Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
✝ Björn T. Gunn-laugsson fædd-
ist á Bakka í Víði-
dal 25. september
1926. Hann lést á
Droplaugarstöðum
16. desember 2012.
Foreldrar hans
voru Gunnlaugur
A. Jóhannesson, f.
16. nóv. 1894, d. 1.
jan. 1970, og Anna
Teitsdóttir, f. 1.
des. 1895, d. 10. júlí 1978.
Systkini Björns eru: Ingibjörg,
f. 7. júní 1922, látin, Jóhanna, f.
22. feb. 1924, Teitur, f. 20. maí
1925, látinn, Jóhannes, f. 9.
ágúst 1929, Elísabet, f. 13. júlí
1932, Aðalheiður, f. 30. okt.
1934, Egill, f. 29. sept. 1936, lát-
inn, Ragnar, f. 17. mars 1941.
Hinn 17. mars 1953 giftist
Björn Helgu Ágústsdóttur, f.
17. mars 1934. Foreldrar henn-
ar voru Ásdís Eiríksdóttir og
Halldórsdóttur 3) Sigurveig, f.
8. feb. 1960, maki Árni S. Egg-
ertsson, f. 19. mars 1956, synir
þeirra eru: a) Björn, í sambúð
með Hrefnu Rósu Sætran, barn:
Bertram Skuggi, b) Eggert Jó-
hann, í sambúð með Söndru
Björgu Sigurjónsdóttur, barn:
Lára Björk. 4) Gunnlaugur
Auðunn, f. 22. des. 1961, í sam-
búð með Jóhönnu Sveinsdóttur,
f. 3. sept. 1967, börn hans eru
a) Sólveig Helga, b) Björn Ari.
Björn ólst upp í foreldra-
húsum til 17 ára aldurs, flutti
þá til Reykjavíkur og bjó þar til
æviloka. Björn var í Hand-
íðaskólanum veturinn 1945-46,
lauk námi í húsgagnasmíði frá
Iðnskólanum í Reykjavík árið
1950. Hann starfaði við iðnina
hjá öðrum til 1954, en byrjaði
þá eigin rekstur við að smíða
og selja húsgögn til ársins
1982. Þá stofnsetti hann inn-
römmunina Rammann og starf-
aði þar ásamt konu sinni allt til
ársins 2005. Björn dvaldi á
Droplaugarstöðum sl. níu mán-
uði.
Björn verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju í dag, 3. janúar
2013, kl. 13.
Ágúst Erlendsson.
Börn Björns og
Helgu eru: 1) Sig-
urbjörg, f. 28. júlí
1953, d. 4. jan.
1992, maki Har-
aldur Magnússon,
f. 17. feb. 1953,
börn þeirra eru: a)
Unnur Ósk, maki
Bragi Hreinn Þor-
steinsson, börn:
Sigurbjörg Sara og
Eyrún Birna, b) Helga Björk, í
sambúð með Björnar Ness,
barn: Bendik, c) Magnús Már, í
sambúð með Aþenu Mjöll Pét-
ursdóttur, börn: Elías Breki og
Sigurbjörg Embla. 2) Anna Ás-
dís, f. 17. mars 1957, maki Kol-
beinn Gunnarsson, f. 19. okt.
1956, börn þeirra eru: a) Heiðar
Ingi b) Svanfríður Helga, börn:
Emelíana Tea, Birgitta Mary og
Auður Birta, c) Gunnar Björn, í
sambúð með Sigurbjörgu Ernu
Mér er það ljúft og skylt að
skrifa nokkur minningarorð um
elskulegan föður minn sem lést í
vikunni fyrir jól. Ef ég horfi til
baka koma fyrst og fremst upp í
hugann þau forréttindi, að hafa
haft pabba alltaf innan seilingar í
æsku, þar sem hann rak hús-
gagnaverslun og verkstæði í sama
húsi og við bjuggum í. Þangað var
gott að leita og fá að fylgjast með
pabba við störf sín, hjálpa honum
að sópa sagið af gólfinu eða fá að
smíða eitthvað úr spýtuafgöng-
um, sem var alltaf velkomið af
hans hálfu. Pabbi var mikill lista-
maður þegar kom að ýmiskonar
handverki, þar má nefna hús-
gagnahönnun, smíðisgripi, teikn-
ingar, málverk og útskurð sem
prýddu heimili okkar. Ég man að
pabbi gerði marga hluti sem mér
fannst mjög merkilegir þegar ég
var barn, hann var t.d. um tíma í
Húnvetningakórnum og ég naut
þess að hlusta á þegar hann var að
æfa sig heima. Hann fór líka í
Dale Carnegie og vann þar í verð-
laun nokkra penna fyrir góða
frammistöðu og fannst manni
mikilfenglegt að handfjatla þessa
penna og var ég mjög stolt að eiga
svona flottan pabba. Við fjölskyld-
an ferðuðumst mikið um landið og
var það fastur liður að pabbi
stoppaði bílinn einhvers staðar út
í vegkanti í þeim tilgangi að taka
ljósmynd, þessi ljósmyndataka
gat tekið drjúgan tíma því pabbi
lagði á það mikla áherslu, að ná
sem bestu sjónahorni af myndefn-
inu, en á meðan sátum við hin inni
í bíl og biðum oft við litla hrifn-
ingu á tímalengdinni. En það var
fljótt að gleymast þegar ferðinni
var haldið áfram, með von um að
langt væri í næsta myndastopp.
