Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég hef velt því mikið fyrir mér hvað vaki fyrir þeim. Annaðhvort mis- skilja þeir einfaldlega hvað er sagt í skýrslunni, sem er ekki gott þegar prófessorar eru á ferð, þá sérstak- lega í stjórnmálafræði. Hin skýring- in er að þeir eru blása þetta upp í pólitískum tilgangi til að keyra til- löguna í gegn, segir Indriði H. Ind- riðason, dósent í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla, Riverside. Tilefnið er þau ummæli fræði- mannanna Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, og Þorvaldar Gylfa- sonar, prófessors í hagfræði við sama skóla, að úttekt þriggja virtra erlendra fræðimanna á frumvarpi stjórnlagaráðs sé á jákvæðum nótum og þar með gæðastimpill á það. Hefur Eiríkur Bergmann Einars- son, prófessor við Háskólann á Bif- röst, tekið í svipaðan streng. Halda að fólk lesi ekki skjalið Indriði gagnrýnir þessa túlkun. „Íslensku fræðimennirnir eru í raun og veru að kasta ryki í augu fólks með því að halda því fram að hér séu heimsfrægir erlendir fræði- menn að viðra tiltekin sjónarmið. Þeir virðast gera ráð fyrir því að ís- lenskur almenningur lesi ekki skýrsluna nákvæmlega heldur taki orð þeirra um hana gild. Þetta er ekki sérlega heiðarlegt. Það er leitt að þurfa að segja það.“ Erlendu fræðimennirnir sem Indriði vísar til heita Zachary Elk- ins, dósent við Texas-háskóla, James Melton, lektor í sömu grein við Uni- versity College London, og Tom Ginsburg, lagaprófessor við Chi- cago-háskóla. Eftir því sem komist verður næst gerðu þremenningarnir úttekt á ís- lenska stjórnarskrárfrumvarpinu að eigin frumkvæði en þeir bera saman stjórnarskrár í fræðum sínum. Indriði telur stjórnarskrárfrum- varpið fela í sér forsetaþingræði sem fari miðja vegu milli Frakklands og Írlands og tekur aðspurður undir með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, að það feli í sér stjórn- skipan sem sé líklega einsdæmi á Vesturlöndum. Indriði lýsir greinar- gerð erlendu fræðimannanna svo: „Rannsóknir þeirra á stjórnar- skrám taka einkum á tveim hlutum. Í fyrsta lagi fara þeir yfir stjórnar- skrár víða um heim og telja upp þau atriði sem getið er um í þeim. Þeir horfa til þeirra réttinda sem eru til staðar, hvaða formlegu reglur lúta að þingum og þar fram eftir götun- um. Í öðru lagi tengja þeir greiningu sína við spurninguna hversu lengi stjórnarskrár endast. Fræðimenn- irnir horfa þannig á afmarkaðan hlut og taka til dæmis ekki á réttinum til þjóðaratkvæðagreiðslna, hvernig kosningakerfið verður eða hvert vald forsetans mun verða. Þeir taka enga afstöðu til þess hvort fyrirkomulag á þessum þáttum er gott eða slæmt. Í raun og veru útskýra þeir ekki hvaða áhrif nýja stjórnarskráin hefði á stjórnskipan,“ segir Indriði og tek- ur dæmi af tillögu um persónukjör. Fyrirgreiðslan vandamál „Ég held að kosningakerfið breyt- ist ekki sérlega mikið taki nýja stjórnarskráin gildi. Það hefur enda verið formlegt persónukjör á Íslandi í gegnum forvöl flokkanna. Að því leyti er verið að færa prófkjörin inn í kosningarnar sjálfar. Ég tel hins vegar að hugmyndin um persónukjör sé ekki mjög góð vegna þess að fyrirgreiðsla hefur alltaf verið mikilvæg á Íslandi og spilling verið töluverð í gegnum tíð- ina. Það hefur að hluta til verið til- komið af því að þingmenn hafa þurft að taka sérhagsmuni til greina til að vinna prófkjör. Sé litið svo á að vandamálið í ís- lenskum stjórnmálum sé spilling og fyrirgreiðsla hefði verið athyglisvert eða umhugsunarvert að skoða kosn- ingakerfi sem draga úr þessum þátt- um. Ég hefði því viljað sjá nánari umfjöllun um aðra hugsanlega möguleika og hverjir kostir og gallar þeirra eru. Það sama gildir um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég hygg að hugmyndin um þjóðaratkvæðagreiðslu, eða réttinn til að kalla til þeirra, sé við fyrstu sýn mjög jákvæð. Það er jafnan góð hug- mynd að leita til þjóðarinnar og spyrja hvað fólkið vill. Það kerfi hef- ur hins vegar annmarka. Það eru ákveðnar kröfur um hvenær kalla megi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Kröfur um undirskriftir skapa það misræmi að samtök sem hafa mikið fjármagn að baki sér eiga auðveldara með að koma þjóðaratkvæða- greiðslum af stað og afla málum sín- um stuðnings, nokkuð sem er þekkt vandamál hér í Kaliforníu. Þá skapa þær skrítna hvata fyrir þingmenn, enda geta þeir nýtt sér þjóðaratkvæðagreiðslur til að forða sér frá því að taka erfiðar ákvarð- anir. Um leið verður erfiðara að gera þingmenn ábyrga en ein hugmyndin að baki persónukjöri er einmitt sú að þá sé auðveldara að halda þingmenn ábyrgari fyrir gjörðum þeirra.