Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. lokað Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Vegna góðrar sölu á síðustu uppboðum leitum við að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist og þá sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Myndlistar- uppboð 12. – 28. janúar Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Rannsóknir danskra og kanadískra vísindamanna á manna- og dýra- beinum hafa leitt í ljós að norrænir menn hurfu ekki frá Grænlandi á fimmtándu öld vegna hungurs eða sjúkdóma. Fornleifafræðingar telja líklegt að norrænu mennirnir hafi farið frá Grænlandi vegna einangr- unar og af efnahagsástæðum. Niðurstöður vídindamannanna byggjast á samsæturannsóknum á hundruðum manna- og dýrabeina sem fundist hafa á Grænlandi. Skýrt er frá niðurstöðunum í fræði- ritinu Journal of the North Atlantic sem sérhæfir sig í rannsóknum á fornleifum og umhverfissögu. Einn- ig er fjallað um niðurstöður vísinda- mannanna í vefútgáfu þýska viku- blaðsins Spiegel. Norrænir menn fóru að nema land á Grænlandi í lok tíundu aldar. Á meðal þeirra var Eiríkur rauði sem fór í útlegð til Grænlands árið 982 og settist að í Bröttuhlíð. Vestribyggð, sem var í inn- fjörðum þess sem nú er nefnt Nuuk-hérað, fór í eyði fyrir miðja fjórtándu öld. Meginbyggð nor- rænna manna á Grænlandi, Eystri- byggð, lagðist í eyði um miðja fimmtándu öld eða seinnihluta þeirrar aldar. Íslenskt skip kom til Grænlands árið 1540 og skipverjar fundu þá enga norræna menn á lífi. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvers vegna norrænir menn hurfu frá Grænlandi. Talið er að kólnandi loftslag sé ein af megin- ástæðunum og einnig hafa komið fram tilgátur um að hungur og sjúkdómar hafi orðið til þess að byggðirnar lögðust niður. Menn hafa ennfremur leitt getum að því að inúítar hafi útrýmt norrænum mönnum. Borðuðu sífellt meira af selkjöti Beinarannsóknirnar benda til þess að mjög ólíklegt sé að norrænu mennirnir hafi hrökklast frá byggð- unum vegna hungurs. Rannsókn- irnar leiddu í ljós að norrænu mennirnir, sem höfðu einkum lifað á fjár- og nautgripabúskap, voru furðufljótir að breyta fæðuöfluninni þegar loftslagið fór að kólna og búskaparskilyrðin versnuðu. Þeir sneru sér þá að sjávarfangi í aukn- um mæli, einkum selkjöti. Aðeins um 20-30% af fæðu nor- rænu mannanna komu úr sjónum í byrjun elleftu aldar en selveiðar urðu sífellt stærri þáttur í fæðuöfl- un þeirra. „Þeir borðuðu sífellt meira af selkjöti og selir voru allt að 80% af fæðu þeirra á fjórtándu öld,“ hefur Spiegel eftir Jan Heinemeier, sérfræðingi við Árósarháskóla í aldursgreiningu beina. Niels Lynnerup, doktor í líf- fræðilegri mannfræði, sem tók þátt í rannsókninni, tekur undir það að norrænu mennirnir hafi haft næga fæðu þrátt fyrir loftslagsbreyting- arnar. „Ef til vill urðu þeir bara dauðleiðir á því að lifa á hjara ver- aldar og hafa næstum ekkert að borða annað en seli,“ hefur Spiegel eftir honum. Rannsóknirnar benda einnig til þess að farsóttir hafi ekki orðið til þess að byggðirnar lögðust í eyði. Vísindamenn fundu ekki nein merki um að dauðsföll af völdum sjúk- dóma hefðu verið algengari meðal Grænlendinganna en í öðrum byggðum norrænna manna á þess- um tíma. Vísindamennirnir telja að ýmsir aðrir þættir hafi orðið til þess að norrænu mennirnir fóru frá Græn- landi. Þeir benda meðal annars á að þegar byggðirnar fóru í eyði var nær engin eftirspurn eftir sel- skinnum og rostungstönnum sem voru helstu útflutningsvörur þeirra. Þar við bætist vaxandi einangrun grænlensku byggðanna vegna þess að reglulegum siglingum til Íslands og Noregs fækkaði og þær lögðust að lokum af. Þeir urðu því uppiskroppa með byggingarvið og járnverkfæri. „Það varð sífellt erfiðara fyrir Grænlend- ingana að laða kaupmenn frá Evrópu til eyjunnar,“ hefur Spiegel eftir Jette Arneborg, fornleifafræð- ingi við Þjóðminjasafn Danmerkur. „Án viðskiptanna gátu þeir ekki lif- að af til langframa.