Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 www.fib.is FÍB VERSLUN SKÚLAGÖTU 19 & fib.is Snowvel skóflan er búin til úr hágæða áli, er fislétt, sterk og fer lítið fyrir. 2 mögulegar stillingar 64 - 82 sm. Hentugt klikk-system Þyngd: 600 grömm Lítil taska: 24 sm x 39 sm Skófla í bílinn Almennt verð kr. 4.500.- Verð til félagsmanna kr. 4.050.- Sendum út um allt land         K Ä R C H E R S Ö L U M E N N              !!" Teg:   #$%&& ' ()! '   Teg:    #$%&&  '  ' *+ , %$!  '  !" #! *-.! +  ! /%$!   ' + &%$!  ' Teg:  $ % #$%&& 0'  ' *+ , %$!  ' Teg:  &$ % #$%&& '  ' *+ , %$!  ' Teg:   &  ' #$%&& 0'0 ' *+ , /%$!  ' 1. .+ $ 2,)$ Það vita flestir um ferðir Eiríks rauða til Grænlands 982 og svo þegar hann stóð fyrir brottflutningi manna á 25 skipum árið 985. Sögur segja að 14 hafi komist til Græn- lands og einhver komust til baka en önnur var ekki vitað um. Auð- vitað vitum við hvert þau fóru og rannsóknir amerískra segja að það voru bóndabæir dagsettir um 1000 með skepnuhaldi þar sem konurnar réðu ríkjum heima við. Kannast ekki menn við það hér á landi? En það sem fæstir vita, sem er líka mikilvægt, er að það fór annar maður til hvítramannalands í kringum 1050, en það var Breið- firðingurinn Ari Másson sem var farmaður með sitt eigið skip. Hann settist að á hvítramannalandi með innflytjendum á leið frá Írlandi til Íslands þar sem hann varð skip- reka til Ameríku. Ég er áhugamaður um sögu og fornleifafræði og hef verið að rann- saka svæði norðvestan við Rhode Island með félögum mínum úr samnefndu fylki sem er á austur- strönd Bandaríkjanna og rétt norð- an við New York. Á þessu svæði eru miklir steinhleðslugarðar, vörð- ur og önnur mannvirki. Þessir grjótveggir standast mál úr gömlu lögum Íslendinga í Grágás en þeir voru kallaðir löggarðar og eru þetta því ekki garðar síðari land- nema sem komu til Rhode Island um 1639 sem eru miklu lægri og vandaðri. Núna á þessu ári, 2012, uppgötv- aðist grjóthlaðinn vegghringur sem minnti á fornan íslenskan kirkju- garð og inni í þessum hring miðjum voru 20 metra langar vegg- tóftir sem geta verið veggir af kirkju. Bilið á milli þessara veggja er um 3,5 metrar en þessi mál sýna að þarna var meðalstór kirkja. Þessi hringur hafði þrjú op, eitt var stærst og sneri í vestur eins og kirkjunnar reglur gera ráð fyrir og það op var um þrír metrar og hin tvö, suður- og norðuropin, voru einn metri og í norður var lítill berghamar þar sem garðarnir tengdust. Á þessu bergi var um 3 sentimetra víð hola og um 9 cm á dýpt með járnmeitil í gatinu. Norð- anmegin við meintan kirkjuvegg var steinþró 1x1 metri og um hálf- ur metri á dýpt og rétt þar utar var brunnur. Ef þetta er kirkja og kirkjugarð- ur eins og ég held að íslenskri fyr- irmynd sem ég efast ekki um þá bendir það til að þarna hafi verið íslenskt fólk og þar með Íslend- ingabyggðin sem alltaf hefur verið leitað að. En þetta er ekki allt sem ég byggi tilgátu mína á, en 20 kíló- metra í norðaustur af þessum stað fannst um 1980 rúnasteinn sem er kallaður Narragansett-rúnasteinn- inn. Það sem stendur á honum er alíslenskt orð, Skraumligr, og er nafn á á í Dölunum sem rennur út í Hvammsfjörðinn. Það er talið að þessi steinn sé frá 1426 sem er dálítið merkilegt sögulega séð. Þarna fannst líka fangamarka- stein sem er kallaður Dighton- steinninn og er með svipuðum fangamörkum og finnast hér á landi. Og áfram skal haldið því þarna er staður sem minnir á Alþingi okkar á Þingvöllum. Þessi staður er syðst á Rhode Island (Rauðu- Eyju). Það verður að fylgja Alþingi ef þetta var Íslendingabyggð en þetta var algjör tilviljun að þetta kom í ljós og reyndar löngu á eftir að ég var búinn að skoða staðinn. Það vill svo til að ég set allar upplýsingar á þrívíddartölvukort en það kostaði bit og blóð að ná þessum gögnum skríðandi í þykku skógarrjóðrinu meðfram grjótveggjunum innan um hoppandi maura sem eru kallaði „tick“ og eru jafnvel lífshættulegir, en það var þess virði. Þarna komu líka í ljós tóftir af mörgum mögulegum þingbúðum ásamt þessum hlöðnum stein- görðum og auðvitað var mögulegur dómhringur og skipgengt lón á flóði upp að honum á þeim tíma. Ég myndi nú segja að hér væru komin næg gögn til að draga þá ályktun að þarna hafi verið fornar Íslendingabyggðir. Í raun ætti þetta að vera næg sönnun, en það kom alltaf meira og meira í ljós eins og í púsluspilinu þegar maður rýnir á upplýsingarnar sem liggja beint fyrir framan mann í langan tíma og svo gengur allt upp. Púslið um Alþingi var samt ekki alveg ljóst en ég var búinn að vera að velta fyrir mér kletti sem var kallaður „Hanging rock“ og allt í einu laukst upp fyrir mér: Hvað meira vill fornmaður hafa við al- þingi en hengingarklett en þessar upplýsingar voru allan tímann á borðinu hjá mér. Þessi klettur var 9 metra hár og frístandandi rétt utan við meint alþingissvæði svo hvað annað en að bæta honum inn í myndina. Það er nú ekki víst að allir sjái neitt merkilegt í þessu hér ofar en eitt var vitað að íslenska grjót- hlaðna refagildran var séríslenskt einkenni en hún finnst víða hér á landi og líka á austurheimskauts- svæðunum norður af og í kring um Hudsonflóa þar sem íslenskir norð- ursetumenn voru. Dýrabogar voru einkenni síðari tíma landnema frá meginlandi Evrópu til Ameríku. Sjá kafla um refagildrur í nýút- kominni bók, Mannvist, eftir Birnu Lárusdóttur. Ég er með bók í smíðum og verða myndir af öllu sem ég hef talað um ásamt samlíking- armyndum héðan úr okkar landi en hún verður fyrir tölvur og lestölvur og kemur á sviðið hjá ebaekur.is. Það er ekki mjög gott að skýra þetta vel í svona grein þar sem maður verður að stikla á stóru en ef einhver vill nánari upplýsingar þá má senda mér línu á valdimar- .samuelsson@simnet.is. Íslenskur kirkjugarður fannst í Rhode Island-fylki í Bandaríkjunum Eftir Valdimar Samúelsson »Nýlega uppgötvaði ég að grjóthlaðni hringurinn gæti verið forn íslenskur kirkjugarð- ur. Voru Íslendingabyggðirnar okkar þarna? Valdimar Samúelsson Höfundur er áhugamaður um sögu og fornminjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.