Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Nýjasta kvikmyndin um James Bond, Skyfall, náði þeim merka áfanga á nýársdag að komast yfir 100 milljóna sterlingspunda tekjumúrinn í Bretlandi og varð hún fyrst Bond-mynda til þess, skv. frétt á vef The Holly- wood Reporter og er þá átt við tekjur af miðasölu á myndina. Ekki er nóg með það heldur er kvikmyndin einnig sú tekjuhæsta í sögu Bretlands, hefur slegið met kvikmyndarinnar Avatar frá árinu 2009 en það var um 94 milljónir sterlingspunda. Avatar hafði þá verið sýnd í 11 mánuði. Skyfall er 23. kvikmyndin um Bond og er það Daniel Craig sem leikur kappann kvensama í þriðja sinn. Skyfall slær tekjumet í Bretlandi Daniel Craig Bandaríski rapparinn Jay-Z er þessa dagana að semja tónlist við væntanlega kvikmynd leikstjórans Baz Luhr- manns, The Great Gatsby, sem byggð er á samnefndri skáldsögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Jay-Z er þó ekki einn um tónsmíðina því hann semur með Jeymes Samuel úr hljómsveitinni The Bullits. Samuel tísti um samstarfið á samskiptavefnum Twitter 30. desember sl. og barst fréttin að sjálfsögðu með hraði um netið. Í aðal- hlutverkum kvikmyndarinnar verða þau Leonardo Di- Caprio og Isla Fisher Jay-Z semur fyrir The Great Gatsby Jay-Z JÓLAMYND2012 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR OG NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ JÓLAMYND 2012 -V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS „LIFE OF PI ER TÖFRUM LÍKUST” -H.S.S., MBL  -H.V.A., FBL   -EMPIRE  STÓRKOSTLEG ÆVINTRÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR! Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI -SÉÐ & HEYRT/VIKAN Gleðilegt Nýtt Ár! EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 1 - 4:30 - 8 HOBBIT: UNEXPECTED KL. 4 -6 - 10 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY VIP KL. 1 - 4:30 - 8 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40 - 5:50 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 1:30 RED DAWN KL. 10:30 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 1:30 - 3:40 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI3D KL. 3:40 RISE OF THE GUARDIANS ENSTALI KL. 8:20 WRECK-IT RALPH ÍSL.TALI KL. 1:30 ARGO KL. 10:30 AKUREYRI THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 RED DAWN KL. 8 - 10:20 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 4 RISE OF THE GUARDIANS ENSTAL KL. 6 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 4 - 6 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI LIFE OF PI 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1 - 3:10 RISEOFGUARDIANS ÍSLTAL3DKL.1:30-3:40-5:50 RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTALKL. 1 - 3:10 PLAYING FOR KEEPS KL. 8 SKYFALL KL. 10:10 KEFLAVÍK HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 10 THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 6 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 1 - 4:30 - 8 - 10:20 - 11:20 HOBBIT: UNEXPECTED 2D KL.3:40-7 LIFE OF PI 3D KL. 1 - 3- 5:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 3:30 RISE OF GUARDIANS ÍSLTAL3DKL. 1 WRECK-ITRALPH ÍSLTAL3D KL. 1:30 MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Verð 94.000 kr Stærð 90x90cm Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni. Lambið hennar Móru bbmnn Þorbjörg Lilja Jónsdóttir Myndir: Kerry Reidy Trix útgáfa 2012 Hér segir frá ánni Móru sem er að bera í fyrsta skipti. Hún eignast gimbrina Doppu. Sagan byrjar í fjárhúsinu að vori þeg- ar ærnar eru að bera, þá fara þær út og upp á fjallið fram á haust þegar smalað er og réttað. Eftir réttir tekur við líflambsásetn- ing og bíður Móra á milli vonar og ótta hvort hún fái að hitta Doppu sína aftur. Móra er ung ær og þetta er allt nýtt fyrir henni en gömlu ærnar, sem eru afskaplega skapfúl- ar margar hverjar, eru duglegar við að fræða hana um gang lífsins. Þetta er skemmtileg hugmynd að bók, gangur ær-lífsins og fróðleg fyrir þá sem ekki vita hvernig það gengur fyrir sig. Textinn er ágæt- lega ritaður en skortir ákveðinn létt- leika, móðurástin er leiðarstefið en það vantar aðeins meiri spennu í framvindu sögunnar. Myndskreyt- ingin er sérstök, kindurnar eru gerðar mjög mannlegar sem á ef- laust eftir að falla misjafnt í kramið hjá lesendum, annað við mynd- skreytinguna er mjög vel gert. Þetta er öðruvísi barnabók í bæði efn- istökum og útliti. Raggi litli í Sólarlandinu bbbmn Haraldur S. Magnússon Myndir: Karl Jóhann Jónsson Óðinsauga 2012 Hér er á ferðinni þrettánda bókin um Ragga litla. Nú fer Raggi til Sól- arlandsins þar sem hann lendir í ýmsum æv- intýrum. Raggi sér margt á ströndinni sem er honum ókunnugt, eins og brettakappa og krabba. Hann fer í vatns- leikjagarð, á golfvöllinn þar sem hann hittir furðulega náunga og í dýragarð þar sem hann lendir í apaævintýri. Þetta er skemmilegt saga um sól- arlandaferð lítils drengs þar sem margt er framandi og auðvelt að upplifa allskonar ævintýri. Textinn er einfaldur og góður til lestrar. Þrettánda bókin um Ragga litla er vel heppnuð. Judy Moody bjargar heiminum bbbnn Megan Mcdonald Þýðing: Guðni Kolbeinsson Bókafélagið 2012 Judy er skondið og skemmti- legt stelpuskott. Þetta er þriðja bókin um hana sem er þýdd á ís- lensku en bækurnar um Judy þykja henta vel aldurs- hópnum sex til tíu ára. Í þessari bók lætur Judy um- hverfismálin sig varða. Allt byrj- ar það með því að hún ætlar að sigra í teiknisamkeppni og fá myndina sína prentaða á skrípa- plástra. Hún teiknar mynd af jörðinni með plástur og vekur það hana til umhugsunar um jörðina ásamt öðru. Judy er uppátækjasöm og ráðagóð stelpa sem hefur áhuga á lífinu og tilverunni. Þessi bók er skemmtileg og lífleg eins og Judy. Mánasöngvarinn bbbbn Texti: Margrét Örnólfsdóttir Höfundar Tulipop: Signý Kolbeins- dóttir og Helga Árnadóttir Tulipop 2012 Sveppadrengurinn Búi finnur undarlegt og dapurlegt blóm í garð- inum sínum einn morguninn. Hann fer að velta fyrir sér tilvist þess. Sama dag áttar systir hans Gló sig á því að hafið er ekki eins og það á að sér að vera, í samein- ingu ákveða þau að leysa þetta undarlega mál svo æv- intýraeyjan Tulipop verði aftur eins og hún á að sér að vera. Þau leita eft- ir hjálp til annarra íbúa eyjunnar, sem allir hafa sína hæfileika, og til annarra plánetna og þá finna þau ýmsar skýringar á ástandinu. Myndirnar eru litríkar, skýrar og frumlegar eins og annað sem frá Tulipop kemur. Sagan er falleg og skemmtileg og hentar vel börnum á fyrstu árum grunnskólans. Þetta er einstök og falleg barnabók. Barnabækur Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur Mánasöngvarinn Falleg saga og skemmtilegar og litríkar myndir Tulipop einkenna Mánasöngvarann. Margrét Örnólfsdóttir er höfundur texta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.