“ Raunveruleikinn stangaðist á við sjálfsmyndina Vísindamennirnir segja að nor- rænu mennirnir á Grænlandi hafi fyrst og fremst litið á sig sem bændur frekar en veiðimenn. Fé- lagsleg staða þeirra hafi einkum ráðist af landi og bústofni þeirra en loftslagsbreytingarnar hafi orðið til þess að aðstæðurnar hafi ekki farið saman við efnahagslega og menningarlega sjálfsmynd þeirra. „Þeir hefðu þurft að lifa sífellt meira eins og inúítar, fjarlægjast menningarlegar rætur sínar,“ hefur Spiegel eftir Arneborg. „Raunveru- leikinn stangaðist sífellt meira á við sjálfsmynd þeirra og það virðist hafa orðið til þess að byggðunum hnignaði.“ Flúðu ekki hungur og farsóttir  Rannsóknir vísindamanna benda til þess að norrænir menn á Grænlandi hafi farið þaðan vegna einangrunar og af efnahagsástæðum  Undir lokin var selkjöt allt að 80% fæðunnar Morgunblaðið/RAX Brattahlíð Unnið að endurgerð bæjar Eiríks rauða á Grænlandi árið 1999. Unga fólkið flúði fyrst » Líkt og á sumum stöðum hér á landi virðist unga fólkið hafa flúið fyrst frá hnignandi byggðum norrænna manna á Grænlandi. » Vísindamennirnir fundu varla nokkur bein kvenna á barneignaraldri í grafreit frá lokaskeiði byggðanna. » „Það eru alltaf þeir ungu og sterku sem fara fyrst og skilja gamla fólkið eftir,“ segir einn vísindamannanna, Niels Lynne- rup, danskur doktor í líf- fræðilegri mannfræði. Talið er að breski sjónvarpsmaður- inn Jimmy Savile hafi framið 214 kynferðisglæpi á rúmum fimm ára- tugum, m.a. 34 nauðganir, þar af 28 nauðganir á börnum. Yngsta fórnar- lambið var átta ára piltur, að því er fram kemur í skýrslu sem breska lögreglan og barnaverndarsamtökin NSPCC kynntu í gær. Savile framdi kynferðisglæpina í 28 lögregluumdæmum í Bretlandi á árunum 1955 til 2009. Glæpirnir voru framdir í húsakynnum breska ríkis- útvarpsins, á þrettán sjúkrahúsum og fjórtán kynferðisbrotanna tengj- ast skólum. Þrír fjórðu fórnarlamb- anna voru börn og flest þeirra stúlk- ur á aldrinum 13 til 16 ára. Savile lést 29. október 2011, 84 ára að aldri. Mál hans komst í há- mæli ári síðar þegar breska sjónvarpið ITV sýndi þátt þar sem nokkrar kon- ur sökuðu Savile um kynferðislega áreitni og nauðg- anir. Málið vatt hratt upp á sig og alls hafa um 450 manns komið fram og sakað Savile um kynferðisbrot, að sögn fréttavefjar breska ríkisút- varpsins. „Ljóst er að Savile var mjög slæg- ur og miðaði allt ævistarf sitt við það að fá aðgang að varnarlausum börn- um til að fremja glæpina,“ sagði Pet- er Watt, talsmaður samtakanna NSPCC sem voru stofnuð árið 1884 til að vernda börn. Talsmaður lögreglunnar sagði að Savile hefði notfært sér frægð sína og stöðu sem stjórnandi vinsælla sjónvarpsþátta, meðal annars „Top of the Pops“, til að fremja glæpina og notað hvert tækifæri sem gafst til þess. Keir Starmer, æðsti saksóknari Bretlands, viðurkenndi að lögreglan hefði getað lögsótt Savile árið 2009 ef hún hefði tekið kærur fórnar- lamba alvarlegar. bogi@mbl.is Yngsta fórnarlamb Saviles var átta ára barn Sjónvarpsmaður- inn Jimmy Savile Fyrirsæta heldur á snáki við athöfn í Hong Kong þar sem fólk var hvatt til að fara vel með dýrin sín. Ár snáksins hefst 10. febrúar næstkomandi og tekur við af ári drekans samkvæmt kínverska tímatalinu. Í kínverskri stjörnuspeki er ár snáksins tengt við velgengni í fjármálum. AFP Ár til fjár framundan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.