“ Að mörgu leyti aðdáunarvert „Það er ekkert við rannsókn þeirra að athuga en markmiðin eru allt önnur en haldið er fram á Ís- landi. Það er rétt hjá Þorvaldi, Svani og fleirum að lokaorð erlendu fræði- mannanna eru jákvæð að því leyti að þeim finnst ferlið við gerð stjórnar- skrárfrumvarpsins á margan hátt áhugavert og aðdáunarvert. Ég er í raun og veru alveg sammála því. En samskipti mín við Zachary Elkins staðfesta að í skýrslu sinni tóku þeir á engan hátt heildstæða afstöðu til innihalds tillagnanna,“ segir Indriði sem telur stjórnlagaráð hafa átt að skoða fræði um stjórnskipun betur. „Kasta ryki í augu fólks“ Ljósmynd/Kaliforníuháskóli Dósent Um 21.000 nemendur eru við skólann sem Indriði kennir við.  Dósent við Kaliforníuháskóla gagnrýnir túlkun fræðimanna á erlendri umsögn um stjórnlagadrög  Rangt að umsögnin sé gæðastimpill  Telur framgöngu íslenskra fræðimanna ekki vera heiðarlega Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sat í stjórnlagaráði. Hann segir erlenda fræðimenn hafa lofað frumvarpið. „Erlendir fræðimenn hafa lokið lofsorði á frumvarpið, bæði inntak þess og aðferðina við að koma því saman,“ skrifar Þorvaldur í pistl- inum Bráðum fjögur ár á vef DV. Í tveim fyrri bloggfærslum vitn- aði Þorvaldur svo í skýrslu erlendu fræðimannanna sem Indriði gerir að umtalsefni. Vísar Þorvaldur til umsagnar „þriggja heimsfrægra prófessora“. En aðeins einn þre- menninganna er prófessor. Svanur Kristjánsson prófessor vitnaði í skýrslu þremenninganna í Sunnudagsspjallinu á Rúv 6. janúar sl. með þessum orðum: „Niður- staðan er einfaldlega sú að það sé til fyrirmyndar hvernig þetta hafi verið unnið … Þannig að við erum með gæðastimpil á þessa stjórnar- skrá frá bestu fræðimönnum í heiminum,“ sagði Svanur m.a. Vísa til lofs fræðimanna PRÓFESSORAR VIÐ HÍ VITNA Í SKÝRSLUNA Skannaðu kóð- ann til að lesa erlendu greinina Gott fyrir magann – gott fyrir heilsuna Um 70% af ónæmiskerfinu á upptök sín í meltingarkerfinu og þvi mikilvægt heilsunni að hugsa vel um magann. Góðir gerlar gegna þar stóru hlutverki, þeir hindra vöxt skaðlegra baktería og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Það hjálpar okkur að viðhalda góðri heilsu og verjast meltingaróþægindum. Gæðin skipta máli. Það er nauðsynlegt að góðu gerlarnir séu enn lifandi þegar þeir koma að réttum stað í meltingarveginum þar sem þeirra er þarfnast – þörmunum. Þess vegna er sérstakri tvöfaldri húðunaraðferð beitt í VITAMIONX PRO sem verndar gerlana gegn magasýrum og galli. Það hjálpar þeim að lifa af ferðalagið að þörmunum og vera þar virkir og gagnlegir. Til að varðveita innihaldið enn betur er VITAMINOX PRO töflunum pakkað í þynnupakkningu. Allt í einni töflu ! 12 vítamín + 8 steinefni + milljarðar góðra gerla fyrir magann VITAMINOX PRO fæst í apótekum og heilsubúðum www.brokkoli.is VITAMINOX PRO VITAMINOX PRO – öflugt og þægilegt • Til að styrkja ónæmiskerfið og stuðla að betri heilsu • Til að bæta meltinguna og auka upptöku næringarefna • Til að koma jafnvægi á bakteríuflóruna í meltingarveginum NÝTT!MÖGNUÐSAMSETNING Fundurinn verður haldinn í Lögbergi stofu 102 í Háskóla Íslands, mánudaginn 14. janúar nk. frá kl. 12:00-13:00. Gestir í pallborði verða: Sema Erla Serdar verkefnastýra hjá Já - Ísland Gunnlaugur Snær Ólafsson upplýsingafulltrúi Heimssýnar Jens Kihl formaður stúdenta gegn ESB - aðild í Noregi. Allir velkomnir Ísafold félag ungs fólks gegn ESB-aðild og Herjan félag stúdenta gegn ESB-aðild boða til málfundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.