Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
✝ Stefán Jónssonfæddist á
Minnibakka við
Nesveg 11. desem-
ber 1944. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 22.
desember 2012.
Foreldrar hans
voru Jón H. Hall-
dórsson, f. 8.4.
1917, d. 12.10. 1975,
frá Minnibakka í Skálavík og
Ásta S. Stefánsdóttir, f. 11.2.
1917, d. 3.1. 1992, frá Neskaup-
stað. Systkini Stefáns eru Dagný
Jónsdóttir, f. 3.6. 1939, gift Pétri
V. Hafsteinssyni, f. 16.10. 1939,
og Guðný H. Jónsdóttir, f. 26.3.
1958.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns
er Guðný Helgadóttir Blöndal, f.
Þorgerðar eru Kristín Erla, f.
27.9. 1998, og Bryndís Inga, f.
11.2. 2002. 4) Stefán Örn Stef-
ánsson, f. 11.9. 1977, börn hans
eru Alexander, f. 1.7. 1997, og
Gabríel Máni, f. 5.5. 2001. Alex-
ander er fóstursonur Stefáns og
Guðnýjar.
Ungur hóf Stefán störf hjá
Lýsi hf. fyrst sem sendill og síðar
á vélaverkstæðinu, meðfram
námi í vélvirkjun við Iðnskólann í
Reykjavík. Þar starfaði hann þar
til hann stofnaði sinn eigin rekst-
ur árið 1979. Árið 1992 stofnaði
Stefán ásamt sonum sínum, Jóni
og Helga, fiskvinnslu í Reykjavík
og árið 1995 stofnuðu þeir JHS
ehf. og voru með rekstur í Þor-
lákshöfn til ársins 2006 er þeir
opnuðu fyrirtæki í Bretlandi og
síðar annað árið 2009 í Kanada
og vann hann þar til dánardags.
Útför Stefáns verður gerð frá
Seljakirkju í dag, 3. janúar 2013,
kl. 15.
18.2. 1946, frá
Reykjavík, börn
þeirra eru 1) Ást-
hildur, f. 12.5. 1965,
d. sama dag. 2) Jón
Þór, f. 12.5.1967,
kvæntur Vilborgu
Lindu Indriðadóttur,
f. 9.7. 1967, börn
þeirra eru, Ásgeir
Þór, f. 1.12. 1986,
unnusta hans er
Dominique Ásgeirsdóttir, f.
14.11. 1991, Ásthildur María, f.
2.4. 1990, Stefán Þór, f. 27.12.
1997, og Indriði Þór, f. 27.12.
1997. 3) Helgi Már, f. 26.12. 1971,
kvæntur Þorgerði Ingu Sig-
urbjörnsdóttur, f. 25.7. 1978,
saman eiga þau Andra Má, f.
17.10. 2009, dóttir Helga er
Hulda Birna, f. 3.10. 1996, dætur
Elsku pabbi minn. Hér sit ég
dofinn og reyni að koma frá mér
orðum á blað þar sem mig lang-
ar að minnast þín. Erfitt er að
finna réttu orðin á stuttum tíma
enda varstu bæði faðir og vinnu-
félagi og vorum við mjög nánir
allt til dagsins í dag svo okkar
minningar eru til í heila bók.
Baráttunni er lokið í þetta sinn.
Þegar þú veiktist fyrst fyrir
tveimur árum áttum við saman
góðan tíma á sjúkrahúsinu og er
hann mér ómetanlegur. Uppgjöf
var aldrei uppi á borðinu hjá þér
í þessari baráttu en að lokum
urðum við að láta í minni pok-
ann. Ekki datt okkur, né þér, í
hug þegar við vorum úti í Bret-
landi vikuna áður en þú lést að
endalokin væru framundan. Þú
varst með hressara móti og
vannst fullan vinnudag alla þá
viku. Þú varst svo ánægður að
hafa náð þessari viku með okkur
Helga bróður sem kom frá Kan-
ada til þess að vera með okkur.
Þú varst svo stoltur af því sem
við vorum búnir að gera saman,
stoltur af verksmiðjunum okkar
í Kanada og Bretlandi sem við
reistum frá grunni. Stór verk-
efni eru framundan hér á Íslandi
sem þú varst farinn að hlakka til
að vinna að sem við bræður
munum nú klára þér til heiðurs.
Okkar samstarf var langt og far-
sælt, við vorum ekki alltaf sam-
mála um hlutina en alltaf náðum
við samkomulagi á endanum.
