Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 34

Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Það tal sem und- anfarið hefur verið um að vogunarsjóðir séu að eignast Ísland og greiða þurfi meiri fúlgur þeim til handa en þjóðin hefur efni á er í raun ávísun á vol- æði til ófyrirséðrar framtíðar. Einnig at- gervisflótta með slæmum afleiðingum, því það eru alltaf þeir dugmestu sem fara. Hér er talað um vog- unarsjóði, eða hrægammasjóði, sem ekki er fullkomlega rétt skil- greint. Alþjóðanafn á þessum sjóð- um er „Hedge funds“, eða skjól- beltissjóður, (sbr. „hekk“). Þessir sjóðir urðu snemma til sem klúbb- ar einstaklinga sem sameiginlega fjárfestu á markaði, einn fyrir alla, allir fyrir einn (in solidum). Þegar græðgi þótti góð Þegar peningahyggja þróaðist og græðgi fór að þykja góð komust stóru bankarnir að því að þeir gætu nýtt sér slíka sjóði til fjár- málagerninga sem ekki samrýmd- ust regluvörslu stórra virðulegra banka, sem staðsettir eru og skráð- ir í þjóðríkum sem vilja gæta virð- ingar sinnar. Þessir sjóðir gátu staðið í óþrifalegum málaferlum, sem hinir virðulegu bankar vildu ekki leggja nafn sitt við. Má þar nefna það afrek að múta embætt- ismönnum í Afríkuríki til að kyrr- setja skólaseglskip frá Argentínu, sem þeir Íslendingar sem eru handgengnir peningahyggjunni hafa vitnað til og sagt benda á að við Íslendingar eigum að greiða þess- um berserkjasjóðum uppsett verð. Heimskur heimaalinn banki Eigendur og starfs- menn þessara banka- tengdu sjóða voru oft- ar en ekki áhættusæknir fyrrverandi starfs- menn stórra banka, sem gjarnan sugu í nös, til frekari vígaferla á markaði. Íslensku hrunbankastjór- arnir þekktu vel til slíkra sjóða og voru fljótir til. Fyrsta fórnarlambið var hinn heimaaldi og því heimski seðlabanki, SÍ, sem lánaði sig í þrot. Íslensku berserkirnir litu á þessi lán frá SÍ sem heimanmund og þorrinn af þessum upphæðum gengur nú undir nafninu „snjó- hengjan“, sem SI greiðir skil- víslega vexti af, sem ekki ætti að vera, því SI hefur með orðum sín- um og athöfnum skilgreint sig sem fjárfestingabanka, en slíkir bankar greiða ekki vexti, heldur aðstoða sína viðskiptavini til að fjárfesta á eigin ábyrgð til að ávaxta sitt pund. Sýndarpeningar Mest af þeim peningum sem föllnu íslensku bankarnir höfðu til umráða voru sýndarpeningar (cy- ber money). Allur fjármálaheim- urinn var að framleiða slíka pen- inga og hvítþvo með millifærslum og íslensku bankarnir voru viljugir viðtakendur. Sápukúlur hlutabréfa voru uppistaðan í þessum gervi- heimi hagnaðar, en einnig ímynd- aður hagnaður af afleiðum og öðr- um fjármálagjörningum. Sápukúlan var orðinn 10 sinnum stærri en þjóðarframleiðsla lands- ins og aðeins lítill hluti hennar inn- heimtist. Það ætti að koma í veg fyrir að hinn Basel-sinnaði SÍ verði einráður um örlög þessa fjár. Ís- lenska þjóðin, sem hefur orðið fyrir verulegri eigna- og lífskjaraskerð- ingu á að krefjast þess, að það sem innheimtist umfram forgangs- kröfur verði greitt sem skaðabæt- ur í sameiginlegan sjóð hennar. Ríkisstjórinn er of veiklunda og andlega háð ESB til að gera nokk- uð í málinu. Því ætti Lögmanna- félag Íslands að taka að sér að inn- heimta umtalaðar skaðabætur í þegnskylduvinnu. Lögmenn eins og allir aðrir landsmenn töpuðu á hruninu, en hafa ekki misst vinn- una eins og margir landsmenn. Ekki þarf að óttast vandræði frá útlöndum, því almenningur á Vest- urlöndum mun standa með okkur, þvi hann á líka um sárt að binda vegna óráðsíu bankanna. Þjóðin á skilið skaðabætur Eftir Elías Kristjánsson » Fyrsta fórnarlambiðvar hinn heimaaldi og því heimski