Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
✝ Símon G.Kristjánsson
fæddist á Grund í
Vatnsleysustrand-
arhreppi 18. sept-
ember 1916. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík 17. des-
ember 2012.
Foreldrar hans
voru Kristján
Hannesson, f.
1882, d. 1961, og Þórdís Sím-
onardóttir, f. 1894, d. 1991,
sem lengst af bjuggu í Suð-
urkoti á Vatnsleysuströnd.
Systkini Símonar voru Inga, f.
1913, d. 1994, Guðmundur
Skarphéðinn, f. 1914, d. 1983,
Hannes Ingvi, f. 1919, d.
2000, Sigríður Guðmunda
Margrét, f. 1921, d. 2011,
Magnea Hulda, f. 1925, d.
2011, Grétar Ingibergur, f.
1926, d. 1947 og Hrefna
Steinunn, f. 1934, sem er sú
eina sem er á lífi af systk-
inunum.
Símon Kvæntist Margréti
Jóhannsdóttur, f. 1922, d.
1985, árið 1941 og bjuggu þau
alla tíð á Neðri-Brunnastöð-
um á Vatnsleysuströnd. Eign-
uðust þau sex börn. Þau eru:
Sigurður Rúnar, f. 1942,
kvæntist Jóhönnu Jóhanns-
dóttur, f. 1943, d. 2005. Þau
Tómas Kristjánsson, f. 1984.
Magnea Sigrún, f. 1962, gift
Einari Guðnasyni, f. 1961,
börn þeirra eru Árni Már, f.
1984, Einar, f. 1988, og
Lovísa, f. 1993. Alls eru af-
komendur Símonar 77.
Eftir lát Margrétar kynnt-
ist Símon Lilju Guðjónsdóttur,
f. 1932, og bjuggu þau saman
á Neðri-Brunnastöðum allt
þar til hann fluttist til Þórdís-
ar, dóttur sinnar, að Borg á
Vatnsleysuströnd fyrir þrem-
ur árum. Frá því í ágúst síð-
astliðinn dvaldist hann í Víði-
hlíð í Grindavík.
Að lokinni tveggja vetra
barnaskólagöngu, 14 ára
gamall, hóf Símon að stunda
ýmis störf til sjávar og sveita.
Hann keypti jörðina og hóf
búskap á Neðri-Brunnastöð-
um árið 1941 og stundaði
jafnhliða sjósókn með bústörf-
unum, fyrst á hinum ýmsu
bátum og trillum með öðrum,
en fljótlega keypti hann bát,
fyrst með bróður sínum og
frændum en seinna eignaðist
hann sína eigin trillu og
stundaði grásleppuveiðar allt
þar til hann var 86 ára gam-
all, síðustu árin með barna-
börnum sínum, fyrst Birki en
síðan Arnari og Símoni
Georg. Símon vann alltaf ým-
is störf með búskapnum og í
fjöldamörg ár vann hann við
múrverk. Söngurinn var alla
tíð órjúfanlegur hluti af hans
daglega lífi.
Útför Símonar fór fram frá
Kálfatjarnarkirkju 2. janúar
2013.
eignuðust þrjú
börn: Jóhann, f.
1966, Lovísu, f.
1969, og Sigurð
Hrafn, f. 1971.
Góð vinkona Sig-
urðar Rúnars er
Valgerður Valtýs-
dóttir. Jóhann
Sævar, f. 1943,
kvæntur Herdísi
Ósk Herjólfs-
dóttur, f. 1943,
þeirra börn eru: Svavar, f.
1970, Margrét, f. 1973, Jó-
hanna Lovísa, f. 1974, Harpa
Rós, f. 1976, og Símon Georg,
f. 1978. Þórdís, f. 1946, henn-
ar börn eru Birkir Marteins-
son, f. 1965, Margrét Stef-
ánsdóttir, f. 1972, Arnar
Stefánsson, f. 1974, Kristín
Svava Stefánsdóttir, f. 1980.
Sambýlismaður Þórdísar er
Hlöðver Kristinsson. Lovísa,
f. 1948, gift Ormari Jónssyni,
f. 1941, þeirra synir eru Sím-
on, f. 1968 og Ingvar, f. 1974.
