Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Mikil hálka er á höfuðborgarsvæð-
inu og biður lögreglan akandi og
gangandi vegfarendur að fara var-
lega. Sérstaklega er mikil hálka á
bílastæðum og inni í íbúðar-
hverfum.
Spáð er hlýju veðri alla vikuna.
Snjórinn sem féll á höfuðborg-
arsvæðinu milli jóla og nýárs, mun
því smátt og smátt þiðna með til-
heyrandi hálku.
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri hjá umferðardeild lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
segir að stofnbrautir séu flestar að
verða auðar, en mikil hálka sé í
íbúðarhverfum, á göngustígum og
á bílastæðum. Fólk þurfi því að fara
varlega, bæði þeir sem eru gang-
andi og akandi.
Hann hvetur þá sem hafa aðstöðu
til að sanda fyrir utan hjá sér til að
gera það.
Morgunblaðið/Golli
Lögreglan varar
fólk við mikilli hálku
Sextánda
ráðstefnan
um rann-
sóknir í líf-
og heilbrigð-
isvísindum í
Háskóla Ís-
lands verður
haldin á Há-
skólatorgi
dagana 3. og
4. janúar.
Ráðstefnan
er haldin annað hvert ár en allar
deildir, námsbrautir og stofnanir
heilbrigðisvísindasviðs HÍ standa
að ráðstefnunni og hún er að vanda
umfangsmikil. Nálega þrjú hundr-
uð ágrip bárust um rannsóknar-
verkefni og verða þau kynnt með
stuttum fyrirlestrum og vegg-
spjaldasýningum.
Eins og áður er skipulögð opin
málstofa á ráðstefnunni, fundur
ætlaður almenningi. Fundurinn
verður haldinn í dag, 3. janúar kl.
15.50, á Háskólatorgi og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þar munu tveir prófessorar við
heilbrigðisvísindasviðið flytja er-
indi um heilbrigðismál og rann-
sóknir, sem ætla má að höfði til
margra, þeir Guðmundur Þorgeirs-
son hjartalæknir og Halldór Jóns-
son bæklunarskurðlæknir.
Í lok ráðstefnunnar verða vís-
indamönnum sem skarað hafa fram
úr veittar viðurkenningar.
Rannsóknir kynntar
í heilbrigðisvísindum
STUTT
Fæðingum á Landspítalanum fjölg-
aði örlítið árið 2012 frá árinu 2011 en
samkvæmt bráðabirgðartölum voru
fæðingar 3.225 talsins á spítalanum
á síðasta ári. Fjöldi fæddra barna á
spítalanum árið 2012 var 3.322.
Fyrsta barn ársins 2013, stúlka, kom
í heiminn á Landspítalanum kl. 5.34
að morgni nýársdags.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið
2009 sem fæðingum á Landspít-
alanum fjölgar milli ára, en þá voru
fæðingar 3.500 talsins. Árin 2010 og
2011 dró úr fjölda fæðinga og voru
þær 3.420 árið 2010 og 3.240 árið
2011.
Því eiga íbúar á höfuðborgar-
svæðinu enn nokkuð í land með að
ná frjósemi ársins 2009 en það ár
voru fæðingar á Landspítalanum
245 fleiri en þær voru á síðasta ári.
Upplýsingar um heildarfjölda fæð-
inga á landinu öllu á síðasta ári
liggja ekki fyrir.
Fæðingum á LSH
fjölgar örlítið
Fæðingar enn töluvert færri en 2009
Þau Berglind Hákonardóttir og Ein-
ar Viðar Einarsson eignuðust fyrsta
barn ársins 2013. Berglind ól stúlku
á Landspítalanum kl. 5.34 að morgni
nýársdags. Foreldrarnir búa á
Hvolsvelli og keyrðu í bæinn rétt eft-
ir miðnætti á gamlárskvöld.
„Við kláruðum að sprengja flug-
eldana, ganga frá og koma hinum
börnunum í rúmið. Við vorum síðan
komin inn á deild um klukkan tvö,“
segir Einar Viðar og bætir við að
fæðingin hafi gengið vel. „Við áttum
ekki von á því að eignast fyrsta barn
ársins, vorum viss um að það hefði
komið fyrr um nóttina, því komu
fréttirnar skemmtilega á óvart,“
segir Einar. Von var á mæðgunum
heim á Hvolsvöll í gærkvöldi og að
sögn Einars biðu systkinin tvö, Há-
kon Karl og Védís Ösp í ofvæni eftir
að fá systur sína og móður heim.
Morgunblaðið/Ómar
Stoltir foreldrar Einar Viðar og Berglind með nýfæddu stúlkuna sína sem
var fyrsta barn ársins og fæddist klukkan 5.34 á nýársdagsmorgun.
Sprengdu flugelda
og eignuðust barn
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Einungis níu sveitarfélög af 74
leggja ekki á hámarksútsvar árið
2013. Hin 65 leggja öll á 14,48% út-
svar þetta árið, þar á meðal stærsta
sveitarfélagið, Reykjavíkurborg.
Þau sveitarfélög sem ekki leggja á
hámarksútsvar eru Seltjarnarnes,
Garðabær, Kjósarhreppur, Grinda-
víkurbær, Skorradalshreppur, Hval-
fjarðarsveit, Tjörneshreppur,
Fljótsdalshreppur og Ásahreppur.
