Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 4

Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Því var fagnað í gær að kennslustofa fyrir verk- lega kennslu í flugvirkjun var opnuð hjá Flug- skóla Íslands. Flugvirkjanám hófst hér á landi haustið 2011 hjá Tækniskólanum og Flugskóla Íslands. Því var komið á í samvinnu við Luft- hansa Resource Technical Training (LRTT). Markmiðið er að vera með íslenskt nám í fram- tíðinni, á íslenskum leyfum og gera það hluta af íslenska menntakerfinu. Flugvirkjanám verði hluti af menntakerfinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennslustofa fyrir verklega kennslu tekin í notkun hjá Flugskóla Íslands Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það sem ég er ósátt við er að Drómi hefur haft fé af fólki og fer svo í blöð- in og auglýsir sig sem heiðarlegt fyr- irtæki. Ég og flestir erum búin að sætta okkur við að fá peningana okk- ar ekki aftur en þessar auglýsingar koma eins og blaut tuska í andlitið á fólki sem Drómi skuldar pening,“ segir Signý Hafsteinsdóttir um heil- síðuauglýsingar Dróma síðustu daga þar sem því er haldið fram að Fjár- málaeftirlitið (FME) hafi staðfest faglega og góða viðskiptahætti fé- lagsins. Sjálf var Signý með gengistryggt lán hjá Frjálsa fjárfestingabankan- um sem hún hugðist greiða upp í október 2008. Hún segist hins vegar ekki hafa fengið að gera það þar sem starfsmenn bankans hafi ekki vitað hvert geng- ið var á þeim tíma. Þegar þeir hafi loks treyst sér til þess hafi lánið verið búið að hækka töluvert. Hún hefur síð- an enga leiðréttingu fengið á láninu eftir að gengislán voru dæmd ólög- mæt en hún gat ekki sent inn kröfu til Dróma vegna Árna Páls-laganna svokölluðu. „Ég var pínd til að of- greiða. Svo féllu þessir dómar en Drómi vildi alltaf bíða eftir fleiri dómum,“ segir Signý. Það sætti hún sig ekki við og sendi FME fyrirspurn um hvort viðskipta- hættir Dróma teldust faglegir og góðir. Eftir mánuð segist hún hafa fengið svar á þá leið að lánamál ein- staklinga kæmu stofnuninni ekki við. „Maður spyr sig hvað gerðist svo í millitíðinni. Þegar þetta var allt í gangi kom þetta FME ekki við. Nú þegar þetta er búið þá kemur það þeim allt í einu við og Drómi flaggar einhvers konar siðferðisvottun frá FME,“ segir Signý. Standa ekki við stóru orðin Sigurður Hr. Sigurðsson, félagi í samstöðuhópi viðskiptavina Dróma, segist vísa því til föðurhúsanna að fé- lagið stundi góða viðskiptahætti. Í auglýsingunni eru viðskiptavinir Dróma m.a. hvattir til að hafa sam- band eða koma á í þjónustuver fé- lagsins til að fara yfir málin og finna farsæla lausn. Sigurður segir hins vegar að þegar á það var reynt í gær hafi starfsfólk Dróma ekki kannast við auglýsinguna þrátt fyrir að það sé skrifað undir hana og gat aðeins bent á þá leið að senda slitastjórn skriflegt erindi. „Það er svolítið kyndugt að kaupa sér heilsíðuaug- lýsingu í öllum stærstu blöðum landsins ef það á svo ekki að standa við stóru orðin.“ Sigurður segist ekki vita til þess að FME hafi haft samband við nokk- urn sem hafi gert athugasemdir við framferði Dróma þegar það gerði út- tekt sína. „Maður hlýtur að velta fyr- ir sér af hverju FME vottar faglega og góða viðskiptahætti því þá hljóta þeir að þurfa að tala við þá sem kvarta,“ segir hann. „Sem blaut tuska í andlitið“  Viðskiptavinir Dróma ósáttir við auglýsingu félagsins í fjölmiðlum um góða við- skiptahætti  Segja FME ekki hafa talað við þá í úttekt sem vísað er til Sigurður Hreinn Sigurðsson „Samningurinn hefur mikla þýðingu fyrir okkur í heilsu- gæslunni. Hann tryggir að fleiri sérnámslæknar en ella komast inn á deildir Landspítalans og inn í formlegt sér- nám til okkar,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dag undirrita Landspítalinn