Morgunblaðið - 20.12.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.12.2012, Qupperneq 40
Fimm klassískir íslenzkir diskar Morgunblaðið/Kristinn Samstíga „En þó að Kristni Sigmundssyni takist glæsilega vel upp eftir 26 ára flutningsreynslu, þá er afrek jafnungs „viðvanings“ og Víkings Heiðars tæpast minna,“ skrifar rýnir um Vetrarferðina. Duo Landon „…allt frá ljúfum barnagælum og glettnum prakkarastrikum í harðvítug átök…“ Geisladiskar RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Syngið drottni nýjan söng bbbmn „Syngið drottni nýj- an söng“: 15 kór- og orgelútsetningar á íslenzkum tónlistar- arfi frá kaþólskum tíma til 18. aldar eft- ir Smára Ólason og (#7, 1. laggerð) Jakob Hallgrímsson. Barbörukórinn og Guðmundur Sig- urðsson orgel. Stjórnandi: GS. Bækl- ingstexti: SÓ. Hljóðritað í Hafn- arfjarðarkirkju 3/2010 af Sveini Kjartanssyni. 54:19 mín. Útg.: Bar- börukórinn 2012, BBK 001. 13 manna kammerkórinn hafn- firzki er kennir sig við heilaga Bar- böru var stofnaður 2007 af Guð- mundi Sigurðssyni organista. Kórinn leggur áherzlu á kirkju- tónlist og að undanförnu einkum á ís- lenzkan tónlistararf í samstarfi við Smára Ólason, er lagt hefur til flest- allar útsetningar. Þegar um síðustu aldamót mátti á sumartónleikum í Skálholti heyra næmt handbragð þessa glöggva þjóðlagasérfræðings, er tókst ósjaldan að samræma sagn- réttan upphafsstíl við tónmál síðari tíma svo varla verður betur gert. Því er einnig að heilsa á þessum diski, er spannar nærri fimm alda tímabil með helgisöngvum allt frá 14. öld til hinnar 17. Auk þess skrifar Smári einkar fróðlega í bæklingi um lög og texta er trauðla eru mörgum nútímamanni ýkja kunn. Kórinn syngur tært og fallega og organist- inn leikur sömuleiðis vel hin til- tölulega fáu orgelforleiksinnskot á þessum vandaða hljómdiski er ætti að þóknast mörgum; ekki sízt til íhugullar hlustunar á kyrrðartímum. Einar Jóhannesson – Klarinettukonsertar bbbbm Einar Jóhannesson: Klarínettukons- ertar. Mozart: Kons- ert í A, K622.* Web- er: Konsert í Es, Op. 74.** Debussy: 1. Rapsódía f. kl. og hljómsveit.*** Jón Nordal: Haust- vísa.*** EJ og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands u. stj. Hermanns Bäumer*, Davids Searles** og Petris Sak- aris***. Texti: Snorri I. Snorrason. Hljóðr.: RÚV 2001-02 í Langholts- kirkju*/** og Háskólabíói***. 74:45 mín. Útg.: SÍ 2012, ISO 2. Þetta er nammi! Ekki aðeins kons- ert Mozarts – numero uno allra tíma fyrir klarínett og hljómsveit – heldur líka eftirlætisverk margra einblöð- ungsunnenda eftir Weber. Og ekki sízt styttri perlurnar tvær í lokin, öl- keldóttur ævintýradraumur Debus- sys og angurvær Haustvísa Nordals. Með snjallasta klarínettvirtúós lýð- veldisins í einleikshlutverki á móti SÍ í samstilltu toppformi. Meira þarf í rauninni ekki að segja um disk er ætti að vera ofarlega á jólagjafalista tónelskra, skipti var- anleg ánægja einhverju máli. Þyki síðasta hálfan í stjörnugjöfinni ná- nasarleg, þá er hún aðeins sakir lengri eftirhljóms Langholtskirkju er virtist skila ögn óskýrari heild- armynd en upptökurnar úr Há- skólabíói, þótt minna beri á þeim mun ef græjum er gefið er í botn. Íslensk fiðludúó bbbbb Íslenzk fiðludúó eftir Elías Dav- íðsson (rák 1-7), Þorkel Sigurbjörns- son (8-16), Finn Torfa Stefánsson (17), Hildigunni Rúnarsdóttur (18-27), Jónas Tóm- asson (28) og Atla Heimi Sveinsson (29-34). Duo Landon (Hlíf Sigurjóns- dóttir og Martin Frewer fiðlur). Texti: HS. Hljóðr. í Sigurjónssafni 2010-12 af Sveini Kjartanssyni. 61:10 mín. Útg.: MSR 2012, MS 1449. Landondúóið varð til fyrir að- komu fiðlusmiðsins Christophes Landons árið 2005. Heldur óvenju- legri sköpunarsaga fyrir kamm- erhóp en gengur og gerist. En þótt plötuferill dúósins sé enn ekki víð- tækur, þá leiddi hann af sér magn- aðan hljómdisk þegar ári síðar er „Mikrokosmos fiðluleikara“, 44 fiðludúó Bartóks, kom út. Sá diskur dró til sín fimm stjörnur (Mbl. 7.1. 