Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 ✝ Jón StefánReykjalín Magnússon fæddist á Syðri-Grenivík í Grímsey 6. október 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18. nóvember 2012. Foreldrar Jóns voru þau Magnús Stefán Símonarson, f. 8.10. 1899, d. 1.6. 1969, og Siggerður Bjarnadóttir, f. 1.9. 1900, d. 26.10. 1993. Systk- ini Jóns eru Ingibjörg Hulda Reykjalín, f. 15.9. 1922, d. 10.8. 1937, Sigmundur Óli Reykjalín, f. 4.12. 1923, Jóhannes Hösk- uldur Reykjalín, f. 20.5. 1925, d. 27.8. 2007, Bjarni Reykjalín, f. 3.12. 1928, d. 17.12. 1928, Bjarni Reykjalín, f. 30.6. 1930, Jórunn Þóra f. 21.6. 1932. Jón giftist 19. september 1948 Rögnu Kristínu Karlsdóttur frá Garði í Ólafsfirði, f. 3.3. 1928. Börn þeirra eru: 1) Hulda Gerð- Magnús Rúnar Ágústsson, búsett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjú börn. Jón ólst upp í foreldrahúsum til 17 ára aldurs, þá flutti hann til Akureyrar og fór að vinna fyrir sér með keyrslu vörubíla. Árið 1948 giftist Jón maka sínum og hóf búskap í Grímsey en þaðan fóru þau til Ólafsfjarðar og hafa búið þar alla tíð síðan. Í Ólafs- firði starfaði Jón við akstur flutninga- og vörubíla ásamt því að stunda sjómennsku. Jón söng með karlakór Ólafsfjarðar til fjölda ára og var síðar einn af stofnendum félags eldriborgara, þar sem hann var gjaldkeri í 16 ár. Jón var handlaginn maður og eftir að hann fór á eftirlaun útbjó hann sér gott verkstæði í bílskúrnum heima hjá sér, þar sem hann skar út m.a. klukkur, hillur og kistla af mikilli hand- lagni. Enda voru vörur hans þekktar bæði fyrir fegurð og vandvirkni. Jón og Ragna höfðu sérstaklega gaman af því að ferðast bæði utanlands og innan. Hann var virkur meðlimur í Flökkurum og ferðuðust þau hjón vítt og breitt um landið á húsbílnum Perlunni. Útför Jóns fór fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 26. nóvember 2012. ur Reykjalín, f. 12.3. 1948, maki Að- alsteinn Frið- þjófsson, búsett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjár dætur og sjö barnabörn. 2) Magnús Símon Reykjalín, f. 25.10. 1952, sambýliskona hans er Silvía Rut Puttha, búsett á Ak- ureyri. Magnús á þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Hólmfríður Sólveig Reykjalín, f. 1.1. 1955, maki Gísli Heiðar Jó- hannesson, búsett í Bjarnastað- arhlíð, Skagafirði. Hólmfríður á fyrir tvær dætur og saman eiga þau tvo syni og níu barnabörn. 4) Helena Reykjalín, f. 17.6. 1956, maki Vilhjálmur Sigurðsson, bú- sett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5) Rögn- valdur Karl, f. 17.8. 1961, maki Björg Traustadóttir, búsett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjú börn. 6) Harpa Hlín, f. 5.4. 1968, maki Hann pabbi minn er dáinn. Hvað skyldi maður þurfa langan tíma til að vera búin undir slíkan missi? Pabbi var búinn að vera mikið veikur í tvo mánuði og barðist eins og hetja, en tapaði að lokum. Hann var maður sem ekki var vanur að láta í minni pokann, en veikindin voru of mikil fyrir hann. „Hann var nú orðinn 86 ára,“ sagði fólk, en pabbi var ung- ur í anda og hélt sér vel. Ég var svo hreykin þegar fólk sagði: „Mikið er hann pabbi þinn ung- legur, hann hefur ekkert breyst síðan ég sá hann fyrir mörgum ár- um.