Þessi sveitarfélög hafa einnig flest
fremur háar tekjur, deilt út á íbúa
þeirra, í samanburði við flest önnur.
Þannig voru meðaltekjur Skorra-
dalshrepps að meðaltali á hvern íbúa
árið 2011 rúm ein milljón króna. 66
bjuggu þá í hreppnum. Í Hvalfjarð-
arsveit námu tekjurnar að meðaltali
rúmum 870 þúsundum á mann. Þar
bjuggu 624 íbúar árið 2011. Meðal-
tekjur Ásahrepps voru tæp 753 þús-
und á 204 íbúa árið 2011. Hæstu
meðaltekjurnar voru í Fljótsdals-
hreppi. Þar bjuggu 79 íbúar og með-
altekjur hreppsins á hvern þeirra
námu rúmlega 1,6 milljóum króna
árið 2011. Við ákvörðun um tekju-
jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga er farið eftir meðal-
tekjum á íbúa. Ekkert þessara sveit-
arfélaga fékk slík framlög.
350 milljónir vegna erfiðleika
19 sveitarfélög fengu úthlutað
aukajöfnunarframlagi úr Jöfnunar-
sjóði í fyrra, en þau eru greidd sveit-
arfélögum sem glíma við íbúafækk-
un, íþyngjandi skuldir eða sérstaka
fjárhagserfiðleika – eitt eða fleira af
framangreindu. Alls var úthlutað
350 milljónum í fyrra til þess, þar af
fékk sveitarfélagið Álftanes, sem nú
er hluti Garðabæjar, 175 milljónir.
Sandgerðisbær fékk rúmar 47 millj-
ónir, Norðurþing tæpar 47 milljónir,
Fljótsdalshérað tæpar 28 milljónir,
Grundarfjarðarbær tæpar 16 millj-
ónir og Stykkishólmur rúmar 14
milljónir. Önnur fengu minna.
Athygli vekur að einungis sex
þeirra fengu framlög vegna lágra
meðaltekna árið 2011. Hin voru yfir
meðaltekjum á íbúa sambærilegra
sveitarfélaga og fengu því ekki
tekjujöfnunarframlag árið 2012.
Árið 2009 fengu sveitarfélög heim-
ild til leggja á 13,28% útsvar, en áður
var hámarkið 13,03%. 56 sveitarfélög
af 78 nýttu sér það. Árið 2011 var
heimildin svo hækkuð í 14,48% og
það ár nýttu 66 af 76 sveitarfélögum
sér heimild til þess. Árið 2012 bætt-
ust svo Reykjavíkurborg og Gríms-
nes- og Grafningshreppur í þennan
hóp. Grindavík var eina sveitarfélag-
ið sem fór úr þessum hóp í ár.
65 af 74 sveitarfélögum
leggja á hámarksútsvar
Greiðslur aukajöfnunarframlags úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012
Íbúafjöldi Aukajöfnunar- Tekjujöfnunar-
1/1 2012 framlag framlag
Sveitarfélagið Álftanes 2.419 175.000.000 kr. 27.051.503 kr.
Sandgerðisbær 1.672 47.374.982 kr. - kr.
Borgarbyggð 3.470 6.426.075 kr. 37.970.810 kr.
Grundarfjarðarbær 899 15.687.075 kr. 1.835.952 kr.
Stykkishólmsbær 1.108 12.422.286 kr. - kr.
Bolungarvíkurkaupstaður 889 688.693 kr. 9.948.259 kr.
Ísafjarðarbær 3.755 8.766.115 kr. - kr.
Vesturbyggð 910 688.278 kr. - kr.
Sveitarfélagið Skagafjörður 4.024 2.733.228 kr. - kr.
Blönduósbær 871 621.001 kr. 10.123.851 kr.
Norðurþing 2.884 46.674.760 kr. - kr.
Langanesbyggð 512 319.763 kr. - kr.
Seyðisfjarðarkaupstaður 677 976.993 kr. - kr.
Fjarðarbyggð 4.600 945.859 kr. - kr.
Breiðdalshreppur 190 1.243.386 kr. - kr.
Djúpavogshreppur 461 193.045 kr. 3.406.979 kr.
Fljótsdalshérað 3.408 27.675.339 kr. - kr.
Mýrdalshreppur 459 469.398 kr. - kr.
Rangárþing ytra 1.504 1.092.916 kr. - kr.
Útsvarsprósenta 2013
Seltjarnarneskaupstaður 13,66%
Garðabær 13,66%
Kjósahreppur 13,73%
Grindavíkurbær 14,28%
Skorradalshreppur 12,44%
Hvalfjarðarsveit 13,64%
Tjörneshreppur 14,04%
Fljótsdalshreppur 13,20%
Ásahreppur 12,44%
19 sveitarfélög
fengu aukajöfn-
unarframlag
Útsvar sveitarfélaga
» Einungis níu sveitarfélög
fullnýta ekki heimild í lögum
um hámarksútsvar árið 2013.
» Seltjarnarnes og Grindavík
þau einu sem lækkuðu
útsvarsprósentu milli ára.
» Lægsta útsvarið er í Ása-
hreppi og Skorradalshreppi.