Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ísland er tifandi tímasprengja 2. „Bíllinn er algerlega ónýtur“ 3. Reyndu að keyra yfir konuna 4. Hannes Kristmundsson látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tískuljósmyndarinn eftirsótti Saga Sig. sem býr og starfar í Lundúnum, biður íslenska Facebook-vini sína um aðstoð þar sem hún sé að leita að „dömu á aldrinum 35 eða eldri fyrir myndatöku“ sem þurfi „helst að vera með mjög sítt hár og náttúruleg í út- liti“. Þá sé hún einnig að leita að út- lendingum fyrir myndatöku um helgina og biður áhugasama um að senda sér skilaboð á Facebook eða póst á sagasig@gmail.com. Þess má geta að handbókin Hárið, eftir Theo- dóru Mjöll sem Saga tók ljósmyndir fyrir, rann út eins og heitar lummur fyrir jól. Ein af ljósmyndum Sögu úr þeirri bók sést hér. Með mjög sítt hár og náttúruleg í útliti  Sýningunni Teikning – Þvert á tíma og tækni, lýkur á sunnudaginn í Þjóðminjasafni Íslands og af því tilefni mun Dúó Stemma, þau Her- dís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleik- ari, spila á stokka og steina, kl. 14.30 og 15.30. Dúóið hlaut við- urkenningu IBBY-samtakanna árið 2008 fyrir framlag sitt til barnamenn- ingar á Íslandi. Dúó- ið hefur flutt dagskrá í grunnskólum og leikskólum á Íslandi og í Hollandi í mörg ár. Dúó Stemma spilar á stokka og steina Á föstudag Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu, fyrst sunn- anlands, en sunnan 5-10 m/s og skýjað en úrkomulítið á NA-landi. Hlýnandi, hiti 5 til 10 stig síðdegis. VEÐUR Leitaði svara um handboltann Get loksins sest einhvers staðar að Fjögurra leikja sigurganga Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var óvænt stöðvuð í gærkvöld. Ólík- legasta liðið af öllum í deildinni var þar að verki, því botnlið QPR sem hafði unnið einn af fyrstu 20 leikjum sínum á tímabilinu gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú stig á Stamford Bridge. Everton og Liverpool unnu einnig sína leiki í gærkvöld. »1 Botnliðið stöðvaði Chelsea á Brúnni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það varð rafmagnslaust hjá okkur aðfaranótt 29. desember og raf- magnið kom ekki fyrr en um klukk- an hálfátta í gærkvöldi [fyrra- kvöld],“ sagði Elísa Ösp Valgeirsdóttir, skólastjóri í Árnesi á Ströndum. Rafmagnslaust var í Árneshreppi í þrjá og hálfan sólarhring yfir ára- mótin. Elísa Ösp býr í Árnesi ásamt Ingvari Bjarnasyni, eiginmanni sín- um og þremur börnum þeirra, Kára, Þóreyju og Arneyju. „Föðurbróðir minn er með ljósa- vél og bauð mér og foreldrum mín- um að koma og vera hjá sér um ára- mótin þannig að við gætum horft á sjónvarp, haft ljós og eldað mat,“ segir Elísa en föðurbróðir hennar býr á næsta bæ. Héldu hita með einum ofni „Við vorum búin að elda hluta af matnum á gasi. Svo fórum við með afganginn til hans og lukum við að elda hjá honum á gamlársdag,“ seg- ir Elísa. Hún segir að ekki hafi verið hægt að hafast við í húsi þeirra á gaml- ársdag vegna kulda. „Við höfðum engan hita hjá okkur og erum með þrjú ung börn. Það var orðið mjög kalt þannig að við fluttum heim til foreldra minna. Þau geta sett raf- magnskapal yfir til sín [frá föð- urbróður hennar] og kveikt á einum ofni. Það munar um einn ofn,“ segir Elísa. Spurð að því hvernig börnunum hafi liðið í rafmagnsleysinu sagði hún: „Þau eru orðin nokkuð vön þessu, þessi eldri. Þeirri litlu var farið að leiðast þetta. Alltaf myrkur og ekk- ert hægt að hreyfa sig því það voru alls staðar kerti.