Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 20.12.2012, Síða 42
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eins og nafnið ber með sér þá fjallar bókin um illskuna. Illskan er hins vegar svo afstæð og á sér margar ólíkar birtingarmyndir. Helförin er eitt stærsta táknið um illsku á 20. öldinni og þegar við töl- um um helförina muna allir eftir þeim sex milljónum gyðinga sem útrýmt var. En það vori líka ellefu milljónir annarra sem drepnir voru í útrýmingarbúðum og skipulögð- um fjöldamorðum, en sjaldan er minnst á þá. Er það ekki ákveðið form á illsku að gleyma þessum ellefu milljónum,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl sem í haust sendi frá sér hina margrómuðu bók Illsku. Fannst asnalegt að vita ekkert um Litháen eða Litháa Veltir þú því eitthvað fyrir þér þegar þú gafst bókinni nafn að það gæti hugsanleg vafist fyrir ein- hverjum að gefa Illsku í jólagjöf? „Nei, eiginlega ekki. Ég veit að flestir kaupa bækur til að gefa þær, en ég sé alltaf fyrir mér að bókakaupendur séu að kaupa bæk- ur fyrir sjálfa sig. Ég lifi alla vega í þeirri blekkingu. Síðasta bók mín hét Gæska og fljótlega eftir að ég fór að skrifa nýjustu bókina datt mér í hug að hún gæti heitið Illska. En þó að titlarnir kallist á og margar teng- ingar séu á milli bókanna tveggja þá eru þær samt eins og svart og hvítt. Gæska er tilraun í pólitískri hysteríu. Hún er full af vandlæt- ingu og mjög ósanngjörn í garð allra, nánast svívirðileg. Illska er fremur tilraun til að miðla ólíkum sjónarhornum og reyna að skilja hvers vegna vondir hlutir gerast. En vissulega er titillinn Illska stór munnbiti.“ En það er ekki bara titillinn sem er stór munnbiti, bókin er nú engin smásmíði með sínar 540 bls. Þurftir þú að leggjast í mikla rannsókn- arvinnu til þess að geta skrifað þessa bók? Og hvernig kom sagan til þín? „Sumarið 2008 fór ég á bók- menntahátíð í Litháen sem haldin vær bæði í Vilníus og smábænum Jurbarkas. Þá var ég reyndar þeg- ar kominn með hugmyndina að manni sem kveikir í húsinu sínu og fer úr landi auk þess sem ég vissi að ég vildi að bókin héti Illska. Þessa fimm daga sem ég dvaldi í Litháen kom það mér á óvart að Litháar virtust vita alla skapaða hluti um Ísland og Íslendinga. Mér fannst asnalegt að vita ekkert um Litháen eða Litháa og fór því að lesa mér til þegar heim var komið. Þegar ég fór að skoða bæinn Jur- barkas komst ég að því að árið 1941 voru þar framin fjöldamorð en með nokkurri einföldun má segja að helmingur bæjarbúa hafi drepið hinn helminginn með aðstoð nas- ista. Þetta var hins vegar ekkert einsdæmi því af þeim 208 þúsund gyðingum sem bjuggu í Litháen í byrjun seinni heimsstyrjaldar voru aðeins átta þúsund á lífi í lok stríðs. Höfundurinn er líka skáldsagnapersóna Í framhaldinu sankaði ég að mér bókum um þetta tímabil, las mér al- mennt til um gyðingdóm og sögu Litháens. Á þessum tíma vissi ég enn ekkert hvað ég ætlaði að gera með allt þetta efni. Ég komst í kynni við Bandaríkjamann sem heitir Joel Alpert, en ættingjar hans voru drepnir í fjöldamorð- unum í Jurbarkas. Hann hafði látið þýða úr hebresku yfir á ensku svo- kallaða yizkor-bók sem varðveitt var frá þessum tíma, en yizkor- bækur eru minningabækur gyðinga. Þessi bók er grunnheimild mín. Sá hluti Illsku sem byggist á þessum „Upplýsingin er besta vopnið“  Eiríkur Örn Norðdahl vonast til að auka víðsýni lesenda sinna með Illsku 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Árni Þórarinsson hefur slíp-ast mikið sem spennusag-anhöfundur síðan fyrstabók hans, Nóttin hefur þúsund augu, kom út 1998. Fyrir um tveimur árum sendi hann frá sér spennusöguna Morgunengil, sitt besta verk, og fylgir henni nú eftir með Ári kattarins, sem heldur honum á stalli með bestu spennu- sagnahöfundum landsins. Árin frá hruni eru mörgum höfundum hugleikin og í Ári kattarins heldur Árni sig í nútíman- um. Hann leikur sér með óróann í samfélaginu og það hvernig menn svífast einskis til þess að ná völdum, hvort sem það er í Jafnaðarbanda- laginu eða á Síðdegisblaðinu. Inn í þessa baráttu fléttar hann tvö óskyld sakamál, þar sem Einar blaðamaður er í aðalhlutverki. Blekkingin er Árna hugleikin í þessari sögu. Tvískinnungurinn. Sannleikurinn og lygin. Sýndarveru- leikinn. Mikilvægi ímyndar og ásýndar. Ekki er allt sem sýnist og lesandinn fær jafnvel á tilfinninguna að það sem er rangt sé rétt. Það er auðvitað magnað að geta komið slík- um hugsunum inn hjá fólki og sýnir styrk Árna sem höfundar í þessum blekkingarleik. Árni lýsir vel togstreitunni í sam- félaginu. Lesandinn kynnist um- hverfi blaðamannsins, erfiðum við- fangsefnum og leitinni að lausn tiltekinna vandamála. Textinn er lip- ur, fyndinn á köflum og sagan líður áfram. Trúverðug saga og á stund- um má ætla að um frásögn af raun- verulegum atburðum sé að ræða. Þetta er góð bók hjá Árna. Stíllinn er afslappaður og eðlilegur en þegar um sjálfstæðar sögur er að ræða kann rýnir ekki við að vísað sé í fyrri bækur höfundar til að skýra eitthvað nánar. Eins gengur önnur sakamála- fléttan ekki almennilega upp en að öðru leyti er þetta hinn besti krimmi. Blekkingar og tvöfeldni Spennusaga Ár kattarins bbbbn Eftir Árna Þórarinsson. JPV-Útgáfa 2012. 