Þú varst vinmargur og vel lið-
inn af öllum þeim sem voru í
kringum þig. Ég mun ávallt hafa
þín gildi að leiðarljósi í lífi mínu
og þakka þér fyrir allt það sem
þú hefur kennt mér. Það verður
skrítið að hafa ekki föður sinn
sér við hlið í framtíðinni en ég
get þakkað fyrir allt sem við átt-
um saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þinn sonur,
Jón Þór.
Elskulegur bróður minn er
látinn, rétt náði að verða 68 ára.
Við ólumst upp á Minnibakka
við Nesveg, með ástríkum for-
eldrum okkar. Faðir minn vakti
mig að morgni 11. desember
1944 og sagði mér að ég væri bú-
in að fá lítinn bróðir sem kona
hefði komið með í ferðatösku.
Það var gott að alast upp á
Nesinu, þetta var ekta sveit,
nokkur hús á stangli, engar
verslanir né önnur þjónusta,
enginn sími né bíll, strætó
nokkrar ferðir á dag. Engin
læknisþjónusta, ekki sundlaug.
Við tókum tvo strætisvagna til
þess að komast í skólasund.
Skólinn var stutt frá húsinu okk-
ar og voru einungis tvær stofur
og þrír árgangar í hvorri stofu.
Á Nesinu voru allir vinir og allir
aldurshópar léku sér saman og
við pössuðum upp á hvert ann-
að.Við lékum okkur í allskonar
útileikjum. Sleðabrekka var við
húsið okkar og skautasvellið í
mýrinni og holtið með allt sitt
ævintýri, fjaran við túnfótinn.
Við syntum í sjónum, fórum í
fjöruferðir, þetta var ævintýra-
landið okkar. Á gamlársdag þá
lágum við Minnibakkakrakkarn-
ir úti í glugga og horfðum á ljós-
in í Esjunni þegar álfarnir fluttu
sig um set, við vissum það
seinna að þetta voru bílljós. Við
söfnuðum í stóra brennu í stóru
gjótuna og þar var sungið og
dansað. Það væri ósköp gott ef
fleiri börn fengju að kynnast
svona lífi.
Faðir okkar, Jón Halldór, og
systir hans Emma fluttu frá Ísa-
firði og byggðu saman parhús,
Jón bjó í öðrum endanum með
tvö börn og Emma og Jón henn-
ar maður í hinum endanum með
sex börn, við vorum því átta
Jónsbörn. Húsið skýrðu þau
Minni-Bakka eftir húsi foreldra
sinna í Skálavík. Þeir mágarnir
smíðuðu allt frá a til ö þeir voru
báðir þúsundþjalasmiðir og
mæður okkar miklar saumakon-
ur. Við Stefán fengum fallegan
bróður þann 10. október 1951 en
hann lést þrem dögum síðar.
Guðný systir okkar kom síðan í
heiminn 1958.
Stefán lærði vélvirkjun og
vann við það, síðan stofnaði
hann sitt eigið fyrirtæki og vann
við það þar til að hann kvaddi
þetta líf þann 22. desember.
Það var ekki hávaði eða læti í
kringum Stefán, hann var ljúf-
menni. Hann var mjög vandvirk-
ur í öllu sem hann gerði, enda
stutt að sækja það frá báðum
foreldrum okkar, Stefán var al-
gjör snyrtipinni.
Eftir að við systkinin stofn-
uðum fjölskyldur fórum við oft í
útilegur og ferðalög saman með
börnin okkar. Við fórum líka til
Spánar árið 1974, þá ekki með
börnin með okkur.
Mér finnst ótrúlegt að Stefán
sé farinn, við sátum hér í mat
hjá mér systkinin þrjú þann 7.
desember og áttum notanlega
stund saman – tveimur vikum
síðar er hann bara horfinn, þessi
reglusami drengur.
Stefán var mikið jólabarn og
var hann búinn að skreyta húsið
sitt allt bæði að utan og innan og
allan garðinn líka. Hann náði að
biðja Alexander fósturson sinn
um að skreyta jólatréð fyrir sig
og var hann búinn að því fyrir
hádegi.
Ég kveð kæran bróður með
söknuði, hann sagði við mig
nokkrum tímum áður en hann
kvaddi: Dæja, pabbi er kominn
að sækja mig .
Guð blessi minningu hans.
Þín systir,
Dagný Jónsdóttir.
Minn elskulegi frændi og
móðurbróðir er látinn. Við
frændur vorum miklir og góðir
vinir enda komnir af ljúfu fólki
frá Norðfirði. Stefán var vélvirki
og kunni sitt fag vel. Stefán og
synir hans ráku þurrkverk-
smiðju með fiskafurðir í Þor-
lákshöfn, Bretlandi og í Kanada,
fjölskyldan mjög samhent og
dugleg.
