Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 gengur eiginlega ekki að lesa þessa bók í skömmtum. Fyrir þá sem hafa ekki nægan tíma eða gefa sér ekki nægan tíma til lesturs er bókin því of löng. Annað atriði, sem setja má út á, eru allar þessar nákvæmu lýsingar á öllu. Þeir sem allt vita segja að þetta sé með handrit að kvikmynd í huga en það breytir ekki því að þetta er of mikið af hinu góða. En bókin er góð, ein besta spennubókin á jólamarkaðnum. Ekki er öllum gefið að segja hryllings-sögu og hvað þá þegar um krimmaer jafnframt að ræða en StefánMáni kann þessa list og gerir það sérlega vel í spennusögunni Húsinu. Umhverfi okkar er ekki eins saklaust og það virðist ef til vill vera. Hver hefur sinn djöful að draga og í skúmaskotum leynast víða atvik sem þola illa dagsljósið. Stefán Máni grefur upp þennan viðbjóð og kemur sögunni svo vel frá sér að varla verður bet- ur gert. Stefán Máni leitar víða fanga. Meðal annars hjá lögreglunni, á Landspítalanum, hjá Barna- verndarstofu og víðar og er viðkomandi þakk- að í sögulok. Víst er að tilgreint fólk hefur veitt Stefáni Mána góða innsýn í margt sem skiptir máli í sögunni. Sama má segja um ýmislegt annað sem höfundur tínir til og fyrir vikið verður Húsið enn trúverðugra en ella. Húsið er í raun ógeðsleg saga og örugglega ekki við hæfi viðkvæmra. Persónusköpunin hittir í mark og helsti skúrkurinn á hvergi neitt inni. Maður sem hefur fyrirgert öllum rétti sínum. Spennan helst allan tímann og því Morgunblaðið/Kristinn Stefán Máni „Persónusköpunin hittir í mark og helsti skúrkurinn á hvergi neitt inni.“ Ein besta spennubókin Spennusaga Húsið b Spennusaga eftir Stefán Mána. JPV útgáfa 2012. 588. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Óttinn er sterkt hreyfiafl sem stýrirauðveldlega gjörðum okkar og geturjafnvel fengið besta fólk til að vinnavoðaverk. Í Bjarna-Dísu dregur Kristín Steinsdóttir upp mynd af þjóðfélagi þar sem óttinn birtist í ýmsum myndum, ótti vinnufólks við refsingu húsbænda sinna, m.a. í formi barsmíða eða matar- missis, ótti barna við að vera boðin upp hjá hreppn- um og þar með verða að- skilin frá foreldrum og systkinum samtímis því að vera dæmd til eilífs þræl- dóms, óttinn um sína nán- ustu, óttinn við myrkrið og allt sem þar getur leynst af óvættum, draugum og öðr- um myrkraverum. Í bók sinni vinnur Kristín með þjóðsöguna um Þórdísi sem ásamt bróður sínum Bjarna var á ferð yfir Fjarðarheiði skömmu fyrir jóla- föstu árið 1797. Þar lenda þau í brjáluðu veðri og verður úr að Bjarni grefur systur sína í fönn meðan hann reynir sjálfur að komast til byggða og sækja aðstoð. Rauntími sögunnar er þeir fimm sólarhringar sem líða frá því systkinin leggja af stað í ferðalag sitt og er sagan sögð út frá sjónarhorni systkinanna til skiptis. Þetta skapar dramatíska spennu þar sem lesandinn bíður í ofvæni með Þórdísi uppi á heiði og auðveldlega er hægt að lesa bókina nánast sem spennusögu þar sem Bjarni er í kapphlaupi við tímann, enda þekkja allir örlög þeirra sem villast uppi á heiði: „Allar sögurnar af fólki á heiðum uppi í snjó og myrki að vetrarlagi. Fólki sem hné niður hér og hvar ör- magna af þreytu. Sumir komust til byggða og stórsá á þeim. Náðu sér aldrei“ (bls. 17). Það sem gefur bókinni dýpt er hversu lista- vel Kristín fléttar saman þremur heimum, þ.e. raunheimi, heimi minninganna og ekki síst handanheiminum. Þannig rifja systkinin tvö upp atburði úr fortíðinni í bland við vonir sínar og þrár. Hugsanir Þórdísar litast mjög af ótta hennar við myrkrið og allar þær verur sem í því geta leynst. Höfundur skilur eftir nægt rými fyrir lesandann til að túlka upplifanir og sýnir Þórdísar meðan hún bíður í fönninni sem hugaróra, skynvillu eða raunverulega atburði. Bjarna-Dísa er áhrifamikil saga um grimm örlög kvenna og fátæklinga í miskunnarlausu landi sem alið hefur af sér harðneskjulega herra. Texti Kristínar er lipurlega og fallega skrifaður. Höfundi tekst að draga upp sterkar myndir bæði af aðalpersónum sínum og ýms- um aukapersónum. Þannig eru örlög Veigu, móðursystur systkinanna tveggja, undirritaðri sérlega minnisstæð í þeirri knöppu mynd sem höfundur dregur upp. Að lokum er ekki hægt annað en að minnast á kápu bókarinnar sem er sérlega falleg og hugvitsamlega hönnuð. Þar getur að líta prófíl af ungri konu sem teiknuð hefur verið ofan í landakort af sögusviðinu. Skáldsaga Bjarna-Dísa bbbbn Eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka-Helgafell 2012. 158 bls. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Einar Falur Örlög Kristín Steinsdóttir skrifar áhrifamikla sögu um grimm örlög kvenna. Þegar óttinn tekur völdin Nilfisk hrein snilld fyrir jólin Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Handy 2in1, kremuð, ljós 12v Listaverð 24.200 Tilboð 19.700 Power P40 blá, 2000w, hepasía Listaverð 49.900 Tilboð 44.900 Power ECO hvít, 1250w, hepasía Listaverð 45.900 Tilboð 39.900 Bravo Parquet , silfur 2000w, hepasía Listaverð 39.400 Tilboð 29.900 Coupe NEO parquet silfur, 2000w, Hepasía Listaverð 28.800 Tilboð 24.400 Bravo rauð, 2000w, Hepasía Listaverð 36.400 Tilboð 27.600 Coupe NEO rauð, 2000w, Hepasía Listaverð 24.800 Tilboð 21.400 Handy 2 in 1, 25v lithium, rauð Listaverð 31.200 Tilboð 25.900 Extreme Hygienic blá, 2000w, hepasía Listaverð 68.900 Tilboð 58.900 Extreme Complete, 2100w, Hepasía Listaverð 79.900 Tilboð 69.900 Handy 2in1, 18v lithium, Svört Listaverð 27.500 Tilboð 22.800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.