Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 34

Morgunblaðið - 31.12.2012, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2012 1.5. | Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir Óréttlæti í heilbrigðiskerfinu Í dag, fimmtán árum eftir að ég hóf nám, fylla heild- rænir meðferðaraðilar fjórða hundraðið og þar af eru 178 í skráningarkerfi Bandalags íslenskra græðara (BÍG). 3.5. | Orri Vigfússon Flökkustofnar – makríll og lax Meira en 90% af lífmassa villtra laxa verður til alfarið utan lögsögu ESB- ríkja og ekki er snefil af norskíslenska síldarstofn- inum að finna í hafsvæðum undir stjórn ESB. Þrátt fyrir þetta hefur ESB gert kröfu til 6,51% af síldarkvót- anum. 4.5. | Sigurður Gizurarson Er Ísland réttarríki? Nú má spyrja, hvort þjóð- félag okkar sé réttarríki í skilningi Hayeks. Svarið sýnist verau afdráttarlaust nei. 9.5. | Björgvin Þorsteinsson, Einar Gautur Steingrímsson, Guðmundur B. Ólafsson, Þorsteinn Einarsson Það er komið nóg Það er löngu kom- inn tími til að þeir láti af lítilmann- legum árásum á Ólaf Börk og starfsheiður hans. 10.5. | Halldór Þór Halldórsson Ótrúverðug aðför að bæjarstjórn Seltjarnarness Seltjarnarnesbæ er vel stjórnað. Það sýna reikn- ingar bæjarfélagsins. 11.5. | Eiður Svanberg Guðnason Gjöldum varhug við smíði skýjaborga En undirritaður játar að því meira sem hann hugsar um áform Huangs á Hóls- fjöllum því fleiri spurningar vakna og aðvörunarljós kvikna. 12.5. | Harpa Njáls Staðan í núinu – Hvar er réttlætið og raunsæið? Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki tekið heildstætt á vanda fjöl- skyldna eftir hrunið | með hagsmuni heimila að leið- arljósi sem berjast við stórfelldar hækkanir húsnæðislána. 12.5. | Vilhelm Jónsson Höldum forsetanum lengur og þokkadísinni á skjánum Meginþorri þjóðarinnar vill að málskotsréttur forseta sé virkur. 15.5. | Lárus Ásgeirsson Veiðar og verðmætasköpun Neysla á fiski sveiflast mjög mikið innan ársins og hefur veðurfar innan vik- unnar áhrif á kauphegðun neytenda. Það er nauðsyn- legt að taka tillit til þessa og stýra fram- boði í samræmi. 15.5. | Svandís Svavarsdóttir Ábyrgar veiðar og vernd Um aldir hefur þjóðin haft sitt lifibrauð af náttúrunni og þeim gæðum sem hún hefur upp á að bjóða. 19.5. | Árni Johnsen Árás á sjávarútveginn er árás á Ísland Höfuðatvinnuvegur landsins, hjarta landsins, sjávarút- vegurinn, er í helj- argreipum ríkisstjórnar og sætir í raun hryðjuverkaárás og skekur byggðir. 22.5. | Hermann Sausen Opið bréf Í ritstjórnargrein yðar hinn 14.5. sakið þér sendiherra Evrópusam- bandsins um að blanda sér í innan- ríkismál Íslands og brjóta þannig gegn umboði sínu sem erlendur sendimaður. 22.5. | Solveig Lára Guðmundsdóttir Menningarstarfsemin í Leikhúsinu á Möðruvöllum Starfsemin í Leikhúsinu er nú orðin ómissandi þáttur í menningarlífi sveitarinnar. 22.5. | Leifur Sveinsson Gamanbréf frá Grund Ég mun líka hafa dáið í 15 sekúndur og kynni mig síðan við ókunnuga: „Leifur heitinn Sveins- son“. 24.5. | Stefan Füle ESB og Ísland: Stöðug framvinda, báðum í hag Við höfum orðið sammála um að setja á fót vinnuhóp til að meta stöðu mála og möguleikana á því að af- létta gjaldeyrishöftunum. 