Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 25

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 25
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Hong Kong. AFP. | Þúsundir para gengu í hjónaband í Asíulöndum í gær í von um að dagsetningin 12/12/12 myndi færa þeim farsæld og eilífa hjónabandssælu. Yfirvöld í Hong Kong sögðu að 696 pör hefðu staðfest ráð sitt þar þennan dag, fjórum sinnum fleiri en að meðaltali á öðrum dögum. Um 540 pör gengu í hjóna- band í Singapúr, um átta sinnum fleiri en á meðaldegi. Biðraðir mynduðust einnig við hjónavígsluskrifstof- ur í borgum á meginlandi Kína, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. Hún segir eina af ástæðunum þá að dagsetningin 12/12/12 hljómi eins og „mun elska/ mun elska/mun elska“ á kínversku. Einn brúðgumanna í Hong Kong kvaðst hafa pantað hjónavígsluna fyrir sex mánuðum til að vera öruggur um að geta gift sig þennan dag. „Þetta er síðasti dagur aldarinnar með sömu stafina í dagsetningunni, þannig að þetta er mjög sérstakt,“ sagði hann. Enn fleiri pör giftust í mörgum Asíuríkjum 11. nóv- ember 2011. Í Hong Kong gengu 1.002 pör í hjónabönd 11/11/11, enda á talan að tákna „eilífa ást“. 859 pör staðfestu ráð sitt í Hong Kong 10. október 2010, eða 10/ 10/10, en sú tala á að tákna „fullkomnun“. Á myndinni er par sem var gefið saman á hjóna- vígsluskrifstofu í Singapúr. AFP Þúsundir gengu í hjónaband 12/12/12 M bl 13 87 42 5 Glæsilegar jólagjafir Undirföt • NáttfötNáttkjólar • Sloppar Bláu húsin v/Faxafen - Suðurlandsbraut 50 - Sími 553 7355 - www.selena.is Opið alla daga til jóla: mán. til lau. opið kl. 11-18, sun. opið kl. 13-18 - Póstsendum - Nýtt kortatímabil Njótum aðventunnar saman Allt til sundiðkunar ! Sundfatnaður, sundfit, sundhettur, sundgleraugu, korka, kúta. Einnig sundbuxur og leikföng fyrir yngri börnin. Neoprene sundhettur, hanska og sokka fyrir sjósundfólk Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - s: 5640035 aquasport@aquasport.is - www.aquasport.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.