Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 ✝ Anna Krist-jana Torfa- dóttir fæddist í Reykjavík 25. jan- úar 1949. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 30. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Torfi Ás- geirsson hagfræð- ingur, f. 1908, d. 2003, og Vera Pálsdóttir, f. 1919. Systkini hennar eru þrjú: Ásgeir Torfa- Menntaskólanum í Reykjavík 1969, lauk BA-prófi í bóka- safnsfræði og almennri bók- menntasögu frá Háskóla Ís- lands 1976, og meistaragráðu í stjórnun frá University of Wa- les, Aberystwyth árið 1995. Frá 1976-8 starfaði Anna á Amtsbókasafninu á Akureyri, en síðla árs 1978 hóf hún störf hjá Borgarbókasafni Reykja- víkur, sem varð hennar starfs- vettvangur eftir það. Fyrst starfaði hún sem bókasafns- fræðingur, en varð síðar safn- stjóri aðalsafns. Í janúar 1998 tók hún við stöðu borg- arbókavarðar og gegndi því starfi þar til í maí 2012. Útför Önnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 11. desem- ber 2012, kl. 15. son, Ólafur Torfa- son og Ragnheiður Torfadóttir. Anna giftist Júl- íusi Kr. Magn- ússyni árið 1971. Þau skildu árið 1985. Anna og Júl- íus eignuðust eina dóttur, Veru Júl- íusdóttur, sem gift er Gauta Sigþórs- syni. Þau eru bú- sett í London. Hún varð stúdent frá Hver vegur að heiman er vegur heim Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið sem grær yfir leiðin, felur hina dánu friði og von. Blessað veri grasið sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem græðir jarðar mein. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. (Snorri Hjartarson) Elsku Anna, það er þyngra en orð fá lýst að sjá á eftir þér í blóma lífs þíns. Þú áttir svo margt eftir að gera og að skoða. Þú sem unnir öllu því fallega og góða í líf- inu. Söknuðurinn er mikill við missi stóru systur, góðs vinar og mágkonu. Sorgin er ekki síður þungbær fyrir aldraða móður. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina í Evrópuferðum og nú hin síðari ár á Spáni. Á þeim ferðum og heima í Lækjarberginu tengdust þið Stef- án Davíð órjúfanlegum böndum og átt þú þökk fyrir. Takk fyrir allt og allt. Elsku Vera og Gauti, megið þið finna styrk í minningunni um kæra móður og góðan vin. Ragnheiður, Stefán Davíð og Stefán. Við Anna höfum alltaf þekkst. Fæddar á sama árinu og í sömu götu, vinkonur allt frá því að tvær húsalengdir voru ekki lengur óyf- irstíganlegur farartálmi fyrir stutta fætur. Við upphaf skóla- göngu í Melaskóla bættist Þóra Stína við vinkonuhópinn og hefur vinátta okkar þriggja varað æ síð- an. Anna var okkar elst og vitrust. Gatan okkar Önnu, Faxaskjól- ið, er lítil gata við sjóinn í Vest- urbænum. Umhverfið var á þess- um tíma nokkurs konar sveit þar sem holt, melar, hagar og tún voru ekki langt undan, grásleppu- karlar við Ægisíðu, Austurkotið, hlaðan, hænsnakofinn, fjaran og sílapollurinn; umhverfi sem bauð upp á leiðangra, ævintýri og frjálsræði. Síðar uppgötvuðum við Bæjarbókasafnið, ævintýra- höllina í Þingholtsstræti, sem við umgengumst af mikilli virðingu. Sem dáleiddar af útlánaferlinu, ferð og stimplun spjalds úr poka í bókinni yfir í útlánaumslögin og röðun þeirra í útlánaskrána, út- bjuggum við okkar eigið kerfi og stunduðum bókasafnsleik á köld- um vetrardögum í holinu heima hjá Önnu. Vísir að því sem koma skyldi. Tíminn leið. Við stöllurnar fór- um hver sína leið um skeið og stunduðum framhaldsnám hver í sínu landinu. Þóra Stína ílentist í Amsterdam en við