Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Í byrjun desembermánaðar
lést góður granni okkar á Greni-
melnum, Jóhannes Kjarval. Þau
hjónin, hann og Gerður Helga-
dóttir, hafa búið í húsinu gegnt
okkur í nær tvo áratugi. Margoft
hefur maður mætt þeim á leið
heim úr vinnu eða úr Melabúð-
inni, sérstaklega á sumrin, átt
miklar og stundum talsvert ákaf-
ar viðræður um ástandið í þjóð-
félaginu við garðvegginn þar sem
fyrir kemur að safnist saman tals-
verður mannfjöldi. En stundum
var sest yfir kaffisopa í garðinum
hjá þeim, sem er einn sá fallegasti
í allri götunni, og við svo ævin-
týralega heppin að búa beint á
móti.
Jóhannes var góður fagmaður
og var hlutskipti hans lengstum
að sinna skipulagsmálum. Var
fróðlegt að kynnast hugmyndum
hans í þeim efnum enda átti hann
ekki langt að sækja smekkvísi og
handlagni, og hann benti manni
oft á ýmislegt sem betur mætti
fara í nærumhverfinu. En hann
var líka fastur fyrir og kostaði
það hann m.a. starfið þegar hann
reyndi að koma í veg fyrir skipu-
lagsslys í miðbæ Hafnarfjarðar,
sem raunar tókst ekki. Annað lít-
ið dæmi er þegar hann eitt sumar
stóð dag eftir dag yfir gömlum bíl,
sem hann átti, skrapaði ryð, kítt-
aði og menjaði og málaði þar til
bíllinn varð sem nýr.
Lengi barðist hann við krabba-
meinið af miklu æðruleysi en vissi
að hverju dró. Hann gekk frá öll-
um sínum málum af kostgæfni og
þrátt fyrir veikindin týndi hann
ekki kímnigáfunni. Þannig héldu
þau Gerður upp á sextugsafmæli
hennar í sumar og fór stór hluti
samkomunnar fram úti í garðin-
um í mjög góðu veðri.
Systkini Gerðar eru mörg og
sum nokkuð hávær og hafði Jó-
hannes orð á því daginn eftir að
það væri heppilegt að geta haft
þau úti, því þegar þau sætu öll
inni í stofu og allir töluðu í einu
heyrðist ekki neitt í neinum.
Jóhannes og Gerður voru mjög
samrýmd og maður hugsaði oft-
ast um þau saman. Við sendum
Gerði, Sveini og Þóru, börnum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Sigríður Kristinsdóttir
og Jón Torfason.
„Sæll Jói minn, hvað segir þú
gott?“ „Allt djöfullegt, en þú?“
Þetta var oftar en ekki svar Jóa,
þegar hann fékk þessa alíslensku
kurteisisspurningu. Viðmæland-
inn hrökk í kút og og samtalið
fékk óvæntan inngangsvinkil.
Þetta var auðvitað húmor Jóa og
leið hans til að hrista upp í hlut-
Jóhannes S.
Kjarval
✝ Jóhannes S.Kjarval fæddist
í Reykjavík 26. júní
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 1. desember
2012.
Útför Jóhann-
esar fór fram frá
Fossvogskirkju 12.
desember 2012.
unum og samtalið
varð oftar en ekki
annað og meira en
kurteisishjal í fram-
haldinu. Ég kynntist
Jóa árið 1984 þegar
ég kom heim að af-
loknu arkitektanámi
og hóf störf á Borg-
arskipulagi Reykja-
víkur þar sem hann
starfaði. Ég ungur
og óreyndur, hann
eldri og reyndari og varð hann
eiginlega minn leiðbeinandi
næstu nokkur árin. Við urðum
strax góðir mátar og unnum vel
saman að ýmsum verkefnum á
þeim tíma. Eitt af okkar
skemmtilegustu verkefnum á
Borgarskipulagsárunum var end-
urgerð yfirborðs Laugavegar í
tveimur áföngum frá Banka-
stræti að Frakkastíg. Verkefnið
átti hug okkar allan og vorum við
innviklaðir í alla þætti verksins,
frá stýringu, yfir í hönnun, sam-
vinnu við tæknimenn gatnadeild-
ar, veitustofnana og við fram-
kvæmdaraðilann. Við hönnuðum
trjágrindur, trjáristar, völdum
götuljós, mátuðum granít og
hellur og fórum austur fyrir fjall
til að velja götutrén. Jói tók við
skipulagsdeild Hafnarfjarðar-
bæjar árið 1987 og varð það úr að
hann lokkaði mig í Fjörðinn árið
1988 þar sem við unnum saman
næstu fimm árin er ég hóf minn
eiginn stofurekstur og hef stund-
að síðan ásamt Jakobi Líndal. Á
þessum árum unnum við Jói sam-
an að mörgum áhugaverðum
verkefnum í Hafnarfirði og
mynduðum tveggja manna skipu-
lagsdeild bæjarins. Auk verkefna
á vegum bæjarins tókum við þátt
í samkeppni um framtíðarskipu-
lag Geldinganess í Reykjavík og
unnum að því verkefni heima hjá
Jóa og Gerðu á Ásvallagötu.