24.5. | Jónas Fr. Jónsson Rannsóknarnefnd Alþingis á villigötum Hlutlæg umræða um skýrslu RNA hefur verið tak- mörkuð, enda mikill spuni viðhafður við útgáfu henn- ar. 25.5. | Halldór Blöndal Nú fórstu yfir strikið, forsætisráðherra Með því að gefa forsætis- ráðherra orðið um at- kvæðagreiðsluna urðu for- seta Alþingis á alvarleg mistök, sem henni ber að leiðrétta úr forsetastóli. 25.5. | Haraldur Benediktsson Ágangur villtra fugla á ræktarlönd bænda Ágangur álfta, gæsa og helsingja á tún og akra veldur bændum millj- ónatjóni á hverju ári. 25.5. | Ellisif Katrín Björnsdóttir Ég ætla að bíða með að heyra þar til ég verð eldri. Heyrnarskerðing er lúmsk, maður getur heyrt þrátt fyrir hana en hljóðrófið heyrist ekki allt. 26.5. | Ásta R. Jóhannesdóttir Málfrelsi ráðherra á Alþingi Sú venja hefur lengi verið á Alþingi að þingmenn og ráðherrar geti flutt yfirlýs- ingu „um atkvæða- greiðslu“ áður en hún hefst. 26.5. | Hrólfur Þorsteinsson Hraundal Opið bréf til hr. Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands í Reykjavík Hroki og yfirgangur líst okk- ur það vera, sem göngum þúfnagang á malbikinu. 29.5. | Helgi Sigurðsson Sérstök saksókn Hversu líklegt er að um- ræddir starfsmenn hafi gætt grundvallarreglna um hlutlægni við rannsókn mála þegar niðurstöður sakborningum í óhag gátu gefið þeim tugi milljóna í vasann? 29.5. | Halldór Blöndal Forseta Alþingis svarað Kjarninn í mínu máli er sá, að á þessum síðustu og verstu tímum hefur gætt vaxandi virðingarleysis fyrir æðstu stofnunum þjóðfélagsins og þeim grundvallarreglum, sem eru um- gjörðin utan um okkar þjóðfélagsgerð. 31.5. | Arnar Sigurðsson Íbúðalánasjóður sekkur Verðtryggð útlán sem sjóð- urinn veitir almenningi bera verðbólguáhættu sem al- menningur hefur enga for- sendu til að meta í of- análag við hæstu raunvexti í heimi. 1.6. | Gunnlaugur Snær Ólafsson El Salvador – draumur Íslendinga? Árlegur brottflutningur hafði aldrei mælst meiri í sögu landsins en eftir að Hinds sat í ríkisstjórn landsins og dollarinn var tekinn upp. 6.6. | Guðrún Guðlaugsdóttir Hugrökk og vel hugsandi Síðan þetta gerðist hef ég verið á þeirri skoðun að Þóra Arnórs- dóttir sé hreinskiptin og hugrökk kona. 9.6. | Ragnheiður Davíðsdóttir Forseti sem sameinar þjóðina Þóra Arnórsdóttir mun verða forseti allrar þjóð- arinnar | ekki bara hluta hennar. 11.6. | Ingibjörg Finnbogadóttir Er bara allt í lagi að reka okkur út á gaddinn? Er yfirleitt í lagi að þeir sem landinu stýra tali stöðugt niður til sjávarútvegsins, fyrirtækja í greininni og starfsfólks þeirra? 13.6. | Steingrímur J. Sigfússon Þegar rökin þrýtur Síðan hvenær varð það syndsamlegt athæfi að mati Morgunblaðsins að einstaklingar legðu fram hlutafé til atvinnuuppbygg- ingar? 13.6. | Þorsteinn Siglaugsson Vald forseta, vald þjóðar? Það eina sem hver fram- bjóðandi þarf að gera er að lofa því að hann eða hún muni setja tiltekna al- menna reglu um beitingu málskotsréttarins strax við embætt- istöku sína. 14.6. | Jakob Falur Garðarsson Að fjárfesta í heilbrigðiskerfinu Rangt er að tala um heil- brigðiskerfið og útgjöld til þess sem bagga á þjóð- félaginu. 15.6. | Sigurjón Aðalsteinsson Ætlar þú að svara kalli? Ætlar þú að verða við þess- ari áskorun, eða ætlar þú að halda áfram árásum þínum á landsbyggðina úr launsátri? 