Anna snerum aftur á vit bókasafna, Dóra í Þjóð- arbókhlöðu, Anna í Borgarbóka- safn. Bæjarbókasafnið var orðið að Borgarbókasafni og ævintýrahöll- in við Þingholtsstræti er nú orðin að lifandi fjölmenningarstofnun í Grófarhúsi, spjaldskrár, útlán og safngögn eru meira eða minna orðin rafræn. Anna hefur á 33 ára löngum og glæsilegum starfsferli í Borgarbókasafni og sem borg- arbókavörður síðustu 14 árin tek- ið ríkan þátt í þessari þróun bæði sem frumkvöðull og leiðandi þátt- takandi. Anna var góðum gáfum gædd; hún var stjórnandi af lífi og sál, opin og fljót að tileinka sér nýjungar, áræðin og stórhuga, já- kvæð og sanngjörn, hafði ákveðnar skoðanir sem hún þorði að bera á borð. Nú hefur Anna verið kvödd á brott en minningarnar lifa, minn- ingar um góða vinkonu og ljúfar samverustundir í Faxaskjólinu forðum og á síðari heimilum sem ávallt voru í Vesturbænum og báru listfengi hennar og smekk- vísi fagurt vitni. Minningar frá ferðalögum, innanlands og utan: brúðkaup barna okkar í Amster- dam og Berlín, afmælisferð til Parísar, London, Krakow og ráð- stefnuflakk bókavarðanna til fjar- lægra staða. Minningar um vin- áttu sem styrktist enn meir í erfiðum veikindum Önnu síðustu misserin. Vera, síðasti frumbygginn í götunni okkar í Vesturbænum, horfir nú á eftir dóttur sinni. Við vottum henni, Veru, Gauta, systk- inum Önnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Halldóra Þorsteinsdóttir og Þóra Kristín Johansen. Mín kæra, góða vinkona, Anna Kristjana Torfadóttir, er látin, að- eins 63 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein. Það var lítil von gefin um bata þegar hún greindist fyrir um einu og hálfu ári og fljótlega eftir greiningu var hin veika von um bata tekin frá henni. Hún mátti horfast í augu við dauðann á næsta leiti; engin grið voru gefin. En hún barðist samt, staðráðin í að treina lífið í lengstu lög og njóta alls þess sem mögulegt var þann tíma sem eftir var. Og hún stóð við það. Hún ferðaðist, innan- lands og utan, fór í leikhús og á tónleika og naut samveru við vini og ættingja. Hún ræddi örlög sín af þeirri hreinskilni sem henni var í blóð borin og einkenndi hana alla tíð og skoraði mann á hólm í um- ræðum um hvað biði hennar og dró ekkert undan. Það var erfitt en samt svo miklu betra því þann- ig gátum við rætt hlutina um- búðalaust, um tilgang lífsins og hinstu rök tilverunnar – umræða sem við tókum oft á upphafsárum vináttu okkar þegar við vorum ungar í menntaskóla og spáðum í lífið af forvitni og bjartsýni æsk- unnar. Umræðan nú var í stórum dráttum sú sama en lituð dekkri skuggum. Við vorum jafngamlar og ól- umst upp í Vesturbæ Reykjavík- ur. Gengum í Melaskóla, vissum hvor af annarri, þekktumst þó ekki, vorum í sama bekk í Haga- skóla en urðum ekki vinkonur fyrr en við lentum hlið við hlið í MR. Þá kviknaði á milli okkar vin- átta sem entist til síðustu stundar Önnu. Við eignumst marga kunn- ingja á lífsleiðinni en fáa vini. Anna var vinur minn og það var heiður að eiga Önnu að vini; hún var falleg, gáfuð, hreinskiptin og örlát. Við fórum saman í gegnum menntaskóla- og háskólaárin, djömmuðum og nutum lífsins, stofnuðum fjölskyldur og eignuð- umst stelpurnar okkar á svipuð- um tíma. Höfðum áhuga á sömu hlutum; bókmenntir og listir voru endalaus uppspretta umræðna og vangaveltna. Vorum saman í bók- menntaklúbbi með góðum vinkon- um okkar, ferðuðumst og áttum ómetanlegar samverustundir saman. Plönuðum að vera