefnir hún að vinnu umboðsmanns skuld- ara ljúki ekki við samninga. Þannig séu meiri umsvif vegna breytinga á þegar gerðum samningum en gert hefur verið ráð fyrir. Víðsfjarri lausn á vandanum Einar K. Guðfinnsson sagði tíma- bært að endurmeta starfsemi um- boðsmanns skuldara, við umræður sem urðu þegar velferðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi á laugardag. Í samtali við Morg- unblaðið vekur hann athygli á því að í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir fjárveitingu sem aðallega væri fólgin í því að ganga frá málum sem þegar eru komin til stofnunar- innar og þess vegna mætti vænta minna umfangs. „Það er ljóst að við erum víðsfjarri því að ná utan um skuldavanda heimilanna. Ný vanda- mál koma nærri daglega til umboðs- manns,“ segir Einar. Sú staðreynd að rekstrarumfang umboðsmanns skuldara á árinu 2013, rúmum fjór- um árum eftir bankahrunið, sé enn þetta mikið sýni að verið sé að glíma við samskonar vanda og áður. „Þetta er í bullandi mótsögn við tal ráðamanna um árangur á þessu sviði,“ segir Einar. Umboðsmaður skuldar 247 milljónir  Ekki hefur dregið jafn mikið úr rekstrarútgjöldum umboðsmanns skuldara og gert var ráð fyrir í fjárlögum  Hækkun fjárheimildar næsta árs og halla þessa árs jafnað út á lánastofnanir Morgunblaðið/Eggert Rekstur Starfsfólki fækkar hjá umboðsmanni skuldara og húspláss minnkar. Nærri þrír fjórðu af niðurfærslu lána til heimila frá bankahruni eru vegna endurúteiknings er- lendra fasteigna- og bílalána. Rúmur fjórðungur er vegna 110%-leiðarinnar svonefndu og sértækrar skuldaaðlögunar. Kemur þetta fram í svari at- vinnuvegaráðherra við fyr- irspurn Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi. Endurútreikningur erlendra lána hefur skilað 148 milljónum af alls 201,5 milljóna kr. nið- urfellingu á lánum. 110%-leiðin hefur skilað 46 milljóna kr. lækkun og sértæk skuldaaðlög- un 7,3 milljóna kr. lækkun. Tekið er fram í svarinu að upplýsing- arnar séu ekki fullnægjandi, til dæmis vanti niðurfærslu vegna greiðsluaðlögunar. Einar segir að svarið sýni að meg- inhluti skuldalækk- unar sé vegna dóma um að gengisbundin lán hafi verið ólögleg og hafi því ekkert með aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna að gera. Mest vegna gengislána SKULDALÆKKUN HEIMILA Einar K. Guðfinnsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur dregið úr rekstrarkostn- aði umboðsmanns skuldara með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi og þarf að hækka gjald á lánastofnanir til að jafna út 247 milljóna króna skuld embættis- ins. Einar K. Guðfinnsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, telur þetta sýna að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna skuldavanda heimilanna séu ekki að skila þeim árangri sem stjórnvöld tali um og gefi vísbendingar um stöðu heimilanna almennt. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 2013, sem lagt var fram í haust, var gert ráð fyrir 775 milljóna króna fjárheimild vegna reksturs umboðsmanns skuldara á næsta ári. Var við það miðað að dregið yrði úr rekstrarútgjöldum og hagrætt, í samræmi við ákvæði fjár- laga ársins 2012, að því er fram kem- ur í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins. Þar var gert ráð fyrir samdrætti í starfsemi stofn- unarinnar á síðari hluta ársins 2012 og enn frekar á næsta ári. Útlit er fyrir að 247 milljónir vanti upp á að innheimt gjöld vegna yf- irstandandi árs dugi til að