“ Það var svo gott að sjá hvað mamma og hann voru samhent í áhugamálum sínum eftir að þau hættu að vinna. Hann sat úti í skúr að skera út kistla og klukk- ur, en hún inni að sauma og föndra, svo kom hann á sprettin- um inn til að setja upp matinn, en það var eitt af mörgum áhuga- málum hans að passa að alltaf væri til nægur matur. Á sumrin snérist allt um húsbílinn þeirra. Þau ferðuðust mikið með vinum sínum úr húsbílafélaginu, um landið þvert og endilangt, enda hafði fjölskyldan það oft á orði að þau sæjust ekki fyrr en í fyrstu göngum að hausti. En nú er hann pabbi minn lagður af stað í annað ferðalag. Við sem eftir sitjum með söknuð í hjarta verðum að hugga okkur við allar góðu minningarn- ar. „Góða ferð, pabbi minn“. Þín Hulda Gerður og Aðalsteinn (Alli). Daginn 26. nóvember var bor- inn til grafar frá Ólafsfjarðar- kirkju kær tengdafaðir minn, Jón Magnússon, ættaður og uppalinn í Grímsey. Verð ég aðeins að minnast hans hér í örfáum orðum, en leiðir okkar hafa legið saman nú í 40 ár. Ég man fyrst er ég kom inn á heimili hans 16 ára strákpjakkur, varð mér nú ekki alveg um sel, því Jóni lá hátt rómur og hafði ákveðnar skoðanir. Er fram liðu stundir sá ég að Jón var öðlingsmaður sem vildi allt fyrir alla gera eins og Ragna eftirlifandi kona hans, og tóku þau mér með eindæmum vel og hefur alla tíð verið gott að heim- sækja þau og eins að fá þau heim. Þegar við Helena byrjuðum bú- skap var Jón okkur mikið innan handar, eins er ég fór í Stýri- mannaskólann, var hann ávallt tilbúinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Jón var sjómaður í mörg ár áð- ur en hann gerðist flutningabíl- stjóri í um tvo áratugi og fór síðan á sjóinn aftur í nokkur ár, en end- aði svo starfsferilinn sem vörubíl- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar. Eftir það fór hann að sinna áhugamálum sínum af mikl- um krafti, útbjó lítið trésmíða- verkstæði í bílskúrnum, en þar gat maður gengið að honum alla daga vetrarins við að skera út klukkur og hillur eða smíða kistla, en þessir hlutir prýða mörg heim- ili í dag, og það eru ófáir húsbílar sem eru með útskorna klukku uppi á vegg frá Jóni og þykja þær mikil listasmíð eins og annað sem Jón tók sér fyrir hendur. Jón fékk sér húsbíl sem þau Ragna ferð- uðust á þvers og kruss um landið, og þá gjarnan með húsbílafélag- inu „Flakkarar“, en þau lifðu al- veg fyrir þessar ferðir á sumrin. Hann beið eftir vorinu svo hann gæti tekið „Perluna“ út og dyttað að henni og lagað, enda leit hún alltaf út eins og ný. Hann fylgdist mjög vel með bæjar- og landsmálum og hafði afskaplega sterkar skoðanir á því sem honum þótti vel eða illa gert. Alltaf vildi hann frétta af okkur á sjónum, hvernig gengi, hvað við værum að fá og hvernig fisk og hvaða tegund, það fór ekkert fram hjá honum, enda var hann sérstaklega skýr og hress fram á það síðasta, þegar örlögin tóku völdin með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ég mun sakna skreppitúranna þinna hérna uppeftir í kaffi og spjallsins um landsins mál, smíð- ar og ferðalög, eða bara allt milli himins og jarðar, það væri af nógu af taka, en minningarnar mun ég geyma með sjálfum mér um ókomna tíð. Megi Guð varðveita og styrkja Rögnu og börnin Huldu, Magga, Hólmfríði, Helenu, Valda og Hörpu á erfiðri stund. Vilhjálmur Sigurðsson. Elsku afi. Margar ljúfar minningar koma upp í hugann er ég hugsa til baka, það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu, fyrst á Brimnesveg- inn, enda stutt að fara og voru þær ófáar ferðirnar þangað. Svo í Ólafsveginn og alltaf voru settar kökur og gotterí á borðið þegar ég kom, þú varst svo ánægður ef maður tók vel til matar síns og þýddi ekkert að vera í neinu að- haldi þegar maður kom að heim- sækja ykkur. Þegar ég byrjaði