Þetta veitti okkur ákveðinn
innblástur við okkar daglegu
störf og ekki skemmdi að við unn-
um til verðlauna fyrir tillöguna.
Ég var alltaf að suða í Jóa um að
hann gæfi mér áritaða teikningu,
svo ég gæti státað af því að eiga
Jóhannes S. Kjarval á vegg, en
tókst aldrei að lokka hann til þess.
Eftir að samstarfi okkar lauk
héldum við ávallt sambandi, hitt-
umst oft á skipulagssviði borgar-
innar eftir að hann hóf störf þar
að nýju og töluðumst við í síma,
oft um fagið eða Kidda kött, sem
hann lét mig stundum halda að
hefði verið nefndur eftir mér, en
oftar um börnin okkar, en Sveinn
og Þóra, börn Jóa, voru honum
ávallt ofarlega í huga. Þegar ég
spurði Jóa skömmu áður en hann
lést, hvort Þóra væri ekki ánægð í
nýja starfinu, svaraði hann neit-
andi. Ég hváði og endurtók
spurninguna þar sem ég trúði
vart eigin eyrum og hann endur-
tók neitunina, svo bætti hann við:
„Hún er ekki ánægð Kiddi minn,
hún er alsæl,“ svo hló hann. Hann
fékk viðmælandann enn og aftur
til að hrökkva í kút. Þetta voru
okkar síðustu samskipti, ég náði
því miður ekki að kveðja minn
góða vin og mentor eins og ég
hefði viljað, en hann gluggar
kannski í þessi fátæklegu kveðju-
orð mín frá nýjum vistarverum.
Elsku Gerða, Svenni og Þóra, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð,
megi minningin um einstakan
mann verða ykkur stoð í sorginni.
Kristján Ásgeirsson.
Kveðja.
Ég vil þakka vini mínum Jó-
hannesi S. Kjarval, arkitekt, sam-
fylgdina á lífsgöngunni og kveð
hann með ljóði Ágústs Böðvars-
sonar.
Sá einn, sem reynir skynjar best og
skilur,
hve skin frá vinarhug er gott að finna.
Í hjarta þér bjó fegurð ást og ylur,
sem innstu lífsins rætur saman
tvinna,
en kærleikurinn er það ljós á leið,
sem lýsir skærast mannsins æviskeið.
Jón Kr. Ólafsson,
söngvari, Bíldudal.
Fallinn er frá frá góður sam-
starfsmaður og kær vinur, Jó-
hannes Kjarval arkitekt.
Jóhannes tókst á við illvígt
krabbamein um nokkurt skeið og
sýndi í þeirri baráttu aðdáunar-
verðan styrkleika.
Ég kynntist Jóhannesi fyrst
fyrir tuttugu árum þegar ég og
fleiri arkitektanemar frá Noregi
sóttum námskeið á Íslandi, nánar
tiltekið í Hafnarfirði, þar sem Jó-
hannes var skipulagsstjóri. Jói
útvegaði okkur húsnæði og sinnti
einnig gagnrýni og kennslu.
Fljótt kom í ljós að þar var góð
manneskja og ástríðufullur fag-
maður á ferð eins og ég sann-
reyndi síðar þegar við urðum
samstarfsfólk á Borgarskipulagi.
Jóhannes var mikilvægur
hlekkur í öllum ákvörðunum um
skipulag miðborgarinnar frá því
hann varð deildarstjóri á þróun-
arstofnun borgarinnar sem svo
varð Borgarskipulag árið 1980.
Nokkrum árum síðar tók hann við
stöðu skipulagsstjóra Hafnar-
fjarðar og átti þar farsælan
starfsferil en sneri svo aftur til
Reykjavíkurborgar árið 1999 til
að sinna skipulagsmálum mið-
borgarinnar sem hann hafði
óþrjótandi áhuga á.
Jóhannes stýrði fjölmörgum
verkefnum á vettvangi skipulags-
mála og hönnunar hjá Reykjavík-
urborg. Hann var leiðandi í allri
stefnumótun en kom einnig að
fjölmörgum hönnunarverkefnum
í miðborginni og þar naut hann
sín vel.