Það sem einkenndi pabba eink-
um var yfirvegun, húmor og
þakklæti fyrir allt sem fyrir hann
var gert. Mér er það minnisstætt
þegar ég kom til hans á Droplaug-
arstaði nú á haustdögum og
spurði hann hvernig hann hefði
það, hann svaraði því til að hann
hefði verið andvaka undanfarið,
því hann hefði verið að velta því
fyrir sér hvort hann ætti bágt.
Þegar ég innti hann eftir því hvort
hann hefði komist að einhverri
niðurstöðu svaraði hann: „Já, að
því gagnstæða, það eru allir svo
góðir við mig, að ég hef enga
ástæðu til að kvarta.“
Að leiðarlokum þakka ég elsku
pabba mínum samfylgdina og fyr-
ir allt það góða sem hann hefur
kennt mér á lífsleiðinni.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín dóttir,
Sigurveig.
Nú er komið að því að kveðja
þig elskulegi pabbi minn, þú sem
aldrei varst veikur, og varst alltaf
svo sterkur, en að lokum kom
sjúkdómur sem dró þig niður.
Líka var það að þú varst hættur
að vinna, það átti ekki við þig og
dró þig mikið niður, þú varst bú-
inn að vinna í þínu fyrirtæki svo
lengi og ekki man ég eftir þeim
degi sem þú mættir ekki í vinnu,
vá hvílíkur dugnaður og elja í þér,
það var ekkert verkefni það stórt
að þú gætir ekki klárað það.
Ég hef hugsað mikið hvað mað-
ur er heppinn að eiga svona góðan
pabba og svona góða fyrirmynd,
þú gast allt. Ef eitthvað bilaði lag-
aðir þú það, hvort sem það var
leikfang sem brotnaði eða heim-
ilistæki. Þú gast málað, smíðað og
svo varstu listamaður sem hefði
náð langt ef þú hefðir kosið að
fara þá braut, hvort sem það var
að mála með litum eða teikna með
blýanti.
Þú valdir að gerast húsgagna-
smiður og þar varstu listamaður.
Þú lærðir að skera út og listaverk-
in sem spruttu frá þér, hvort sem
það voru fíngerðir hlutir eins og
prjónastokkurinn hennar
mömmu eða eitthvað í íbúðinni
sem þú vildir gera fallegt. Svo var
það hugvitið sem var á bak við alla
hluti hjá þér, þú varst búinn að
hugsa alla hluti út í smæstu smá-
atriði.
Ég man þegar við feðgar fórum
í göngutúr saman á sunnudags-
morgni, en það var eini dagurinn
sem þú áttir eitthvert frí. Við
löbbuðum meðfram ströndinni við
Skúlagötuna og horfðum niður í
fjöru og vorum að skoða dýralífið
við sjóinn. Svo fór ég að fara með
þér þegar þú varst að keyra út
húsgögnin, það var góður skóli
hvað þú gast komið miklu í litla
station-bílinn með því að raða
húsgögnunum á ákveðinn og út-
hugsaðan máta og hvernig þú
beittir líkamanum við að bera
húsgögnin, vá hvað maður lærði
mikið á að vera með þér.
