Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Eins og ég sagði í grein í Morgunblaðinu 30 nóv. sl. þá var það ekki á dagskrá okkar hjá Hannarr ehf. að tjá okkur um áhrif nýrrar bygging- arreglugerðar á bygg- ingarkostnað, enda væru yfirvöld og hagsmunaaðilar að fara yfir málið. Þar fjallaði ég hins vegar um þau miklu áhrif sem breytingarnar myndu augljóslega hafa á þá sem væri ver- ið að byggja fyrir og á skuldara landsins, vegna tengingar bygging- arkostnaðar við skuldir þeirra. Nú hefur Björn Karlsson, for- stjóri Mannvirkjastofnunar, úttalað sig í Mbl. um athugun sem Hann- arr ehf. gerði á breytingu á nokkr- um þáttum byggingarkostnaðar á ákveðnu húsi, fyrir Samtök iðn- aðarins og Búseta og neyðir mig því til að fjalla um málið frá sjón- arhóli fyrrnefndu aðilanna á þess- um vettvangi. Greinargerð þessa má lesa á heimasíðu þessara aðila. Björn segir „Áhrifin á bygg- ingarkostnað lítil.“ Björn nefnir í greininni tvö atriði sem dæmi um atriði sem hann er ósammála okkur hjá Hannarr ehf. um að muni hafa áhrif á bygging- arkostnaðinn, annars vegar að hæð á bílakjallara þurfi að vera 2,6 m þar sem eru bílastæði fyrir hreyfi- hamlaða og hins vegar að auka þurfi rými í íbúðum um 4% til að mæta auknum kröfum algildrar hönnunar. Lágmarkshæð 2,6 m í bílakjallara Þó að þetta atriði vegi lítið í út- reikningi á hækkun kostnaðar þá er ástæðan fyrir því að það er nefnt sú að þetta er fyrirskrifað í leiðbeiningarblaði frá Mannvirkj- astofnun, 6.2.6. Bílastæði hreyfi- hamlaðra, en þar segir m.a.: „Bílastæði fyrir hreyfihamlaða þarf 2,6 m fría lofthæð, svo stærri bílar og ferðaþjónustubílar geti notað þau.“ Í byggingarreglugerð í grein 6.11.5. segir „Hlutfall bílastæða fyrir hreyfihamlaða í bílgeymslum skal vera eins og tilgreint er í 6.2.6. gr. Bílgeymslur og umferðarleiðir að og frá þeim skulu hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar þar sem bygging sem hún tilheyrir fell- ur undir ákvæði um algilda hönn- un.“ Einnig segir í greina 6.2.6. „Ávallt skal gera ráð fyrir bíla- stæðum sem henta fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegum bíl- geymslum.“ Rými í íbúðum þarf að auka um 4% vegna algildrar hönnunar Í samantekt Hann- arrs ehf. er reiknað með að auka hefði þurft flöt hússins sem um var að ræða um 3,48% (ekki 4%). Þessi tala er byggð á útreikningi Mann- virkjastofnunar þar sem fram kem- ur hvaða rými hefði þurft að stækka til að standast bygging- arreglugerð 112/2012 og hversu mikið. Ekki er reiknað með að rýra önnur rými hússins á móti í okkar útreikningum, enda þá verið að draga úr gæðum þeirra rýma. Það er því ekki forsenda í útreikning- unum. „Nefna mætti mörg slík atriði sem ég tel vera misskilning hjá stofunni“ Við Björn höfum sammælst um að hittast og fara yfir forsendur hvort annars varðandi þau atriði sem fram koma í samantekt Hann- arrs ehf., en eins og fram kemur hér erum við á öndverðri skoðun um áhrif fyrrnefndra tveggja þátta. Ekki er ólíklegt að það sama gildi um aðra þætti hennar. Ég ítreka því þá skoðun mína að það væri betra að fara yfir þessi atriði sam- eiginlega, áður en þeim er vísað í fjölmiðla. Áhrifin á byggingar- kostnaðinn mikil Hannarr ehf. reiknaði út tólf at- riði þar sem kostnaður mun breyt- ast með gildistöku nýrrar bygging- arreglugerðar. Þetta eru atriði sem trúlega valda hvað mestum kostn- aðarauka við gildistöku reglugerð- arinnar, en varlega var farið í mati þessara þátta og byggt á tölum frá opinberum aðilum og forsendum þar sem slíkt lá fyrir. Engu að síð- ur ber að taka fram að breyting- arnar sem verða með gildistökunni, eru taldar í tugum eða hundruðum og ekki er fyrirliggjandi hverjar hækkanirnar muni endanlega verða. Í greinargerðinni er bent á nokkra slíka þætti sem ekki eru reiknaðir með í mati þessu og einn- ig hafa komið fram viðbótarupplýs- ingar t.d. frá Mannvirkjastofnun um að öll hús þurfi að einangra að utan eftir gildistöku reglugerð- arinnar. Það atriði og að reikna með lyftu með tilheyrandi lyftuhúsi mun eitt og sér t.d. vega þungt í hækkun á byggingarkostnaði. Þetta á eftir að reikna inn í hækkunina vegna nýju byggingarreglugerð- arinnar. Hækkun byggingarkostnaðar verður því mikil með gildistöku byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og mun meiri en nú er búið að reikna út. Mikil áhrif nýrrar byggingar- reglugerðar Eftir Sigurð Ingólfsson Sigurður Ingólfsson »Hækkun bygging- arkostnaðar verður því mikil með gildistöku byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og mun meiri en nú er búið að reikna út. Höfundur er framkvæmdastjóri Hannarr ehf. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband TRAUS T OG G ÓÐ ÞJÓN USTA Í 16 Á R HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14 Verið velkomin Fríar sjónmælingar fram að jólum GJAFABRÉFIN OKKAR ERU VINSÆL JÓLAGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.