Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Árið 2012 var sérlega sólríkt bæði suðvestanlands og á Norðurlandi. Sólskinsstundir mældust um 1585 í Reykjavík á árinu og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri, árið 1924. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 1415 og hafa aldrei mælst fleiri á einu ári. Þetta er reyndar nærri 140 stundum meira en mest hefur mælst á einu ári áður á Akureyri. Þó eignaðist árið ekkert mánaðarmet sólskinsstunda. Í bráðabirgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings kemur fram að tíð hafi lengst af verið hag- stæð í fyrra. Árið byrjaði þó með miklum umhleypingum og illviðrum sem milduðust þegar á leið. Um mánaðamótin mars/apríl skipti mjög um veðurlag og við tóku norðlægar áttir sem voru lengst af ríkjandi það sem eftir lifði árins. Vor og sumar voru óvenju sólrík bæði nyrðra og syðra. Þurrkar háðu jarðargróðri víða um norðan- og norðvestanvert landið langt fram eftir sumri. Óvenjulegt hríðarveður gerði á Norðurlandi snemma í september og olli miklum fjársköðum og raf- magnsleysi auk samgöngutruflana. Óvenjuillviðrasamt var framan af nóvember, þá voru mikil snjóþyngsli um landið norðaustanvert og víða urðu fokskaðar. Árið var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert og var það sjö- unda hlýjasta frá upphafi mælinga í Stykkishólmi, í 11. sæti í Bolung- arvík, því 13. í Stykkishólmi og 14. í Vestmannaeyjum. Hiti enn yfir meðallagi Í Reykjavík er árið það 17. í óslit- inni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það 14. á Akureyri. Úrkoma í Reykjavík var um 12% yfir meðallagi, mjög votviðrasamt var fyrstu þrjá mánuði ársins og sömuleiðis í september en með þurr- viðrasamasta móti í maí, júní og júlí. Úrkoma á Akureyri var um 15% yfir meðallagi en sérlega úrkomusamt var þar í september og nóvember. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Leikur Börnin nutu sólskinsdaga. Sólskinsmet fyrir sunnan og norðan  Tíð var lengst af hagstæð á nýliðnu ári Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.