Morgunblaðið - 12.01.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 12.01.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það er heldur betur líf ogfjör þar sem 20 mæðurkoma saman með börninsín sem flest eru fædd í apríl og maí 2012. Kristjana Páls- dóttir, gestgjafi dagsins hjá mömmuklúbbnum Vormömmum, er enn með nokkra gesti hjá sér þegar blaðamaður slær á þráðinn til henn- ar seinnipart dags. En hópurinn hittist á hverjum þriðjudagsmorgni klukkan 11. Vorbörn og mæður „Það er sérstaklega mikið fjör hjá okkur núna þegar þau eru farin að hreyfa sig svona mikið og eru þar með út um allt. Ég bý í tveggja hæða húsi og nú verður ein orðið að sitja í stiganum svo þau komist ekki upp. Það hefur ekki þurft hingað til. Fyrstu börnin eru fædd um miðjan mars í fyrra og síðasta 10. júlí en við köllum okkur vormömmur því flest börnin eru fædd í apríl og maí,“ segir Kristjana. Í hópnum eru alls 30 mömmur og 31 barn þar sem einir tvíburar eru í hópnum. Sjálf á Kristjana tvö börn og eiga flestar mæðurnar í hópnum tvö börn eða þrjú þó aðeins sé hist með þau yngstu. Stuðningur hver af annarri Hugmyndin að hópnum var fyrst borin fram á Barnalandi og var hann formlega stofnaður í nóv- ember 2011. Mæðurnar hafa hist síðan í janúar 2012 og hafa þær samband hver við aðra í gegnum lokaðan Facebook-hóp. Konunum þótti þægilegra að vera á svipuðum aldri og því var inntökuskilyrðið það að mæðurnar væru komnar yfir þrí- tugt. Þær þekktust ekki áður en hópurinn var stofnaður þó ein- hverjar hafi kannast hver við aðra. „Það er náttúrlega frábært ef vinkonur manns eru að eignast börn á sama tíma en það er auðvitað ekki Vormömmur með stóran barnahóp Mömmuhópurinn Vormömmur hittist á hverjum þriðjudagsmorgni. Það er sann- arlega líf og fjör þar sem allt að 30 mömmur koma saman með börn sín en í hópn- um eru einir tvíburar. Börnin eru flest fædd síðastliðið vor og eru nú að verða komin á fulla fart sem eykur nokkuð umfang hópsins en mömmurnar leggja allar til veitingar á borð og sitja svo og spjalla saman og leika við ungviðið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Mæðgur Kristjana Pálsdóttir og dóttirin Hanna Rún Einardóttir. Vinir Börnunum kemur vel saman að leika sér en flest eru fædd vorið 2012. Á vefsíðunni www.taste.com.au má finna ýmiskonar uppskriftir að góðum heimilismat og þessa dagana má þar finna rétti sem henta vel þessum árs- tíma. Við viljum helst liggja í híði og þar af leiðandi borða eitthvað sem lætur okkur líða vel. Á síðunni er meðal ann- ars gefin uppskrift að svokölluðu „cot- tage pie“ sem kalla má smalaböku á ís- lensku. En bakan sú er hakkréttur gerður í fati og kartöflumús sett ofan á. Saman við nautahakk er blandað lauk, gulrót, selleríi, niðursoðnum tómötum og ýmsum kryddum en ofan á er sett kartöflumús og ostur. Góður réttur til að eiga í ísskápnum og hita upp á leti- legu kvöldi. Vefsíðan www.taste.com.au Smalabaka Letilega útgáfan þarf ekki að vera svona sparileg þó hún sé falleg. Smalabaka fyrir letingja Þegar svo vel viðrar sem nú í höfuð- borginni og engan snjó er að sjá er um að gera að taka fram hjólfákinn. Hann þarf jú ekki endilega að rykfalla í geymslunni þangað til í vor. Kannski er þetta ekki akkúrat árstíminn til að láta sér detta í hug að fara í hjólatúr en það er ekkert sem mælir gegn því þó það blási dálítið. Klæddu þig eftir veðri og vindum og prófaðu að hjóla í það minnsta út í búð eða kannski í sund. Það er mjög gott að fríska sig dálítið í skammdeginu og sérstaklega eftir jólin þegar líkamshreyfingin hjá mörgum hefur einskorðast við að lyfta skeið eða glasi að vörum sér. Endilega… …skelltu þér í hjólatúr Morgunblaðið/RAX Frískandi Vel er hægt að hjóla þessa dagana. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. F ÍT O N / S ÍA SUMT MÁ HELST EKKI VANTA! Íslensk getspá er öflugur ba khjarl íþrótta- og ungmennafélags hreyfingarinnar og öryrkja á Íslandi. Allir vinna þegar þú tekur þátt. Leyfðu þér smá Lottó. LOTTÓRÖÐIN HÆKKA R Vegna verðlagsþróunar und anfarinna ára hefur Lottóröðin hækkað og kostar nú 130 kr. Sú hækkun skilar sér að sjá lfsögðu í hækkun vinninga í öllum vinningsflo kkum. WWW.LOTTO.IS Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamba nds Íslands, Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennafélags Ísla nds. Rétt er að minna þá sem búa í ná- grenninu eða verða í bústað á svæð- inu yfir helgina að HM handbolta- stemmning verður í Réttinni í Úthlíð í dag. En kl. 16.55 mætast Íslendingar og Rússar í handboltaleik sem án efa verður hörkuspennandi Einnig verður enski boltinn á dag- skrá á laugardag og verður Réttin opnuð klukkan 12 en þar er hægt að fá sér gott í gogginn og fylgjast með „Strákunum okkar“. Strákarnir okkar í beinni Handbolti Fylgist með HM í beinni. HM í Réttinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.