Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tryggvi P. Friðriksson uppboðshaldari hjá Gall- eríi Fold slær hæstbjóðanda hér hið stóra mál- verk Gunnlaugs Scheving, Á síld, á átta milljónir króna í gærkvöldi. Við verðið leggjast uppboðs- gjöld, rúmlega tuttugu prósent, og er söluverð verksins því nálægt tíu milljónum kr. Alls voru 68 verk úr þrotabúi SPRON seld á uppboðinu, fyrir rúmlega 25 milljónir. Tekist var á um sum þeirra og fékkst til að mynda tvöfalt matsverð fyrir verk eftir Sigurbjörn Jónsson, Karólínu Lárusdóttur og Magnús Tómasson og seldust þau á 940.000 til 1,4 milljónir, auk gjalda. Gott verð fékkst fyrir myndverk úr þrotabúi SPRON Morgunblaðið/Ómar Síldarbáturinn sleginn hæstbjóðanda á átta milljónir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er engin spurning að þessi um- ræða um skattahækkanir hefur haft áhrif á ráðstefnuhaldara, ekki síst óvissan sem ríkir um hver skatturinn verður. Við höfum misst ráðstefnur úr landi og orðið nú þegar af miklum tekjum,“ segir Þorsteinn Örn Guð- mundsson hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík, Meet in Reykjavik, en fram kom í umfjöllun sunnudagblaðs Morgunblaðsins að stórar ráðstefnur, sem til stóð að halda hér á landi, voru fluttar annað. Voru þær ákvarðanir teknar að miklu leyti vegna þeirrar óvissu sem er í ferðaþjónustunni hér á landi út af áformum stjórnvalda um að hækka virðisaukaskatt á gistingu. Kom þetta skýrt fram á fundi fjár- laganefndar með fulltrúum ferða- þjónustunnar í síðustu viku, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þing- manns. Fyrst stóð til að hækka vsk-hlut- fallið úr 7% í 25,5% en samkvæmt bandorminum, sem er til umræðu á Alþingi, á að hækka skattinn í 14%. Þorsteinn segist vita um 800-1.000 manna ráðstefnu sem átti að halda hér á landi á næsta ári en var flutt til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í tölvupósti frá ráð- stefnuhaldara hafi m.a. verið minnst á óvissuna á Íslandi sem skýringu á ákvörðuninni. „Þeir sem eru að taka ákvarðanir um svona stórar ráðstefnur eru með hnút í maganum yfir óvissunni, því gistiskatturinn er það mikill kostnað- arauki. Þegar verið er að skipuleggja þúsund manna ráðstefnu getur svona hækkun skipt miklu máli. Þetta sáir líka fræjum óöryggis. Menn sýna Ís- landi mikinn áhuga sem hvataferða- og ráðstefnulandi en hafa jafnframt áhyggjur af innviðunum. Þetta smitar út frá sér,“ segir Þorsteinn Örn. Ísland sett á bið Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri Center-hótelanna, var búinn að gera tilboð í að fá hingað til lands um 1.000 manna ráðstefnu á næsta ári. Þegar til átti að taka ákvað ráðstefnuhaldarinn að taka Barcelona fram yfir Reykjavík. „Við erum með fimm hótel í gangi og finnum verulega fyrir þeirri óvissu sem er uppi. Við fórum strax að missa viðskipti þegar þessi áform voru boð- uð. Margar ferðaskrifstofur settu Ís- land strax á bið, sumar hverjar hafa skipt við okkur árum saman. Menn gefast bara upp á okkur og okkar bar- átta gengur út á að minnka skaðann,“ segir Kristófer. Ráðstefnuhaldarar flýja Ísland  Óvissa í skattlagningu á ferðaþjónustu hefur haft mikil áhrif  „Höfum misst ráðstefnur úr landi og orðið nú þegar af miklum tekjum“  Ráðstefnuhaldarar hafa áhyggjur af innviðum ferðaþjónustunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefnur Hver gestur er dýr- mætur