Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Ósamþykkta íbúðin við Laugaveg 51 sem brann síðastliðinn föstudag var í eigu eignarhaldsfélagsins Hildu ehf. sem er í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Í svari SÍ segir að ESÍ sé sérstakt dótturfélag Seðlabankans sem sé að- skilið rekstri og annarri starfsemi hans. Félagið Hilda ehf. á þrjá eign- arhluta í fasteigninni við Laugaveg 51 en samkvæmt Seðlabankanum var engin starfsemi í þeim eignar- hluta sem eldurinn kom upp í en sá eignarhluti er á annarri hæð hússins. Þá hefur verslunin Manía haft heim- ild til þess að geyma hluta af lager sínum í öðrum eignarhluta Hildu ehf. á sömu hæð. Loks kemur fram í svari Seðla- bankans að einstaklingur hafi haft aðsetur í þriðja eignarhlutanum en samkomulag hafi verið gert um að hann rýmdi þá eign og að sögn bank- ans er viðkomandi að tæma þá eign núna. „Það er rétt að undirstrika að hann hafði ekki leigusamning við Hildu ehf. heldur var á vegum fyrri eiganda,“ segir í svari Seðlabankans. Tiltekt og úttekt framundan Seðlabankinn bendir á að fram- undan sé bæði tiltekt og úttekt á hús- inu, þá sé ekki gert ráð fyrir að þar fari fram nein starfsemi á vegum fé- lagsins Hildu ehf. og því verði engir íbúar þar. Samkvæmt svari bankans verður lögð áhersla á að öllum nauð- synlegum reglugerðum, þar á meðal reglugerðum um brunavarnir, verði fylgt í því húsnæði sem heyrir undir Hildu ehf. „Ég held að þetta erindi hafi ekki komið inn á borð slökkvi- liðsins heldur verið hjá bygg- ingafulltrúa og við höfum ekki fengið samkvæmt mínu minni neitt frá byggingafulltrúa þar sem óskað er eftir því að við rýnum þetta eitthvað sérstaklega,“ segir Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í ummæli Friðriks Guðmundssonar, formanns húsfélagsins á Laugavegi 51, sem birtust í Morgunblaðinu sl. laugardag þess efnis að hann hefði frá árinu 2005 staðið í bréfaskiptum við byggingafulltrúa og margsinnis bent á að þessar íbúðir væru bruna- gildra. Spurður hvort ekki þurfi að gera úttekt á húsnæðinu í ljósi brunans á föstudaginn svarar Jón Viðar: „Það þarf náttúrlega að gera úttekt á svona hlutum, alveg klárlega, því að grundvallaratriði í þessum bygging- um er að það séu tvær óháðar flótta- leiðir.“ Þá bætir hann við að þetta sé nokkuð sem slökkviliðið muni vekja athygli á og vinna í með bygginga- fulltrúa. Tjáir sig ekki að svo stöddu Þegar blaðamaður hafði samband við Björn Stefán Hallsson, bygging- arfulltrúa Reykjavíkurborgar, vegna málsins í gær fengust þau svör að hann þekkti ekki umrætt mál og að hann vildi ekki fullyrða neitt um það. Úttekt gerð á húsinu  Íbúðin sem brann síðastliðinn föstudag er í eigu dótturfélags Eignasafns Seðla- banka Íslands  Slökkviliðsstjóri segir að gera þurfi úttekt á umræddu húsnæði Morgunblaðið/Júlíus Eldsvoði Ósamþykkta íbúðin, við Laugaveg 51, sem brann síðastliðinn föstudag er í eigu Hildu ehf., dótturfélags Eignasafns Seðlabanka Íslands. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Jólaskógurinn í Ráðhúsi Reykja- víkur verður opnaður í dag klukkan 15. Jón Gnarr borgarstjóri flyt- ur ávarp, kór eldri borgara syngur og leikið verður á harm- onikkur. 70 jólatré eru í Tjarnarsalnum og er þema skógarins í ár gamli tíminn í tilefni af Evrópuári aldraðra. Verða jólatrén og salurinn skreytt með munum frá Árbæjarsafni og jólaskrauti hönnuðu og framleiddu af eldri borgurum frá Reykjavík. Jólaskógur í Ráð- húsi Reykjavíkur Hluti jólaskógarins. Hjálpræðisher- inn í Reykjavík verður ekki með matarúthlutun í ár heldur ein- beitir sér að því að efla hjálp- arstarfið sem er í gangi allt árið. Má þar nefna velferðarsetur sem opnað hefur verið í verslunarmiðstöðinni Mjódd en þar er hægt að fá ráðgjöf og fatamiða. Hjálpræðisherinn er í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Hjálp- arstarf kirkjunnar og við fanga- hjálpina Vernd fyrir þessi jól. Á aðfangadag verður hin árlega jólahátíð fyrir heimilislausa, ein- stæðinga og aðra þá sem vilja halda jól með hjálpræðishernum í Kirkju- stræti 2 þar sem boðið er upp á jóla- mat og hefst borðhaldið kl. 18. Ekki matarúthlutun hjá Hjálpræðisher „Klárlega, menn eiga náttúrlega ekki að vera að leigja húsnæði sem uppfyllir ekki öryggisþætti, það liggur í augum uppi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu, aðspurður hvort ekki hvíli mikil siðferð- isleg ábyrgð á þeim aðilum sem leigja út ósamþykktar íbúðir. „Þar er ábyrgðin eigenda og ábyrgðin verður í raun og veru aldrei eftirlitsaðilanna á einu né neinu og ég tala ekki um ef þetta eru íbúðir sem eftirlitsaðilar hreinlega vita ekki af,“ bætir Jón Viðar við. Ábyrgðin hjá eigendum EIGA EKKI AÐ LEIGJA ÓSAMÞYKKT HÚSNÆÐI Jón Viðar Matthíasson Síðustu öruggu skiladagar á jóla- pósti eru eftirfarandi að sögn Póstsins: 10. desember: A-póstur til landa utan Evrópu, B-póstur til Evrópu, TNT-hraðsendingar til landa utan Evrópu 12. desember: pakkar til Evrópu. 14. desember: B-póstur innan- lands, A-póstur til Evrópu, pakkar til Norðurlanda. 19. desember: A-póstur og pakk- ar innanlands, TNT-hraðsendingar til Evrópu. Síðustu skiladagar á jólapósti nálgast ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ NÝ JU NG ! Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla. MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 12 –0 63 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.