Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 18
möguleika á að dvelja hér á landi um hríð og að þeir sem starfi hjá ís- lenska fyrirtækinu geti sömuleiðis farið til Amgen erlendis tímabundið. Kaup Amgen á Íslenskri erfða- greiningu eru þau sjöttu á síðustu tveimur árum. Fram að þeim tíma hafði fyrirtækið ekki ráðist í yfir- töku síðan 2007. Harper segir að sumar yfirtökurnar hafi verið stærri í dollurum talið en hin íslenska og aðrar minni. Sú íslenska falli mitt á milli. Hann segir að ráðist hafi verið í kaupin vegna þeirrar þekkingar sem Íslensk erfðagreining búi yfir. Litið sé á kaupin sem langtímafjárfest- ingu og þeim fylgi mikil samlegð. Ís- lensk erfðagreining er sögð hafa sér- stöðu í rannsóknum í mannerfða- fræði í heiminum. „Við erum að umbylta iðnaðin- um,“ segir Kári um samvinnu fyr- irtækjanna eftir kaupin. „Við erum sannfærð um að markviss stefna Amgen og hæfileiki til þess að fella erfðafræðirannsóknir okkar inn í lyfjaþróunarstarf fyrirtækisins flýti því ferli að uppgötvanir okkar nýtist í lækningum margskonar sjúkdóma á næstu árum,“ segir Kári og nefnir að enginn hafi nýtt erfðafræðirann- sóknir til að búa til lyf með kerf- isbundnum hætti. Þar sem erlendir fjárfestar áttu félagið að langstærstum hluta renna þessir 52 milljarðar ekki að mestu til Íslands, en um 15 starfsmenn áttu þó lítinn hlut í fyrirtækinu. Kári bendir á að slíkt sé hefðbundið þeg- ar um erlenda fjárfestingu er að ræða. Kaup Amgen leiði til þess að búið sé að tryggja fjármögnun Ís- lenskrar erfðagreiningar um fyr- irsjáanlega framtíð. Það muni laða til sín erlendan gjaldeyri. Kaupin séu mjög jákvæð fyrir íslenskt sam- félag. Keyptu ÍE fyrir 52 milljarða Morgunblaðið/Kristinn Umbylta „Við erum að umbylta iðnaðinum,“ segir Kári Stefánsson um samvinnu fyrirtækjanna eftir kaupin.  Bandaríski risinn Amgen keypti Íslenska erfðagreiningu  Um 15 starfsmenn áttu lítinn hlut í ÍE  Erlendir fjárfestar áttu fyrirtækið að mestu  Fyrirtækið verður áfram rekið á Íslandi Kári áfram » Íslensk erfðagreining verður áfram á Íslandi. Starfsmenn eru 130 og ekki á að segja fólki upp. Vonast er til að þeim muni fjölga. » Kári Stefánsson verður áfram við stjórnvölinn. Hann stofnaði fyrirtækið árið 1996. » Forstjóri Amgen segir að Ís- lensk erfðagreining sé í far- arbroddi á heimsvísu í mann- erfðafræði. Fyrirtækið hafi byggt upp mikla þekkingu með rann- sóknum á arfgengum sjúkdóm- um. » Um 15 starfsmenn áttu lítinn hlut í fyrirtækinu og munu því njóta góðs af sölunni. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.// ,0,.12 +,3.23 ,+.132 ,,.,45 +1.2+4 +5/.,1 +./511 +25.-, +-5.,+ +,-.1/ ,05.51 +,1.54 ,+.245 ,,.501 +1.2-2 +5/.-- +./455 +24., +-5.-3 ,,/.1+51 +,3.+/ ,05.13 +,1.3+ ,,.003 ,,.535 +2.0,4 +5-.04 +./431 +24.31 +-4.+5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Bandaríska fyrirtækið Amgen er risastórt. Markaðsvirði þess í bandarísku kauphöllinni Nasdaq er 8.600 milljarðar króna. Amgen er meðal stærstu líftæknifyrirtækja í heimi. Það er með um 17 þúsund starfsmenn, þar af um sjö þúsund í höfuðstöðvunum í Thousand Oak í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Til samanburðar eru 130 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Amgen rekur starfs- töðvar í átta ríkjum Bandaríkjanna og í 43 löndum. Heildartekjur þess í fyrra námu tæplega tvö þúsund milljörðum íslenskra króna, þar af var 400 milljörðum varið í rannsóknar- og þróunarstarf. Handbært fé félagsins nemur um 3.875 milljörðum króna, það er meira en tvöföld landsfram- leiðsla Íslands. Amgen uppgötvar, þróar, framleiðir og dreifir framsæknum meðferð- arúrræðum. Félagið er í fararbroddi á sviði líftækni og var stofnað árið 1980, segir í tilkynningu. Amgen stendur fyrir Applied Molecular Genetics. 