“ Spurð að því hvort hægt hefði verið að halda í hefð- irnar með matinn um áramótin sagði hún: „Við björguðum okkur bara. Við breyttum ekki neinu. Náð- um að græja þetta allt saman og sjóða humarsúpuna á gasinu. Það er allt hægt en þetta hættir alveg að vera skemmtilegt og „kósí“ eftir tvo tíma, hvað þá eftir 84 tíma, þegar húsið er orðið ískalt og fólk vill helst vera undir sæng.“ Í gær var fjölskyldan komin aftur heim en húsið var ennþá nokkuð kalt. „Svona hús hitna ekki alveg á hálfum sólarhring,“ sagði Elísa. Spurð út í færð og veður sagði hún: „Ég held að það sé ekki alveg farið að hreinsa hér innan sveitar en það er orðið ágætis veður núna og þetta er allt að lagast. Allt á upp- leið.“ Humarsúpan elduð á prímus  Nýju ári fagnað án rafmagns í Árneshreppi Rafmagnslaus Elísa Ösp Valgeirsdóttir með yngstu dóttur sína, Arneyju Ingvarsdóttir, á jóladag. Þá vissu þær ekki að fjölskyldan myndi vera rafmagnslaus um áramótin og yrði að elda með gasi og halda hita með einum ofni. „Við fögnuðum rafmagni og nýju ári í gær [nýársdag]. Það var ekki hægt að skjóta upp á gamlárs- kvöld. Var ógeðslega leiðinlegt veð- ur,“ sagði Elísa Ösp Valgeirsdóttir spurð að því hvort þau hefðu náð að skjóta upp flugeldum á gamlárs- kvöld. Þau náðu að sjá sjónvarp hjá föð- urbróður hennar á gamlárskvöld, meðal annars áramótaskaup RÚV. Spurð að því hvað henni hefði þótt um skaupið sagði hún: „Mér fannst svolítið ljótt orðbragð í skaupinu. Ég horfði á þetta með börnunum mínum þremur, sem eru ellefu ára og yngri. Það hefði mátt vanda sig aðeins meira því þetta er ekki bara ætlað fullorðnum. Börn hafa ekkert vit á kom- menntakerfi DV. Það má ekki alveg gleyma þeim í þessum þætti.“ Ljótt orðbragð í skaupinu ÁRAMÓTAFÖGNUÐUR Í ÁRNESHREPPI Dísilrafstöð á næsta bæ kom sér vel í raf- magnsleysinu. Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er kominn til síns fimmta félags á fimm árum en er bjartsýnn á að dvöl hans hjá Nijme- gen í Hollandi verði löng eftir að hann samdi þar til ársins 2016. „Það er bú- ið að vera mikið flakk á mér en nú get ég loksins slakað á og sest einhvers staðar að,“ segir Guðlaugur Victor. Hann lék síðast í Bandaríkjunum og segir að þangað eigi evrópskir fót- boltamenn ekki að fara fyrr en eftir þrítugt. »4 SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og suðvestan 5-10 og úrkomulítið. Austan 10-20 og rigning í kvöld, hvassast með suðurströndinni. Hiti nálægt frostmarki fyrir norðan, annars hiti 1 til 7 stig. Konráð Olavsson, fyrrverandi landsliðsmaður, leitaði svara um ágæti Íslands í handbolt- anum í meistararitgerð sem var lokaverkefni hans í þjálf- aranámi hjá Handknattleiks- sambandi Evrópu. „Vanalega hefur maður útskýrt þetta bara með skyri, lýsi og vík- ingablóði en ég hélt að það yrði gaman að svara þessu einu sinni á einhvern vitræn- an hátt,“ segir Konráð. »2-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.