og eyðir miklu hér á landi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, fer á fund Feneyjanefndar Evrópuráðsins á föstudag. Þar mun hún leggja fram þýðingu á frumvarpi til stjórnskipunarlaga og ágrip af greinargerð. Eins mun hún svara spurningum sem fyrir hana verða lagðar. Valgerður sagði að sér hefði verið tjáð að nefndin mundi skipa starfshóp og væri von á honum hing- að í byrjun janúar. Hún vonast til að Feneyjanefndin skili umsögn sinni í lok janúar. Valgerður sagði að frestur þing- nefnda til að skila umsögnum um stjórnskipunarlög hefði staðið þar til í gær. „En þeim var sagt að ef þær þyrftu lengri tíma þá gætu þær tekið sér hann. Við gerum ráð fyrir að þær skili eins fljótt og þær geta,“ sagði Valgerður. Hún kvaðst vona að nefndirnar skiluðu umsögnum fyrir jólaleyfi. Fundað verður með for- mönnum þingnefndanna í dag vegna málsins. Valgerður sagði sama gilda um aðra sem veita umsagnir. Geti þeir ekki skilað innan tilskilins frests sé gert ráð fyrir að þeir skili eins fljótt og þeim er auðið. „Það er mikill gangur í þessu núna en um leið ákveðin ringulreið,“ sagði Birgir Ármannsson, fulltrúi sjálf- stæðismanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, um stjórnarskrármál- ið. „Gestir koma fyrir þingnefndir og gefa álit, flestir með þeim fyrirvara að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að skoða þetta. Sumir fræðimenn hafa vikið sér undan því að koma á fund nefndarinnar vegna þess að tímafrestir sem eru gefnir séu óvið- unandi,“ sagði Birgir. Hann taldi framhald málsins vera mjög óljóst og benti á að svo virtist sem stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd ætti að vinna úr fjölda umsagna um málið áður en þing kemur saman eftir jólaleyfi. Valgerður Bjarnadóttir á fund Feneyjanefndarinnar  Kvartað yfir tímaleysi til að skoða stjórnarskrárfrumvarp Öldruð kona, sem varð fyrir stræt- isvagni á Nýbýlavegi í Kópavogi á föstudagsmorgun, lést á gjör- gæsludeild Landspítalans síðdegis sama dag samkvæmt upplýsingum mbl.is. Slysið varð rétt fyrir klukkan 9.00 á föstudagsmorguninn en strætisvagninum var ekið austur Nýbýlaveg á milli Túnbrekku og Þverbrekku. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Öldruð kona lést af völdum bílslyss í Kópavogi Samhjálp reiknar með að gefa um þúsund máltíðir um jólin og ára- mótin. Karl Matthíasson, fram- kvæmdastjóri, segir félagið ekki geta veitt þessa aðstoð án öflugs stuðnings frá fyrirtækjum og ein- staklingum. Samhjálp hefur fengið stuðning frá Reykjavíkurborg og fær líka styrk frá ríkinu. Karl segir að starf- semin væri hins vegar ekki nema svipur hjá sjón ef ekki kæmi til öfl- ugur stuðningur fyrirtækja. Karl segir að öll aðstoð sé vel þegin. Hann bendir á að oft hafi fyrirtæki sem standa fyrir árshátíð- um eða jólahlaðborðum gefið Sam- hjálp þann mat sem af gengur. Birgjar hafi einnig oft verið rausn- arlegir við Samhjálp. egol@mbl.is Gefa þúsund mál- tíðir um hátíðirnar Talið er að um 25 þúsund ferða- menn hafi sótt ráðstefnur, fundi og svonefndar hvataferðir hér á landi árlega hin síðari ár. Um ágiskun er að ræða, að sögn Þorsteins Arnar, en þessi mark- aður hefur ekki verið kortlagður nákvæmlega. Hver ráð- stefnugestur skilar allt að þre- falt meiri tekjum en venjulegur ferðamaður. 25 þúsund ferðamenn RÁÐSTEFNUHALD Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.