standa undir útgjöldum. Svanborg Sig- marsdóttir, sviðsstjóri kynning- arsviðs umboðsmanns, segir að skýringin felist í 80 milljóna króna afskrift á gjöldum sem ekki inn- heimtust hjá lánastofnunum og kostnaði við aðkeypta þjónustu um- sjónarmanna með greiðsluaðlög- Stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún fordæmir þær aðstæður sem fag- stéttum sem vinna með fólk sé sífellt og endurtekið boðið upp á. „Sú forgangsröðun í samfélaginu að sjálfsagt þyki að greiða lág laun fyrir faglegt og vandasamt starf með fólk er óviðunandi og ekki boðleg vel- ferðarþjóðfélagi, sem Ísland vill vera,“ segir í ályktuninni. Hvetur stjórnin velferðarráðherra og stjórn- endur LSH til að hækka laun þroska- þjálfa og annarra fagstétta innan LSH. Stéttarfélag sjúkraþjálfara sendi einnig frá sér ályktun í gær um launa- kjör heilbrigðisstétta á LSH. „Sjúkraþjálfarar, sem og aðrar heilbrigðisstéttir á LSH, hafa undan- farin ár starfað við stöðugt meira álag, krappari kjör og lélegri aðstæð- ur vegna langvarandi niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu,“ segir m.a. í álykt- uninni. Ljóst sé að sjúkraþjálfarar hafi dregist aftur úr í launum síðustu ár en byrjunarlaun á LSH eftir fjögurra ára nám í sjúkraþjálfun séu 260.000 krónur á mánuði og hæstu mögulegu laun deildarsjúkraþjálfara um 340.000 krónur. „Þessi laun eru langt frá því að vera eftirsóknarverð,“ segir í ályktuninni. Heilbrigðisstéttir álykta um launakjör Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höf- undur bókarinnar Á mannamáli og stofnandi Öðlingsátaksins, afhenti í gær Guðbjarti Hannessyni velferð- arráðherra gjafir til handa Neyð- armóttöku vegna nauðgana á Land- spítalanum. Gjafirnar voru m.a. nýr og endur- hannaður bæklingur um sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis og nýtt, sérhannað merki Neyðarmót- tökunnar en þær voru greiddar með fjármunum sem söfnuðust á upp- boði, þar sem m.a. voru til sölu sokk- ar sprellarans Sveppa og sprelllif- andi kind. Það var ætlun Þórdísar að láta peningana renna beint til Neyð- armóttökunnar en þar sem ekki reyndist unnt að eyrnamerkja mót- tökunni fjármunina ákvað Þórdís í samráði við forsvarsmenn Neyð- armóttökunnar að nota féð til að bæta úr sárri þörf á fræðslu- og for- varnarefni. „Fólk sem hafði leitað á Neyð- armóttökuna hafði í fjögur ár ekki verið leyst út með t.d. bæklingi um hverju það mætti búast við í sálræn- um efnum fyrsta kastið eftir áfall,“ útskýrir Þórdís. Úr því hafi nú verið bætt. Þá segir hún aðra ósk starfsfólks Neyðarmóttökunnar hafa snúið að límmiðum með upplýsingum um þjónustu móttökunnar, til að setja á salerni allra skemmtistaða en slíkur límmiði var meðal gjafanna sem af- hentar voru í gær. „Mér finnst svolítið bylting- arkennt og frábært að þessum lím- miða verður dreift á öll salerni, ekki bara kvennasalernin, af því að auð- vitað getur nauðgun líka hent karl- menn, og gerir,“ segir Þórdís en hún segir markmiðið með átakinu m.a. hafa snúið að því að fá karlmenn til að velta málaflokknum fyrir sér. Morgunblaðið/Ómar Gjafir Edda Björk Þórðardóttir, starfsmaður Landlæknisembættisins, fylgist með Þórdísi afhenda ráðherra gjafirnar. Landlæknisembættið tók þátt í vinnslu prentefnisins og mun sjá um dreifingu þess. Þarfar og góðar gjafir  Ráðherra tekur á móti nýjum fræðslubæklingum og upp- lýsingalímmiðum fyrir Neyðarmóttöku vegna nauðgana SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.