Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Nýtt ár Enn einu sinni er jólavertíðin að baki og við taka árlegar útsölur. Fólk fer sér samt að engu óðslega en ætla má að æ fleiri bregðist við gylliboðum og þá fjölgar á strætum á ný. Árni Sæberg Jafnan er hlustað á ræðu forsætisráð- herra á gamlárs- kvöld með mikilli at- hygli. Eðlilega eru gerðar kröfur til þess að ráðherrann fari rétt með stað- reyndir. Þess gætti Jóhanna Sigurð- ardóttir því miður ekki í áramótaávarpi sínu. Í ávarpinu sagði forsætisráð- herra m.a: „Danski greiningarað- ilinn sem sá hrunið fyrir og varaði okkur við,“ Hér vísar forsætisráðherra til skýrslu Danske Bank frá 21. mars 2006 sem unnin var m.a. af Lars Christiansen. Sú skýrsla fjallar um efnahagskerfið á Íslandi og meginniðurstaðan að kerfið sé við að ofhitna, viðskiptahalli sé um 20% af þjóðarframleiðslu og skuldasöfnun einstaklinga og fyr- irtækja sé orðin hættulega mikil. „Danski sérfræðingurinn“ spáir engu um fall íslenskra banka. Í skýrslunni segir m.a. að bankar verði að draga úr lánum til ís- lenskra fyrirtækja og ein- staklinga, en bankarnir séu al- mennt vel settir varðandi gjaldmiðilsbreytingar en gætu þurft að selja erlendar eignir ef þeir lentu í mótvindi. Ekkert kemur fram í skýrslunni sem vís- ar til hugsanlegs falls íslensku bankanna. Lars Christiansen hef- ur mótmælt því opinberlega að hann hafi spáð bankahruninu. En það hefur engin áhrif á forsætis- ráðherra og suma fjölmiðlamenn. Í skýrslu Danske Bank er sér- staklega varað við, að komi til niðursveiflu í efnahagslífinu gætu einstaklingar lent í miklum vanda vegna verðtryggðra lána. Það voru fleiri en „danski sér- fræðingurinn“ sem vöruðu við. Seðlabankinn gerði það í ritinu Peningamál í nóvember 2006 og 2007. Árið 2007 talar Seðlabank- inn um þörf á ströngu aðhaldi þar til jafnvægi næst og varar við auknum út- gjöldum hins op- inbera. Jóhanna Sigurð- ardóttir settist í rík- isstjórn á miðju ári 2007 og stýrði út- gjaldafrekasta ráðu- neytinu. Við fjár- lagagerð árið 2008 samþykktu þáverandi stjórnarflokkar rúmlega 20% raunhækkun ríkisútgjalda, eink- um til mála undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það var þvert á varnaðarorð „danska sérfræðings- ins“, viðvaranir Seðlabanka Ís- lands og hluta stjórnarandstöð- unnar, þar á meðal þess sem þetta ritar. Af vitnaskýrslu Jóhönnu Sig- urðardóttur fyrir Landsdómi má ráða að forsætisráðherra hafi ekki fylgst með efnahags- eða banka- málum á árunum 2007 og 2008. Skýrsla danska bankans frá 2006 virðist því vera henni opinberun nú. Við hrunið krafðist ég þess að sett yrðu sérstök neyðarlög sem tækju verðtrygginguna úr sam- bandi sbr. það sem fram kemur hjá „danska sérfræðingnum“. Jó- hönnu Sigurðardóttur var falið það mál af þáverandi ríkisstjórn og hún ákvað að gera ekkert. Forsætisráðherra hafði þá ekki áttað sig á hinni miklu opinberun „danska sérfræðingsins“. Eftir Jón Magnússon » „Danski sérfræð- ingurinn“ spáir engu um fall íslenskra banka, en varar við vanda vegna verð- tryggingar. Jón Magnússon Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður. Opinberun forsætisráðherra Verðtrygging fjár- muna er búin að vera nokkuð vinsælt deilu- efni allt frá upphafs- degi hennar og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur. Verð að játa að ég hef aldrei skilið rök- in fyrir því að menn eigi ekki að greiða það til baka sem tekið er að láni en ákveðinn hópur í samfélaginu virðist vera þeirrar skoðunar. Þessi hópur teflir m.a. fram þeim rökum að þegar að útlánunum kemur megi líkja tryggingum bankanna, þ.e. vöxtunum og verðtryggingunni, við mann sem gengur bæði með belti og axlabönd til þess að halda upp um sig brókunum. Þessi samlíking finnst þessum hópi alveg gígasnjöll en þeg- ar betur er að gáð þá er hún alls ekki rökrétt þar sem axlaböndin og beltin gegna sama hlutverkinu öfugt við vextina og verðtrygginguna sem hafa sitt hlutverkið hvort. Vextirnir eru endurgjald fyrir afnot af fjármunum líkt og þegar við greiðum fyrir afnot af bílaleigubílum eða húsnæði sem við leigjum til tímabundinna afnota. Verðtryggingin hefur aftur a móti það hlutverk að tryggja að fjármun- irnir sem teknir voru að láni séu