Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2012, Blaðsíða 56
MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 366. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Lífið snérist við á örskotsstund 2. Bjargað í tvígang á Polo 3. Reykjanesbrautin enn lokuð 4. Nafn mannsins sem lést í slysi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun, nýársdag, verða 50 ár liðin síðan Savannatríóið kom fyrst fram opinberlega með fullmótaða dagskrá og skemmti gestum í Grillinu á Hótel Sögu, í Klúbbnum við Borgar- tún og í Þjóðleikhúskjallaranum. Tríó- ið vakti strax athygli fyrir vandaða efnisskrá og var brautryðjandi í endurlífgun íslenskra þjóðlaga. 50 ár síðan Savanna- tríóið sló í gegn  Karlakórinn Heimir í Skaga- firði efnir til ár- legrar þrett- ándahátíðar í menningarhúsinu Miðgarði á laugar- dagskvöld. Kórinn stendur á tíma- mótum því 85 ár eru nú liðin frá því að hann var stofn- aður. »14 Þrettándahátíð á 85 ára afmæli Heimis  Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Há- tíðarhljómar við áramót í Hallgríms- kirkju í dag klukkan 17.00. Trompet- leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Páls- son og Einar St. Jónsson, páku- leikarinn Frank Aarnink og Björn Steinar Sólbergs- son organisti leika saman. Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju Á þriðjudag Útlit fyrir hæglætisveður og bjartviðri víða um land. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp sunnantil um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðvestanátt, 10-20 m/s, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él nyrðra, en skýjað með köflum syðra. Lægir vestast seint í dag. Frost víða 0-6 stig. VEÐUR „Ef ég á að vera alveg hrein- skilinn þá veit ég ekki hvort þetta voru marktækir leik- ir,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknatt- leik, um vináttuleikina tvo við Túnis á föstudag og laugardag. Íslenska lands- liðið vann örugglega í báð- um leikjum en á tíðum virt- ist mótspyrna Túnisbúa ekki vera mikil og þeir jafn- vel áhugalitlir. »2 Túnisbúar voru ekki erfið hindrun „Stórmót þurfa mikinn undirbúning og það er hálfgerð vanvirðing að mæta með viku fyrirvara. Auk þess getur það eitrað út frá sér og truflað undirbúninginn. Samt sem áður var ekki auðvelt fyrir mig að segja nei. Það er ekki auðvelt að skrúfa ljósa- peruna niður,“ segir Ólafur Stef- ánsson handknattleiksmaður í sam- tali við Morgunblaðið um þá ákvörðun að draga sig út úr landsliðinu í síðustu viku. Ólafur segist einnig renna blint í sjóinn varð- andi hand- boltann í Katar en þangað fer hann strax eftir áramótin. »8 „Var ekki auðvelt fyrir mig að segja nei“ Theo Walcott sendi forsvarsmönnum Arsenal skýr skilaboð um að hann ætti kröfu um nokkra launhækkun hjá félaginu, með því að fara á kost- um og skora m.a. þrennu fyrir liðið þegar það vann Newcastle, 7:3, á laugardag. Walcott hefur átt í árang- urslitlum viðræðum við forsvars- menn Arsenal um gerð nýs samnings um nokkurt skeið. »7 Walcott sendi skýr skilaboð með þrennu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 200 manns lögðu leið sína í Landsprent, prentsmiðju Árvakurs, og þáðu veitingar þegar kynnt var í gær nýtt sérblað Morgunblaðsins, áramótablaðið Tímamót. Blaðið er unnið í samstarfi við bandaríska dag- blaðið The New York Times, og þar er birt efni frá báðum þessum blöð- um. Þeir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og Kári Stefánsson, stjórnarformaður Íslenskrar erfða- greiningar, fluttu ræður í tilefni út- gáfunnar og var gerður góður rómur að meðal viðstaddra. Páll H. Pálsson, stjórnarformaður Vísis, var valinn úr hópi viðstaddra til að ræsa prentvél- ina og fengu þeir að sjá prentun blaðsins í návígi. Að því loknu var öll- um afhent eintak til að taka með sér. Afgerandi skref fram á við Í hinu nýja áramótablaði má meðal annars lesa greiningar blaðamanna Morgunblaðsins og greinahöfunda The New York Times á komandi ári og horfum í stjórnmálum, samfélagi og efnahagslífi hérlendis og erlendis. Á meðal erlendra greinarhöfunda í blaðinu má nefna sagnfræðinginn Ni- all Ferguson og Zbigniew Brzezinski, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Jimmy Carters, þáverandi Banda- ríkjaforseta. Þá er farið í máli og myndum yfir helstu atburði ársins sem er að líða en margar glæsilegar litmyndir skrýða blaðið. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, fagnar útgáfu Tíma- móta og segir hana opna á möguleika til frekari samvinnu við The New York Times. „Þetta er afgerandi skref fram á við sem vonandi leiðir okkur til frekara samstarfs, lesendum Morgunblaðsins til hagsbóta.“ Tímamótasamstarf á nýju ári  Áramótablað undir merkjum Morgunblaðsins og The New York Times Morgunblaðið/Ómar Ýtt á takkann Páll H. Pálsson, stjórnarformaður Vísis, ræsti prentvélina í gærkvöldi. Þau Soffía Stefánsdóttir, Haraldur Johannessen, Óskar Magnússon og Davíð Oddsson fylgjast með. Fjölmargir gestir voru viðstaddir. Morgunblaðið/Ómar Framtíðarhorfur Kári Stefánsson hélt ræðu og talaði meðal annars um áhrif samfélagsmiðla á framtíðina. Morgunblaðið/Ómar Prentun Nokkrir af gestum Árvakurs fylgjast hér með prentun Tímamóta af gólfi prentsmiðjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.