Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 29
Jóa á mikið af ættingjum sem hún hélt góðu sambandi við alla tíð. Hún vildi fá fréttir af fólkinu sínu og talaði oft og iðulega í sím- ann, þar sem hún lá í sjónvarps- horninu í Brekkubæ og lét fara vel um sig á meðan. Jóa var barngóð og undi sér vel í leik við litlu skinnin og gaf þeim allan þann tíma sem þau þurftu. Hún fór margar nestisferðirnar út að læk eða göngutúrana út í fjárhús, Jóa amma var alltaf tilbúin til að sinna börnunum. Fjölskyldan var henni allt og best leið henni heima með fullt kotið af gestum, börnum og barnabörnum þar sem hún bar mat og gúmmelaði ofan í óteljandi svanga munna. Það er alltaf nóg pláss í Brekku- bæ og allir velkomnir sem þang- að koma. Ég kunni vel að meta það hve úrræðagóð Jóa var. Hún hafði alltaf ráð undir rifi hverju og var fljót að benda á færar leiðir í hvers kyns málum er upp komu. Jóa var dugleg kona og orkumik- il á meðan hún hafði heilsu. Síð- ustu ár barðist hún hetjulega við erfið veikindi. Oft á tíðum gat maður gleymt því að hún væri veik þar sem henni virtust allir vegir færir og hún lét fátt aftra sér. Auðvitað komu erfiðir tímar inn á milli þar sem hún varð von- lítil og aum en þeir voru færri. Að lokum fór sem fór og lífið heldur áfram, eins undarlegt og það virðist. Ég er heppin að hafa átt Jóu sem tengdamóður og drengirnir mínir voru lánsamir að hafa feng- ið að kynnast henni og njóta nær- veru hennar, þó alltof stutt væri. Minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar, alla tíð. Eyrún Huld Haraldsdóttir. Elsku hjartans amma. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar allra þegar við hugs- um til þín er hversu vel þú hugs- aðir alltaf um okkur. Um leið og við stigum inn í Brekkubæ komstu á móti okkur með opinn faðminn og bauðst okkur vel- komin. Alltaf var bros á vör og gleðin ríkjandi hjá okkur, hvort sem það var við matarborðið, í sleðaferð uppi í fjalli eða í fjöru- ferð í Ósfjöruna. Síðan má ekki gleyma öllum heimsóknunum í Fjarðarborg, þú taldir okkur alltaf trú um að við værum að hjálpa mikið til, þótt við þvæld- umst bara fyrir. Jóa amma, þú varst ekki bara amma, heldur varst þú líka vin- kona okkar. Það var ekki til vandamál sem þú gast ekki leyst, þú komst alltaf með lausnina við öllu. Þú varst kletturinn okkar. Það var alltaf hægt að treysta á þig. Amma, við viljum þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Í hjörtum okkar verður þín alltaf minnst með gleði og ást. Við vitum að það verður ekki eins að koma á Borgarfjörð nú þegar þú ert farin, en við vitum samt að þú ert alltaf hjá okkur. Þín barnabörn, Ásgeir Bogi, Gréta Sóley, Bergrún Sóla og Malen. Nú hefur hún Jóa systir mín kvatt eftir löng og ströng veik- indi. Minningar hrannast upp og tár falla. Allar mínar samverustundir með Jóu systur voru sveipaðar gleði, bjartsýni og endalausri fórnfýsi hennar. Við bræðurnir fengum að vera í sveit á Borgarfirði er við höfð- um aldur til. Ég man hvað ég var spenntur þegar röðin kom að mér að fara í sveit til Jóu og Ás- geirs. Ég flaug á Egilsstaði þar sem Jóa var mætt á Willys-jepp- anum hans Arngríms tengda- pabba síns. Það var ævintýri framundan, Jóa keyrði ansi létt og ferðin gekk vel. Ég horfði með aðdáun á stóru systur mína þræla jeppanum á milli gíra er við keyrðum upp fjallið, skrið- urnar ók hún af miklu öryggi, vá hvað ég var stoltur af henni. Þeg- ar við komum á Borgarfjörð þá var brunað niður í Ós og þar með hófst fyrsta sumarið mitt af fjór- um sem kúasmali hjá Jóu systur minni. Jóa var alltaf í góðu skapi, já- kvæð og endalaust dugleg. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla, taka á móti gestum og gefa af sér, alveg sama hvað var í gangi. Þá sjaldan hún skipti skapi var ástæðan yfirleitt sú að Gummi frændi hafði trassað að mjólka seinni mjaltir og komið langt fram á kvöld. Þá gat hvinið í Jóu þegar hún nánast henti í hann fötunni. Ég man að þegar Jóa varð 25 ára, þá langaði mig svo að gefa henni afmælisgjöf en átti engan pening, 15 ára polli. Ég reyndi að plata Gumma frænda til að gefa mér leyfi til að taka út af reikn- ingnum hans eitthvað smáræði í Kaupfélaginu. Það gekk ekki al- veg átakalaust en þegar ég var búinn að sífra í honum þrjú há- degi í röð á meðan hann tók hádegislúrinn þá gafst hann upp og sagði að ég mætti kaupa spila- stokk eða konfekt handa systur. Ég dreif mig í búðina og fann fljótlega það sem ég var búinn að fara margar ferðir að skoða. Ég vafði gjöfinni inn í pappír og færði Jóu hana um kvöldið og tók það skýrt fram að þetta væri frá mér og Gumma. Jóa var yfir sig ánægð þegar hún opnaði pakk- ann og við blasti Ronson hár- þurrka af flottustu gerð. Græja sem kostaði svipað og sæmileg heyvinnsluvél. Jóa þakkaði rausnarskapinn og knúsaði mig og Gumma sem muldraði eitt- hvað í hálfum hljóðum. Það var gott að vera í sveit hjá Jóu. Hún dekstraði við mig á all- an hátt, lét allt eftir mér og tók alltaf minn málstað, yndisleg systir. Svo bakaði hún bestu hafrakökur í heimi, það voru allt- af kökur á borðum á hverju kvöldi á Ósi, það skyldi enginn fara svangur í rúmið. Ég var fjögur sumur í sveit á Ósi hjá Jóu og Ásgeiri. Þau voru í mínum huga hið fullkomna par, geisluðu alltaf af gleði og vináttu. Ég man svo vel hvað þau voru alltaf glöð þegar þau fóru út að skemmta sér og hvað þau voru alltaf hamingjusöm og glæsileg og hlógu svo mikið saman. Það var alltaf gleði í kringum þau. Elsku Jóa mín. Þegar við hitt- umst næst þá skulum við hlæja saman eins og við gerðum svo oft í sveitinni þinni. Þín verður sárt saknað, minningin um þig er björt og fölskvalaus, þú ert hetj- an mín. Torfi Áskelsson. Um haustið 2001 fékk ég að flytja kindurnar mínar upp í Brekkubæ frá Merki þaðan sem Diddi afi bjó meðan hann var og hét. Það gerði það að verkum að ég fór oft niðureftir á Borgar- fjörð til að kíkja á kindurnar mínar. Ég var svo heppin að á Brekkubæ voru þau Jóhanna og Ásgeir sem síðar áttu eftir að verða mér sem amma og afi. Hjá þeim mátti nánast allt, eina regl- an sem sett var: það átti að vera þögn þegar Ásgeir hlustaði á veðurfréttirnar í matmálstímum. Það var alveg í lagi að fá sér kök- ur og kex þó það væri langt liðið á kvöldið. Uppáhaldið mitt var að vera með Jóu á næturvakt í fjár- húsunum yfir sauðburðinn, þá fórum við mun oftar en þurfti inn í hús til að fá okkur heitt kakó og kex eða súkkulaði. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar það gerði byl þegar við Jóa vor- um úti í fjárhúsum. Hún ætlaði sko ekki að láta okkur líða fyrir það, hún barðist inn og kom til baka með helling af nesti og heitu kakói. Það sem ég var ánægð með hana frænku mína. Jóhanna var yndisleg kona, hún hafði ekkert á móti því að fara með mér út í húsin og sýna mér hvernig og hvað ég ætti að gera. Ég gæti sjálfsagt skrifað langa bók um minningar mínar sem tengjast dvöl minni í Brekkubæ, en ég læt það nægja að rifja þær upp með sjálfri mér og orna mér við tilhugsunina að við munum hittast aftur. Óbilandi þraut- seigja einkenndi hana og bölvaða þrjóskan. Enda neitaði hún að gefast upp, þrátt fyrir miklar mótbárur seinustu ár sökum veikinda hennar. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst jafn miklum skörungi og ljúflingi og henni Jóu minni. Ég gleymi því aldrei hversu gott var að vera hjá Jóu og Ásgeiri í Brekkubæ. (Stjúpmömmu og stjúppabba eins og Jóa grínaðist svo oft með.) Elsku Ásgeir, Anna og Ási, Viddi og Þórey, Heiðar og Vala, Magni og Eyrún, Aldís og Daní- el, og að sjálfsögðu öll barna- börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Svefninn laðar, líður hjá mér. Lífið sem ég lifað hef. Fólk og furðuverur hugann baðar andann hvílir. Lokbrám mínum læsi uns vakna endurnærður. