Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 35
einnig fjölmargar útilegur, ættar- mót og ferðalög. Það sem einkenndi Þóri Sturlu var hversu agaður hann var til vinnu. Einstakur dugnaður hans og ósérhlífni á sér vart hliðstæðu, einnig virðing hans fyrir gömlum og góðum gildum, að fara vel með hluti og láta ekkert fara til spillis. Hann hafði mikið jafnaðargeð og sá ég hann aldrei skipta skapi, hann var grandvar í orðum og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Þórir var hamingjumaður í einkalífi, þau Guðmunda voru ein- staklega samrýmd og samhent hjón, þau eignuðust fjögur yndis- leg börn sem öll hafa komið sér vel fyrir í lífinu og barnabörnin orðin tíu talsins. Þrátt fyrir mikla vinnu- semi gáfu þau sér alltaf tíma til að njóta lífsins, með fjölskyldu og góð- um vinum. Þau voru dugleg að ferðast, bæði innanlands og utan og fóru í margar ferðir til fjarlægra landa. Þó að hann hafi á annasamri starfsævi ávaxtað vel sitt pund og komið sér vel fyrir fjárhagslega er það ljóst að langstærsti fjársjóður- inn sem hann skilur eftir sig felst í því lífi sem hann lifði, þeirri fyr- irmynd sem hann var börnum sín- um og barnabörnum og í því sem hann var fjölskyldu sinni og vinum. Hann var hreinn og beinn og átti ekkert óuppgert við nokkurn mann. Hann getur því stoltur litið yfir sitt æviskeið að dagsverki loknu. Ég kveð minn kæra vin með miklum söknuði og þakka honum samfylgdina, blessuð sé minning hans. Stefán B. Veturliðason. Árin sem við Stulli svili minn höfum þekkst eru orðin fjörutíu. Ég er nú misminnug á fortíðina en einhverra hluta vegna man ég nokkuð vel þegar ég hitti Stulla og Mundu í fyrsta sinn. Þau voru ný- flutt á Suðurvanginn og eins og tíðkaðist þá var stofan enn ókláruð en allt annað að mig minnir mjög fínt. Ég var kærasta Stebba sem hafði búið hjá þeim einn vetur og var því orðinn mjög náinn systur sinni og mági. Þegar ég hugsa til baka fannst mér þau á þeim tíma miklu eldri en ég en milli okkar eru einungis nokkur ár. Mér fannst ég strax finna fyrir mikilli umhyggju í okkar garð og held að í huga mér hafi þau fengið það hlutverk að vera okkur Stebba fyrirmyndir sem við gætum leitað ráða hjá. Svo hafa árin liðið, við höfum átt mikil samskipti. Munda og Stulli eru fólk sem allt er í föstum skorð- um hjá, þau byrjuðu snemma að móta sínar hefðir. Við Stebbi höf- um notið góðs af því, þau hafa alltaf verið boðin og búin að taka á móti vinum sínum og fjölskyldu. Lengi vel vorum við hjá þeim á jóladag og þá gafst tækifæri til að kynnast fjölskyldu Stulla sem við þekkjum vel í dag. Ef einhver í fjölskyldunni átti afmæli var boðið til veislu og fleiri fastir liðir voru einnig á dag- skrá sem ekki verða tíndir hér til. Ég veit ekki hvort ég hef komið orðum að því sem mig langar til að segja en ég hélt að við Stulli mynd- um fylgjast að miklu lengur og ég gæti þá sagt honum smám saman að hann á stóran þátt í mínu upp- eldi. Og þá með því að vera mér góð fyrirmynd í einu og öllu. Kæri svili minn, takk fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Helga Kristjánsdóttir. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þessar ljóðlínur koma í hugann þegar við kveðjum Þóri sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans 21. desember sl. Það er alltaf reið- arslag þegar menn greinast með dulinn sjúkdóm, ekki síst þegar fólk telur sig vera í fullu fjöri. Sjö vikum eftir greiningu lést hann úr þessum illvíga sjúkdómi. Þegar slíkt gerist er hægt að líkja því við að lenda í slysi, þetta gerist svo hratt. Kynni okkar af Þóri og fjöl- skyldu hans hófust fyrir um 12 ár- um þegar dóttir okkar Sigrún og sonur þeirra hjóna Ingi Sturla fóru að líta hvort annað hýru auga. Það var augljóst frá fyrstu kynn- um að þarna fór heilsteyptur mað- ur. Mikill fengur var að vináttu hans, og þeirra hjóna, sem við er- um afar þakklát fyrir. Þórir hafði afargóða nærveru, var áhugasam- ur um málefni annarra, hlustaði og veitti góð ráð smáum sem stórum. Ófá voru handtökin á heimilum barnanna við viðhald og endurnýjun, og alltaf var hann til reiðu ef eitthvað bjátaði á. Þórir var byggingasrmeistari og starfaði sem slíkur við bygg- ingarframkvæmdir og sölu fast- eigna með bróður sínum Krist- jáni. Aldrei heyrðist annað en að allt sem hann kom að í þeim efn- um stæði sem stafur á bók, sem bar vott um samviskusemi hans og ríka ábyrgðartilfinningu. Hann var ósérhlífinn, ötull og fram- kvæmdasamur. Enda farnaðist þeim bræðrum vel með fyrirtækið sem þeir ráku saman. Í dag kveðjum við heiðursmann af þeirri gerð sem maður kynnist alltof sjaldan á lífsleiðinni. Elsku Munda, Ingi Sturla, Hulda, Jón Friðgeir, Gunnar, tengdabörn og barnabörn. Við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Pétur Steingrímsson, Sigurveig K. Sig- tryggsdóttir. Það var haustið 1978 sem vin- konur frá Ísafirði hittust með drengina sína fyrsta skóladaginn í Engidalsskóla. Jón Friðgeir og Kolbeinn urðu mestu mátar og við foreldrarnir áttum margt sameig- inlegt, Vestfirðingar í húð og hár og þau Ásdís og Þórir, sem jafnan var kallaður Stulli, frændfólk úr Djúpinu. Hófst þar einlæg vinátta þannig að ekki mátti líða langt á milli þess að aðrir hvorir bönkuðu upp á hjá hinum. Stulli var orðvar en lét verkin tala. Þegar við byggðum okkur sumarhús undir Ódrjúgshálsi 1994 var húsið fokhelt í lok sum- ars. Hann og Munda gistu í Djúpadal. Við læddumst með glerið á sendibílnum, komum um miðja nótt og lögðumst til svefns í fellihýsinu á bílastæðinu. Dreng- irnir ásamt vinum sínum skriðu í pokana á miðju gólfi. Á slaginu átta var bílhurð skellt, Stulli gekk framhjá með smíðasvuntuna rak- leitt niður að húsi og hóf að rífa plastið úr gluggum. Hann var kominn hringinn þegar strákarnir hysjuðu upp um sig buxurnar og vindurinn blés í gegn. Allir fengu hlutverk og 64 rúður fóru á sinn stað. Við héldum áhyggjulaus til Ítalíu í árlega innkaupaferð, húsið tilbúið undir vetur. Ófáar eru ferðir okkar vestur í Miðhús. Við höfum staðið á toppi Vaðalfjalla á brúðkaupsdegi þeirra, farið í gönguferðir um fjörur og hálsa, tínt ber, eldað góðan mat og notið samveru- stunda. Samstarf þeirra bræðra, Krist- jáns og Stulla, Kristjánssynir ehf., hefur verið einstaklega farsælt. Að byggja hús, selja eða leigja út hefur verið þeirra ástríða. Þekktir fyrir vinnusemi, metnað og vand- virkni. Þegar Klasi hóf að byggja nýjan miðbæ Garðabæjar á síð- asta ári voru ekki margir verktak- ar með burði til að taka slíkt að sér. Á örskotsstundu höfðu þeir keypt lóðina og hófu sjálfir bygg- ingu 32 íbúða við Kirkjulund. Hinn 1. október varð hann 67 ára og sagðist þá verða löggiltur, ekki gamalmenni heldur til að stunda gömlu dansana með eldri borgur- um. Nákvæmlega um vetrarsól- stöður, upp úr kl. 11 hinn 21. des- ember kvaddi Stulli okkar þennan heim. En frá því andartaki tók daginn að lengja og sólin að hækka á lofti. Geislar hennar munu verma okkur og lýsa eins og minningin um góðan dreng. Skömmu síðar er ég lagði af stað á bílnum hljómaði fyrir einskæra tilviljun rödd Páls Rósinkranz sem söng lagið „O, Danny Boy“ við ljóð Ingibjargar Guðnadóttur en það sagði allt sem okkur bjó í brjósti á þeirri stundu: Ó, vinur minn, nú sól til viðar sígur, og söngvar hjóðna, fölva slær á jörð. Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur, er himinhvolfið fylltu þakkargjörð. Það dimmir nú og dökknar hér í heimi, ó vinur minn, þú horfinn ert mér frá, í mínu hjarta minning um þig geymi, ég man þig æ og tárin stöðugt væta brá. Ó, vinur minn, ég heyri klukkur hljóma, því hér og nú er þungbær ögurstund. Í mínum huga minningarnar óma, þú mér ert horfinn drottins þíns á fund. Ó, vinur minn, minn hugur harmi sleginn, nú horfir fram á dægrin tóm og löng, mín von er sú að við hittumst hinu- megin, og helgum drottni færum okkar dýrðarsöng. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Ásdís og Össur. Okkur Báru langar að minnast góðs vinar til margra ára. Við kynntumst Þóri og Mundu á ferða- lagi um Suður-Ameríku fyrir mörgum árum og höfum síðan ferðast saman innanlands og víða um heiminn. Það voru mikil for- réttindi að fá að kynnast persónu eins og Þóri, hann var svo ljúfur og viðmótsþýður í alla staði og ef eitt- hvað bjátaði á var hann alltaf reiðubúinn til að hjálpa. Það mynd- aðist góð vinátta milli okkar hjónanna og við vorum nánast í daglegu sambandi. Við vorum búin að skipuleggja ferðalag um Spán þegar Þórir veiktist. Veikindi hans komu okkur, eins og öllum öðrum, mjög á óvart, því Þórir var alla tíð svo hraustur, og ekki síður hvað sjúkdómurinn var fljótur að yfir- buga þennan sterka mann. Það er mikil sorg og eftirsjá eftir slíkum dugnaðarmanni á besta aldri, frábær eiginmaður, faðir og afi. Við hjónin munum ætíð minnast hans sem góðs vinar og söknum hans sárlega. Við viljum votta Mundu eigin- konu hans, börnum, barnabörnum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iða tíma. Friðrik og Bára. Í dag kveðjum við kæran vin, hann Þóri okkar, sem fallinn er frá langt um aldur fram. Aftur er höggvið. ótímabært skarð í okkar litla hjónaklúbb. Er hann annar félagi okkar sem látist hefur á rúmu ári. Höfum við Jón, Krist- jana og Bárður, Fríða og Eggert, Allý og Lindi heitinn átt margar yndislegar stundir s.l. 11 ár með þeim hjónum Mundu og Þóri og verður hans sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Munda mín, við biðjum algóðan Guð að vaka yfir þér og fjölskyldu þinni og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan dreng lifir. Elsku Þórir, takk fyrir allar okkar yndislegu samverustundir. Hvíl í friði, kæri vinur. Fyrir hönd hjónaklúbbsins, Þóra Björgvinsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 ✝ RagnhildurStefanía Ein- arsdóttir fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 28. ágúst 1918. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 20. desem- ber 2012. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson og Anna Haralds- dóttir. Ragnhildur átti eina alsystur Ásrúnu Einarsdóttur. Hálfsystkini hennar voru Krist- jana, Hrafn, Anna Lísa, Matt- hías og Margrét Sigríður Ein- Óskari Arnarssyni, þau eiga tvo syni og Helgu Fríði sem er í sambúð með Pétri Breiðfjörð, Helga á einn son. 3) Guðrún Sigríður, gift Leó Þorsteins- syni, þau eru búsett í Braut- arholti á Skeiðum, Guðrún á þrjú börn, þau Báru, hún á fimm börn, Steinnuni Jónu, sem gift er Stefáni Einari Jónssyni, þau eiga saman þrjú börn. Yngsta barn Guðrúnar er Valdimar Stefán. 4) Ásrún Anna, er búsett á Akureyri og á einn son, Jón Gunnar Guð- jónsson, hann er í sambúð með Hönnu Sif, Jón á tvö börn. Ragnhildur og Alfreð bjuggu með dætur sínar á Siglufirði til ársins 1957 þá fluttust þau til Grímseyjar, þar bjuggu þau hjónin til ársins1989 en fluttust þá til Akureyrar. Útför Ragnhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. janúar 2013, klukkan 13.30. arsbörn. Ragnhildur gift- ist eftirlifandi eig- inmanni sínum Al- freð Jónssyni, f. 20. maí 1919. Dætur Ragnhildar og Al- freðs eru þær 1) Hallfríður, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir sem bú- sett er á Akureyri, 2) Áslaug Helga, gift Garðari Ólasyni, þau eru búsett í Grímsey og eiga saman þrjú börn þau Alfreð, sem gift- ur er Ragnhildi Hjaltadóttur, þau eiga saman fjögur börn. Ragnhildi Elínu, sem gift er Elskuleg amma Agga er farin í ferðina hinstu. Hún var yndisleg kona og dásamleg amma. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta alltaf verið með ömmu og afa þar sem þau bjuggu í Grímsey eins og við systkinin. Við vorum mikið hjá þeim og alltaf höfðu þau tíma fyrir okkur. Amma kenndi mér margt, m.a. að prjóna, sauma, syngja og góða siði. Hún kunni ógrynni af vísum, lögum og skemmtilegum leikjum. Amma var ætíð með einhver skemmtiatriði fyrir okkur krakk- ana. Hún var glaðværðin uppmál- uð, hló og skemmti sér svo vel að það var yndislegt. Ég sé hana ljós- lifandi fyrir mér og get jafnvel munað hvernig hún hló. Amma var sérfræðingur í því að skipta um umræðuefni ef henni fannst eitthvað óþægilegt þannig að fólk tók ekki einu sinni eftir því. Hún naut þess að sýna manni eitthvað nýtt og þá sagði hún með sinni sérstöku mállýsku: „Hörðu elskan, finndu mig aðeins.“ Þá var annað hvort eitthvað að sjá eða spennandi saga sem hún þurfti að segja mér. Hún naut þess að skrafa og spjalla. Ég var ósjaldan næturgestur hjá ömmu og afa. Afi og Finni vildu gjarnan fá frið til að horfa á fréttirnar og þá galdraði amma alltaf nammi undir púðann í sóf- anum. Ekki mátti kíkja undir hann fyrr en fréttirnar byrjuðu. Þá fór amma með galdraþulu og viti menn, alltaf var eitthvað gott undir púðanum. Þegar ég fór að eldast laumaðist ég til að kíkja undir púðann áður en hún gaf leyfi og komst þá að því að hún hafði komið góðgætinu fyrir nokkru áð- ur en tíminn rann upp. Hún var svo sniðug. Amma var mikið veik í mörg ár. Fyrir um átta árum hætti hún að geta verið með og notið sín. Hún var alveg búin að missa málið og þurfti mikla umönnun. Það er því gott að elsku amma mín fái hvíld- ina. Ég veit að núna er hún farin að hlæja aftur og grípa í prjónana sína því amma var snillingur í hannyrðum. Ég vil þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Elsku amma mín ljúfust, megi guð geyma þig. Minning þín mun alltaf lifa með mér. Þín nafna. Ragnhildur Elín Garðarsdóttir. Ég var fyrsta barnabarn þeirra ömmu og afa á Básum og var alltaf mikið hjá þeim. 10 ára var ég sennilega búinn að vera meira hjá þeim en heima á Eiðum, enda átti ég allt með þeim og amma kallaði mig