300 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Togstreita Árni lýsir vel togstreit- unni í samfélaginu, að mati rýnis. AF LISTUM Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Það var passað upp á skóbún-aðinn áður en lagt var af stað íHörpu. Engir háir hælar í boði þar sem áhorfendur áttu þess einan kost að standa upp á endann. Ætli það sé hallærislegt að taka með sér tjaldstól, hugsar ráðsetta tveggja barna móðirin sem sleppir allt of sjaldan fram af sér beislinu. Salurinn var myrkur og fólk stóð í hnapp fyrir framan sviðið. Það heyrðist kunnuleg rödd í hátalarakerfinu.    Hinn íslenski boðberi gleði, ein-lægni og góðmennsku var feng- inn til að hita áhorfendur upp. Páll Óskar boðaði betra líf þegar hann sveif á svið í jólalegum ofurhetjubún- ingnum sínum. Hver annar hefði get- að fengið fólk á jafnbreiðu aldursbili til að dansa, syngja og sleppa sér á þriðjudagskvöldi. Það sást meira að segja til húsmóðurinnar þar sem hún dillaði sér og lét sig dreyma um að stíga á svið þegar „La Dolce Vita“ var spilað. Páll Óskar lauk upphitun sinni með lögunum „Ég er eins og ég er“ og „Gordjöss“ og voru áhorfendur fyrir löngu orðnir heitir enda flestir búnir að syngja með allan tímann. Það eina sem kom húsmóðurinni til Fullkomið stefnumót Morgunblaðið/Styrmir Kári Raddfimleikar Ef til væri heimsmeistaramót í raddfimleikum er ekki ólíklegt að Mika kæmist þar á pall. hugar var: Hvernig í ósköpunum er hægt að toppa þetta?    Húsmóðirin hefði getað eytttíma sínum, orðum og línum í að tala um biðina eftir Mika en það er óþarfi þar sem upphafslagið var svo sterkt. „Relax, Take It Easy“ er lag sem allir þekkja og vel upphitaðir hálsar sungu strax með. Þá tók við minna þekkt lag, „Lola“, en Mika var ekki lengi að læra á salinn. Hann tal- aði um að hann væri á blindu stefnu- móti með Íslendingum þar sem hann væri að hitta þá í fyrsta skipti. Hann þurfti að læra á þá og þeir á hann. Húsmóðirin áttaði sig fljótt á því að hann væri örugglega vanur að fara á blint stefnumót því að honum fórst það einstaklega vel úr hendi. Það var ekkert vandræðalegt við þessi við- kynni.    Það voru vinsælu lögin eins og„Big Girl“, „Love Today“, „Grace Kelly“ og „Lollipop“ sem kyntu undir dansáhuga áhorfenda en Mika talaði einmitt um að hann hefði dansað svona þegar hann var sextán, hoppað í takt við tónlistina með hend- ur upp í loft. Þó að skortur á dans- félaga fylgdi reyndar slíkum dansi rýrði það ekki skemmtanagildi hans. Það var eins gott að hin ráðsetta tók ekki með sér tjaldstólinn því hún hefði ekki haft nokkra þörf fyrir hann. Það var samt í minna þekktum lögum eins og „Blue Eyes“, „Star- dust“ og „Underwater“, sem hjarta húsmóðurinnar tók aukaslög og radd- fimleikar Mika fengu að njóta sín. „Ég ætla aðeins að skjótast fram,“ sagði vinkona þessarar ráðsettu og hvarf í nokkrar mínútur. Þegar hún kom aftur sagði hún: „Mér fannst bara eins og það væri að líða yfir mig. Ég veit ekki hvort það er þunga loftið hérna inni eða fegurð mannsins á sviðinu sem hefur þessi áhrif á mig.“ Húsmóðirin hallaðist að seinni út- skýringunni enda búin að vera hálf- laus í hnjáliðunum síðan maðurinn steig á svið. Eftir að hafa verið böðuð upp úr ást frá sviðinu, blöðrum og konfettí úr loftinu lauk þessu full- komna stefnumóti á laginu „We are Golden“. Húsmóðirin vill helst kom- ast á annað stefnumót sem fyrst. » „Mér fannst bara eins og það væri að líða yfirmig. Ég veit ekki hvort það er þunga loftið hérna inni eða fegurð mannsins á sviðinu sem hefur þessi áhrif á mig.“ Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 og laugardaga til jóla 12:00 - 16:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is Jólagjafir í úrvali fyrir bústaðinn og heimilið Bláa sveitastellið matardiskur kr. 3690,- Krakkamatarsett - Diskur, skál kanna, eggjabikar og taska kr. 6590,- Parakönnur kr. 3900,- Bakki og 2 könnur Camille, matardiskur kr. 1790,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.