Morgunblaðið - 20.12.2012, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 299. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
dagar til jóla
4
Gluggagægir
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
ILLSKA EIRÍKS
MIÐLAR ÓLÍKUM
SJÓNARHORNUM
LÍFEYRIS-
SJÓÐIR TELJA
SIG SVIKNA
MÁLAR MANN-
LÍFIÐ Í BORGINNI
MEÐ VATNSLITUM
VIÐSKIPTABLAÐ LISTRÆNN LÖGMAÐUR 10BÓKIN STÓR MUNNBITI 42
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég er að sýna íbúð í 108 Reykja-
vík. Sjötíu manns hafa boðað komu
sína til að skoða hana. Íbúðin er á
fjórðu hæð og það er engin lyfta í
húsinu. Svona hefur þetta verið í
allt haust. Þegar nýjar íbúðir koma
til leigu er slegist um þær,“ segir
Svanur Guðmundsson, löggiltur
leigumiðlari hjá leiguvefnum húsa-
leiga.is, um ástandið á markaðnum.
Svanur gagnrýnir skattahækkan-
ir á leigusala. Þær hafi ýtt undir að
húsaleiga sé ekki talin til skatts.
Guðlaugur Örn Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Leigulistans,
tekur undir með Svani að húsaleiga
fari enn hækkandi. Sú þróun haldi
áfram á meðan lítið sé byggt.
Flytja af landi brott
Vilhjálmur Einarsson, löggiltur
fasteignasali hjá Eignaborg, telur
hins vegar að leigan muni lækka,
mesti kúfurinn hafi verið í haust.
„Ég hef ekki trú á því að leigu-
verðið muni hækka meira og að
eftirspurnin verði eins mikil og
verið hefur. Það verður að horfa til
þess að mikill fjöldi fólks hefur
flutt af landi brott og leigir nú út
sínar eignir,“ segir Vilhjálmur sem
telur skattahækkanir vinna gegn
þeirri stefnu stjórnvalda að styrkja
leigumarkað.
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra hefur kynnt aðgerðir
sem hann telur að muni létta undir
með mörgum illa stöddum leigj-
endum.
„Slegist um íbúðir“
sem koma í útleigu
Leigumiðlari segir framboð á leiguhúsnæði alltof lítið
MSjötíu vildu skoða »12
65.000 fyrir herbergi
» Á vef Leigulistans er 20 fm
herbergi í Engihjalla til leigu
fyrir 65.000 kr. og 30 fm íbúð
á Bugðulæk fyrir 80.000 kr.
„Ég hef ekki verið með stutt hár síðan Bítlaæðið hóf inn-
reið sína. Ætli síðasta klippingin, þar sem hárið var svona
stutt, hafi ekki verið um fermingu árið 1964. Þetta er orðin
tæp hálf öld með sítt hár,“ segir Óttar Felix Hauksson
tónlistarmaður og líkar vel við nýja útlitið.
Hárskerinn Jón Guðmundsson á rakarastofunni Effect
sá um jólaklippinguna. „Nonni „landsliðs“ hefur nefnt við
mig nýjan stíl í nokkurn tíma og ég ákvað að slá til. Stund-
um þarf að fara nýja leiðir og það er alltaf gaman að prófa
eitthvað nýtt,“ segir Óttar. Hann var spenntur að fara á
hljómsveitaræfingu í kvöld og sýna nýja útlitið, en Óttar
spilar með gömlum félögum sem hafa dálæti á Bítlunum
og nefna sig Gullkistuna. Þeir munu troða upp á jólaböll-
um milli jóla og nýárs og á þrettándanum á Kringlukránni.
Þorbjörn Guðmundsson, handhafi blaðamanna-
skírteinis númer eitt og fyrrverandi blaðamaður á Morg-
unblaðinu, sat í stólnum hjá Trausta Thorberg og fékk
jólaklippingu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hártíska Bítlaæðisins senn á
enda hjá stutthærðum Óttari
Nýtt útlit poppara og heldri blaðamaður í hársnyrtingu
Guðrún Ebba Ólafsdóttir og
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, áttu fund í gær þar sem þær
ræddu m.a. baráttuna gegn ofbeldi.
Sátt náðist milli Guðrúnar Ebbu og
þjóðkirkjunnar síðastliðið sumar og
bað kirkjan Guðrúnu Ebbu afsök-
unar á því hvernig staðið var að er-
indi hennar, þegar hún leitaði til
kirkjunnar vegna meintra kynferð-
isbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar
biskups.
Guðrún Ebba hefur unnið ötullega
að baráttunni gegn ofbeldi og segir
m.a. þörf á að samþætta meðferð-
arúrræði og áfallaþjónustu. »6
Sammála um að líta
til framtíðar og
draga lærdóm af
Morgunblaðið/Eggert
Heiðar Már
Guðjónsson
fjárfestir kom
með 209 millj-
ónir króna til
landsins í gegn-
um fjárfest-
ingaleið Seðla-
bankans fyrr í
mánuðinum.
„Þetta tengist
langtíma-
fjárfestingu í uppbyggingu úti á
landi,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið. Hvað þetta sé,
komi í ljós þegar framkvæmdum
ljúki. »Viðskipti
Heiðar Már kemur
með 209 milljónir
Heiðar Már
Guðjónsson
Formaður Rann-
sóknarnefndar
sjóslysa segir að
Landeyjahöfn sé
vandamálið, ekki
Herjólfur, og
vitnar til niður-
stöðu athugunar
á óhappi sem
varð í innsigling-
unni á árinu
2010. Nefndin
skrifaði Sigl-
ingastofnun og lýsti yfir áhyggjum
af öryggi skips, áhafnar og far-
þega. Ingi Tryggvason segir að at-
vik sem síðar hafi orðið hafi ekki
dregið úr áhyggjum nefndarinnar
– heldur þvert á móti. Hann segir
að ekki þurfi að bíða með nauð-
synlegar ákvarðanir um höfnina
eftir nýju áliti. Nefndin rannsakar
nú alvarlegra óhapp sem varð í
nóvember þegar Herjólfur rakst
utan í hafnargarð og skemmdi
skrúfu. »24
Höfnin er
vandamálið
– ekki ferjan
Óhapp rannsakað
Herjólfur Skrúfan
skemmdist.
Slitameðferð á Fyrirtækja-
skuldabréfasjóði MP banka er lokið.
Endurheimtuhlutfall eigenda hlut-
deildarskírteina sjóðsins reyndist
yfir 92%, samkvæmt upplýsingum
frá Júpíter rekstrarfélagi (áður MP
sjóðir).
Sigurður Hannesson, forstjóri
Júpíters rekstrarfélags, segir að
hátt endurheimtuhlutfall sjóðsins
megi ekki síst rekja til þeirrar
stefnumótunar að auka hlutfall rík-
istryggðra eigna í sjóðnum um mitt
ár 2008. »Viðskipti
Eigendur
fengu 92%