Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 ✝ Arnór KjartanHannibalsson fæddist 24. mars 1934 á Strand- seljum í Ögur- hreppi, N-Ísa- fjarðarsýslu. Hann lést á heimili sínu 28. desember 2012. Foreldrar hans voru Sólveig Sig- ríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 24.2. 1904 á Strandseljum í Ög- urhreppi, d. 11.5. 1997, og Hannibal Gísli Valdimarsson, verkalýðsleiðtogi, alþing- ismaður og ráðherra, f. 13.1. 1903 í Fremri-Arnardal í Eyrar- hreppi, N-Ísafjarðarsýslu, d. 1.9. 1991. Eftirlifandi systkini Arnórs eru Ólafur Kristján, f. 6.11. 1935; Elín, f. 15.11. 1936; Guðríður, f. 15.12. 1937; Jón Baldvin, f. 21.2. 1939. Hálf- bróðir samfeðra er Ingjaldur, f. 17.11. 1951. Annan hálfbróður samfeðra átti hann, Isleif Wei- nem, f. 11.8. 1934, d. 28.2. 2011. Arnór kvæntist árið 1962 Nínu Sæunni Sveinsdóttur, við- skiptafræðingi og kennara frá Selfossi, f. 27.9. 1935. Foreldrar hennar voru Gunnþórunn Klara Karlsdóttir, f. 12.8. 1909, d. 28.2. 1993, og Sveinn Sveinsson, gildingu sem skjalaþýðandi og dómtúlkur í pólsku og rúss- nesku. Heimkominn starfaði hann m.a. við blaðamennsku, ritstjórn og kennslu, var for- stöðumaður Listasafns ASÍ 1962-63, sálfræðingur á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur 1963- 1967 og forstöðumaður Tjalda- nesheimilisins 1968-69. Arnór hóf doktorsnám við há- skólann í Fribourg í Sviss haust- ið 1969 en flutti ári síðar til Ed- inborgar í Skotlandi þaðan sem hann lauk PhD-gráðu í heim- speki árið 1973. Hann var skip- aður lektor í heimspeki við Há- skóla Íslands árið 1976, dósent 1983 og prófessor 1989. Þeirri stöðu gegndi hann til starfsloka árið 2004. Arnór kom víða við á fræða- og ritferli sínum, en hann samdi fjölda rita og greina um heim- speki, siðfræði, mannréttindi, skólamál, sögu, bókmenntir og stjórnmál. Meðal þýðinga sem eftir hann liggja eru valin verk Dostojevskís og Platós. Eftir að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt frá Sovétríkj- unum snemma á tíunda ára- tugnum var Arnór skipaður ræðismaður Litháens á Íslandi og var það allt til dauðadags. Forseti Litháens sæmdi hann árið 2011 heiðursorðu fyrir framlag hans til vináttutengsla landanna. Útför Arnórs fer fram frá Reynivallakirkju í Kjós í dag, 12. janúar 2013, og hefst athöfn- in kl. 14. f. 27.6. 1902, d. 8.7. 1992. Arnór og Nína skildu 1995. Börn Arnórs og Nínu eru: 1) Ari Ólafur, f. 1.4. 1962, kvæntur Hildi V. Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru Arnkell, f. 1994, og Sæunn Una, f. 1996. 2) Kjartan, f. 16.1. 1965, kv. Traci Robison Klein. 3) Auðunn, f. 7.10. 1968, sambýliskona Mar- grét Sveinbjörnsdóttir. Þau eiga soninn Odd, f. 2004. 4) Hrafn, f. 5.1. 1971. 5) Þóra, f. 18.2. 1975, sambýlismaður Svavar Hall- dórsson. Börn þeirra eru Hall- dór Narfi, f. 2005, Nína Sólveig, f. 2008, og Ásdís Hulda, f. 2012. Dætur Svavars eru Erna María, f. 1997, Guðbjörg Lilja, f. 1998, og Rebekka Ósk, f. 1999. Arnór hóf skólagöngu sína í Barnaskólanum á Ísafirði. