Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þing Bandaríkjanna samþykkti á
síðustu stundu aðgerðir í ríkisfjár-
málum til að komast hjá svonefndu
„fjárlagaþverhnípi“ sem talið var að
gæti leitt til efnahagssamdráttar í
landinu. Báðar deildir þingsins sam-
þykktu málamiðlunarsamkomulag
sem felur í sér að þeir sem eru með
hæstar tekjur þurfa að greiða hærri
skatta en áður. Fyrirhuguðum niður-
skurði á ríkisútgjöldum var hins veg-
ar frestað um tvo mánuði. Mörg
deilumál eru því enn óleyst, að sögn
bandaríska dagblaðsins Wall Street
Journal sem segir að með málamiðl-
unarsamkomulaginu hafi þingið
sneitt hjá fjárlagaþverhnípinu en
færst nær öðru hengiflugi.
Fjárlagaþverhnípið á rætur að
rekja til ársins 2001 þegar stjórn
George W. Bush, þáverandi forseta,
knúði fram skattalækkanir sem áttu
að falla úr gildi í byrjun ársins 2011.
Leiðtogar repúblikana og demókrata
náðu samkomulagi árið 2010 um að
framlengja skattalækkunina um tvö
ár. Bætt var við ákvæðum um að
minnka ríkisútgjöldin um 109 millj-
arða dollara á ári og þau áttu einnig
að taka gildi nú um áramótin.
Ef nýja samkomulagið hefði ekki
náðst hefðu skattar almennings
hækkað. Áætlað var að skattarnir
myndu hækka um 536 milljarða doll-
ara á ári. Hagfræðingar höfðu varað
við því að skattahækkanirnar og
fyrirhugaður niðurskurður í ríkis-
fjármálum myndi leiða til mikils
efnahagssamdráttar. Tekjur heimil-
anna hefðu minnkað, dregið hefði úr
einkaneyslu og þar með hagvexti.
Mikið var í húfi því samdráttur í
stærsta hagkerfi heimsins myndi
hafa áhrif um allan heim.
Þar sem demókratar eru með
meirihluta í öldungadeild þingsins og
repúblikanar í fulltrúadeildinni var
ekki hægt að leysa vandann nema
með málamiðlunarsamkomulagi
flokkanna tveggja.
Repúblikanar voru mjög tregir til
að fallast á að skattar hátekjufólks
yrðu hækkaðir og kröfðust þess að
útgjöld ríkisins yrðu minnkuð til að
draga úr fjárlagahallanum. Barack
Obama forseti vildi að skattar á þá
sem væru með meira en 250.000 doll-
ara (32 milljónir króna) í árstekjur
yrðu hækkaðir.
Niðurstaðan var hins vegar sú að
miða við 400.000 dollara (51,6 millj-
ónir króna) á hvern einstakling og
450.000 dollara (58 milljónir króna) á
hjón. Þeir sem eru yfir þessum
mörkum greiða 39,6% af tekjum sín-
um í skatt en ekki 35% eins og verið
hefur. Skattar á fjármagnstekjur há-
tekjufólks og erfðafjárskattar voru
einnig hækkaðir. Áætlað er að
skattahækkanirnar auki tekjur ríkis-
ins um 600 milljarða dollara (77.000
milljarða króna) á tíu árum.
Mestu skattahækkanir í 20 ár
Þetta eru mestu skattahækkanir í
Bandaríkjunum í tvo áratugi og The
Wall Street Journal telur að sam-
komulagið hafi varanleg áhrif á
skattakerfið í landinu, átök demó-
krata og repúblikana um fjárlög
næstu ára og valdajafnvægið í Was-
hington. Samkomulagið kerfisbindi
flest af þeim skattþrepum sem sett
voru tímabundið í forsetatíð Bush.
Þetta er í fyrsta skipti frá 1991
sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi
samþykkja hækkanir á tekjuskött-
um. Margir repúblikanar hafa látið í
ljósi óánægju með samkomulagið og
gagnrýnt að ekki var tekið á mörgum
erfiðum úrlausnarefnum, einkum
auknum útgjöldum til heilbrigðis-
mála. Leiðtogar flokkanna höfðu
vonast til þess að geta minnkað fjár-
lagahallann um fjórar billjónir doll-
ara á tíu árum.
Búist er við hörðum deilum á
þinginu á næstu vikum um
sparnaðaraðgerðir sem nauðsynleg-
ar eru til að draga úr skuldasöfnun-
inni.