að vinna á frystihúsinu 17 ára þá varst þú að vinna þar, þú keyrðir vörubílnum og stökkst í öll verk sem þurfti. Þú varst alltaf svo duglegur að vinna, elsku afi, og varst ekki frægur fyrir það að hlífa þér neitt, þó vissi ég að mjaðmirnar væru að angra þig alla daga. Nei, þú varst ekki að kvarta enda ákveð- inn og skapmikill og þoldir engan aumingjaskap. Þú varst líka dug- legur að reka okkur unglingana áfram ef munnurinn var farinn að ganga hraðar en hendurnar. En þú kunnir líka að sýna hlýju og hjálpsemi þegar við átti og þess þurfti. Mér þótti alltaf vænt um þegar þú kíktir á mig reglulega í vinnunni til að athuga hvernig ég hefði það, þá var ég 18 ára og ófrísk að mínu fyrsta barni og þínu fyrsta langafabarni. Ég man vel þegar þú varst að kenna mér að sauma utan um skreiðarbagga og hrósaðir mér mikið fyrir saumaskapinn, svo settir þú baggann á brettið svo ég þyrfti ekki að lyfta honum. Núna seinustu árin var þitt áhugamál að skera út í tré, og varstu meira og minna í bílskúrn- um allan daginn þó mest yfir vet- urinn að búa til kistla og klukkur og á ég tvo kistla og tvær klukkur eftir þig. Það var alltaf nóg að gera hjá þér þegar maður kom í heimsókn til ykkar ömmu. Á sumrin átti svo Perlan (hús- bíllinn) allan hug ykkar, og voruð þið dugleg að ferðast með vinum ykkar í flökkurunum. Svo fékk maður bara fréttir af ykkur hér og þar á landinu yfir sumarið, þið yngdust um mörg ár á sumrin, þið höfðuð bæði svo gaman af að ferðast og vera með fólki. Í lok september hringir mamma í mig og segir mér að þú hafir dottið og brotið mörg rif- bein, þú varst mjög veikur í tæpa tvo mánuði en alltaf skýr í höfðinu og spurðir eftir öllum og vildir vita hvort allir væru ekki hressir, þú varst svo duglegur að berjast þó að alltaf hafi komið eitthvað meira upp á sem gaf sig í líkaman- um eftir byltuna. Ég kom til þín á hverjum degi á spítalann og átt- um við dýrmætar stundir þar saman sem ég geymi í hjarta mínu. Þú varst svo duglegur að berjast við veikindin, elsku afi, og sagðir mér að þú ætlaðir ekki að gefast upp, en þau sigruðu þig að lokum. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, Aldís spyr mikið um þig og saknar þín og þú varst alltaf að hrósa henni fyrir teikn- inguna sem hún gerði og gaf þér, þú settir hana í ramma og hafðir í herberginu þínu. Hvíldu í friði, elsku afi, og takk fyrir allt, við pössum ömmu vel fyrir þig. Kristín Reykjalín. Elsku afi. Mikið af minningum þýtur um huga minn. Þú og amma á húsbílnum ykk- ar, Perlunni. Ykkar líf og yndi var að ferðast, bæði innanlands og er- lendis. Ár eftir ár ferðuðust þið ein eða með flökkurunum. Margir dáðust að hve dugleg þið væruð, elst í hópnum. Stundum kom Perlan ekki heim allt sumarið, nema þegar þvo þurfti föt af ykk- ur og svo var rokið af stað í næstu ferð. Og svo þegar sumarvertíðinni í ferðalögum var lokið, þá tók ann- að áhugamál við hjá þér, afi, því í bílskúrnum þínum hafðir þú lítið verkstæði og þar voru smíðaðir margir kistlar og útskornar klukkur sem þú hafðir mikið gam- an af. Og á ég tvær frá þér og einn kistil. En þegar fór að nálgast kvöldmat þá varstu alltaf kominn inn í eldhús til að setja upp pott- ana, því mikill matmaður varstu afi og alltaf þurftir þú að eiga nóg- an mat. Og alltaf varstu að bjóða mér nammi eða brauð ef ég leit inn. Og svo hugsaðir þú, afi, vel um hana ömmu. En svo dettur þú. Þú ferð á sjúkrahús, ert þar í tvo heila mánuði. Ég fæ símtal frá mömmu. Þú ert farinn frá okkur. Guð þig geymi, elsku afi. