Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við erum að leita eftir fjárfesti til þess að koma að fullri fjármögnun á gróðurhúsinu sjálfu,“ segir Sigurður Hrafn Kiernan, stjórnarformaður Invest holding, sem er einn fimm ís- lenskra fjárfesta í Geogreenhouse ehf. sem hyggst hefja stórtæka tóm- atarækt í gróðurhúsi nærri Hellis- heiðarvirkjun næsta haust. Ásamt Investum holding eru Sölufélag garðyrkjumanna, Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins, Primordia og Bjarni Finnsson fjárfestar í fyr- irtækinu. Til stóð að framkvæmdir hæf- ust síðastliðið vor en Sigurður segir að tafir hafi leitt til þess að bíða þurfti með verkefnið í heilt ár. „Svona starfsemi þarf að hefjast með haustinu til að ná heilu ári. Áform okkar töfðust þannig að við þurftum að fresta öllu um eitt ár,“ segir Sigurður. Framleidd verða ferns konar afbrigði af kirsuberjatómötum. Öll uppskeran mun fara á mark- að í Bretlandi. ,,Þessar tegundir voru fyrst framleiddar á Íslandi síð- astliðinn vetur. Við fengum að rækta tómatana í gróðurhúsi hér á landi og fluttum fimm gámasendingar til Bretlands til prufu á skipaleið og gæðum. Síðan fóru tómatarnir í verslanir. Tilraunin tókst mjög vel og ekkert óvænt kom upp á,“ segir Sigurður. Eftir fyrsta fasa verður gróð- urhúsið knúið með 8 MW orku. Eftir að þriðja og síðasta áfanga lýkur mun gróðurhúsið krefjast 30 MW orku. Allir tómatarnir fara á markaði í Bretlandi Tómatar Fjögur afbrigði kirsu- berjatómata verða ræktuð.  Leita fjárfesta til að ljúka byggingu Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Sala áfengis í lítrum talið í versl- unum ÁTVR var 2,2% minni í des- ember heldur en í sama mánuði í fyrra. Sala áfengis á árinu í heild jókst hinsvegar lítillega. Jafnan er mikið að gera í verslunum ÁTVR fyrir jól og áramót en 513 þúsund lítrar áfengis seldust dagana 27.-31. desember eða 2% meira heldur en á sama tímabili árið 2011. Tæplega 30 þúsund viðskiptavinir lögðu leið sína í verslanir ÁTVR á gamlársdag og eins og oft áður mynduðust víða biðraðir. Lokað var í Vínbúðum hinn 30. desember (sunnudagur) en í svari frá ÁTVR kemur fram að fjöldi viðskiptavina á gamlársdag hafi verið 7,1% meiri heldur en síðast þegar 30. desember bar upp á sunnudegi árið 2007. Sú staðreynd að lokað var hinn 30. des- ember fyrir nýliðin áramót á eflaust sinn þátt í því að 143 þúsund lítrar af áfengi seldust á nýliðnum gaml- ársdegi samborið við 64 þúsund lítra árið 2011. Salan 2012 um 9% minni en 2008 Ef árið 2012 er skoðað í heild sinni kemur í ljós að sala áfengis jókst um 0,54% frá árinu 2011 en samtals seldust 18,5 milljónir lítra af áfengi á síðasta ári. Þar með er sal- an að aukast aftur eftir að hafa dregist saman á árunum eftir hrun. Ásókn Íslendinga í vínbúðir landsins hefur þó ekki náð þeim hæðum sem hún náði fyrir hrun en salan í ár var um 9% minni en árið 2008. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR, segir að ávaxtavín og flokkurinn aðrar bjórtegundir (aðr- ar en lagerbjór) séu hástökkvarar ársins. Hinsvegar beri að líta á að hlutur þessara tegunda sé mjög lítill af heildarsölu. Sala á neftóbaki dregst saman Töluverða athygli vekur að sala neftóbaks dróst saman um 4,9% á árinu en notkun slíks tóbaks hefur stóraukist á undanförnum árum. Tóbaksgjald á neftóbak hækkaði töluvert um áramótin og því má reikna með að frekar eigi eftir að draga úr sölu þessarar tegundar tóbaks. Minna selt af áfengi í desem- ber en í fyrra  Sala á ársgrundvelli jókst örlítið 2012 Morgunblaðið/Heiddi Samdráttur Sala á sterku víni