Jóhannes var gefandi vinnu-
félagi með sterkar skoðanir en
átti auðvelt með að hlusta á sjón-
armið annarra. Hann var glað-
lyndur húmoristi, mikill smekk-
maður og hafði eitt
skemmtilegasta orðafar sem ég
þekki. Áttum við einstakt sam-
starf og deildum áhuganum á fag-
inu okkar. Í seinni tíð hvatti ég
Jóa mjög til að skrifa um skipu-
lagsmál borgarinnar auk þess
sem við stefndum á að gera leið-
arvísi um hugtök og skilgreining-
ar sem tengjast skipulagsmálum
og borgarmótun.
Jóhannes átti skilið eftir sitt
óeigingjarna starf í þágu betra
borgarumhverfis að fá tíma til að
miðla áfram þekkingu sinni eins
og hugur stóð til. Sá tími gafst því
miður ekki.
Sjálf fann ég dýrmætan vin í
Jóhannesi. Við töluðum um vinn-
una en líka um tilveruna. Jói
kunni að hrósa og hvatti mig
áfram með sönnum vinarhug.
Hann bar umhyggju fyrir sam-
starfsfólki sínu, var skilningsrík-
ur, víðsýnn og vel lesinn. Jói var
mikill fjölskyldumaður sem var
stoltur af börnunum sínum Þóru
og Sveini og skotinn í konunni
sinni henni Gerðu. Hann ljómaði
þegar hann talaði um fólkið sitt.
Lífið hafði kennt honum hvað
mestu máli skiptir.
Mér er þungt um hjartarætur
vegna fráfalls Jóa. Hann var flott-
ur maður sem mikill missir er að.
Það er sárt að hugsa til þess að
hann sé ekki lengur meðal okkar
og þrátt fyrir langan aðdraganda
er erfitt að sætta sig við orðinn
hlut.
Efst í huga mér er þó þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa þekkt Jó-
hannes, þakklæti fyrir störf hans
á vettvangi skipulagsmála í
Reykjavík, þakklæti fyrir hvatn-
inguna, það sem hann kenndi mér
og allar góðu stundirnar. Ég ber
ómælda virðingu fyrir æðru-
leysinu sem einkenndi hann fram
á síðasta dag.
Einstakur sómamaður hefur
kvatt okkur.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
Jóhannesar.
Með virðingu og söknuði.
Ólöf Örvarsdóttir.
Kær samstarfsfélagi og góður
vinur okkar Jóhannes Kjarval er
fallinn frá. Við vorum svo sann-
arlega að vona að við fengjum að
hafa hann lengur hjá okkur en,
eins og hann sagði sjálfur, „svona
vildi ég fara“ og hann gerði það
nákvæmlega þannig alveg til
enda. Hann fékk góðan tíma með
Gerðu og krökkunum til að fara í
gegnum lífið og tilveruna, eins og
allir ættu að gefa sér tíma til að
gera með sínum nánustu. Jóhann-
es var einstakur vinnufélagi og
verður sárt saknað.
Eftir að hann veiktist aftur af
þessum erfiða sjúkdómi sagði
hann okkur að hann hefði verið að
deyja á hverjum degi, svo tók
hann sig til og breytti um hug-
arfar og fór að lifa á hverjum
degi. Í þessu felst svo óendanlega
mikill lærdómur fyrir okkur hin.
Þannig var Jóhannes, endalaus
viskubrunnur, ekki bara í skipu-
lagsmálum heldur á alla kanta.
Við erum fyrst og fremst þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta þess
að hafa átt hann að sem sam-
starfsfélaga og vin.
„Einstakur“ er orð
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Við sendum Gerðu, Sveini,
Þóru og þeirra nánustu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. samstarfsfélaga á skipu-
lags- og byggingarsviði Reykja-
víkurborgar,
Margrét Leifsdóttir.
Sárt er þín saknað, engillinn minn,
og sorgin hér okkur lamar.
Nærveru þinni fyrir ég finn
þó faðmað þig geti ei framar.
Ég sit hérna og stari á myndina af þér
Ólafur Felix
Haraldsson
✝ Ólafur FelixHaraldsson
fæddist á Patreks-
firði 14. október
1970. Hann lést af
slysförum 20. októ-
ber 2012.
Útför Felix fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 3.
nóvember 2012.
svo glöðum og fullum
af lífi.
Almættið einn og bros-
ið þitt sér,
það eflaust hann gleð-
ur og hrífi.
Kveð ég þig nú, mitt
ljúfa ljós,
því lífið áfram gengur.
Legg ég á leiðið þitt
hvíta rós,
þú ljúfi, fallegi drengur
.