seðla- banki, SÍ, sem lánaði sig í þrot. Elías Kristjánsson Höfundur er fv. forstjóri. Vissulega er það til þess fallið að ylja landsmönnum um hjartarætur fyrir jólahátíðina, að frétta að þann stórhættulega lagalega óskapnað, sem um þessar mundir er kallaður stjórn- arkrárfrumvarp, eigi að senda Feneyja- nefndinni til umsagnar. Varla tekur Feneyjanefndin upp á því að tefja siglingu okkar inn í Evr- ópusambandið með ótímabærum upphrópunum um heimskulegasta stjórnlagafrumvarp sem siðmenntuð þjóð hefur sent frá sér. Við megum því alveg eins vænta þess að refsilögjöf um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verði í framtíðinni send stéttarfélagi nauðgara og barnaníðinga til um- sagnar. Hver getur þá efast um að fagleg og skynsamleg umræða hafi átt sér stað um þessi mál og henni sé lokið innan fyrirhugaðra tímatakmarka? En hitt veldur mér áhyggjum að ríkisstjórnum framtíðarinnar gæti dottið í hug að byggja kjarnorkuver einhvers staðar á Íslandi. Ef þeir nota sams konar ferli og beitt hefur verið við gerð stjórn- arskrárfrumvarpsins, kjósa kjarn- orkunefnd í almennum kosningum (sem helst verða að brjóta allar kosningareglur), og láta glópa- skarann, sem þjóðin velur í slíka nefnd rök- ræða um hvernig best sé að hanna kjarn- orkuver, þá vona ég að- eins að þetta kjarn- orkuver (Samfylkingarinnar) verði byggt eftir minn dag. Umsögn Geðlæknafélagsins En til þess eru vítin að varast þau og því skora ég á Alþingi að senda þetta stjórnarkrárfrumvarp Geðlækna- félagi Íslands til umsagnar. Fleiri umsagnir verðskuldar þetta stór- skringilega frumvarp ekki. Ástæðan fyrir öllum þessum æðibunugangi og hroðvirkni virðist þörf samfylkingarmanna fyrir stjórnarkrárbreytingu sem leyfir framsal fullveldis til Evrópu. Sam- bærilegt stjórnarskrárferli átti sér stað í Suður-Ameríku þegar pynd- ingarstjórar þurftu að lauma inn stjórnarskrárákvæði sem vernduðu þá fyrir saksókn vegna fyrri glæpa. Því var lætt inn meðal fjölda breyt- ingartillagna sem földu uppgöf saka í skógi lagatæknilegra álitamála. Evrópufullveldisframsalið á nú að fela í frumskógi lagatæknilegrar stjórnlagaþvælu. Út úr umsögn geðlæknafélagsins gæti alla vega fengist skilgreining á þeim geðkvilla sem hrjáir þá sem staðið hafa að málatilbúnaði þessum öllum. Á þetta fólk við svokallaða Evrópudillu að glíma? Er kominn nýr geðsjúkdómur, svokallað Evr- ópuæði (vonandi ekki veirusmits- tengdur eins og hundaæði)? Heldur þetta fólk kannski að það sé John Adams og Thomas Jefferson í nýrri endurholdgun og hafi því á að skipa lagaþekkingu, stjórnvisku og greind á við þessa bandarísku ofjarla íslenska meðalmannsins? Verður næsta verkefni spunameist- ara Samfylkingarinnar að sannfæra Bandaríkjamenn um nauðsyn ís- lenskrar rýnivinnu til að bjarga þeim frá bandarísku stjórn- arskránni? Hvað er hið geðlæknisfræðilega hugtak um fólk sem þjáist af órum af þessu tagi? Varla þýðir að benda svona yfirnáttúrlega greindu fólki á það, að engin krafa hefur komið frá kjósendum um þörf á að ljúka vinnu við hraðsuðustjórnarkrá, sem leggja myndi bæði stjórnkerfi og lagakerfi þjóðarinnar í rúst. Þessi nýja greiningarvinna geð- læknafélagsins á eftir að nýtast okk- ur vel ef ástsælum leiðtogum okkar dettur í hug að byggja kjarnorkuver eða hefja íslenska stjörnustríðs- áætlun (ég þori ekki að nefna Land- spítalaáætlunina, sem á að setja allt skipulag Reykjavíkur á annan end- ann). Og við munum varla þurfa um- sagnir og dýra greiningarvinnu og innblásna rýni fleiri nefnda eftir að geðlæknafélagið skilar sinni umsögn um stjórnarskrárfrumvarpið. Feneyjanefndin og tortíming stjórnarskrárinnar