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Sigrún. Mig langar til að kveðja Jón Magnússon með fáeinum orðum. Jón var mikill og góður maður. Hann var gleðigjafi og það var alltaf skemmtilegt að koma heim til þeirra hjóna, þar sem alltaf var tekið á móti manni með brosi, hlýju og faðmlagi. Sérstaklega þótti mér gaman að koma til þeirra er nálgast fór sumar og ferðafiðringurinn fór að láta á sér bera hjá okkur Jóni. Þá var oft mikið pælt og spekúlerað hvert ætti að fara og hvar væri best að vera það sumarið. Þá voru þau hjón búin að taka fram Perluna og byrjuð að gera hana klára fyrir sumarið með sinni einstöku natni og umhyggju. Jón ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk notið með þér. Sú minning er mér dýrmæt. Elsku Ragna, ég vil votta þér mína dýpstu samúð og einnig Huldu, Magga, Hollu, Hel- enu, Valda og Hörpu mínar sam- úðarkveðjur. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. (Sigurbjörn Einarsson.) Kveðja, Þröstur Björnsson. Jón Stefán Reykja- lín Magnússon ✝ Bolli Þórodds-son fæddist á Einhamri í Hörg- árdal, Eyjaf., 16. janúar 1918. Hann lést í Reykjavík 13. nóvember 2012. Hann lést síð- astur systkina sinna. Foreldrar hans voru: Þ. Magn- ússon, bóndi á Ein- hamri í Hörgárdal og Vallholti við Akureyri, f. 29.6. 1885 á Ásgerðarstaðaseli í Hörg- árdal, d. 3.1. 1970 í Reykjavík og Þórey Sigurðardóttir frá Sám- stöðum, Öngulsstaðahr., Eyja- firði, f. 27.12. 1889, d. 10.12. 1935 á Akureyri. Ættir Þórodds rekjast síðustu 400 árin í Hörg- árdal í beinan karllegg og ættir Þóreyjar rekjast að mestu um miðhluta Eyjafjarðar í mörg hundruð ár. Bolli átti átta systk- ini, sem upp komust. Þau voru: f. 19.8. 1887 í Vestmannaeyjum, d. 30.12. 1975 í Vestmannaeyjum og kona hans Katrín Sigurlín Sveinbjörnsdóttir, f. 20.4. 1895 á Hofi í Mjóafirði, d. 30.7. 1951 í Vestmannaeyjum. Börn Bolla og Svanhvítar eru: 1) Alfreð Hjört- ur Bollason, vélvirki, f. 1944. Barnsmóðir: Bergþóra Ósk Loftsdóttir, f. 1947. Þeirra sonur er Hjörtur Hjartarson, f. 1963, sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu ásamt Ragnari Jak- obssyni. 2) Eyþór Bollason, f. 1945 kvæntur Violettu Gränz, f. 1945. Þeirra börn eru Bolli, f. 1967; Fönn, f. 1968; Svanþór, f. 1973. Afa og langafabörn Bolla eru orðin um 10. Bolli brautskráðist úr Sam- vinnuskólanum árið 1940. Hann lauk meira fiskimannaprófi hjá Fiskifél. Ísl. Síðar iðnnámi í vél- virkjun og Vélskólanum í Reykjavík. Hann starfaði ýmist við vélstjórn á skipum, verk- stjórn í vélsmiðjum eða við upp- setningu véla í orkuverum. Útför Bolli fór fram í kyrrþey. Helga, f. 20.6. 1910, d. 1.1. 1989 í Reykjavík; Hólm- fríður, f. 13.4. 1913, d. 10.3. 2008 í Reykjavík; Jó- hanna, f. 22.5. 1915, d. 1.1. 1932 á Ak- ureyri; Þór, Banda- ríkjunum, f. 28.7. 1919, d. 1.3. 2006; Njáll, f. 28.7. 1919, d. 11.4. 1997; Sig- ríður, Akureyri, f. 9.1. 1921, d. 15.7. 2006; Aðalheiður, Reykja- vík, f. 13.5. 1922, d. 20.12. 2002 og Svanhildur, f. 14.11. 1925, d. 26.10. 1995 í Reykjavík. Systk- inin átta fæddust öll í Hörgárdal nema Svanhildur, sem fæddist í Vallholti í Glæsibæjarhreppi. Eftirlifandi eiginkona Bolla er Svanhvít Hjartardóttir, f. 30.4. 1923 frá Vestmannaeyjum. Þau giftust 26.9. 