og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu samning um starfsnám sérnámslækna í heimilislækning- um. Með samningnum er svokallað blokkakerfi fest í sessi sem þýðir að starfsnám verður markvissara og skipulagð- ara en áður, sérnámslæknum og samningsaðilum til hags- bóta að sögn Ölmu Eirar Svavarsdóttur, kennslustjóra sérnáms í heimilislækningum. Lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins hefur að hluta til verið breytt í sérnáms- stöður í heimilislækningum. Að sögn Ölmu verða form- legar stöður sérnámslækna nú 36 í stað 12 áður. Töluvert hefur kvarnast úr stétt heimilislækna undanfarin ár, margir þeirra hafa farið til útlanda þar sem betri kjör eru í boði. Hinsvegar hefur aðsókn í sérnám í heimilislækning- um notið vaxandi vinsælda hér á landi undanfarin ár en gert er ráð fyrir því að hluti námsins sé stundaður erlendis. Alma segir einnig marga heimilislækna nálgast eftirlaun og m.a. þess vegna sé þessi nýi samningur glefðiefni. „Könnun sem var gerð á síðasta ári sýndi að þeir sem taka hluta námsins hér heima eru líklegri til að koma aftur heim og að þeir sem læra úti á landi eru líklegri til að setjast þar að og okkur bráðvantar sérfræðinga í heimilislækningum á landsbyggðina. Það er gífurlega mikilvægt fyrir heilbrigð- iskerfið okkar að fá þennan dýrmæta starfskraft, hörku- duglega sérnámslækna með mikla menntun og oft á tíðum töluverða reynslu að baki,“ segir Alma. Skapar mönnunarmöguleika Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, fagnar því að fleiri sérnámslæknar fái tækifæri til að koma inn á spítalann í hluta af sínu námi. „Þetta skapar einnig ákveðna mönn- unarmöguleika, aðstoðar okkur við að manna ákveðnar stöður. Þegar þeir fara að starfa sem heimilislæknar þá þekkja þeir vel okkar innviði og hvaða leiðir henta sjúk- lingum þeirra,“ segir Björn. heimirs@mbl.is Fjölgar í starfsnámi  Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn undirrita nýjan samning um starfsnám sérnámslækna Framkvæmdir eru hafnar við nýja hótelálmu við Árhús á Hellu. Þar verða 25 fjögurra stjörnu lúxusher- bergi. Stefnt er að því að hótelið verði tilbúið til notkunar í vor. Drífa Hjart- ardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tók fyrstu skóflustunguna að hótelálmunni. „Við erum bjartsýn. Það er mikið að gerast á Suðurlandi og vel hefur gengið að bóka fyrir sumarið. Það vantar svona betri gistingu á svæð- ið,“ segir Sigurður Ragnarsson en hann keypti rekstur Árhúsa fyrir ári ásamt Árna S. Guðmundssyni og fjölskyldum þeirra. Árhús reka þrjá- tíu sumarhús. Hótelálman tengist veitingastað Árhúsa. Hvert herbergi verður 25 fermetrar að stærð og með heitum potti. „Við teljum að þessi eining skjóti styrkari stoðum undir rekst- urinn þannig að þetta verði meiri heilsársrekstur. Með þessu verða jaðartímarnir líka sterkari hjá okk- ur,“ segir Sigurður. egol@mbl.is Byggja lúxushótel á Hellu Hella Árhús reka nú 30 sumarhús.  Framkvæmdum á að ljúka fyrir vorið Að sögn Rúnars Guðmunds- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra eftirlits FME, hefur stofn- unin ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum. Hún taki við kvörtunum, ýmist skriflega eða munnlega, vegna eftirlitsskyldra aðila og hefji at- hugun ef tilefni þyki til. Ef ástæða þyki til sé óskað eftir frekari gögnum frá öllum aðilum. Ekki sé hins vegar haft samband við neytendur sérstaklega þar sem þeir eigi ekki beina aðild að málinu heldur sé niðurstaða könnunar birt í gagnsæistilkynn- ingu. Í tilfelli Dróma hafi athug- unin náð til ákveðins tímabils. Ef fyllri upplýsingar eða ábendingar berist verði staðan endurmetin, afstöðu félagsins leitað og úr- bóta krafist eftir atvikum. Eru ekki aðilar að málum FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.