2006); vísast í þeirri for- dómsvissu að væri óendurtakanlegt afrek. En þar skjátlaðist mér. Því þó að þessi diskur bjóði að vísu ekki upp á jafnheildstæða meistarasmíð hvað tónverkin varðar og frá penna Bartóks, enda eiga sex innbyrðis gjörólíkir höfundar í hlut og verkin af ólíku tilefni, þá reyndist meðferð þeirra Hlífar og Martins (er leyst hefur Hjörleif Valsson af hólmi) engu síðri en í fyrra tilvikinu! Fyrir íslenzka hlustendur er ekki sízt forvitnilegt að skoða sérkenni höfunda í jafngegnsærri grein og tveggja fiðlna, einkum í lengri verk- unum. Kemur þar margt á óvart, og tónmálsramminn er sömuleiðis afar víður – allt frá ljúfum barnagælum og glettnum prakkarastrikum í harðvítug átök og framsæknar til- raunir. Halldór Haraldsson – Chopin og Liszt bbbbn Halldór Haraldsson: Verk eftir Chopin og Liszt. Bæklings- texti: HH. Hljóðr.: Halldór Víkingsson 1986/2012. 76:39 mín. Útg.: Polarf- onia Classics 2012, PFCD 12.10.018-1. Af tíu píanóverkum disksins (fimm eftir Chopin, fimm eftir Liszt) komu átta út hjá Erni og Örlygi 1986 á LP sem nú er löngu ófáanlegur. Scherzo Chopins og Harmonie du soir Liszts (uppt. 1986 & 2012) hljóma hér hins vegar í fyrsta sinn í meðferð Halldórs. Það er því eftir nokkru að slægjast, enda leikið af mikilli innlifun og næmu tímaskyni. Fróðlegur bæklingstextinn sýnir dá- læti einleikarans og skilning á tveim fremstu höfundum rómantískra slaghörpuverka. Þó að Liszt sé kannski ekki allra ættu flestir að geta notið merlandi þokka Chopins í hinu þekkta Fant- aisie-impromptu í cís Op. 66, dún- mýktar cís-Noktúrnunnar og geð- ríkis Scherzóanna þriggja (h, b & cís). Ljómandi túlkun í alla staði, og upptökur Halldórs Víkingssonar eru til fyrirmyndar. Vetrarferðin bbbbb Schubert: Winter- reise. Ljóð: Wilhelm Müller. Kristinn Sig- mundsson söngur, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó. CD (78:24): Stúd- íóhljóðritun í Norðurljósum Hörpu 6.- 8.12. 2011. DVD (74:44): Tónleika- upptaka í Eldborg 16.6. 2011. Upp- tökur og framleiðsla: Christopher Tarnow, Genuin recording group Leip- zig. Útg.: Dirrindí, 2011. Die Winterreise hefur sömu stöðu í klassískum ljóðasöng og K622 meðal klarínettkonserta. Einstætt meist- araverk í sinni grein og æðsti mæli- kvarði á seinni smíðar. Líkt og Vel- tempraða hljómborðið Bachs og píanósónötur Beethovens er 24 laga bálkur Schuberts frá 1827 eilíf upp- spretta nýrra uppgötvana. Hljóm- diskaframboðið er eftir því fjölskrúð- ugt. T.a.m. söng Fischer-Dieskau sjálfur inn á sjö(!) útgáfur, er sýnir hvað jafnvel fremstu ljóðasöngvarar heims geta verið seinþreyttir til end- urbóta. Það er því sízt auðhlaupið upp á þetta dekk. En þó að Kristni Sig- mundssyni takist glæsilega vel upp eftir 26 ára flutningsreynslu, þá er af- rek jafnungs „viðvanings“ og Víkings Heiðars tæpast minna, enda gerir verkið sömu tjáningarkröfur til pían- istans og söngvarans. Þar fer sann- arlega bráðþroskinn uppmálaður. Í fjarveru blaðaopnu til að gera einstökum lögum skil verður að nægja að slá því föstu að þessi mynd- arlega útgáfa markar tímamót í hér- lendri hljómdiskasögu. Hver perlan rekur aðra sem djásn á festi í maka- laust myndauðugri túlkun. Kristinn skilar ekki aðeins átakanlegri Verz- weiflung ljóða og laga, heldur einnig bjartari augnablikum er gera ör- væntinguna bærilegri og skiljanlegri. Undirleikarinn málar baktjöld og inntak harmleiksins af hörundslaus- ara næmi en margur reynsluboltinn í faginu – og vel að merkja í síamství- bærri fylgni við sönginn. Sem sagt: rakin snilld, og sem betur fer í upp- töku við hæfi. Hljómdisknum fylgir mynddiskur (DVD) frá Eldborgartónleikum dúós- ins hálfu ári fyrr. Ágætlega tekinn þótt hefði e.t.v. mátt birta valkvæða söngtextaþýðingu. Auk þess má í bæklingi lesa samtal þeirra tvímenn- inga um verkið. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Á R N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.