Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CCFlax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri
og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru
að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur
sem skortir eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum
www.celsus.is
Slegið í gegn í vinsældum,
frábær árangur !
Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
Erlent
Damaskus. AFP. | Yfir 60.000 manns
hafa beðið bana í átökunum í Sýr-
landi frá því að uppreisnin gegn ein-
ræðisstjórn landsins hófst fyrir 21
mánuði, að sögn embættismanna
Sameinuðu þjóðanna.
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, sagði að í lok
nóvember hefði áætluð tala látinna
verið komin í 59.648. „Í ljósi þess að
ekkert lát hefur verið á átökunum
frá því í nóvemberlok getum við gert
ráð fyrir því að tala látinna hafi farið
yfir 60.000 fyrir áramótin,“ sagði
Pillay. „Tala látinna er miklu hærri
en búist var við og er svo sannarlega
skelfileg.“
Þúsundir falla í
hverjum mánuði
Pillay sagði að ekki hefði verið
hægt að afla nákvæmra upplýsinga
um tölu látinna í desember. Meðal-
mannfallið í hverjum mánuði hefur
aukist stöðugt frá því að átökin hóf-
ust. Mannfallið var um þúsund á
mánuði sumarið 2011 og hefur verið
meira en 5.000 að meðaltali frá því í
júlí síðastliðnum.
Tugir féllu í loftárás
Ekkert lát var á blóðsúthellingun-
um í gær. Skýrt var frá því að tugir
manna hefðu legið í valnum eftir að
loftárás var gerð á bensínstöð í Da-
maskus. Uppreisnarmenn sögðu að
minnst 50 manns hefðu beðið bana í
árásinni og tugir til viðbótar særst,
þeirra á meðal mörg börn.
Yfir 60.000 biðu bana
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir að
mannfallið í Sýrlandi sé miklu meira en talið hefur verið
Yves Daccord, framkvæmdastjóri
Alþjóðaráðs Rauða krossins, hefur
varað við vaxandi fátækt í löndum í
Suður- og Austur-Evrópu vegna
efnahagskreppu.
Daccord hefur sérhæft sig í
neyðaraðstoð við fátækt, veikt og
sært fólk á helstu átakasvæðum
heimsins, meðal annars í Afganist-
an, á Gaza-svæðinu, í Afganistan,
Sómalíu, Súdan og Malí. Hann seg-
ir að alþjóðlegar hjálparstofnanir
þurfi nú að búa sig undir aukna að-
stoð við fólk í Evrópulöndum.
„Við teljum að næstu tvö til fjög-
ur árin verði mjög erfið í Evrópu,“
hefur danska dagblaðið Politiken
eftir Daccord. Hann segir að þeim
sem búi við mikla fátækt fjölgi sí-
fellt í mörgum Evrópulöndum. „Í
öðru lagi leggja Evrópuríkin minna
fé í félagslega aðstoð en áður
vegna kreppunnar. Það skapar ný
viðfangsefni fyrir Rauða krossinn
sem við höfum ekki séð áður.“
Daccord segir að ástandið sé
best í löndum á borð við Þýska-
land, Holland og Norðurlönd en
verst í Suður- og Austur-Evr-
ópulöndum. Hann nefnir Grikki og
Spánverja sem dæmi um þjóðir
sem þurfi á aðstoð að halda.
„Gríski Rauði krossinn rambar á
barmi gjaldþrots eins og Grikk-
land, þannig að við þurfum að
hjálpa honum meira en áður. Og á
Spáni er þörf á dæmigerðri
neyðaraðstoð sem yfirleitt hefur
aðeins sést í löndum utan Evrópu.
Þetta snýst um fólk sem vantar
mat að borða!“
Spáir vaxandi
neyð í Evrópu
Rauði krossinn
varar við aukinni
fátækt í álfunni
Hjálparstarf Fátækt fólk fær
matargjafir í Aþenu.
AFP
Indverskar konur mótmæla ofbeldi gegn konum í Nýju-
Delhí. Hundruð kvenna tóku þátt í göngu sem skipu-
lögð var til að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum
kynbundins ofbeldis. Mikil reiði ríkir í borginni vegna
máls 23 ára konu sem hópur manna nauðgaði í strætis-
vagni nýlega. Konan dó um helgina vegna sára sem
hún fékk í árásinni. Fimm menn hafa verið ákærðir fyr-
ir nauðgunina og indverskir fjölmiðlar sögðu í gær að
mennirnir hefðu reynt að aka strætisvagninum yfir
konuna eftir að henni var fleygt út úr honum.
AFP
Ofbeldi gegn konum mótmælt