Morgunblaðið - 12.01.2013, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Borgartún • Fákafen • Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
OKKAR
LOFORÐ:
Lífrænt og
náttúrulegt
Engin
óæskileg
aukefni
Persónuleg
þjónusta
Heilsusprengja
Heilsan í fyrirrúmi árið 2013!
20% afsláttur af öllum NOW bætiefnum
fimmtudag til sunnudags
20%
afsláttur!
Yfir 200 tegundir!
STUTTAR FRÉTTIR
● Fjöldi erlendra ferðamanna á síðast-
liðnu ári fór í fyrsta sinn yfir tvöfaldan
fjölda þjóðarinnar. Fór landið þar með
yfir í lítinn hóp þjóða sem geta státað af
því að ferðamannafjöldinn sé svo mikill
miðað við fólksfjölda. Heildarfjöldi er-
lendra ferðamanna sem komu til lands-
ins á síðastliðnu ári var 670 þúsund
samkvæmt áætlun Íslandsbanka, en
tölur fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins
liggja fyrir. Fólksfjöldinn er nú sam-
kvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar
ríflega 322 þúsund og hlutfallið milli
fjölda erlendra gesta og fólksfjölda í
landinu því komið í 2,1, segir í Morg-
unkornum Íslandsbanka. Fyrir áratug
fór fjöldi erlenda ferðamanna hingað yf-
ir fólksfjöldann í landinu.
Íslendingar í minnihluta
● Reglugerð Evrópusambandsins um
hámarksverð til neytenda á farsíma-
notkun innan Evrópu hefur tekið gildi á
evrópska efnahagssvæðinu öllu og nær
nú einnig til viðskiptavina íslenskra far-
símafyrirtækja. Miða á hámarksverðið
við opinbert gengi íslensku krónunnar
gagnvart evru samkvæmt skráningu
Seðlabanka Íslands tveimur, þremur og
fjórum mánuðum fyrir daginn sem nýja
verðið á að öðlast gildi, segir í tilkynn-
ingu.
Hámarksverð á símtöl-
um tekur gildi
Fjárfestingasjóðir undir stjórn
Stefnis, dótturfélags Arion, juku
við hlut hlut sinn í fasteignafélag-
inu Regin fyrir 550 milljónir
króna fyrir tveimur dögum. Sjóð-
irnir eiga nú 8,54% hlut í félaginu
og nemur markaðsvirðið 1,4 millj-
örðum króna. Þetta kemur fram í
flöggunartilkynningu til Kaup-
hallarinnar.
Um er að ræða fjárfestingasjóð-
ina Stefni ÍS 15, Stefni ÍS 5 og
Stefni Samval. Stefnir á ekki
beinan hlut í félaginu, heldur er
eignarhluturinn í eigu sjóðs-
félaga.
Tilkynnt var í byrjun ársins að
sjóðir á vegum Stefnis hefðu
keypt í Marel fyrir um milljarð.
Eftir kaupin nam hlutur sjóða
rekstrarfélagsins 5,47%.
Reginn var skráður á hluta-
bréfamarkað síðasta sumar og á
m.a. Smáralind og Egilshöll.
Landsbankinn er stærsti hluthafi
Regins með 25% hlut.
Morgunblaðið/Kristinn
Bjallan glymur Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins, hringir inn viðskiptin
þegar fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í sumar.
Sjóðir Stefnis
kaupa í Regin
Ráða yfir 8,5% í fasteignafélaginu
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Aðeins þrjú ríki á evrusvæðinu –
Grikkland, Írland og Kýpur – voru
með lægra fjárfestingastig en Ísland
á árinu 2012. Miðað við áætlaðar
hagtölur fyrir síðasta ár þá verður
heildarfjármunamyndun í íslenska
hagkerfinu 14,9% sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Það er tæp-
um fjórum prósentum lægra en að
meðaltali hjá þeim 17 ríkjum sem
eru í evrópska myntbandalaginu.
Orri Hauksson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnarins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að það sé um-
hugsunarefni hversu hægt hefur
miðað í þá átt að ná fjárfestingu í það
sem mætti kalla eðlilegt horf eftir
hrun bankakerfisins árið 2008. „Við
náðum botninum mun fyrr en evru-
ríkin og því mætti ætla að fjárfesting
væri meiri hérlendis en að meðaltali
á evrópska myntsvæðinu.“
Hann bendir einnig á að jafnvel í
venjulegu árferði, þegar horft sé
framhjá öllum skammtímaáhrifum
efnahagshrunsins, þá ætti Ísland
hvort eð er að vera með hátt fjárfest-
ingastig. „Við erum ung og fámenn
þjóð, í hlutfallslega stóru landi, með
meiri innflutning og útflutning en
flestar aðrar þjóðir miðað við efna-
hagsumsvif. Því hefði verið gráupp-
lagt að ráðast í fjárfestingar til að
auka útflutningsgetu fyrirtækja á
meðan raungengið var jafn lágt.