Elsku Didda og fjölskylda,
missir ykkar er mikill og þung-
bær.
Ég og fjölskylda mín biðjum
þess að Guð gefi ykkur styrk í
sorginni. Megi Stefán hvíla í
friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ársæll Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við góðan vin,
sem fer allt of fljótt frá okkur. Á
svona tímamótum rifjast margt
upp, sem ekki verður allt talið
hér. En útilegurnar og húsbíla-
ferðir eru ógleymanlegar.
Margt er brallað í útilegum.
Einu sinni á Bryggjuhátíð á
Drangsnesi var slegið upp grá-
sleppuveislu á tjaldstæðinu.
Frændi minn bjó þar og gaf mér
kassa af siginni grásleppu, það
var náð í kartöflur frá Bakka-
gerði. Stefán og Didda suðu
signa fiskinn og svo var borðum
og stólum úr fellihýsum og bíl-
um safnað saman og maturinn
borðaður af bestu lyst. Við vor-
um þá líklega tíu saman og við
vorum öfunduð af öðrum á tjald-
stæðinu. Þessi veisla er oft rifj-
uð upp. Síðast í sumar fórum við
í þrjár góðar helgarferðir sam-
an, þá var glatt á hjalla hjá okk-
ur. Í berjaferðum voru berin
ekki alltaf það sem skipti máli
heldur samveran. Takk fyrir
góðar ferðir.
Stefán og Jökull unnu saman
fyrir fjörutíu árum og hafa verið
vinir síðan, svo komum við hin í
fjölskyldunni inn í myndina og
hafa fjölskyldurnar átt margar
góðar stundir saman. Ótal af-
mæli, fermingar og margt fleira.
Takk fyrir þessar minningar.
Stefán var höfðingi heim að
sækja, gestrisinn mjög. Stefán
var mjög vandvirkur með allt
sem hann gerði og algjör snyrti-
pinni. Mjög duglegur og vinnu-
samur, alltaf að. Þegar aðrir
voru komnir í sólstólana í úti-
legum var hann að pússa bílinn
og aðgæta hvort allt væri í lagi.
Það var ekki hávaði í þessum
prúða manni, nei en glettnin á
sínum stað.
Farðu í friði kæri vinur, þín
er sárt saknað.
Elsku Didda og stórfjölskyld-
an öll, innilegar samúðarkveðj-
ur, Guð gefi ykkur styrk til að
takast á við framtíðina.
Hlíf, Jökull og börn.
Ég hef svo oft lesið í bókum
um menn sem deyja hetjulega,
hetjan stendur með sverð og
skjöld berst við skrímsli og for-
ynjur og berst dyggilega, en er
særður af óvinum og að lokum
er honum veitt náðarhöggið,
hann er borinn af vígvelli af her-
mönnum sem sameinast, heiðra
minningu hans, og hans verður
ávallt minnst sem hetju sem
barðist og vann margar orrustur
og bardaga, varði fjölskyldu og
vini gegn óvinunum.
Þetta er mér efst í huga þeg-
ar ég hugsa um Stefán Jónsson,
sem barðist við illvígan sjúk-
dóm, eins og hetjurnar í sög-
unum, sem að lokum hafði hann
undir. Eftir stendur fjölskyldan,
vinirnir og fólkið sem unni hon-
um og leit upp til hans, við sitj-
um sem frosin, tár læðist niður
kinn af minnsta tilefni og sorgin
er mikil og missirinn líka. Í dag
sameinumst við og minnumst
lífs Stefáns, sem ég með stolti
gat kallað vin, hann var í mínum
huga stórmerkilegur maður,
hann vann alla tíð hörðum hönd-
um að því að halda fjölskylduni
saman, því að fjölskyldan var
honum allt.
Sannarlega er fallin frá fyr-
irmynd, hann var í mínum huga
eins og eiginmenn, pabbar og af-
ar eiga að vera, ástríkur, traust-
ur, virðulegur, nákvæmur og svo
miklu meira en það.
Elskulegust Didda mín,
Hulda Birna, Ninný, Jón, Helgi,
Stefán og fjölskyldur ykkar, ég
sendi ykkur mínar innilegustu
hjartans samúðarkveðjur. Minn-
ingin lifir í hjörtum okkar allra
sem ljós í myrkri.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sara María Björnsdóttir.
