Morgunblaðið - 20.12.2012, Side 28
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012
Bréf til blaðsins
Fæðing frelsarans fyrir rúmum
tvöþúsund árum er án efa stærsti at-
burður mannkynssögunnar, sem
dæmi miðum við tímatal okkar við
fæðingu Krists.
Rómarveldi sem
var ríkjandi á
þeim tíma sem
Kristur fæddist,
leið undir lok
vegna lausungar
og siðblindu.
Sömu örlög hafa
hlotið hin ýmsu
ríki sem kölluð
hafa verið heims-
veldi. Sá boðskapur sem Kristur
færði okkur, á sínum tíma hefur
mótað hinn kristna heim, sem nú tel-
ur um tvo og hálfan milljarð manna
um víða veröld. Engin önnur trúar-
brögð eða hugmyndafræði geta stát-
að af slíkri útbreiðslu. Við höfum að-
hyllst kristna trú í á annað þúsund
ár og engin spurning að það hefur
haft meiri og betri áhrif á þjóðlíf,
menningu, siði og hefðir okkar en
nokkuð annað. Þaðan höfum við allt
það besta og fegursta sem lífið býð-
ur uppá.
Ég held að allt kristið fólk á Ís-
landi hafi orðið vart við að fylgifiskar
trúleysis hafa farið vaxandi í okkar
litla samfélagi. Óheiðarleiki, trún-
aðarbrestir, og lausung sækir á okk-
ar þjóð í vaxandi mæli og trúfræðsla
á undir högg að sækja, um þessar
mundir. Ekki má lengur hafa Fað-
irvorið fyrir börnum, eða biðja fyrir
þeim, og annað eftir því. Það sem
gerir kristnum mönnum erfitt fyrir
að bregðast við er innbyggt í okkar
trú, en það er umburðarlyndið. Við
megum samt ekki vera svo umburð-
arlynd að samþykkja að trúleysi sé
haldið að börnum okkar og barna-
börnum. Ef við látum það eftir trú-
leysingjunum, þá fer fyrir okkur
eins og Rómaveldinu, sukk og
svínarí tortímir okkur. Ég er hins-
vegar ekki að segja að þeir sem að-
hyllast önnur trúarbrögð megi það
ekki, síður en svo. En hvernig
bregðumst við við þessari ógn?
Það er svo einkennilegt að þessi
ósköp koma úr pólitíkinni eins og
svo margt annað slæmt. Því þurfum
við að bregðast við með því að kjósa
ekki til ábyrgðar, hvort sem er hjá
ríki og borg, fólk sem í krafti valds-
ins leiðir þetta yfir okkur. Sagan
segir okkur að vald spillir, það spillir
öllum alls staðar. Það er staðreynd.
Við vitum hverjir hafa leitt þessa
hnignun yfir okkur, við verðum að
koma þeim frá og hefja kristnina aft-
ur upp til vegs og virðingar.
ÓMAR SIGURÐSSON,
skipstjóri.
Hnignun þjóðar
Frá Ómari Sigurðssyni
Ómar Sigurðsson
Í nýútkomnu hefti tímaritsins
Lyfjatíðinda (4. tbl., 19. árg., 2012,
bls. 23) er auglýsing frá fyrirtæk-
inu SagaMedica
um „fæðubótar“-
efnið SagaPro
þar sem stað-
hæft er að varan
rýmki blöðru,
dragi úr tíðni
þvagláta og sé
klínískt rann-
sökuð. Enn
fremur að þetta
sé náttúruvara
úr íslenzkri æti-
hvönn og að sækja eigi styrk úr
náttúru Íslands.
Að mínu áliti eru þetta öf-
ugmæli. Sannleikanum samkvæmt
fannst enginn munur á virkni Sa-
gaPro og lyfleysu við tíðum þvag-
látum í klínískri rannsókn (1) og
varan er varhugaverð þar sem
hún er unnin úr eiturplöntu (2).
Lyfjatíðindi eru tímarit, sem
dreift er til allra lækna og lyfja-
fræðinga á Íslandi og það er líka
sent til hjúkrunarforstjóra og víð-
ar um heilbrigðiskerfið. Mér hefur
ætíð fundizt efni þess áhugavert –
ekki sízt pistlar ritstjórans. Í rit-
nefndinni sitja m.a. fjórir lyfja-
fræðingar. Með tilliti til alls þessa
þykja mér auglýsingar um vafa-
söm hjályf á síðum blaðsins ekki
sæmandi.
Tilvísanir.
1 http://www.lyfjastofnun.is/
lyfjastofnun/frettir/nr/2438
2 http://www.accessdata.fda.gov/
scripts/plantox/deta-
il.cfm?id=30061
REYNIR EYJÓLFSSON,
phD í náttúruefnafræði.
Hjályf aug-
lýst í Lyfja-
tíðindum
Frá Reyni Eyjólfssyni
Reynir
Eyjólfsson
mbl.is
alltaf - allstaðar
Munið að
slökkva á
kertunum
Æskilegt er að setja
reglur um kerti og
kertaskreytingar á
vinnustöðum og að
þær séu öllum
starfsmönnum
vel kynntar
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
SKÍÐAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
SKÍÐI, BINDINGAR
OG SKÍÐASKÓR.
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR HERRA!