saman á elliheimilinu, drekka púrtvín og ræða bókmenntir. Af því verður ekki nú, við geymum það til betri tíma. Borgarbókasafnið var megin- starfsvettvangur Önnu og hafði hún mikinn metnað fyrir hönd safnsins alla tíð. Sem borgarbóka- vörður vann hún það þrekvirki á starfsferli sínum að breyta safn- inu úr hefðbundnu almenningsútl- ánasafni í lifandi menningarmið- stöð. Þó tranaði hún sér aldrei fram í fjölmiðlum í nafni safnsins. Þegar að því kom að kynna ný- stárleg og framsækin verkefni á vegum safnsins tefldi hún ávallt fram samstarfsmönnum sínum en ekki sjálfri sér. Þannig var Anna, ávallt örlát. Og ekki aðeins í starfi heldur einnig í einkalífinu. Ég naut þess ríkulega og er þakklát fyrir allt það góða sem hún gaf mér í gegnum tíðina. Elsku Vera mín og Gauti, ég votta ykkur innilega samúð mína á þessum erfiðu tímum. Einnig votta ég Veru, móður Önnu, systkinum hennar, Óla, Ragnheiði og Ásgeiri og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur okkar Björns Vignis. Kristín Ólafsdóttir. Á umslagi plötunnar „Áfram Stelpur!“ er mynd af mannfjöld- anum á Lækjartorgi á kvennafrí- daginn 1975. Við vorum varla greinanlegar á myndinni, Anna og mamma, ungar og fallegar, með okkur Veru pínulitlar í fanginu, en ef maður leitaði vel, og vissi að hverju átti að leita, þá vorum við þarna saman. Og mikið fannst mér það gaman. Anna var vinkona mömmu, og því eins konar tanta mín. Við Vera vorum bernskuvinkonur og vörð- um talsverðum tíma á heimilum hvor annarrar, og Anna reyndist mér sannur verndari og vinur. Henni datt ekki í hug að skamma mig þegar ég strauk í sumarbú- staðaferð með þeim Veru og Júlla, og týndist klukkutímum saman, svo nærri lá að hringja þyrfti á lögregluna til að leita mín. Þegar krakkinn rataði loks á réttan bú- stað, blautur, kaldur og skelfingu lostinn, tók hún mér opnum örm- um, huggaði mig og háttaði, og fékk mig loks til að hlæja að öllu saman. Anna var ástríðumanneskja um bókmenntir. Hún átti meira að segja sérstakan sófa til að lesa í, svokallaðan chaise-longue, og mikið fannst mér það merkilegt húsgagn. Hún var örlát á bækurn- ar sínar og fannst gaman að lána bókhneigðum unglingum lesefni. Mig grunar þó að hún hafi iðrast örlætisins þegar mér tókst að týna bók eftir Vonnegut, sem höf- undurinn hafði áritað handa henni. En hún fyrirgaf mér það, eins og annað, og átaldi mig aldrei fyrir að týna bókinni. Anna var þó allt annað en skap- laus. Seinna kynntist ég henni sem ákveðinni, gáfaðri og hrein- skiptinni konu með ríka réttlæt- iskennd. Því kom það mér ekki á óvart þegar hún ákvað að ganga fram fyrir skjöldu í haust, og lýsa því í fréttum hvernig móttöku krabbameinssjúklinga á Land- spítalanum væri ábótavant. Það hefði ekki verið Önnu líkt að þegja yfir slíku, og frásögn hennar varð vonandi til þess að hnika málum þar til betri vegar. Fyrst og fremst minnist ég Önnu þó fyrir örlæti hennar og hlýju, húmorinn og skjólið sem ég átti hjá henni, allt frá því í manngrúanum á Lækjartorgi forðum. Elsku Vera, ég sendi þér og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Við vorum fjórar bekkjarsyst- ur í A bekk Menntaskólans í Reykjavík sem urðum bókasafns- og upplýsingafræðingar. Anna varð fyrst til að ljúka náminu og af okkur fjórum má segja að hún hafi náð lengst. Eftir tveggja ára starf á Amtsbókasafninu á Akur- eyri hóf hún störf á Borgarbóka- safni Reykjavíkur og vann á því safni alla tíð síðan, sem borgar- bókavörður frá