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1953 og fékk árið eftir styrk til há- skólanáms í Moskvu. Þaðan lauk hann MA-prófi í heimspeki og sálfræði 1959. Hann dvaldi við framhaldsnám í háskólunum í Kraká og Varsjá í Póllandi 1959-1960; hann hlaut síðar lög- Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann sit- ur við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við dansk- an myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær. Meðan aðrir strákar á hans reki eltust við tuðru út um víðan völl kenndi hann sjálfum sér esperanto. Hugsjónin um sam- eiginlegt tungumál jarðarbúa, tæki til að eyða fáfræði og for- dómum, hafði fangað hug hans. Um fermingaraldur var hann far- inn að skrifast á við lærða menn í útlöndum á þessu tungumáli um stríð og frið. Á menntaskólaárum mátti hann af ýmsum ástæðum vart vera að því að sitja á skólabekk. Hann varð hugfanginn af nýju al- þjóðatungumáli – tónlistinni. Hann leigði herbergi í Vestur- bænum með aðgangi að flygli. Þangað fór ég á hjólinu mínu með hans daglega skammt af hollustu- fæði frá móður okkar handa meinlætamanninum. Út um gluggann barst endurómur af hugarafli Beethovens og Chop- ins. Þar kviknaði ást hans á pólskri tungu. Ég færði honum líka viku- skammtinn af Prövdu. Hann hafði það þá fyrir satt, eftir sjálf- um Laxness og fleiri snillingum, að austur á Volgubökkum væri rísandi nýtt mannfélag, þar sem arðrán manns á manni væri af- numið. Hann ætlaði ekki að láta það ævintýri fram hjá sér fara. Og kenndi sjálfum sér rússnesku með því að lesa Prövdu. Moskvudvölin 1954-59 mótaði Arnór fyrir lífstíð. Það tók hann ekki mikið meira en árið að sjá í gegnum lygina. Hann átti bágt með að fyrirgefa (sér?), að hann hefði látið blekkjast. En „vann það ei fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans“. Aldr- ei. Andlegur óheiðarleiki og heig- ulsháttur var alla tíð eitur í hans beinum. Þar með lenti hann upp á kant við fyrri lærimeistara og fé- laga. Lét þá hafa það óþvegið. Og fékk sinn skammt til baka, ómældan. Heimkominn, eftir framhalds- nám í Varsjá, Kraká, Fribourg og Edinborg, minni gömlu alma ma- ter, þar sem hann lauk doktors- prófi, gerðist hann ritstjóri, kennari, safnvörður og sálgæslu- maður. En æskuástin, heim- spekin, átti hug hans allan. Allt hitt flokkaðist bara undir brauð- stritið. Seinustu áratugina naut hann þess að kenna heimspeki ungu fólki við háskóla heima og heiman. Hvað er þekking en ekki blekking? Eða eins og þar stend- ur: Vond er bannsett blekkingin, blindar á lífsins kjalveg; Þó er verst ef þekkingin þjónar henni alveg. Bróðir minn leit fyrst ljós heimsins við Djúp vestur. Þar óx hann úr grasi undir verndarvæng Guðríðar ömmu okkar á Strand- seljum, undir myndinni af Þóru langömmu. Þaðan er Þórunafnið komið. Mynd hennar var líka á hans vegg. Innst inni var þessi víðförli heimsborgari bundinn átthögum sínum við Djúp órjúf- andi tryggðaböndum. Þar sem hann fyrst leit ljós heimsins, með útsýn til Kaldalóns og Snæfjalla- strandar, þar vill hann bera bein- in. In situ cunarum, requiescere volo – þar sem vagga mín var vil ég njóta hinstu hvíldar. Hvíli hann í friði. Jón Baldvin Hannibalsson. Arnór Hannibalsson er geng- inn. Er þar enn höggvið í raðir þeirra manna sem ólust upp við Djúp á fyrri hluta síðustu aldar, fyrir, um og eftir seinni heims- styrjöld. Arnór gekk menntaveg- inn og var við nám bæði í Moskvu og í Edinborg. Fyrir fræði- mannsstörf sín var hann þekktur og naut virðingar. Hann var iðu- lega kallaður til að gefa álit um ýmis mál bæði af ættingjum, op- inberlega og í fjölmiðlum. Sér- staklega var álit hans á stjórn- málum austantjalds eftirsótt. Hann var líka viðræðugóður á tveggja manna tali og áhugasam- ur um skoðanir. Fyrsta vitund okkar um tilvist Arnórs var þegar Helgi, eigin- maður og faðir undirritaðra, þurfti í Kaupmannahöfn að fara niður í bæ til að hitta frænda sem var að koma frá Rússlandi. Þetta var á vormánuðum 1958 og Helgi u.