dróst saman um 5,3% á síðasta ári. Sala ÁTVR á áfengi og tóbaki Breyting Sala áfengis 2012 2011 milli ára Hvítvín 1.170 þús. lítra 1.140 þús. lítra 2,3% Ókryddað brennivín og vodka 231 þús. lítra 244 þús. lítra -5,3% Lagerbjór 14.200 þús. lítra 14.200 þús. lítra -0,2% Aðrar bjórtegundir 67 þús. lítra 35 þús. lítra 90,6% Ávaxtavín 181 þús. lítra 110 þús. lítra 64,1% Samtals sala áfengis 18,54 m. lítra 18,44 m. lítra 0,54% Tóbak Vindlingar (karton) 1,23 milljónir 1,27 milljónir -2,9% Neftóbak (kg) 28.765 kg 30.232 kg -4,9% Heimild: ÁTVR. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ýmsar hækkanir á opinberum gjöld- um, verðskrám sveitarfélaga og fyr- irtækja tóku gildi nú um áramótin. Þannig hækkuðu til dæmis gjöld rík- isins á olíu og sterku áfengi um 4,6% hinn 1. janúar í samhengi við verð- lagsbreytingar. Tóbaksgjald á al- mennt tóbak hækkaði um fimmtung og á neftóbak um 100%. Verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur hækkaði um áramótin. Í prósentum talið hækkar rafmagn um 5,35%, fráveita um 8,5%, kalt vatn um 3,5% og heitt um 0,7%. OR reiknar með því að mánaðar- leg útgjöld meðalfjölskyldu fyrir orku og veituþjónustu hækki um 570 krónur á þessu ári vegna hækkunar- innar. Gjaldskráin er sögð hækkuð að mestu til að fylgja verðlagsþróun eins og kveðið sé á um í aðgerð- aráætlun OR. Þá hækkaði gjaldskrá fyrir ýmsa þjónustu borgarinnar. Dýrara er nú í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og leikskólagjöld hækkuðu um 5-6%. Mörg önnur sveitarfélög hafa einnig hækkað gjaldskrár sínar. Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá greiningu Íslands- banka, lítur út fyrir að áhrif gjalda- og verðskráhækkana hafi mildari áhrif á vísitölu neysluverðs nú en undanfarin tvö ár. Margt smátt gerir eitt stórt „Ríkið féll frá hluta af krónutölu- hækkunum á bensíni og sumu áfengi. Það var nokkuð greinilega gert með það fyrir augum að verð- lagsmælingin yrði hagfelldari í að- draganda endurskoðunar kjara- samninga,“ segir hann. Gjaldskrárhækkanir sveitarfélag- anna vegi þungt núna en þær séu í takt við almenna verðlagsþróun. Þannig hækki leikskólagjöld víðast um 5-6% auk ýmissa annarra verðskráa sveitarfélaganna. „Stefnan í hækkunum hins op- inbera virðist vera sú að vera í takt við verðlagsþróun og menn reyna jafnvel að slá aðeins af því eins og hægt er til þess að menn liggi ekki undir ámæli um að hið opinbera geri verðbólguna þrálátari,“ segir Jón Bjarki. Sé miðað við 4% hækkun á vísi- töluliðum hins opinbera megi gera ráð fyrir 0,3-0,4% hækkun á vísitölu neysluverðs í janúar. „Það er heldur minna en verið hefur síðustu árin. Nettóáhrifin líta skár út en síðustu tvö ár.“ Morgunblaðið/Ómar Börn Leikskólagjöld eru á meðal þess sem hækkaði hjá mörgum sveitarfélögum á landinu um áramótin. Hækkunin er almennt á bilinu 5-6%. Hjá borginni hækkaði auk þess í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hækkanir hafi mildari áhrif á vísitöluna í ár Dæmi um hækkanir um áramótin *M.v. 8 tíma dagvistun með fullu fæði Fyrir hækkun: 4.999 kr. Eftir hækkun: 5.160 kr. Hækkun: 3,20% Fyrir hækkun: 896 kr. Eftir hækkun: 1.430 kr. Hækkun: 60% Fyrir hækkun: 3.850 kr. Eftir hækkun: 4.100 kr. Hækkun: 6,40% Fyrir hækkun: 29.560 kr. Eftir hækkun: 31.430 kr. Hækkun: 6,30% 570 kr. á mánuði fyrir meðalheimili Vodkaflaska 700 ml Neftóbaks- dós 10 miða kort fullorðinna í sundlaugar ÍTR Leikskólagjöld á Akureyri* Orku- og veituþjónusta hjá OR  Ýmis gjöld og verðskrár hækk- uðu um áramótin SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.