Grétar Ingi, f. 1958, hans
börn eru af fyrra hjónabandi
með Þórhildi Snæland, Haf-
steinn Snæland, f. 1978,
Guðný Drífa, f. 1981, og Þór-
dís Helga, f. 1983. Eiginkona
Grétars Inga er Valgerður
Tómasdóttir og eiga þau sam-
an einn son, Magna, f. 1995.
Fyrir á Valgerður soninn
17. desember er dagur sem
mun mér seint gleymast. Þá
rann upp sá dagur sem ég hafði
lengi kviðið fyrir, dánardagur
afa. Hvernig var hægt að hugsa
sér tilveruna án þessa
skemmtilega og lífsglaða
manns, sem hafði verið stór
þáttur í lífi mínu frá því ég man
eftir mér? Heyskapur, kindurn-
ar og grásleppuveiðar var stór
þáttur í sambandi mínu við afa.
Þegar ég var sjö ára fékk ég að
fara á sjó með afa og Birki
bróður, og fannst litla pjakk
mikið til koma. 1986 fór Birkir
á stærri bát. Vantaði þá háseta
á nýja grásleppubátinn hans
afa. Og ég um borð, þá á tólfta
ári.
Á sjónum með afa lærði
maður ýmis góð og hagnýt
handbrögð, og að ég tel rétta
sýn á lífið. Seinna bættist svo í
áhöfn litlu útgerðarinnar frá
Neðri-Brunnastöðum Símon
Georg frændi, árið 1991, þá 13
ára gamall, og var hann fljótur
að samlagast okkur afa og okk-
ar sérvisku sem tengdist grá-
sleppuútgerðinni. Þær voru
ófáar sögurnar sem afi sagði
okkur Símoni á þessum tíma
sem við rerum með honum á
grásleppuveiðar, en það var frá
árinu 1986 til ársins 2004, en
það sumar var hans síðasta á
sjónum, þá á 88. ári. Allar voru
þessar sögur að sjálfsögðu
sannar með kannski „dassi“ af
kryddi að hætti afa, en afi hafði
einstaklega gaman af því að
segja sögur af gömlum köllum
úr sveitinni frá því í „olddays“
og gamanvísur sem sagðar
voru einungis úti á sjó voru
nokkrar.
Ég minnist tímans þegar við
sátum inni í eldhúsi á Neðri-
Brunnastöðum snemma um
morgun með kaffibolla og
störðum á úfinn sjóinn í von um
að hann myndi nú lægja aðeins
svo hægt væri að skella sér út
á miðin og „ná í þessi hrogna-
korn sem biðu þar eftir okkur“,
eins og afi sagði oft. Og oftar
en ekki var farið af stað þó svo
vindinn væri ekki mikið farið
að lægja, en það var „alltaf von
að það myndi lygna í flóðið“
sagði afi oft, og hann hafði yf-
irleitt rétt fyrir sér með það,
því hann var frekar veður-
glöggur. En farið var af stað í
pusið og það fannst okkur Sím-
oni bara frekar spennandi, eini
báturinn á sjó.
Sumarið 2011 tókum við
Símon fram sjógallann á ný og
lögðum nokkur net á gamla
Blíðfara. Var gaman að því
hvað afi fylgdist vel með frá
landi heima á Borg hjá mömmu
úr kíkinum. Fengum við alltaf
að heyra það frá afa þegar við
komum í land af hverju við
hefðum byrjað í þessari trossu
en ekki hinni og af hverju við
hefðum verið svona lengi í
þessari trossu. Hvort eitthvað
hefði bilað eða hvað? Hann
vissi alltaf hvar við vorum á
hvaða tíma og með miðin í lagi.
Þessi ár með afa í útgerðinni
voru okkur Símoni frænda og
Birki bróður mikið dýrmætur
tími og ómetanlegt að fá að
kynnast afa okkar svona náið
og munum við örugglega alltaf
búa að því. Við rifjum upp allar
sögurnar frá sjónum, skemmti-
legu stundirnar með honum og
alla viskumolana sem komu frá
afa sem voru ófáir og oftar en
ekki með glettnu ívafi, en afi
var með skemmtilegan húmor
og alltaf stutt í glensið hjá hon-
um.