Þú varst alltaf svo réttsýnn, all-
ir voru jafnir og það mátti ekki
mismuna, þú varst líka svo hæv-
erskur, ekki mátti trana sér fram
og ekki átti að vera með yfirgang,
röðin kom að þér. Ég man þegar
við fórum til Spánar öll fjölskyld-
an og við vorum að bíða eftir her-
berginu okkar á hótelinu. Við
krakkarnir vorum orðin óþreyju-
full, og vildum troða okkur framar
í röðina, en þú varst rólegur og ró-
aðir okkur niður, við urðum að
bíða. Svo kom að okkur með þeim
síðustu og við fengum svítuna;
herbergi á tveimur hæðum með
einkasundlaug! Þá sagðir þú að
það borgaði sig að bíða.
Elsku pabbi minn, þú ert sko
aldeilis góð fyrirmynd í einu og
öllu, þú ert örugglega besti pabbi í
heimi, þó að manni hafi ekki fund-
ist það þegar maður mátti ekki
þetta eða hitt eða þurfti að bíða,
en þegar maður lítur yfir farinn
veg og þroskast sér maður hvað
þú hefur verið góður pabbi og vil
ég líkjast þér. Takk fyrir að vera
mér svo góður pabbi og kenna
mér alla góðu siðina og verk-
lagnina.
Gunnlaugur A. Björnsson.
Elsku afi minn, nú þegar ég
hugsa til baka koma í huga mér
ótal góðar minningar sem við
upplifðum saman. Gamlar minn-
ingar úr Rammanum, ótal minn-
ingar úr Rauðarárstíg og nýjar úr
Droplaugarstöðum, ásamt öllum
hinum. Sú sem kemur alltaf fyrst í
huga mér er sú er ég sat hjá þér
og þér tókst að plata mig ótal
sinnum með því að taka af þér
þumalinn, og láta þessa feikna
kúlu á úlnliðnum myndast og
hverfa til skiptis. Grallarinn var
alltaf til staðar í þér og var húm-
orinn það líka. Það sýndi sig þó að
veikindin væru orðin mikil og lík-
aminn stirður, þá hélstu áfram að
plata mig með þumlinum.
Ég er glaður og þakklátur fyrir
að eiga þessar minningar með
þér. Þær veita mér yl og minna
mig á hve skemmtilegur og ljúfur
maður þú varst.
Ég vona að ósk þín hafi ræst og
að þú hafir átt ánægjuleg jól
heima á Bakka. Takk fyrir allt
sem þú hefur veitt mér og kennt
mér, elsku afi minn.
Gunnar Björn.
Þegar ég man fyrst eftir, þá
var Bjössi bróðir byrjaður á sínu
iðnnámi í Reykjavík, svo við vor-
um ekki samtíða heima á Bakka
nema þegar hann kom heim í jóla-
og sumarfríum. Það var mikið til-
hlökkunarefni hjá okkur sem
heima vorum, þegar eldri systk-
inin komu heim um jólin sem þau
gerðu þar til þau stofnuðu sín eig-
in heimili.
Eftirminnilegasta jólagjöfin
sem ég hef fengið var bíll sem
Bjössi hafði smíðað og gaf mér
þegar ég var 6 ára. Hann var listi-
lega smíðaður úr tré og stíflakk-
aður svo hann glansaði allur. Ég
hef sennilega aldrei verið stoltari
af nokkrum bíl sem ég hef eign-
ast. Þessi bíll var eina leikfangið
sem maður átti og gat leikið sér að
innandyra. Oft var beðið með að
gera við hluti þar sem sérstaka
vandvirkni þurfti við þar til Bjössi
kæmi. Það lék allt í höndunum á
honum, hann gerði við klukkur,
diska sem höfðu brotnað og hvað
annað sem gera þurfti við og var
fljótur að sjá það sem betur mátti
fara. Eitt sinn þegar Bjössi var
heima fór hann að tala um hvort
ekki væri vatn uppi í ásnum fyrir
ofan bæinn. Á þessum tíma var
vatn tekið neðan við ásinn en halli
var lítill heim og vatn ekki nægj-
anlega gott. Eitt kvöld tók hann
sér skóflu í hönd og fór að grafa
holur á litlum grasbletti í ásnum
beint fyrir ofan bæinn. Enginn fór
með honum þar sem ekki þótti lík-
legt að þarna fyndist vatnsból. En
morguninn eftir var ein holan full
af vatni, þarna var komið mjög
gott vatn sem var virkjað og notað
enn í dag. Það hefur verið mikið
afrek þegar þau Helga réðust í að
kaupa sér húsnæði á Hverfisgötu
125 fljótlega eftir að hann lauk
námi í húsgagnasmíði. Hann inn-
réttaði sér verkstæðis- og versl-
unarpláss í skúr við hliðina á hús-
inu, ásamt tækjum. Hann byrjaði
síðan að smíða og selja húsgögn
sem hann hannaði sjálfur, t.d. eld-
húskolla sem urðu mjög vinsælir
og sterkir og fór lítið fyrir þeim.