þ.b. að ljúka námi. Þá vannst okkur ekki tími til að hitta Arnór. Það var fyrst um jólin sama ár heima hjá foreldrum hans, Sól- veigu Ólafsdóttur og Hannibal Valdimarssyni. Sólveig var systir tengdaföður og afa okkar. Arnór var alvörugefinn maður og skvaldraði ekki. Þegar hann tal- aði var hann gagnorður og talaði aðeins um það sem máli skipti. Við frekari kynni kom svo fram kímni, hlýja og bjargföst trú á að allir væru jafnir. Tengdamóðir og amma okkar, Kristín Svanhildur Helgadóttir, og Arnór mynduðu, meðan hann var enn ungur, sterk vinabönd sem héldu meðan hún lifði. Hann var reglulegur gestur hjá henni og móðurbróður sínum og þar kynntumst við honum. Þau bjuggu miðsvæðis í Reykjavík og því margir Djúpmenn sem litu þar inn. Arnór leit oft inn. Við þau tækifæri mátti hitta sveitunga og fá fréttir af fólki. Frændurnir Arnór og Helgi voru góðir vinir og deildu áhuga á pólitík. Þeir fóru á saman á póli- tíska fundi í Reykjavík og annar undirritaðra oft með þeim. Var þá keyrt frá Hafnarfiði til Kópa- vogs að ná í Arnór eða við hittum hann á fundum. Fróðlegt var að hlusta á tal þeirra. Ljóst var að talað var af þekkingu og innsæi. Margt var tekið fyrir. Stjórnmál skipuðu stóran sess, en einnig önnur mál. Sjávarútvegur, að- staða fyrirtækja á Íslandi, há- skóli og réttlæti voru ofarlega á baugi. Arnór var félagi í Djúpmanna- félaginu, átthagafélagi fólks úr Ísafjarðardjúpi, og Helgi formað- ur þess í sautján ár. Með Djúp- mannafélaginu fór Arnór oft í vorferð um hvítasunnu til að huga að gistiaðstöðu og veitingasölu sem félagið rak í Mjóafirði. Þetta var gert árlega áður en opnað var að vori. Dyttað var að húsum, mannvirkjum, tré gróðursett og annað sem til féll. Arnór tók þátt í þessu af miklum áhuga. Hann var á þessum stundum hinn besti við- ræðuaðili, fróður um marga hluti, sérstaklega pólitík, áhugasamur um margt og hrókur alls fagnað- ar. Kunni hann sérstaklega sögu vinstrihreyfingar og þróun stjórnmála í Rússlandi og Pól- landi. Þar skákaði honum enginn. Fyrir félagið vann Arnór að ýms- um fræðistörfum, mest um sögu mannlífs í Ísafjarðardjúpi. Um leið og við kveðjum góðan vin viljum við votta afkomendum og eftirlifandi samúð okkar. Thorgerd Elisa Mortensen, Þórður Helgason. Á æskuárum mínum var Arnór móðurbróðir minn hálfgerð goð- sögn í huga mér, fræðimaður og óþrjótandi brunnur þekkingar og lærdóms, hafði lært í Sovétríkj- unum, Póllandi, Sviss, og talaði fjölda tungumála. Ekki skemmdi fyrir að hann bjó lengi með fjöl- skylduna í Edinborg þar sem hann var í háskólanámi, og við sem heima sátum á Íslandi í byrj- un 8. áratugarins fengum reglu- lega myndir af sólbrúnum og glaðlegum frændum í fallegu en framandi borgarumhverfi. Svo kom að því að fjölskyldan sneri heim. Í barnsaugum mínum var Addi fremur fjarrænn og hljóðlátur maður en böndin voru sterk á milli ömmu og frumburð- ar hennar. Ég