Ég kveð afa og góðan vin
með söknuði, en um leið þakk-
læti fyrir að hafa notið þeirra
forréttinda að hafa fengið að
kynnast honum svona náið.
Hvíl í friði.
Arnar Stefánsson.
Alltaf var gott að koma til
afa og við hann var alltaf hægt
að tala um hvað sem var, hann
hafði áhuga á öllu og skoðun á
öllu, sérstaklega pólitík. Afi var
lengi vel á grásleppuveiðum og
okkur þótti gaman að fylgjast
með þegar hann kom að landi í
Neðri-Brunnastaðavörinni,
kastaði grásleppunum upp í
kerru og keyrði heim að sjáv-
arhúsi. Þar voru hrognin skorin
úr og sigtuð, grásleppan skorin
og hengd upp. Alltaf reyndi
hann að fá okkur til að smakka
á hrognunum þegar verið var
að salta þau, við misjafnar und-
irtektir. Hann var alla tíð barn-
góður og það lifnaði alltaf yfir
honum þegar yngstu fjöl-
skyldumeðlimirnir komu í
heimsókn.
Afi var duglegur að segja
okkur sögur af sjálfum sér og
öðrum samtíðarmönnum hans.
Þetta voru oftast gamansögur
og þá var jafnan mikið hlegið
því okkur fannst afi svo ótrú-
legur í eftirhermum bæði af
körlum og konum úr byggð-
arlaginu. Fyrir nokkrum árum
uppgötvaði hann að „allir
skrítnu kallarnir“ væru látnir
og þá hlyti hann að vera orðinn
„skrítni kallinn“ á Ströndinni.
Afi hefur alltaf ræktað sam-
band sitt við börnin og afkom-
endur og fylgst vel með hvað
hver var að gera hverju sinni.
Fyrir tæplega 10 árum tók
stórfjölskyldan upp þann sið að
hittast öll einu sinni á sumri á
Neðri-Brunnastöðum yfir heila
helgi. Afa fannst þetta vera
mikilvægasti viðburðurinn í
fjölskyldunni og því reyndu all-
ir að koma og vera með. Söng-
urinn átti stóran hlut í lífi afa
og iðulega er sungið þegar fjöl-
skyldan kemur saman. Á okkar
yngri árum höfðum við það að
leik í okkar kirkjuferðum að
reyna að heyra hver átti hvaða
rödd í kirkjukórnum – auðveld-
ast fannst okkur að þekkja
röddina í afa.
Þar sem við bjuggum stutt
frá afa voru ferðirnar til hans
ansi margar. Hann átti mikinn
þátt í uppeldi okkar og kenndi
okkur margt í lífinu og þá sér-
staklega að reyna að njóta lífs-
ins og einblína á gleði, söng og
hlátur. Erum við þakklátar fyr-
ir að hafa fengið að hafa afa
svona lengi í lífi okkar, þennan
glaðlynda og vinmarga mann.
Guð blessi þig elsku afi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Margrét Stefánsdóttir,
Kristín Svava
Stefánsdóttir.
Elsku afi minn, nú kveð ég
þig með miklum söknuði, minn-
ingarnar mínar um þig eru
margar og skemmtilegar. Ég
man mjög vel eftir því þegar ég
kom með þér fyrst á sjóinn, ég
var ekki gamall, 8 eða 9 ára og
þá heillaðist ég af sjómennsku.
Þegar ég var 11 ára byrjaði ég
með ykkur Arnari á grásleppu,
það var mikið ævintýri hjá okk-
ur þremur á sleppunni. Þú
kenndir mér sko að vinna og
það var rosalega gott og gaman
að hafa fengið að vera með þér.