Þau voru afar samhent hjónin í
smekkvísi, nægjusemi, og ráð-
deild og bar heimili þeirra þess
ótvíræð merki. Þegar vantaði föt
á börnin þá saumaði Helga þau og
Bjössi smíðaði húsgögnin og var
þetta allt betur gert en fékkst í
búðum. Heimili þeirra prýddi
einnig málverk eftir Bjössa og út-
saumur eftir Helgu. Það var mik-
ið áfall fyrir þau þegar elsta dóttir
þeirra var kölluð burt eftir erfið
veikindi, frá eiginmanni, þrem
ungum börnum og fallegu heimili,
mér er nær að halda að þau hafi
aldrei náð sér að fullu eftir þenn-
an mikla missi.
Margs er að minnast, margt
ber að þakka og margar glaðar
stundir lifa í minningunni. Gaman
var að hlusta á Bjössa segja frá
sínum uppvaxtarárum heima á
Bakka. Við Bakkasystkini þökk-
um alla greiðasemina sem þótti
alltaf sjálfsögð hvernig sem á stóð
hjá honum, t.d. þegar hann sótti
Jóa bróður á sjúkrahús suður á
Ítalíu þar sem hann hafði gengist
undir hjartaskurð, það var mikill
léttir fyrir okkur þegar hann tók
það að sér. Nú er Bjössi bróðir
kominn yfir móðuna miklu ég veit
að þar hefur verið tekið vel á móti
honum og hann hefur komið með
sitt bros á vör.
Við sendum Helgu og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ragnar og fjölskylda.
Bjössi frændi frá Bakka í Víði-
dal hefur lokið lífsgöngu sinni.
Saddur lífdaga fékk hann hægt og
friðsælt andlát. Hann fékk í
vöggugjöf einstakt lundarfar og
sérstaka kímnigáfu sem ein-
kenndi allt hans líf. Í nærveru
hans leið manni alltaf vel.
Bjössi var elsti bróðir mömmu
minnar og milli þeirra ríkti sann-
ur kærleikur og væntumþykja
sem við systkinin nutum góðs af.
Við leiðarlok streyma fram
bjartar minningar um kæran
frænda, minningar allt frá
bernsku til fullorðinsára. Systkin-
in frá Bakka voru afar samrýmd
og til marks um það þá bjuggu
þau fjögur sem settust að í
Reykjavík lengst af í sama hverf-
inu.
Bjössi var afar listfengur og
mikill völundur á tré. Ævistarf
hans var húsgagnasmíði og lengi
rak hann húsgagnasmíðaverk-
stæði og síðar húsgagnasölu í
kjallaranum á Norðurpólnum efst
á Hverfisgötu. Fjölskyldan bjó á
efri hæðinni og oft naut ég þar
greiðasemi og gistingar. Hin
mikla bílaumferð fyrir utan húsið
er mér í barnsminni og löngum
stundum var setið við gluggann
og bílarnir sem framhjá óku hrað-
taldir. Fyrir ungan dreng af
landsbyggðinni var það mikil
háskaför að ganga fram fyrir hús-
ið yfir í smíðastofu Bjössa. Ekki
dró það úr áhættunni að handan
götunnar var varðstöð lögregl-
unnar og ekki vildi maður ganga í
flasið á laganna vörðum.
Bjössi var listateiknari. Af
þeim málverkum að dæma sem
eftir hann liggja þá er ég þess full-
viss að hann hefði orðið þekktur
listmálari ef hann hefði lagt þá
listgrein fyrir sig.