1942. Foreldrar hennar voru Hjörtur Einarsson, Móðurbróður mínum kynntist ég fyrst á Akureyri á fyrrihluta stríðsáranna, en hann var þá oft til sjós og kom í heimsókn til okkar á milli túra færandi hendi. En þá sigldi hann til Bretlands á fiski- skipum og var þar af leiðandi í mikilli hættu og við höfðum oft áhyggjur af honum, en sem betur fór slapp hann lífs úr þeim sölu- túrum. Það var því mikill fögnuð- ur að heimsóknum hans að Lækj- argötu 22 á Akureyri, öðru nafni Efstahúsið í Gilinu, en þar bjuggu foreldrar mínir um það leyti. Móð- ir mín var elst systkina hans og var því um margt að spjalla. Eitt af því, sem hann færði mér var upptrekktur leikfangahraðbátur, hvítur að lit með grænum hvalbak og hlífðargluggum. Þetta fannst mér mikill fengur og engir strák- anna í götunni áttu annan eins dýrgrip. Ég lék mér því oft við litla tjörn, sem myndaðist í lækn- um í gilinu að bátnum. Á stríðsárunum eignaðist móð- urbróðir minn eiginkonu og fjöl- skyldu auk þess, sem hann lagði hart að sér í námi og vinnu. Fund- um okkar bar því lítið saman í mörg ár eftir stríðið, nema endr- um og eins í fjölskylduboðum. En hann var einn af þeim sem gerðu sér ljóst að menntun er sama og máttur. Hann leitaði sér því sem breiðastrar menntunar og lauk námi við farskólann í Kræklinga- hlíð 1932; Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1935, var í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1938-39, Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1939- 40, var í iðnnámi í Iðnskólanum í Vestmannaeyjum og Vélsmiðj- unni Magna hf. Og tók sveinspróf í vélvirkjun 1948; hlaut meistara- réttindi 1955. Hann tók minna mótorvélstjórapróf 1937 og meira prófið 1943, vélstjórapróf í Vél- skólanum í Reykjavík 1949 og raf- magnsdeild 1950. Fyrir um 15-20 árum skaut upp þeirri hugmynd meðal afkomenda Þórodds Magnússonar og Þóreyj- ar Sigurðardóttir, afa míns og ömmu, að gera afkomendaskrá þeirra. Við það naut ég öflugs stuðnings Bolla, sem hafði frá- bært minni. Það reyndist okkur talsvert verk því að afkomendurn- ir voru orðnir þá langt í tvö hundr- uð þegar allt var talið, auk þess sem við öfluðum gagna í forfeðra- tal stórfjölskyldunnar frá afa og ömmu talið. Fyrsta útgáfan kom svo út árið 1996, og var lögð fram á ættarmóti afkomenda Þórodds og Þóreyjar á Bakkaflöt í Skagafirði, en hefur verið uppfærð tvisvar síðan. Bolli var hvers manns hugljúfi og var mikill mannvinur og átti frábært heimili með hinni ágætu konu sinni Svanhvíti allt til ævi- loka. Megirðu hvíla í friði, kæri frændi. Skúli Skúlason. Bolli Þóroddsson Elsku amma. Það hjálpar mér að trúa því að þú sért hérna hjá okkur en bara í annarri vídd og fylgist með öllu. Ég sé þig alveg fyrir mér. Þú situr við fallega hring- laga borðið þitt uppi í Bólstað- arhlíðinni og lest þessi orð. Núna brosi ég til þín og vona að þú hafir öðlast þann yfirnátt- úrulega hæfileka að lesa hugs- anir mínar. Því það er svo margt María Dalberg ✝ María Geirs-dóttir Dalberg fæddist í Hafn- arfirði 16. mars 1921. Hún lést í Reykjavík 25. nóv- ember 2012. Útför Maríu fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 3. desember 2012. sem ég hefði viljað segja þér, þú fórst svo snöggt. Amma, þú varst stórmerkileg kona og ég er þakklát fyrir að eiga þig sem fyrirmynd. Þú varst sterkur kar- akter, sjálfstæð og fórst eigin leiðir í lífinu. Þegar ég var ung stúlka bentir þú mér á að vera með sjálfstæðar skoðanir og sýndir mér í framkvæmd að með viljann að vopni gæti ég uppfyllt allar mínar óskir og drauma. Amma, takk. Ég er enn að koma sjálfri mér á óvart. Ég elska þig og mun alltaf geyma minningu um þig í mínu hjarta. Með söknuði, þín sonardóttir, María Dalberg. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.