Þess í stað misstum við af því tæki-
færi og raungengið hefur nú hækkað
vegna nafnlaunahækkana og í kjöl-
farið verðbólgu.“
Árlegur hagvöxtur á síðustu
tveimur árum hefur verið um 2,5%,
sem er með því mesta sem mælst
hefur á meðal ríkustu þjóða heims.
Hagfræðingar hafa þó bent á að sá
vaxtarkippur, sem hefur einkum
verið leiddur áfram af aukinni einka-
neyslu, verði ekki langvinnur nema
til komi stórauknar fjárfestingar í
útflutningsgreinum landsins.
Hugmyndafræðilegt reiptog
Orri segir að það sé vissulega rétt
að íslenska krónan og fjármagnshöft
hafi ekki hjálpað til við að efla fjár-
festingu í hagkerfinu eftir hrun
bankakerfisins. „Veigameiri ástæða
er hins vegar stefna stjórnvalda. Í
fyrsta lagi með því að leggja áherslu
á að standa í hugmyndafræðilegu
reiptogi við mikilvægustu útflutn-
ingsatvinnuvegi okkar – sjávarútveg
og orkuiðnað. Í öðru lagi vegna tíðra
og handahófskenndra breytinga á
skattkerfinu. Sökum þessa hefur
besta ákvörðun fjárfesta ávallt verið
að bíða með ákvörðun.“
Sú staðreynd að Ísland er eftirbát-
ur nánast allra ríkja á evrusvæðinu,
sem mörg hver hafa glímt við djúp-
stæða ríkisfjármála- og skulda-
kreppu frá árinu 2010, þegar kemur
að fjárfestingu í hagkerfinu – fjórum
árum eftir fall fjármálakerfisins – er
því fyrst og fremst heimatilbúinn
vandi, að mati Orra. „Það er mjög
grátlegt – og í raun algjör óþarfi – að
við skulum ekki hafa nýtt allan þenn-
an tíma til að leggja grunn að því að
efla útflutningsgetu þjóðarbúsins.“
Vantar 90 milljarða
Þjóðhagsspá Seðlabankans frá því
í nóvembermánuði síðastliðnum ger-
ir ráð fyrir aðeins 5,3% vexti í fjár-
festingu á þessu ári og að fjármuna-
myndun, sem hlutfall af
landsframleiðslu, verði 15,3% í árs-
lok. Það er ekki síst lítill vöxtur í at-
vinnuvegafjárfestingu – eingöngu
2% – sem er ástæða þessa. Samhliða
gerð kjarasamninga í maí 2011 settu
stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar-
ins sér það markmið að koma fjár-
festingum í 20% í árslok 2013, en frá
árinu 1980 hefur fjárfesting í ís-
lenska hagkerfinu að meðaltali verið
um 21% af landsframleiðslu.
Ljóst er að fjárfesting þyrfti að
vera tæplega fimm prósentum meiri
ætti markmið kjarasamninga að
nást. Til að setja þá tölu í samhengi
nemur hver prósentuaukning í fjár-
festingu um 18,5 milljörðum miðað
við áætlaða landsframleiðslu á þessu
ári. Fjárfesting verður því tæplega
90 milljörðum minni á þessu ári en
lagt var upp með í kjarasamningum
sumarið 2011.
Fjárfesting á Íslandi langt
undir meðaltali evruríkja
Aðeins þrjú evruríki með lægra fjárfestingastig en Ísland á síðasta ári
Heimild: Hagstofan, Seðlabanki Íslands og Eurostat. Tölur fyrir árið 2012 eru áætlaðar.
40
35
30
25
20
15
10
5
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
34,5
36
30,6
27,1
22,6
22,3
21,3
14,9
24,9
19,3
9,7
14
16,1
18,6
Eftirbátar flestra evruríkja
Heildarfjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu (%)
Ísland
Eistland
Spánn
Írland
Grikkland
Portúgal
Meðaltal
Evruríkja
Þrjú ríki fjárfestu minna
» Miðað við áætlaðar tölur var
fjárfesting á Íslandi 14,9% af
landsframleiðslu á síðasta ári
– en það er um fjórum prósent-
um minna en að meðaltali á
evrusvæðinu. Aðeins þrjú evru-
ríki fjárfestu minna en Ísland.
» Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir að í ljósi
þess að Ísland hafi náð botn-
inum mun fyrr en evruríkin þá
ætti fjárfesting á Íslandi að öllu
eðlilegu að vera meiri í dag en
á evrusvæðinu.
» Spáð 90 milljörðum minni
fjárfestingu 2013 en stefnt var
að í kjarasamningum.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,,
,/0.01
+1/.1+
,,.23+
,1.+,2
+3.03-
+13.-4
+.44+2
+30.-2
+2/./2
+,-.51
,/2.+1
+1/.03
,,.-5-
,1.+35
+3.250
+4/.,1
+.4453
+32.40
+2/.55
,11.+55-
+,-.-4
,/2.01
+1+./2
,,.3,5
,1.,01
+3.-+4
+4/.0,
+.45/+
+3-./5
+2+./1
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á