greiddir til baka að fullu. Af hverju bara peningar? Í þessu sambandi finnst mér það alltaf dálítið skrítið að það skuli vera til hópur manna sem finnst það eðli- legt að þegar peningar eru teknir að láni þá sé allt í lagi að greiða bara hluta þeirra til baka öfugt við önnur verðmæti. Hugsum okkur mann sem fær 5.000 kr. að láni hjá vini sínum. Einhverjum mánuðum síðar skilar hann vininum 5.000 krónum. Gallinn er bara sá að yfir nefnt tímabil hafði verðlag hækkað um 50%, því hefði hann þurft að greiða til baka um 7.500 kr. í stað 5.000 krónanna. Ég reikna með að vinurinn mundi taka þegjandi og hljóðalaust við 5.000- kallinum, stinga honum í vasann og telja skuldina greidda að fullu. Hann fékk jú sömu krónutölu til baka. Segjum nú að í stað bankaseðlanna hafi hann lánað vininum þriggja pela vínflösku sem hann endurgreiðir við áð- urnefndar aðstæður, þ.e. 50% hækkun verðlags frá lántökudegi til greiðsludags. Nú réttir hann vininum tveggja pela flösku í stað þriggja pelanna sem hann fékk að láni. Ég er næsta viss um að vinurinn mundi reka upp stór augu og segja: Ha, hvað lánaði ég þér ekki fulla flösku? Jú, jú, en vegna þess hvað peningarnir hafa rýrnað mikið frá því að ég fékk flöskuna að láni þá fékk ég ekki meira fyrir sömu krónutölu núna. Þú hlýtur að skilja það að ég get ekki einn borið ábyrgð á verðþenslunni, þú sem lánveitandi verður líka að axla ábyrgð. Formið skiptir öllu Það sem vekur athygli í öllu talinu um verðtrygginguna er að það virðist skipta máli í hvaða formi verðmætin eru sem tekin eru að láni. Það óskap- ast t.d. enginn yfir því þótt leiguverð á flestu því sem leigt er sé verð- tryggt, trúlega vegna þess að verð- bótaþátturinn er ekki tilgreindur í leiguskilmálunum, hann er bara hluti af leiguverðinu. Sumt á leigumarkaði fylgir verð- bólgunni sjálfkrafa, eins og t.d. fast- eignaverð, og með hækkandi fast- eignaverði hafa allir skilning á því að leiguverðið verði að hækka í kjölfarið. Maður hlýtur líka að spyrja sig að því hvort þetta ágæta fólk sem vill af- nema verðtryggingu á útlánum vilji þá ekki líka afnema hana á innlánum og skapa hér svipað ástand og ríkti fyrir daga verðtryggingarinnar; þá lagði enginn peningana sína í banka. Þess í stað fór maður og keypti eitt- hvað fyrir þá, eiginlega bara eitthvað þar sem allt var betra en að láta þá brenna upp á verðbólgubálinu í bönk- unum. Á þeim árum voru formlegar gengisfellingar mjög tíðar og af ástæðum sem ég kann ekki að skýra komst það býsna oft í loftið að nú ætti að fella gengið um x% þennan eða hinn daginn. Útrásarvíkingar þeirra tíma Í framhaldinu rauk landinn til og pantaði tíma hjá einhverjum banka- stjóranum, en á þeim árum deildu þeir og drottnuðu, ákváðu hve marg- ar krónur hver og einn fékk að láni. Krónur sem voru aðeins að hluta greiddar til baka; sá hlutinn sem aldrei var greiddur var tekinn af sparifé ellilífeyrisþega og krónunum sem erfingjar landsins höfðu aurað saman og af óvitaskap lagt inn í þess- ar mammonnshítir, undir slagorðum þess tíma: „Græddur er geymdur eyrir.“ Almennt er talið að útrásarvíking- arnir svokölluðu séu einskorðaðir við hrunið og hafi valdið því. Útrásarvík- ingar hafa alltaf verið til í okkar sam- félagi. Á tímum óðaverðbólgunnar voru það þeir sem áttu óheft aðgengi að lánastofnunum og slógu um sig með peningum sem fengnir voru að láni, peningum sem aldrei stóð til að greiða til baka nema þá að litlu leyti. Þeirra fyrirmynd er apinn með ost- bitann sem af ætlaðri ræktarsemi við réttlætið nærðist á grunnhyggni múgsins líkt og kommúnisminn á sín- um sokkabandsárum. Ef afnema á verðtrygginguna verður annað af tvennu að koma til: Að sparifjáreigendur þessa lands sætti sig við að fá aðeins hluta af því sem lagt var inn til baka. Hin leiðin sem farin er af þeim þjóðum sem ekki verðtryggja inn- og útlán er að halda verðbólgunni innan eðlilegra marka. Þar liggur lausnin. Eftir Helga Laxdal »Ef afnema á verð- tryggingu sparifjár við núverandi aðstæður er til þess ætlast að sparifjáreigendur gefi eftir hluta af sínum inni- stæðum í bönkum. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. Leikmannsþankar um verðtryggingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.