alltaf gaukinn sinn. Amma Agga var einstaklega góð mann- eskja og heyrði ég hana aldrei tala illa um fólk. Alltaf sá hún eitthvað gott í fari allra. Í mörg ár kenndi hún handavinnu í skólanum og á litlu jólunum biðu krakkarnir spenntir eftir hennar árlegu ferðasögu. Að sjálfsögðu gaf hún síðan börnunum jólagjafir. Ég á endalausar góðar minn- ingar um þig, elsku amma, þegar við vorum saman að bralla, t.d. tína kríuegg, leita að æðardún eða að snúast í kringum kindurnar. Alltaf var nóg að gera. Það eru forréttindi að hafa kynnst þér. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Alfreð Garðarsson Elsku góða amma Agga. Nú hefur þú loks fengið hvíldina. Þó mér finnist þú amma mín í raun löngu vera farin þá er það nú alltaf skrítið þegar jarðvistartímanum lýkur í raun. Ég á svo margar fal- legar minningar um þig og afa og þá sérstaklega frá því að ég var lít- il stelpa og þið bjugguð á Básum í Grímsey. Alltaf var svo gott að koma til ykkar og þú, amma, varst svo dugleg að leika við mig. Leik- irnir sem við lékum okkur í voru til dæmis bimmbi rimbi rimm- bamm, fagur fiskur í sjó og fleiri. Þú sagðir líka heimsins skemmti- legustu sögur, amma. Ein sagan var mikil langloka um einbjörn, tvíbjörn, þríbjörn og bræður og man ég alltaf hvað þú hlóst dátt meðan þú þuldir upp alla rulluna. Hjá þér átti ég felustað út í „bláa skógi“ eins og við kölluðum það, en það var lúpínugarðurinn fyrir utan Bása. Þar fannst mér gaman að vera og bar út eldhúsáhöldin þín og bauð þér svo gjarnan í mat og kaffi sem þú þáðir alltaf. Eins man ég þær nætur sem ég fékk að gista á hjá ykkur afa á Básum. Þær þótti mér mjög skemmtilegar og spennandi og talaði þá um að ég væri að fara út í nóttina til ykk- ar. Eftir að þið fluttuð svo til Ak- ureyrar var ekki síður gott og gaman að koma til ykkar, bæði á Eyrarveginn og eins á Hlíð. Ég man að við lögðum stundum kapal öll þrjú saman og ég man að þeir gengu nú grunsamlega oft upp hjá þér, en þér fannst nú bara svo gaman að láta hlutina ganga upp að það var allt í lagi að hagræða spilunum örlítið svo það mætti verða. Þessu hafði ég gaman af að fylgjast með. En elsku amma mín, ég hef þetta ekki lengra. Ég veit að nú ertu léttari á þér og dansar eflaust á himnum eins og þú hafðir svo gaman af að gera hér. Hittumst aftur. Þitt yngsta barnabarn, Helga Fríður. Ragnhildur Stef- anía Einarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, JÓSEF SIGFÚSSON, Knarrarstíg 4, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga 21. desember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugadaginn 5. janúar, kl. 14.00. Fjóla Kristjánsdóttir, og aðrir aðstandendur. Minningarathöfn um SIGMAR BENT HAUKSSON verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 4. janúar og hefst kl. 15:00. Jarðsett verður í Staðardal í Steingrímsfirði 5. janúar. Haukur Bent Sigmarsson, Anna Jónsdóttir, Guðjón Bent Sigmarsson, Malín Skölgstrand, Guðrún Björk Hauksdóttor, Rúnar Bachmann, Jón Víðir Hauksson, Brynhildur Barðadóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR GUNNAR SAMPSTED, prentari, Hraunbæ 70, lést laugardaginn 28. desember. Jarðarför auglýst síðar. Bryndís Óskarsdóttir, Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson, Elísabet S. Albertsdóttir, Hörður S. Friðriksson, Viktoría Dröfn og Albert Óskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.