18.6. | Orri Vésteinsson Menningarslys í boði menningarráðuneytis Mér sýnist að það sé borin von að koma vitinu fyrir framkvæmdavaldið en sár- bæni alþingi um að koma í veg fyrir þetta slys. 20.6. | Ingibjörg Gunnarsdóttir Byrjað á öfugum enda Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að bæta fæðuval þá virðast margir festast í smáatriðum í stað þess að byrja á grunn- inum. 22.6. | Þorsteinn Vilhjálmsson Baugur, Kaupþing og forsetaembættið Ég vil ekki kjósa forseta sem minnir mig daglega á þessi tákn oflætis, græðgi og skammsýni; hegðunar og hugsunar sem ætti að heyra fortíðinni til. 23.6. | Þórunn Valdimarsdóttir Um fulltrúa þjóðar á Bangsastað Herdís er hetja sem einstæð móðir, sem atvinnurekandi, sem prófessor, sem félagsmálahetja, hún hefur símenntað sig, er með stórmerka menntun sem gildir, hjarta sem gildir, talar fullkomna ensku og sænsku. 26.6. | Sturla Böðvarsson Í þágu hverra eru umræður á Alþingi? Það er von mín að hinir bestu menn á Alþingi átti sig á því að lögin um þingsköp Alþingis eru í þágu málefnalegrar um- ræðu og umfjöllunar, en eiga ekki að vera til þess eins að auð- velda ráðherrum að þröngva í gegn umdeildum málum… 23.4. | Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Stjórnvöld verða að svara Það háir rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna í land- inu að enn hafa ekki verið gerðir þjónustusamningar við heimilin, þrátt fyrir margítrekaða stefnu stjórnvalda um að gera slíka samninga. 25.4. | Toshiki Toma Hvað er trúboð? Hvort prestur stuðli að trú- boði eða ekki á ákveðnum stað og stund á að dæm- ast eftir orðum og gjörðum hans þar, en ekki eftir stað- almynd um presta. 26.4. | Anna Margrét Sigurðardóttir Hvar þurfa íslensk börn að fara yfir 632 metra háan fjallveg í skólann? Mikil mildi var að allir sluppu lifandi úr lífshásk- anum. Augnabliki áður átti önnur rúta leið um með ungar stúlkur að koma af knattspyrnuæfingu. 27.4. | Friðrik Friðriksson RÚV er ríki í ríkinu Vel rekið fjölmiðlafyrirtæki í almannaþágu má líklega reka fyrir 60% rekstr- artekna RÚV eða fyrir um 3 milljarða á ári. 27.4. | Sumarrós Sigurðardóttir Pólitískt klúður – pólitísk réttarhöld – pólitískur farsi Hefur réttlætinu verið full- nægt með réttarhöldum yf- ir Geir H. Haarde og nið- urstöðu Landsdóms? Var þetta sú forgangsröðun sem þjóðin þurfti á að halda á meðan heimilum blæðir? 28.4. | Reimar Pétursson Aðför að sjálfstæði ákæruvaldsins Ákvörðun um rannsókn máls og ákæru á að vera fagleg og í höndum sjálf- stæðs saksóknara. Þetta er ekki raunin í málum vegna föllnu bankanna. 28.4. | Ástþór Magnússon Wium Farðu í friði, Ólafur Með leiksýningum reyndi forsetinn að slá sig til ridd- ara og spilaði með mál- skotsréttinn eftir eigin hentugleikum. Þorir nú ekki að mæta í kappræður. 27.6. | Sveinn Guðjónsson Að hlusta á rödd þjóðarinnar Að mínu mati hefur Ólafur Ragnar staðið sig með miklum ágætum í embætti forseta Íslands, ekki síst undanfarin þrjú ár, eftir hrun. 28.6. | Sirrý Hallgrímsdóttir Ef þú kærir Niðurstaða héraðsdóms skipti því miklu fyrir allar konur, skilaboð dóm- aranna til Jóhönnu og ann- arra ráðherra voru skýr – svona gerir maður ekki. Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist sposkur með Þóru Arnórsdóttur í viðtali eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum lágu fyrir. Þóra var eini mótframbjóðandinn sem um tíma virtist eiga möguleika að velta sitjandi forseta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.