Aldrei minnist ég þess að
Bjössi hafi verið að flýta sér. Fóru
honum þó verkin vel úr hendi ekki
síður en öðrum. Þar réð mestu hin
létta lund og gott verksvit. Þó að
hann væri heimakær hafði hann
yndi af því að ferðast. En vana-
fastur var hann. Þannig heimsótti
fjölskyldan æskustöðvarnar á
Bakka í tiltekinni viku sumars ár
hvert og í áratugi bókuðu þau
Helga og Bjössi sömu vikurnar á
hóteli á Ensku ströndinni á Kan-
arí.
Ungur giftist Bjössi Helgu
Ágústsdóttur og voru þau ást-
fangin hvort af öðru í yfir 60 ár.
Þó svo að þau hafi verið um margt
afar ólík þá gátu þau aldrei hvort
af öðru séð. Unnu saman, ferðuð-
ust saman og lifðu saman. Þau
áttu miklu barnaláni að fagna en
þegar Guð tók hana Sissu, elstu
dóttur þeirra til sín, frá þeim og
ungum börnum hennar var eins
og strengur í brjósti þeirra hjóna
brysti sem ekki tókst að græða til
fulls á ný. Sissa var einstakur
gleðigjafi, einstök frænka, sem
var sárt saknað af öllum sem
henni kynntust.
Síðustu mánuðina dvaldi Bjössi
frændi á Droplaugarstöðum.
Heiðríkjan og glettnin fylgdu
Bjössa fram í andlátið og fékk
starfsfólkið sem hann dásamaði
svo mjög að njóta þess. Þegar
göngugrindin var orðin hans
helsta farartæki fannst starfs-
fólkinu hann stundum fara helst
til ógætilega. Einhverju sinni
þegar hann vildi áfram var hann
beðinn um að bakka. „Auðvitað
get ég það,“ svaraði hann „ég er
nú einu sinni frá Bakka“.
Fyrir hönd systkina minna
sendi ég Helgu, börnum hennar,
barnabörnum og barnabarna-
börnum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
okkar kæra frænda.
Halldór Árnason.
Þá hefur hann Bjössi vinur
okkar til margra áratuga kvatt
þetta jarðlíf án mikilla átaka.
Hann var ekki maður hávaða og
fór um hægt og hljótt. Hann var
ákaflega léttur á sér og munaði
ekki um að skokka upp fjallshlíð
ef því var að skipta. Húmorinn
var aldrei langt undan, þrátt fyrir
erfið veikindi síðari ár þar sem
parkinson hafði sótt hann heim.
Fyrir 21 ári misstu Bjössi og
Helga frumburð sinn hana Sissu,
sem lést úr krabbameini aðeins 37
ára gömul frá manni og þremur
ungum börnum. Sú erfiða reynsla
markaði djúp spor í sálu þeirra
hjóna, en þau höfðu ekki val um
annað en að halda áfram eins og
svo margir aðrir í þeirra sporum
hafa gert.
Við viljum þakka Bjössa sam-
fylgdina og erum viss um að hann
sé kominn heim í heiðardalinn,
kominn heim með slitna skó, kom-
inn heim að heilsa mömmu, kom-
inn heim í leit að ró. En þessar
laglínur voru í uppáhaldi hjá hon-
um.
Elsku Helga, Anna Dísa, Veiga
og Gulli, við samhryggjumst ykk-
ur og fjölskyldum ykkar og ósk-
um ykkur guðs blessunar.
Gyða og Baldvin.
Björn T.
Gunnlaugsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HAUKUR ÓLAFSSON
skipstjóri,
Norðfirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
miðvikudaginn 26. desember.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstu-
daginn 4. janúar kl. 14.00.
Valborg Jónsdóttir,
Ólafur Hauksson, Svala Guðjónsdóttir,
Sigurbergur Hauksson, Álfdís Ingvarsdóttir,
Þór Hauksson, María Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN V. GUÐJÓNSSON,
fyrrum framkvæmdastjóri,
Fornuströnd 9,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
F. h. aðstandenda,
Elísabet Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson, Sigrún Ásta Bjarnadóttir,
Hafdís Jónsdóttir, Björgúlfur Andrésson.
✝
Bróðir minn og frændi okkar,
TRYGGVI SIGURÐSSON,
Fagurhólsmýri,
verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum
laugardaginn 5. janúar kl. 14.00.
Nanna Sigurðardóttir,
Sigríður, Helga og Halldóra Oddsdætur
og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Lagarási 12,
Egilsstöðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands laugar-
daginn 22. desember.
Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 5. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Gyða Vigfúsdóttir, Sigurjón Bjarnason.