Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 1. tölublað 101. árgangur
KANN BEST VIÐ
SIG NORÐUR Á
STRÖNDUM
HEILSUEFLING,
LÍKAMSRÆKT
OG MATARÆÐI
LEIKRITIÐ MÝS
OG MENN FÆR
FULLT HÚS
HEILSA 32 SÍÐUR AFBURÐA TÖK 46SVISSNESKUR KENNARI 10
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Stjórnarskráin verður aldrei skrif-
uð nákvæmlega samkvæmt ýtrasta
vilja einhverra tiltekinna fárra ein-
staklinga,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, aðspurður
hvort gagnrýni fræðimanna og for-
seta á tillögur stjórnlagaráðs gefi
tilefni til að endurskoða frumvarp-
ið.
Framundan sé lokaumferð þings-
ins þar sem ágreiningsatriði verði
einangruð og brugðist við þeim.
Ekki sé um annað að ræða en að
halda stjórnarskrármálinu áfram
og fara þannig að „þjóðarviljanum“.
Tilefnið er hörð gagnrýni forseta
Íslands og þau ummæli hans að
leita þurfi víðtæks samráðs um
breytingar á stjórnarskrá. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokks, tekur undir orð forsetans.
Gefi tilefni til að staldra við
„Ég tel að forseti Íslands hafi
hitt naglann á höfuðið í fjölmörgum
atriðum þar sem hann gagnrýnir
bæði málsmeðferðina og hið efn-
islega inntak frumvarpsins sem
liggur fyrir þinginu. Þetta hlýtur að
gefa stjórnarflokkunum tilefni til að
staldra við og spyrja sig hvort ekki
sé kominn tími til að gera sér grein
fyrir því, hvað heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar varðar, að rík-
isstjórnin sé runnin út á tíma.
Það er óábyrgt að þrýsta áfram
tillögum sem jafn mikill ágreining-
ur er um og birst hefur í umræðum
um stjórnlagafrumvarpið. Nær
væri að vinna að afmörkuðum atrið-
um sem samstaða getur tekist um.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir brýnt að ná samstöðu í mál-
inu. „Öllum má vera ljóst að það er
óraunhæft að ljúka málinu fyrir
kosningar. Það sem út af stendur
sé tekið upp eftir kosningar. Við
framsóknarmenn leggjum áherslu á
að fá auðlindaákvæði inn í stjórn-
arskrá. Ég legg til að það fái for-
gang.“
MÁgætis leiðsögn » 18-19
Lúti „þjóðarviljanum“
Formaður VG segir lokafrágang þingsins framundan á tillögum stjórnlagaráðs
Formaður Sjálfstæðisflokks segir óábyrgt að halda jafn umdeildu máli áfram
Veiki þingið
» Stefanía Óskarsdóttir
stjórnmálafræðingur telur að
hugmyndir stjórnlagaráðs um
persónukjör veiki þingið.
» Salvör Nordal, formaður
stjórnlagaráðs, telur rétt að
velja einstök atriði úr tillög-
unum fyrir kosningar en
geyma önnur.
» Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra gaf ekki
kost á viðtali vegna ummæla
forseta.
Almannavarnir í Skagafirði ákváðu í gær að loka afmörkuðu svæði á Hofs-
ósi þar sem m.a. standa byggingar sem hýsa Vesturfarasetrið og Fána-
smiðjuna. Mikil snjóhengja er í brekku aftan við húsin en Valgeir Þorvalds-
son, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins, segir ljóst að hengjurnar geti
valdið miklum skaða fari þær af stað. Of áhættusamt þótti að reyna að
bjarga verðmætum úr húsunum í gær en staðan verður endurmetin í dag.
Ljósmynd/Sólveig Erla Valgeirsdóttir
Hættuástand vegna snjóhengja á Hofsósi
Fæðingum á
Landspítalanum
fjölgaði á síðasta
ári í fyrsta skipti
síðan 2009. Á síð-
asta ári voru
fæðingar á spít-
alanum 3.255
talsins, sam-
kvæmt bráða-
birgðatölum. Fæðingum á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
fjölgaði töluvert, voru 474 árið 2012
en árið áður voru þær 393. Ekki
hafa fengist upplýsingar um heild-
arfjölda fæðinga á landinu. »20
Fæðingum aftur
farið að fjölga á LSH
Eftir umfjöllun Morgunblaðsins í
vikunni um systkinin frá Kjóa-
stöðum hafa komið fram tveir systk-
inahópar til viðbótar sem hvor um
sig nálgast samtals 1.000 ára aldur. Í
öðrum hópnum eru 15 systkini á lífi
úr Jökulsárhlíð, samtals 981 árs, og
ná þau 1.000 ára aldri í mars 2014. Í
hinum hópnum eru 14 systkini á lífi
úr Vestmannaeyjum. Sá hópur er
samtals 992 ára og nær 1.000 ára
aldri í maí á þessu ári. Í báðum hóp-
um voru 16 systkini. »4
Ná 1.000 ára aldri
samtals í maí í vor
„Það var ansi lítið sofið, bara
vakað yfir þessu. Ég náði að halla
mér í tvo tíma annan sólarhring-
inn og þá var hinn maðurinn
hérna og svo öfugt,“ segir Sig-
urður Þ. Gunnarsson sem með fé-
laga sínum hélt dísilvélunum á
Þingeyri gangandi fyrir og um
áramót.
Til þess að skammta rafmagn
þurftu þeir að hlaupa reglulega
út í spennistöðvar til að setja
svæði inn og taka önnur út. » 12
Hlupu reglulega út
í spennistöðvarnar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Stefnt er að því að hefja byggingu
á fimm hektara gróðurhúsi undir
tómatarækt um mánaðamótin febr-
úar-mars. Byggt verður við hliðina
á Hellisheiðarvirkjun og mun fyrsti
áfangi krefjast um átta MW raf-
orku. Að sögn Sigurðar Hrafns
Kiernans, stjórnarformanns Geo-
greenhouse ehf., er stefnt að rækt-
un fjögurra gerða af kirsuberjató-
mötum sem munu fara á markað í
Bretlandi.
„Við kaupum rafmagn og heitt og
kalt vatn frá Hellisheiðarvirkjun.
Svo verða tómatarnir fluttir með
skipi frá Reykjavíkurhöfn til Imm-
ingham. Áætlað er að flytja út þrjá
40 feta gáma á viku,“ segir Sig-
urður. Verkefnið kostar um 2,2
milljarða íslenskra króna. Sigurður
segir að 1,5 milljarða króna lánsvil-
yrði liggi fyrir en viðræður standi
yfir með fjárfestum um öflun hluta-
fjár.
Fyrsti áfangi af þremur
Fimm íslenskir fjárfestar hafa
komið að undirbúningi verkefnisins
frá því það hófst árið 2008. Áætlað
er að byggingu gróðurhússins ljúki
síðsumars og á Sigurður von á því
að ræktun geti hafist í kjölfarið.
Gert er ráð fyrir að 40 manns muni
starfa við gróðurhúsið fyrst um
sinn. ,,Á þeirri lóð sem við erum
með getum við byggt 20 hektara
gróðurhús. Þessar framkvæmdir
eru fyrsti áfangi af þremur. Síðan
er stefnan að stækka upp í 10 hekt-
ara og byggja að lokum 20 hektara
gróðurhús,“ segir Sigurður. »6
Ætla að byrja ræktun í haust
Stefnt að því að hefja fljótlega byggingu á 5 ha gróðurhúsi fyrir tómatarækt