árinu 1998. Anna var einkar farsæll forstöðumaður. Hún hafði lag á að ráða til starfa hæft fólk og metnaðarfullt með ólíkan bakgrunn. Það endurspegl- aðist í lifandi safni, þar sem ótal verkefnum af ýmsu tagi var hrint í framkvæmd. Nægir að nefna skemmtilegt barnastarf, ritsmiðj- ur, fjölskyldumorgna, starf í þágu kvenna af erlendum uppruna, verkefnið lifandi bækur og bók- menntavef safnsins, bokmenntir- .is, sem var opnaður árið 2000. Borgarbókasafn blómstraði í tíð Önnu. Við Anna hittumst oft bæði á vettvangi starfsins og utan þess. Þegar hún greindist með illkynja sjúkdóm vorið 2011 var það mikið áfall. Auðvitað fást engin svör við því hvers vegna hæfileikarík kona á besta aldri hafi ekki fengið að lifa lengur. En maður spyr sig samt, því það er mikil eftirsjá að Önnu. Það var gaman að hittast í prjónaklúbbi sem nokkrar bekkj- arsystur og vinkonur stofnuðu eftir að veikindin voru orðin kunn og haldinn var heima hjá Önnu. En því miður urðu fundir okkar allt of fáir. Það er vissulega sárt að þurfa að kveðja Önnu svona snemma. Hún afrekaði mikið um ævina og hennar verður ekki síst minnst fyrir frábæran árangur á sínum starfsvettvangi. En ég sakna hennar mest sem góðrar vinkonu. Áslaug Agnarsdóttir. Það var kátur hópur sem út- skrifaðist frá MR 16. júní 1969. Okkur í 6. A fannst við náttúrlega flottastar. Við vorum kvenna- bekkur, eins og þá tíðkaðist, í máladeild. Við vorum tuttugu og fimm. Þá var annaðhvort mála- deild eða stærðfærðideild, ekkert til boða að velja þetta eða hitt. Annaðhvort vorum við í latínu sex tíma á viku eða í stærðfræði sex tíma, um það stóð valið. Anna Kristjana, Anna Krist eins og við gjarnan kölluðum hana, er sú fyrsta okkar sem kveður þennan heim. Okkur setur hljóðar og söknuður og sorg fylla hug og hjarta. Við vorum saman í þrjú ár. Í fjórða bekk í Þrúðvangi, í fimmta bekk á Hanabjálkanum og í sjötta bekk í A-stofunni á annarri hæð aðalbyggingarinnar. Sumar okk- ar höfðu verið saman í þriðja bekk, og í stað þeirra sem fóru í stærðfræðideild, bættust nýjar í hópinn í fjórða bekk. Enn aðrar höfðu verið með Önnu í bekk eða í næsta nágrenni við hana frá því þær hófu skólagöngu það voru stelpurnar sem komu úr Haga- skólanum. Við komum sem sagt úr ólíkum skólum og úr ólíkum áttum, en við urðum allar vinkonur. Anna Krist var alvörugefin, aldrei man ég þó eftir að hún hafi orðið pirruð á okkur galgopunum, en stundum hristi hún höfuðið minnir mig. Hún var bókelsk og ólíkt mörgum skólabræðrum okkar, sem lásu helst bara aftan á bækur, las hún bækurnar. Þeir höfðu því ekki mikið í hana þegar kom til um- ræðu um bókmenntir. Enda voru bókmenntir og bókasafnsfræði það sem hún lagði fyrir sig. Það kom engri okkar sem vorum í 6. A ’68-’69 á óvart þegar Anna var skipuð borgarbókavörður og vor- um við vissulega stoltar af okkar konu. Í þau rúmlega fjörutíu ár sem liðin eru frá því að við urðum stúd- entar hefur árgangurinn hist að minnsta kosti á fimm ára fresti. 