Stjórn Baracks Obama vill að
þingið hækki skuldaþak bandaríska
ríkisins til að hægt verði að taka fleiri
lán og afstýra greiðsluþroti. Repú-
blikanar vilja ekki hækka skuldaþak-
ið nema stjórnin fallist á stórfelldan
niðurskurð á ríkisútgjöldum.
Málamiðlunarfrumvarpið var
fyrst samþykkt í öldungadeild þings-
ins í fyrradag með 89 atkvæðum
gegn átta. Aðeins fimm af 47 þing-
mönnum repúblikana í deildinni
greiddu atkvæði gegn samkomulag-
inu.
Meirihluti repúblikana í fulltrúa-
deildinni lagðist hins vegar gegn
frumvarpinu í atkvæðagreiðslu í
fyrrinótt. 151 af 236 fulltrúadeildar-
mönnum repúblikana greiddi at-
kvæði gegn frumvarpinu sem var
samþykkt með 257 atkvæðum gegn
167. Forysta repúblikana í þingdeild-
inni var klofin í málinu. Leiðtogi
repúblikana í deildinni, Eric Cantor,
greiddi atkvæði gegn frumvarpinu
en forseti þingsins, repúblikaninn
John Boehner, studdi það. Paul
Ryan, varaforsetaefni repúblikana í
síðustu kosningum, studdi sam-
komulagið þótt hann hafi verið harð-
ur andstæðingur skattahækkana.
Færist nær nýju hengiflugi
16
Heimild: Fjárlagaskrifstofa bandaríska forsetaembættisins.
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
5,6 5,6 5,8 6,2
6,8
7,4 7,9
8,5 9,0
10,0
11,9
13,5
14,8
Samið um aðgerðir í ríkisfjármálum
Heildarskuldir alríkisins 1. janúar
frá árinu 2000 til 2013, í billjónum dollara
Áformum um að
minnka útgjöldin um
109 milljarða $ frestað
um tvo mánuði
16,4 billjónir $
31. desember
2012
Skuldir
Bandaríkjanna
Haldast
óbreyttir
Hækka
Fjárlagahalli
Tekjur
heimilisins Meiri en
450.000 $
Minni en
450.000 $
Hæsta
hlutfall
39,6%
%%%
Skattar
1
2
Bandaríkjaþing komst hjá „fjárlagaþverhnípi“ en vék sér undan því að taka á erfiðum úrlausnar-
efnum í ríkisfjármálum Stefnir í átök um hvort hækka eigi skuldaþakið til að afstýra greiðsluþroti
AFP
Vill niðurskurð John Boehner, forseti fulltrúadeildar þingsins, studdi sam-
komulagið en sagði að næst þyrfti að minnka útgjöld ríkisins verulega.
AFP
Ánægður Barack Obama forseti og Joe Biden varaforseti á blaðamanna-
fundi í Hvíta húsinu um málamiðlunarsamkomulagið sem náðist á þinginu.
Samkomulaginu fagnað
» Hlutabréfavísitölur í Banda-
ríkjunum hækkuðu í gær eftir
að samkomulagið náðist á
Bandaríkjaþingi. Dow Jones-
vísitalan hækkaði um 1,8% og
Nasdaq-vísitalan um 2,8%
eftir að kauphöllin í New York
var opnuð. Helstu hlutabréfa-
vísitölur í Evrópu hækkuðu
einnig.
» Barack Obama fagnaði
samkomulaginu. „Ég mun
undirrita lög sem hækka
skatta hinna auðugustu 2%
af Bandaríkjamönnum og
hindra hækkun á sköttum
millistéttarfólks, en hún hefði
getað valdið nýjum efnahags-
samdrætti og augljóslega haft
alvarleg áhrif á fjölskyldur
hvarvetna í Bandaríkjunum,“
sagði forsetinn.
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Reykingamenn
segja oft að reyk-
ingar hjálpi þeim
að draga úr
streitu. Bresk
rannsókn hefur
hins vegar leitt í
ljós að reyk-
ingamönnum
sem tekst að
hætta að reykja
finna síður fyrir kvíða en þeir sem
reykja.
Rannsóknin náði til tæplega 500
Breta sem tókst að hætta að reykja
eftir að hafa sótt námskeið á vegum
heilbrigðisyfirvalda. Niðurstaða
rannsóknarinnar er að 68 úr þess-
um hópi fundu fyrir umtalsvert
minni kvíða eftir að þeir hættu að
reykja. Breytingin var meiri hjá
þeim sem áttu við skapbresti eða
kvíðasjúkdóma að stríða en ann-
arra. Kvíði hjá þeim sem gerðu mis-
heppnaðar tilraunir til að hætta að
reykja jókst lítillega.
BRETLAND
Minni kvíði þegar
hætt er að reykja