Eftir Árna Thoroddsen »En hitt veldur mér áhyggjum að ríkis- stjórnum framtíðar- innar gæti dottið í hug að byggja kjarnorkuver einhvers staðar á Ís- landi. Árni Thoroddsen Höfundur er kerfishönnuður/ arthorpendragon@yahoo.com Reyksíminn – 800-6030 – er ókeypis þjónusta sem heilbrigðiskerfið veit- ir þér ef þú vilt fá faglegan stuðn- ing til að hætta að reykja eða nota annað tób- ak. Þar starfa sérþjálfaðir hjúkrunarfræð- ingar í samstarfi við lækna og annað fagfólk. Árangurinn er góður og sam- bærilegur við bestu reyksíma erlendis. Reyksím- inn er hluti af heilbrigðiskerfinu og starfar náið með öðrum aðilum inn- an heilbrigðiskerfisins sem veita stuðning til reykfrelsis. Stuðningur frá vinum og vandamönnum er ekki síður mikilvægur. Því fleiri sem styðja þig, því betra fyrir þig. Nú er þinn tími Það er eiginlega út í hött fyrir þig að hugsa um árangur af reykfrels- isstuðningi í prósentum. Þú hefur í raun hundrað prósent möguleika á að verða reyklaus núna ef þú virki- lega ákveður þig og þiggur þann stuðning sem í boði er, ef þú átt erf- itt með að halda út til lengdar. Þinn tími er núna. Lyf? Nikótínlyf geta hjálpað ef þau eru notuð á réttan hátt. Reyksíminn getur leiðbeint þér um rétta notkun þeirra og annarra lyfja sem þróuð hafa verið til reykfrelsis. Sumir kvarta yfir að lyfin, t.a.m. nikótín- tyggjóið, hjálpi ekki nógu vel. Oft er það einfaldlega vegna þess að fólk notar lyfin á rangan hátt. Einn- ig getur verið að önnur efni í tóbaki en nikótínið séu mikilvæg fyrir suma. Við vitum ekki ennþá ná- kvæmlega hvernig það virkar. Dökkt súkkulaði? Sumir hafa greint mér frá því að ef þeir borði einn bita af dökku súkku- laði rétt áður en þeir japla á nikó- tíntyggjóinu virki tyggjóið betur. Hver er ég til að efast um það? All- ir verða að finna sína leið. Efni í dökku súkkulaði hemja virkni svo- kallaðra MAO-hemjara (monoamin oxidase) í taugakerfinu. Vera kann að samvirkni MAO-hemjara og nikótíns sé mikilvæg til þess að nikótínið í t.d. nikótíntyggjói hafi tilætluð áhrif til að slá á tóbaks- löngun. Þetta er þó umdeilt í rann- sóknum. En ef það virkar fyrir þig, þá er það gott. Rétt notkun lyfja Margir nota nikótíntyggjóið á rang- an hátt. Ef það á að virka vel er mikilvægt að nota það rétt. Láta það hvíla undir vörinni (eins og munntóbak) í nokkrar mínútur á milli þess sem tuggið er. Það að tyggja er bara til að losa nikótínið úr tyggjóinu en það þarf að komast inn í taugakerfið til að hafa áhrif. Nikótínið kemst best inn í tauga- kerfið í munnholinu. Ef þú ert sí- tyggjandi hverfur nikótínið fljótt úr tyggjóinu og eyðileggst í maganum. Því er því afar mikilvægt að láta það hvíla í nokkrar nínútur undir vörinni á milli þess sem tuggið er. Lyfjalausa leiðin Þótt lyf geti hjálpað þér að verða frjáls frá tóbaki er vert að minnast þess að flestir sem hafa hætt að reykja hafa gert það án lyfja. Reyk- síminn – 800-6030 – getur gefið þér ráð og sent þér stuðningsefni til reykfrelsis án lyfja. Heilsuhótel Ís- lands í Reykjanesbæ býður líka reglulega upp á helgarnámskeið í reykfrelsi án lyfja. Þangað leitar líka fólk sem er fast í nikótínfíkn af ýmsum toga og vill komast út úr þeirri neyslu. Gott nýtt ár Þú getur hætt að reykja núna, með eða án lyfja, ef þú vilt og það eru margir reiðubúnir til að styðja þig til að taka skrefið út úr kófinu. ÁSGEIR R. HELGASON, dósent í sálfræði og faglegur ráð- gjafi Reyksímans. Út úr kófinu Frá Ásgeiri R. Helgasyni Ásgeir R Helgason Bréf til blaðsins Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Skólar & námskeið Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.