minnist skamm- degisgöngu okkar ömmu um há- vetur þegar ég var tíu ára og við gengum úr Hlíðunum yfir í Kópa- vog í hnédjúpum snjó því stræt- isvagnarnir höfðu gefist upp. Hún var ekki á því að láta svolít- inn snjó aftra fundum þeirra. Það var ekki fyrr en ég hafði lokið háskólanámi og vann við Háskóla Íslands að ég kynntist frænda mínum betur og fékk inn- sýn í þann hafsjó fróðleiks sem hann bjó yfir. Þá tíðkaðist að starfsfólk færi í kaffi um miðjan morgun í aðalbyggingu Háskól- ans. Þar rakst ég oft á Adda og við spjölluðum yfir ristuðu brauði og kaffi. Ég hafði hug á að fara til Japans í nám og sýndi hann þeim áformum mikinn áhuga, hvatti mig og gaf góð ráð um hvernig ég gæti best látið drauminn rætast. Á þessum árum uppgötvaði ég líka að undir þögulu og hugsandi yfirbragðinu leyndist mikill barnakarl og húmoristi. Þriðja dóttir Ólafs, bróður hans, hrein- lega stal hjarta Adda tveggja ára gömul, og hafa mörg börn leikið sama leik síðan. Ýmsa sérvisku sá maður líka og hafði í laumi gaman af. Við höfum oft skemmt okkur yfir sögunni af „endurunna“ jóla- pakkanum. Arnóri leiddist jól og slík hátíðarhöld, en gerði þó móð- ur sinni þann greiða ein jólin að verja þeim með henni og ungri fjölskyldu minni. Gjöfinni frá móður sinni stakk hann til hliðar og opnaði ekki. Á næstu jólum fann dóttir mín lítinn pakka á hillu og rétti Adda. Í þetta sinn opnaði hann pakkann og amma skellti upp úr þegar hún sá að þetta var gjöfin frá síðustu jólum. Í heilt ár hafði gjöfin legið þarna án þess að hann sæi ástæðu til að opna hana. Óþarfi er að taka það fram að móðir hans erfði það ekki við hann, heldur hristi höfuðið hlæjandi yfir drengnum sínum sem hún þekkti betur en flestir. Um áratug síðar, þegar ég var sjálf sest að í Edinborg, kom Arn- ór til rannsókna og við fengum tækifæri til að treysta frænd- böndin. Hann hlakkaði til að hætta fullri vinnu og einbeita sér að úrvinnslu þess mikla efnis sem hann hafði viðað að sér í gegnum árin. Það var því mikið reiðarslag þegar hann greindist stuttu síðar með alvarlegan lungnasjúkdóm sem gerði honum erfitt að vinna að hugðarefnum sínum. Við geymum kærar minningar um mætan frænda, ekki síst frá ættarmótinu í Djúpinu sumarið 2003 þar sem hann fór á kostum sem fararstjóri, og frá heimsókn- um í Hreggnasa þar sem hann hafði búið sér heimili og vinnu- stað í fögru umhverfi Hvalfjarð- ar. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Hulda Þóra Sveinsdóttir. Það sem kemur fyrst í hugann þegar ég hugsa til Arnórs, elsta móðurbróður míns, eru bækur. Mikið af bókum. Ég hef satt að segja aldrei séð eins mikið af bók- um hjá neinum einstaklingi, að- eins á bókasöfnum. Í minning- unni var ævintýralegt að koma á skrifstofu Adda í Háskólanum en þar voru heilir bókastaflarnir af bókum á gólfum og borðum og skrifstofan smekkfull af bókum. Skipulagið var samt kannski ekki alveg eins og á bókasöfnum, en auðvitað getur hver og einn haft sitt eigið skipulag. Einnig er í minningunni einhver sérkenni- legur blær á skrifstofunni og jafnvel mistur sem gæti bæði hafa stafað af ryki og tóbaksreyk. Eins og margir þeirra sem eiga og lesa mikið bækur var Addi mjög fróður um hin ýmsu málefni og jafnvel málefni sem ekki endi- lega tengdust hans sérsviði í kennslu eða rannsóknum. Það