Þú varst duglegur að kenna
okkur Arnari vísur og sögur
um hitt og þetta sem við geym-
um hjá okkur. Þegar við vorum
úti á sjó var mikið talað saman
og hlegið og þegar við Arnar
vorum að tala saman um eitt-
hvað sem þú máttir ekki heyra
heyrðir þú náttúrlega allt sam-
an. Eftir vertíð tók við hey-
skapur á jörðinni þinni, svo
kom vetur, þá felldir þú net og
við fórum í okkar vinnu, alltaf
var gott að koma til þín í heim-
sókn og hjálpa til við það sem
þurfti að gera.
Ég man líka eftir því þegar
ég var með hestana mína hjá
þér hvað þú fylgdist mikið með
þeim úti í gerði og hafðir gam-
an af. En aftur að gráslepp-
unni, þetta var frábær tími og
þú gafst ekkert eftir. Þegar við
Arnar fórum út á lífið og var
búið að ákveða að fara á sjóinn
daginn eftir þá varst þú alltaf
komin á sama tíma að sækja
okkur og við vorum kannski
rétt að skríða heim og þá var
bara að skipta um föt á meðan
þú beiðst fyrir utan.
Það var líka mjög skemmti-
legur tími þegar við byggðum
sjávarhúsið með þér, já, ég
fékk sko að upplifa margar og
góðar stundir með þér, elsku
afi minn, þú varst rosalega
duglegur maður og ég mun
alltaf líta upp til þín og mun ég
sakna þín mjög mikið. Það er
mikill heiður að fá að upplifa
þessi ár með þér.
Guð geymi þig, elsku afi.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Símon Georg Jóhannsson,
Sigrún Dögg
Sigurðardóttir,
Guðmunda Birta
Jónsdóttir,
Eydís Ósk Símonardóttir,
Jóhann Sævar
Símonarson,
Emelía Rós Símonardóttir.
Símon
Kristjánsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ARNÓR K. HANNIBALSSON,
prófessor emeritus,
Hreggnasa við Laxárvog,
Kjós,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 28.
desember.
Ari Arnórsson, Hildur V. Guðmundsdóttir,
Kjartan Arnórsson, Traci Robison Klein,
Auðunn Arnórsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Hrafn Arnórsson,
Þóra Arnórsdóttir, Svavar Halldórsson,
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
ÁRNI INGVARSSON,
Skipalóni 22,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, að morgni
24. desember.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Gerða T. Garðarsdóttir,
Elsa Aðalsteinsdóttir,
Björn Árnason,
Auðunn Gísli Árnason, Fríða J. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku mamma, tengdamamma og amma
okkar,
GUÐRÚN G. JOHNSON,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 31.
desember.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR VIGGÓSDÓTTIR,
Reynimel 28,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 28. desember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
4. janúar kl. 15.00.
Hilmar Sigurbjörnsson,
Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson,
Marta Jónsdóttir,
Hjalti Jónsson,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Davíð Jónsson.
✝
Ástkær pabbi okkar, sonur, bróðir, afi,
tengdafaðir og vinur,
SIGURÐUR ÞORSTEINN BIRGISSON,
Neskaupstað,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
26. desember.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag,
fimmtudaginn 3. janúar, kl. 14.00.
Við söknum þín.
Tore, Steinar og Elín Sigurðarbörn,
Guðríður Elísa Jóhannsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Karl Jóhann Birgisson, María Guðjónsdóttir,
Helena Lind Birgisdóttir, Vilhelm Daði Kristjánsson,
Pétur Hafsteinn Birgisson, Sigurborg Kjartansdóttir,
Trym Birgisson,
Inger Helene Korbi,
Berit Jenssen.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
JÓHANNA GÍSLADÓTTIR,
Skúlagötu 40b,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn
1. janúar.
Ólafur Guðjónsson,
Gísli Ólafsson, Elísabeth Solveig Pétursdóttir,
Viðar Ólafsson, Birna Björnsdóttir,
Þórunn Ólafsdóttir,
Sveinn Ingi Ólafsson, Gyða Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Konan mín, mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
ÞÓRUNN JÓNASDÓTTIR,
Hellu,
verður jarðsett frá Oddakirkju föstudaginn
4. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Lund.
Guðni Jónsson,
Hrafnhildur Guðnadóttir, Friðrik Magnússon,
Hjördís Guðnadóttir, Auðun Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.