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við. Leggst út af á mér slokknar. Svíf um önnur svið í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil. Því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín lokkafulla ævi skeiðs. Hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna við hliðið bíður drottinn. (Nýdönsk) Aðalheiður Björt Unnarsdóttir. Elsku Jóa frænka. Mikið rosalega á ég eftir að sakna þín, það verður aldrei eins að koma á Borgarfjörð eystri. Þú varst alltaf svo gestrisin og tókst alltaf svo vel á móti mér. Þó það væri fullt hús í Brekkubæ þá kom ekki annað til greina en að ég myndi gista, þér fannst ekkert annað sjálfsagðara. Það skipti þig heldur engu hvort það væru 5 manns í mat eða 30 manns, það var alltaf pláss fyrir alla. Ég mun alltaf líta upp til þín því annan eins dugnaðarfork hef ég aldrei séð. Mér er minnisstætt þegar ég var að vinna á Borg- arfirði eitt sumarið þar sem við vorum oft að vinna saman. Þótt það kæmu þrjár fullar rútur í 3ja rétta máltíð, þá varstu enga stund að hrista þetta fram úr erminni og aldrei nokkurntímann varð ég vör við neitt stress. Ég hafði mikið gaman af því að heyra þig segja gamlar sögur frá Borgarfirði. Það var alveg sama hvað ég spurði, þú varst alltaf tilbúin að segja mér hvern- ig var. Þú sagðir alltaf hlutina á þann hátt sem þeir voru og varst ekkert að reyna að fegra hlutina. Það er það sem ég dýrkaði við þig, komst alltaf hreint og beint fram. Elsku Jóa mín, ég er óendan- lega þakklát fyrir alla tímana okkar saman og sterkari konu hef ég ekki kynnst. Þú barðist hetjulega við erfiðan sjúkdóm og ég veit að þér líður betur núna á þeim stað sem þú ert komin á. Hvíldu í friði, Jóa mín, Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum). Ingibjörg Torfadóttir. Elskuleg frænka mín, Jó- hanna Borgfjörð er látin. Eftir margra ára baráttu við krabba- mein, varð hún að gefast upp fyr- ir þessum vágesti. Við Jóhanna erum systradæt- ur, vorum báðar hjá ömmu og afa á Borgarfirði eystra, sem börn, en hún var alin upp hjá þeim. Alltaf síðan höfum við haft mikið samband þó fjarlægðirnar hafi verið miklar. Jóhanna bar Borgfjörðs-nafn- ið með rentu, því meiri Borgfirð- ing þekki ég ekki. Aldrei held ég að henni hafi dottið í hug að flytja þaðan. Þar fann hún æsku- ástina sína, hann Ásgeir, og þar ólust börnin hennar upp, öll með ómælda ást á firðinum sínum. Þau hjónin eru mikilir frum- kvöðlar í ferðaþjónustu þar, jafn- framt því að reka stórt fjárbú. Þar hafa börnin þeirra fetað í fót- sporin og halda áfram að kynna fjörðinn okkar, reka ferðaþjón- ustu og skipuleggja Bræðsluna. Heimilið í Brekkubæ var alltaf opið barnabörnum, fjölskyldu og vinum. Alltaf voru gleðistundir þegar við hittumst, þá var gjarnan tek- inn upp gítarinn og sungnir Borgarfjarðarsöngvar. Ógleym- anleg voru ættarmótin hjá stór- fjölskyldunni, sem auðvitað eru bara haldin á Borgarfirði. Lenti þá undirbúningurinn mikið á Jó- hönnu og Ásgeiri, sem þau töldu ekki eftir sér. Ekki síst var gam- an hjá okkur, þegar við fórum frænkuferðina til London fyrir nokkrum árum, með Fídu og Toggu, eða þegar þær komu til mín til Luxembourgar fyrir 2 ár- um. Við vorum búnar að plana fleiri frænkuferðir, næst átti að fara í Stykkishólm, til Ingu, en sú ferð verður ekki farin. Það verður tómlegt að heim- sækja Borgarfjörð og Jóa ekki þar. Elsku Ásgeir, Viddi, Heiðar, Magni, Aldís og ykkar fjölskyld- ur. Besta rós Borgarfjarðar er fallin, en þið haldið uppi minning- unni um hana. Við Doddi og okkar fjölskylda