kom mér til dæmis skemmtilega á óvart að komast að því eitt sinn að hann var vel lesinn um bíla en lengi vel átti hann ekki einu sinni bíl. Addi fór ekkert með veggjum, var bæði áberandi og hafði sínar sérviskur. Hann var líka prófess- or og hefur mér ætíð fundist að hann væri akkúrat eins og pró- fessorar eiga að vera. Hann var einnig mikill tungumálamaður og ferðaðist og dvaldist mikið er- lendis, jafnvel á fjarlægum slóð- um og bjargaði sér þá á því tungumáli sem talað var á hverj- um stað. Eftirminnilegt er að fyr- ir ekki svo löngu fór hann til Kína og þegar hann kom til baka hafði hann verið í sambandi við Kín- verja sem endilega vildi koma á viðskiptasambandi við Ísland og flytja hingað vörur og jafnvel fá tækniþekkingu til baka. Addi bauð mér að taka að mér að flytja inn vörur frá þessum aðila sem ég afþakkaði kurteislega eftir að í ljós kom að Kínverjinn talaði bara kínversku. Eins og sannur prófessor hvarflaði það hins veg- ar ekki að honum sjálfum að taka að sér að koma þessum viðskipt- um á fót. Addi var mikill Djúpmaður enda fæddur hjá ömmu sinni á Strandseljum, og hafði mikla þekkingu á staðháttum og fólki. Mín þekking er heldur betri fyrir utan Djúpið sjálft og þegar ég reyndi að ræða við hann um staði og fólk þar sem ég þekkti til í næsta nágrenni var viðkvæðið hjá honum alltaf: „Þetta er fyrir utan mitt svæði“ og óþarfi að ræða meira um það. Þegar löngu liðnar minningar og atburðir voru rifjaðir upp var hann líka með öll smáatriði á hreinu og þá ekki bara hvaða ár atburðurinn átti sér stað eða hvar, heldur jafnvel klukkan hvað. Undanfarna áratugi höfum við Addi haft samband hvor við ann- an á okkar sameiginlegum af- mælisdegi og minnist ég þessara samskipta með mikilli ánægju. Þegar horft er til baka minnist ég þessa stórbrotna frænda míns með hlýju og votta nánustu ætt- ingjum hans samúð mína. Sigurður H. Magnússon. Arnór Hannibalsson var einn merkasti heimspekingur hér á landi á síðustu öld. Afstaða hans til samfélagsins, menntunar og stjórnmálanna er einkar mikils- verð og áhugaverð, með tilliti til hans víðtæku menntunar og sér- þekkingar á sviði söguspeki, þekkingarfræði og vísinda- og stjórnmálaheimspeki. Hér má svo bæta við gríðarlegum fróðleik hans um Sovétríkin sálugu og austurblokkina. Þar bar hann höfuð og herðar yfir aðra fræði- menn. En við leitum ekki alltaf álits þar sem helst ætti að bera niður og stundum hvarflaði að manni að fjölmiðlar og fræðasam- félag hefðu að ósekju mátt leita oftar í smiðju þessa hógværa heimspekings sem sigldi ekki eft- ir tískustraumum og duttlungum samtímans. Arnór var svo ekki síður kenn- ari af guðs náð og mikill stílisti. Ásamt Þorsteini Gylfasyni, Páli Skúlasyni og Mikael Karlssyni byggði hann upp afbragðs heim- spekideild við Háskóla Íslands á sínum tíma. Síðast en ekki síst var hann einstaklega tryggur og traustur vinur. Ég vil að leiðarlokum þakka Arnóri fyrir frábæra kennslu og órofa vináttu um áratuga skeið. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Kjartan Gunnar Kjartansson. Arnór Hannibalsson kenndi inngangsnámskeið sitt að þekk- ingarfræði snemma að morgni. Fyrirlestrarnir voru ítarlegir og nákvæmir. Þeir nemendur sem fylgdust ekki vel með í tímum lentu fljótt í vandræðum með námsefnið. Og það gekk ekki að fresta lestri þangað til rétt fyrir próf. Arnóri var ákaflega illa við frestunaráráttu nemenda. Þegar ég sat í námskeiðinu tók ég eftir að Arnór lauk einu sinni kennslu- stund á staðhæfingu sem passaði illa við efni tímans. Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Nokkrum dögum seinna ákvað ég að koma við á skrifstofu hans til að athuga hvað hann átti við. Arnór hvessti fyrst á mig þessi bláu augu sín eins og hann hefði ekki ætlast til að nokkur nemandi tæki eftir þessari at- hugasemd sinni en hélt svo lang- an fyrirlestur um þau mikilvægu mannréttindi að fá að reykja inni á skrifstofu sinni. Þá tók við ekki styttri pistill um vestfirska átt- hagafræði og stjórnmál fyrir vestan á sjötta áratug síðustu aldar. Um það leyti sem ég var farinn að sjá eftir að hafa bankað hjá honum stóð hann snöggt upp, teygði sig inn í einn af mannhæð- arháum blaðabunkum skrifstof- unnar, dró út gulnað blað og las fyrir mig eigin þýðingu á pólsku ljóði. „Þetta,“ sagði hann, „er það sem ég átti við.“ Í tvö ár eftir þetta kom ég við á skrifstofu hans því sem næst vikulega. Heim- sóknirnar reyndust mér ómetan- legt heimspekinám. Dagskráin var yfirleitt sú sama. Fyrst talaði hann um Vestfirði, svo ræddum við saman um Hume, Kant og Croce. Arnór gafst fljótt upp á að vekja hjá mér áhuga á fyrirbæra- fræði. Ég hef hugsað til þessara stunda undanfarið með miklu þakklæti. Nýlega skrifaði ég grein á ensku um heimspeki Arnórs og ætlaði alltaf að koma þessu þakk- læti til skila við hann persónulega eftir að hún kæmi út í væntan- legri bók um íslenska heimspeki. Það er sárt að hafa nú frestað því of lengi. Eftir kynni okkar Arn- órs átti ég að vita betur en að ýta mikilvægum hlutum á undan mér. Henry Alexander Henrysson. Haustið 1963 settist ég í 3. bekk MA og fljótlega eftir kom- una þangað frétti ég af hinum skuggalegu launhelgum komm- únista við skólann, svonefndum leshringjum eða sellum. Fljót- lega bauð síðan einn af forvígis- mönnum starfseminnar, nú kunnur læknir, mér að koma og hlýða á boðskapinn og sótti ég fundi oftlega meðan ég var í skól- anum. Einhverju sinni kom merkur gestur að tala yfir okkur, einn frægasti og valdamesti kommúnisti í landinu. Í upphafi fundar barst í tal nýútkomin bók eftir Arnór, „Valdið og þjóðin“, gagnrýni á Sovétríkin frá vinstri. Einhver fundarmanna upplýsti að Arnór „ætti erfitt“ með hæfi- legum seim, sem þýddi auðvitað að hann væri geðveikur. Hinn landskunni kommúnisti gerði ekkert til að andmæla því, sagði einungis „Jahá, jamm, er það svo?“ Þetta var andsvar íslenskra kommúnista við hinni gagn- merku bók Arnórs, sem var fyrsta gagnrýni á Sovétið úr þessari átt í heiminum og hefði orðið heimsfræg ef hún hefði ver- ið rituð á heimsmáli. Seinna átti ég þess kost að fara til Sovétríkjanna, var raunar síð- asti námsmaðurinn sem þangað fór á vegum Flokksins og þá kom í ljós samfélag sem var meira í ætt við umfjöllun Arnórs en nokkurra annarra. Fljótlega eftir að ég hóf kennslu við Háskóla Ís- lands 1986 urðu kynni okkar Arn- órs náin, en ég leitaði mjög til hans vegna áhuga á rússneskri sögu og þjóðum. Uppfrá því varð mér ljóst að meginviðbrögð kommúnista við gagnrýni voru tvennskonar, að skjóta gagnrýn- Arnór K. Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.