8.600 milljarða virði AMGEN ER MEÐ 17 ÞÚSUND STARFSMENN Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 ● Nokkrir lykilstarfsmenn Vodafone keyptu í félaginu við skráningu þess á markað. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta inn- herja. Samtals námu kaup forstjóra og lykilstjórnenda um 20 milljónum ís- lenskra króna og voru á sama gengi og í útboði félagsins, 31,5 krónur á hlut. Eftirfarandi starfsmenn keyptu bréf í félaginu: Ómar Svavarsson, forstjóri – 63.492 hlutir, Björn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs – 158.730 hlut- ir, Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs – 126.984 hlutir, Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs – 15.873 hlutir, Vil- mundur Jósefsson, stjórnarmaður – 158.730 hlutir, Jóhann Másson, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs – 15.873 hlutir og Svartá ehf., félag í eigu Vil- mundar Jósepssonar – 116.060 hlutir. Nokkrir lykilstarfsmenn keyptu í Vodafone við skráningu á markað fyrir um 20 milljónir króna Vodafone Lykilstjórnendur keyptu í fé- laginu fyrir um 20 milljónir króna. ● Breska og bandaríska fjármálaeft- irlitið kynntu í gær sameiginlega stefnu varðandi aðgerðir ef stórir bankar fara í þrot. Samkvæmt henni eru það hluthaf- arnir sem þurfa að bera byrðarnar, ekki skattgreiðendur. Eins verði yfirmenn bankanna reknir úr starfi fari bankarnir í þrot. Með þessu vonast breska og banda- ríska eftirlitið til þess að hægt verði að koma í veg fyrir keðjuverkandi áhrif á markaði. Aðstoðarbankastjóri Eng- landsbanka, Paul Tuckeer, sagði í gær að það væri einfaldlega ekki þannig að bankar gætu verið of stórir til að falla. Ekki væri hægt að láta alþjóðleg stór- fyrirtæki ógna opinberum sjóðum. Hluthafarnir borgi brús- ann ef bankar fara í þrot BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fær að eigin sögn mjög lítinn hluta af kaupverðinu á Íslenskri erfðagreiningu. Kaupverð- ið nemur 52 milljörðum króna. Hann átti lítinn hlut í fyrirtækinu og segir í samtali við Morgunblaðið að um 15 starfsmenn hafi átt hlut. Bandaríska líftækni- og lyfjafram- leiðslufyrirtækið Amgen hefur keypt Íslenska erfðagreiningu fyrir 415 milljónir dollara. Fyrirtækið var að mestu í eigu tveggja bandarískra áhættufjárfestingasjóða. Saga In- vestment keypti íslenska fyrirtækið í janúar 2010. Það er fjárfestahópur leiddur af Polaris Ventures og ARCH Venture Partners, þekktum fjárfestum í Bandaríkjunum á sviði líftækni. – Græddu hluthafarnir vel? „Býsna vel.“ Gæti ekki verið ánægðari Kári stofnaði fyrirtækið árið 1996. Líkt og oft hjá nýsköpunarfyrir- tækjum hefur gengið á ýmsu og björguðu erlendu fjárfestarnir félag- inu árið 2010 en skömmu áður hafði deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. „Jafnvel þótt ég hefði skrifað sög- una sjálfur hefði ég ekki getað óskað mér betri niðurstöðu,“ segir Kári um Amgen-kaupin. Hann verður áfram við stjórnvölinn hjá fyrirtækinu og fær einnig starfstitil hjá Amgen; að- stoðarframkvæmdastjóri á þróunar- sviði (e. vice president of research). Íslensk erfðagreining verður rek- ið sem dótturfyrirtæki Amgen á Ís- landi. Þar eru 130 starfsmenn, lang- flestir íslenskir. Kári segir að starfs- fólki verði ekki sagt upp og vonast til að með tíð og tíma muni starfsmönn- um fjölga. Sean Harper, yfirmaður rann- sókna og þróunar hjá Amgen, segir að vísindamenn Amgen muni hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.