Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 27

Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Spænska lögreglan hefur hand- tekið konu sem reyndi að smygla rúmu kílói af kókaíni í brjósta- fyllingum, að sögn yfirvalda á Spáni í gær. Konan er frá Pan- ama og var handtekin á alþjóða- flugvellinum í Barcelona eftir að hún kom þangað með flugvél frá Kólumbíu, að sögn spænsku ríkis- lögreglunnar. Tollverðir yfirheyrðu konuna við venjulegt eftirlit á flugvell- inum. Þegar þeir leituðu á henni fundu þeir blóðugar umbúðir á sárum sem voru undir báðum brjóstum hennar. Konan var flutt á sjúkrahús og læknar fjarlægðu brjóstafyllingarnar. Í ljós kom að í þeim voru 1,3 kíló af kókaíni, að sögn lögreglunnar. SPÁNN Kona handtekin fyrir að reyna að smygla kókaíni í brjóstafyllingum Sænsk stjórnvöld ætla að leggja allt í sölurnar til þess að verja sérlausn sem Svíar fengu þegar þeir gengu í Evrópusambandið fyrir tæpum tveimur áratugum og heimilar þeim að framleiða og selja sænskt munn- tóbak, svonefnt snus, á innanlands- markaði. Hins vegar er tóbakið bannað í öðrum ríkjum sambands- ins. Svíar lögðu mikla áherslu á sér- lausnina vegna munntóbaksins á sín- um tíma þegar þeir sömdu um inn- göngu í Evrópusambandið en nú óttast þeir að nýjar reglur innan sambandsins á sviði heilbrigðismála muni þýða að ekki verði lengur hægt að framleiða tóbakið og sérlausnin þannig gerð að engu. Því hefur verið haldið fram í sænskum fjölmiðlum að til að mynda verði gerð krafa um að allar tóbaks- vörur sem framleiddar og seldar séu innan Evrópusambandsins innihaldi að minnsta kosti 85% tóbak en sænska munntóbakið inniheldur að- eins 50%. Viðskiptaráðherra Svíþjóðar, Ewa Björling, ræddi við Tonio Borg, heilbrigðismálastjóra Evrópusam- bandsins, í fyrradag og sagði eftir fundinn að allt yrði reynt til þess að verja munntóbakið. Björling sagði að Borg hefði hins vegar neitað því að gera ætti kröfu um 85% hlutfall tóbaks í tóbaksvörum. SVÍÞJÓÐ Óttast um sænska munntóbakið Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Opi ð alla s unnu daga fram að jó lum frá 1 3-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.