6. A hefur lagt sig fram um að hafa góð og vel æfð skemmtiatriði á þessum gleðistundum. Þau hafa jafnan byggst á söng og einhvers konar dansi eða fimleikum með nostalgíuívafi. Þá kom sér vel hve Anna var ætíð fim. Frammistaða hennar árið 1994 í Skíðaskálanum í Hveradölum er sérstaklega minnisstæð. Þá voru sýnd brot úr leikfimitímum í MR, þar sem há- punkturinn var „skoska hoppið“. Anna mundi hoppið upp á hár og túlkaði það af ógleymanlegri inn- lifun. Fyrir hönd okkar bekkjar- systranna í 6. A færi ég Veru dótt- ur hennar, Veru móður hennar og öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Önnu Kristjönu Torfadóttur. Valgerður Bjarnadóttir, bekkjarráðsmaður 6. A ’68-’69. Kveðja frá bókmennta- klúbbnum Vorið 1975 lukum við undirrit- aðar þriðja stigs prófi, eins og það hét þá, í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Hluti hópsins sem kvaddi prófborðið var orðinn svo náinn og háður heimsbókmenntunum að ekki kom til greina að láta leiðir skilj- ast og því var ákveðið að stofna bókmenntaklúbb. Það kvarnaðist aðeins úr hópnum vegna fram- haldsnáms og flutninga lands- horna í milli en þá gekk Anna til liðs við klúbbinn þótt hún hafi til- heyrt stúdentunum sem voru ári á undan okkur í náminu. Við erum sex sem haldið höfum hópinn í öll þessi ár en nú hefur dauðinn kvatt dyra og tekið Önnu með sér yfir móðuna miklu, svo allt of fljótt. Bækurnar sem við höfum lesið og rætt á um það bil mánaðarleg- um fundum skipta hundruðum. Þjóðmálin fengu líka sinn skerf af umræðunni enda virkar og skap- miklar konur á ferð. Við fylgd- umst með börnum vaxa úr grasi, ræddum störf hver annarrar, ferðir okkar um heiminn eða framhaldsnám um lengri eða skemmri tíma. Anna var iðin við að mennta sig og það var spenn- andi að fylgjast með þróun Borg- arbókasafnsins eftir að hún tók þar við forystu og kom á alls kyns nýjungum. Bókmenntaklúbburinn okkar hefur gert margt fleira en að lesa og spjalla því það er ekki nóg að næra sálina, það þarf líka að hugsa um líkamann. Í fyrstu var þetta teklúbbur en smátt og smátt urðu máltíðirnar girnilegri og þar átti Anna ekki sístan hlut að máli með frumlegum og fram- andi réttum. Klúbburinn hefur einnig lagt land undir fót, ýmist við allar eða hluti hópsins og farið í menningarreisur á slóðir skálda og annarra listamanna í London, Dublin, Prag, Veróna, Berlín og Kaupmannahöfn og er þá ekki allt upptalið. Þetta voru frábærar ferðir með heimsóknum í söfn, kirkjur, leikhús og óperur. Glæsi- lega balletta létum við heldur ekki fram hjá okkur fara. Fyrir um það bil einu og hálfu ári kom reiðarslagið er Anna greindist með illkynja krabba- mein. Sem betur fer fékk hún lengri tíma með okkur sem hana þekktum en útlit var fyrir í fyrstu. Við þökkum langar og góðar sam- vistir við Önnu. Hennar verður sárt saknað í okkar litla og sam- heldna hópi. Það verður mikill missir að ákveðnum skoðunum hennar, hugmyndaauðgi, þekk- ingu og þeirri hlýju og væntum- þykju sem einkenndi hana. Um leið og við kveðjum góða vinkonu Anna Kristjana Torfadóttir HINSTA KVEÐJA Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Með þessu erindi Jónas- ar kveð ég Önnu Kristjönu vinkonu mína með þakklæti fyrir dýrmæta vináttu og sendi ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Anna Norland. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Ástkær móðir okkkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ERLA MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Auðnum II, Öxnadal, sem lést þriðjudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Bakka í Öxnadal. Sólveig Gestsdóttir, Hjörleifur Halldórsson, Jósavin H. Arason, Eygló Jóhannesdóttir, Hlíf Aradóttir, Haukur Jóhannsson, Guðríður Aradóttir, Hjörtur Jóhannsson, Ari Erlingur Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Birgir H. Arason, Lilja Sverrisdóttir, Ingunn H. Aradóttir, Valdimar Gunnarsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.