Jólabarnið Stefán kvaddi
þennan heim á aðventunni, hann
hafði náð að skreyta húsið sitt
með fallegum jólaljósum áður en
hann þurfti að leggjast inn á
sjúkrahús þaðan sem hann átti
ekki afturkvæmt.
Nú heldur þú vinur, heilög jól
í hásölum fegri geima,
og ljómann þú sérð um lambsins stól
og ljúfa þú greinir hreima.
Hve sælt er að mega sjá þá dýrð
þótt söknuður búi heima.
(Á.J.)
Vinahópurinn kveður í dag
Stefán Jónsson.
Það er sárt þegar vinur kveð-
ur, vinur sem ekki er orðinn
„gamall“ Stefán er annar úr
hópnum sem kveður þetta líf.
Við erum minnt á að ekkert er
víst, við sem ætluðum að verða
gömul og á elliheimilinu yrði
kátt og hlegið mikið, þessi vina-
hópur er búinn að hlæja mikið
saman og má segja að hláturinn
hafi verið einkenni hópsins.
Við höldum áfram veginn og
geymum minningarnar sem við
eigum öll.
Vinur kæri! Vegir skilja hér,
vakir sífellt hjá oss minning þín,
gegnum dauðans dapra hliðið, er
dagur æðri heima til vor skín,
augum vorum lýsir hann frá harmi
heim að Drottins milda föðurarmi.
Ástarþakkir, kæri vinur vor,
vorar hjartans óskir fylgja þér,
þó oss séu þung og erfið spor
þig að kveðja, í trúnni sjáum vér
endurfunda áfangann’ oss lýsa,
upp af hafi saknaðar er rísa.
Guðs í friði far þú, vinur kær,
fagnaðarins bjarta landið á.
Eins og vorsins blíður morgunblær
berast til þín kveðjur vinum frá,
þar til brostnu tengslin tengir aftur
tilverunnar alheimsríkis kraftur.
( Á.J.)
Við vottum Diddu, Alexander,
sonum, tengdadætrum,
barnabörnum og öðrum ástvin-
um okkar dýpstu samúð.
Minning þín lifir kæri vinur.
Halldóra, Rannveig, Hlíf
og Jökull, Hrefna og Jón,
Sigrún og Brynjólfur,
Bergljót og Rútur.
Stefán Jónsson HINSTA KVEÐJA
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við
dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft
saknar,
er horfnum stundum, ljúfum,
dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju
mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir
eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs
ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Þín barnabörn,
Ásgeir Þór, Ásthildur
María, Stefán Þór
og Indriði Þór.
✝
Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN ÚLFAR LÍNDAL,
áður til heimilis í Lálandi 23,
Reykjavík,
sem lést 25. desember, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn
4. janúar kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtökin
Þroskahjálp eða Afmælissjóð Jóns Úlfars Líndal, bankanúmer
0111- 05-261084, kt. 120752-6509.
Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson,
Björn Líndal, Sólveig Eiríksdóttir,
Páll Jakob Líndal, Sigurlaug Gunnarsdóttir
og systkinabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
SKJÖLDUR ÞORGRÍMSSON,
Skriðustekk 7,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu-
daginn 20. desember, verður jarðsunginn frá
Áskirkju mánudaginn 7. janúar kl.13.00.
Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir,
Una Svava Skjaldardóttir, Chuck Rogers,
Þorgrímur Skjaldarson,
Tryggvi Lúðvík Skjaldarson, Halla María Árnadóttir,
Ásthildur Skjaldardóttir, Birgir Aðalsteinsson,
Guðbjörg Skjaldardóttir, Sigurður Árnason,
Guðrún Viktoría Skjaldardóttir, Björn Guðmundsson,
barnabörn, langafabörn og langalangafabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN LILJA BERGÞÓRSDÓTTIR,
Suðurbraut 2,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítala laugardaginn
22. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnardeildina
Hraunprýði.
Marel Eðvaldsson,
Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir,
Örn Marelsson,
Ingibjörg Marelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við
andlát eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, dóttur og tengdadóttur,
INGIBJARGAR ERLU JÓSEFSDÓTTUR,
Þrastarási 16,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 10. desember.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk 11B, 11E og 12E fyrir
hlýju og frábæra umönnun í veikindum Ingibjargar.
Torfi Karl Antonsson,
Jósef Trausti Magnússon, Sarah Knappe,
Sveinhildur Torfadóttir, Rodolfo Varea,
Erla Hjördís Torfadóttir,
Alexander Birgir, Rakel Anna, Natan Oliver,
Maximiliano Andrés,
Aðalheiður Helgadóttir,
Sveinhildur Torfadóttir.