sendum innilegar samúðarkveðj- ur. Þórhildur Hinriksdóttir (Tóta frænka). Mömmukossar, kókoshringir og randalínur. Hangilæri og flat- kökur. Á aðventunni um árabil hefur Jóa mín hringt og heyrt eftir hvort ekki ætti að senda okkur suður svolitla búbót inn í jólaundirbúninginn. Af því að það var alveg sama á hverju gekk í sveitinni, þar var alltaf búið til svigrúm til þess að hlúa að okkur „upptekna“ fólkinu á mölinni. Og það var ekki skorið við nögl; hangilærið var venjulega bútað niður þegar það kom til Reykja- víkur og skipt á milli nokkurra heimila. Þeir vita sem reynt hafa að ekkert hangikjöt í víðri veröld jafnast á við það sem kemur úr Brekkubæ. Það hefur verið mér ómetan- leg gæfa að eiga Jóu og Ásgeir að. Á hverju sumri frá því að börnin fæddust og oft á veturna hafa þau farið austur á Borgar- fjörð. Frá því að leiðir okkar Vidda skildi fyrir rúmum 10 ár- um var það frá fyrsta degi ljóst að það átti ekki við tengslin aust- ur í Brekkubæ. Jóa og Ásgeir hafa alla tíð haldið af stakri alúð og hlýju utan um börnin okkar. Í hugum barnanna hefur alltaf verið samasem merki á milli þess að fara austur og fara í Brekku- bæ. Þar hafa þau notið þess að upplifa einstaklega gestkvæmt og opið heimili þar sem gestrisni og uppspretta endalausra ævin- týra hefur mótað líf þeirra og er þeim verðugt veganesti út í lífið. Nú reynir á að halda í hefðir. Það er lag að reyna sjálf að koma mömmukossunum í ofninn og hafa til randalínu sem ekki verð- ur bara grjóthörð. Flatkökurnar á ég ekki roð í. Heldur ekki stóra rýmið sem Jóa skilur eftir í hug- um okkar og hjörtum. Kærleik- urinn, umhyggjan, gjafmildin og hlýjan. Kær vinkona, elskuð amma; takk fyrir samferð þína. Sesselja Traustadóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Elskuleg móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR læknir, lést á heimili sínu sunnudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. desember kl. 15.00. Geirlaug Herdís Magnúsdóttir, Torfi Axelsson, Ragnheiður Birgisdóttir, Herdís Birgisdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Birgir Jóhannes Jónsson. ✝ Ástkær móðir okkar, systir, amma, langamma og langalangamma, AUÐUR HELGA HERLUFSEN (STÍGSDÓTTIR), Tjæreborg, Danmörku, áður búsett í Hafnarfirði og síðan á Ísafirði frá 1939 til 1959, andaðist í Danmörku föstudaginn 7. desember. Stígur Tily Herlufsen, Þorbjörg Samúelsdóttir, Sigurður Alfreð Herlufsen, Sigríður R. Bjarnadóttir, Frank Herlufsen, Harrý Ágúst Herlufsen, Ingibjörg Jónsdóttir, Benjamín Hafsteinn Herlufsen, Sólveig Guðfinna Ettrup, Haldor Ettrup, Hanna Rosa Herlufsen, Sólveig Sæland og afkomendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNJA HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Lindargötu 33, áður Hverfisgötu 55, lést sunnudaginn 9. desember á öldrunar- deild Landspítalans, Landakoti. Kristján Sigurðsson, Sigrún Ósk Ingadóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Bella Hrönn Pétursdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Viðar Gunnarsson, Sigurður Þór Sigurðsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN ÁSGEIRSSON, Lindarbraut 29, Nýlendu, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. desember Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 15.00. Bryndís Snæbjörnsdóttir, Mark Wilson, Jón Snæbjörnsson, Soffía Guðmundsdóttir, Ásgeir Snæbjörnsson, Guðný Hreinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri TRYGGVI ÞÓRIR HANNESSON lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 9. desember. Valdís Vilhjálmsdóttir, Björk Tryggvadóttir, Björgvin Magnússon, Þórir Tryggvason, Rakel Tryggvadóttir, Elín Hirst, Friðrik Friðriksson, Þóra Hirst, Baldur Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.