(Heiða Jóns.)
Kveðja frá
Margréti Guðlaugsdóttur
frænku.Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
ÞÓRU JÓHÖNNU HÓLM.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra
umönnun.
Magnús G. Pálsson,
Karl Óskar Magnússon, Guðný Bjarnarsdóttir,
Þóra Margrét Karlsdóttir, Magnús Gunnar Karlsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru
GERÐU R. JÓNSDÓTTUR,
Hvassaleiti 147,
Reykjavík.
Sveinn B. Hálfdánarson,
Hjalti Jón Sveinsson, Soffía Lárusdóttir,
Óttar Sveinsson, Alda Gunnlaugsdóttir,
Hanna Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KARL MAGNÚS JÓNSSON
frá Klettstíu,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 14. desember kl. 11.00.
Lára Margrét Benediktsdóttir,
Jón Karlsson, Ingrid Karlsson,
Áslaug Lára Jónsdóttir, Scott Lamb,
Axl, Lilý,
Birgitta Sif Jónsdóttir, Bergþór Ásgeirsson,
Sóley Sif,
Louise Karlsson Jónsdóttir,
Deisa G. Karlsdóttir, Tommy Holl,
Hanna Närhi.
Elsku mamma mín. Það er ljúf-
sárt að kveðja þig þennan desem-
berdag. Minningarnar streyma
fram og ég er hissa á því að tárin
virðast eiga endalausa uppsprettu.
Mamma mín, ég vissi þegar ég
komst til vits og ára að líf þitt ein-
kenndist af miklum erfiðleikum allt
frá þeim degi er þú misstir pabba
þinn og í raun mömmu þína líka,
einungis þriggja ára gömul. Í kjöl-
farið varstu send í fóstur og þótt
margir hafi reynst þér vel skorti
þig ávallt hlýju og elsku þá sem
maður einungis fær frá foreldrum
sínum. Atburður sem þessi getur
ekki annað en haft djúp áhrif á
þann sem verður fyrir honum og
þar varst þú ekki undanskilin.
Framan af gerðir þú þitt besta í
lífinu, þú varst fyrirmynd dætra
þinna, ótrúlega dugleg og eljusöm,
skemmtileg, hannyrðakona mikil
og fluggáfuð. Húmorinn, eljuna og
dugnaðinn gafstu okkur systrum
og það er ég þakklát fyrir enda
varstu stolt af okkur öllum fjórum
og öllu því sem við höfum tekið
okkur fyrir hendur.
Oft á tíðum einkenndist líf þitt af
erfiðleikum og þú varst eirðarlaus.
Við Hulda fylgdum þér um margt í
lífinu bæði landfræðilega og and-
lega ef svo má að orði komast. Þeg-
ar ég var sex ára kynntist þú
Bjarna, sem varð síðar annar eig-
inmaður þinn. Sá gekk okkur
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 31. janúar
1949. Hún lést á
heimili sínu 26.
nóvember 2012.
Útför Kristínar
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 10.
desember 2012.
Huldu í föðurstað og
um árabil komst
nokkur ró og ham-
ingja inn í líf þitt, sem
óhjákvæmilega gerði
okkur Huldu ham-
ingjusamar líka, ver-
andi litlu stelpurnar
þínar. Þú gafst okkur
Huldu bestu gjöf í líf-
inu á þessum tíma,
tvær yngri systur
þær Birnu Dís og
Fjólu – hvernig þakkar maður fyrir
slíkt ríkidæmi?
En svo tók að halla undan fæti,
sjúkdómur þinn ágerðist og eftir
skilnaðinn skildi leiðir okkar oft.
Það er von mín, mamma mín, að þú
vitir núna að reiði mín og vonbrigði
voru tilfinningar fram sprottnar
vegna umhyggju fyrir þér, um-
hyggju fyrir betra lífi þér til handa.
Mér mistókst að hjálpa þér og
kannski valdi ég ekki réttar leiðir
til þess. En eins og góð manneskja
benti mér á hjálpar enginn þeim
sem ekki vill hjálpa sér sjálfur.
Elsku mamma mín, elsku kell-
ingin mín, fröken fix eins og þú
kallaðir mig svo oft. Nú ertu á betri
stað, nú ertu litla barnið, litla barn-
ið sem þráði ekkert annað en að
kúra í hálsakoti pabba síns og
mömmu. Þau hafa tekið vel á móti
þér og nú verður allt bjart og fal-
legt hjá þér, það áttu svo skilið.
Ég kveð þig mamma mín með
bæninni sem þú kenndir mér með
þakklæti fyrir allt sem þú gafst
mér og kenndir í lífinu
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín elskandi dóttir,
Þyri.