Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 endur eða setja þá á geðveikra- hæli. Það var því í hæsta máta í samræmi við hefð, aldarfjórðungi eftir hreinsanirnar miklu sem vel er lýst í verki eins nemanda Arn- órs, Jóns Ólafssonar „Appelsínur frá Abkazíu“ , að reynt sé að kveða gagnrýni Arnórs í kútinn með geðveikisáburði. Ég kom til Arnórs nánast viku- lega í litlu kompuna hans á efstu hæð í Aðalbyggingu HÍ, sem var svo yfirfull af skjölum og bókum um hans áhugamál, sérstaklega sögu Rússlands og Eystrasalts- ríkja, að maður varð að skáskjóta sér inn á kontórinn. Þar var stærsta safn gagna í einkaeigu um sögu Eystrasaltslandanna og þó svo ekki megi gera lítið úr frumkvæði Jóns Baldvins í sjálf- stæðisbaráttu þeirra, tel ég að þekking og reynsla Arnórs hafi ekki síður verið notadrjúg í þeirri baráttu. Fáir hafa stutt mig meir í mínu fræðagrúski og kennslu en Arn- ór, hann sannfærði mig um að það sem ég var að fást við væri einhvers virði, ég gat alltaf leitað til hans með öll mál sem háskóla- kennari. Hann var glöggskyggn og góður vinur og hlífði manni ekki við harðri gagnrýni ef þörf var á og mikið vildi ég óska að ég hefði kynnst fleirum sem væru „geðbilaðir“ á sama hátt og Arn- ór. Blessuð sé hans minning og votta ég aðstandendum samúð mína. Þegar vinur deyr, deyr hluti af manni sjálfum. Guðmundur Ólafsson. Arnór Hannibalsson sneri heim 1961 eftir sjö ára háskóla- nám í Moskvu, Varsjá og Kra- ków. Hann var þá áhugasamur sósíalisti, sem vildi fræða landa sína um reynsluna af sósíalisma. Gerðist hann umsjónarmaður æskulýðssíðu Þjóðviljans. Eitt sinn tók hann þá viðtal við Skúla Magnússon, sem var nýkominn frá Kína. Þar sagði meðal annars, að einhverjir bændur hefðu verið vegnir í „Stóra stökkinu“ kín- verska 1958-1961. Sigurður Guð- mundsson, ritstjóri Þjóðviljans, tilkynnti Arnóri, að slík skrif yrðu ekki birt í blaðinu. Sumarið 1961 bauð Arnór Rétti grein um ríkisvald í Ráðstjórnarríkjunum, en ritstjórinn, Einar Olgeirsson, hafnaði henni, þar eð hún væri ekki „aktúel“. Í janúar 1962 bauð Arnór Þjóðviljanum gagnrýna grein um Stalínstímann, en rit- stjórar blaðsins, Sigurður Guð- mundsson og Magnús Kjartans- son, synjuðu henni birtingar. Staðfesti framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins þá ákvörðun. Í febrúar 1963 bauð Arnór Sig- fúsi Daðasyni, ritstjóra Tímarits Máls og menningar, aðra gagn- rýna ritgerð um frelsi og ánauð undir ráðstjórn, en hún var end- ursend með skætingi. Íslenskir sósíalistar vildu ekki heyra neitt misjafnt um reynsl- una af sósíalisma. Virtist vera botnfrosið fyrir skilningarvitin á þeim. En Arnór prentaði hinar endursendu greinar sínar 1963 í bókinni Valdinu og þjóðinni. Safni greina um sovét. Sama ár veitti Arnór Halldóri K. Laxness aðstoð við að setja saman Skálda- tíma, uppgjör skáldsins við sósí- alisma, enda var Arnór þá þegar allra manna fróðastur um rúss- neska sögu. Arnór birti ári síðar ádeilurit á íslenska sósíalista, kommúnisma og vinstri hreyf- ingu á Íslandi. Jafnframt gagn- rýndi hann opinberlega þjónkun íslenskra sósíalista við Kreml- verja. Þeim var nóg boðið. Páll Bergþórsson, formaður Sósíal- istafélags Reykjavíkur, skrifaði framkvæmdanefnd Sósíalista- flokksins í septemberlok 1964 og krafðist þess, að Arnór yrði rek- inn úr flokknum. Hafði nú leiðir skilið með Arnóri og íslenskum sósíalistum. En eftir að mistekist hafði að þagga niður í honum var honum útskúfað og rógi dreift skipulega um hann. Með því að segja sannleikann um sósíalistaríkin, á meðan aðrir í sömu sporum þögðu, sýndi Arn- ór Hannibalsson tvo eðlisþætti sína, réttlætiskennd og hugrekki. Hann var aldrei augnaþjónn. Þriðji þátturinn í fari Arnórs var yfirgripsmikil þekking á heim- speki og sögu. Að fornu hefði hann verið nefndur Arnór fróði. Eftir doktorspróf frá Edinborg- arháskóla gerðist hann heim- spekiprófessor í Háskóla Íslands, en lét sig áfram varða örlög manna og þjóða austantjalds. Arnór var glaður í bragði, þegar við sátum kvöldverð í boði Davíðs Oddssonar í Ráðherrabústaðnum 26. ágúst 1991 með utanríkisráð- herrum Eystrasaltsríkjanna, eft- ir að Íslendingar höfðu endurnýj- að viðurkenningu á þeim. Eftir fall Ráðstjórnarríkjanna viðaði hann að sér ótal skjölum úr söfn- um þaðan, en afhenti mér þau til úrvinnslu, þegar heilsan brást, og voru þau mér ómetanleg, þegar ég skrifaði Íslenska kommúnista 1918-1998. Með Arnóri er geng- inn kjarkaður og réttsýnn öðling- ur með óvenjuvíða sýn á umheim- inn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Arnór Hannibalsson kenndi heimspeki við Háskóla Íslands frá 1976, fyrst sem lektor, síðan sem dósent og sem prófessor frá 1989. Helstu kennslugreinar hans voru löngum fagurfræði, þekkingarfræði og söguspeki, en hann kenndi einnig ýmis önnur námskeið framan af, eins og ný- aldarheimspeki og siðfræði. Einnig var hann frumkvöðull í kennslu siðfræði heilbrigðis- stétta og fyrirbærafræði. Þá kenndi hann námskeið í fé- lagsvísindadeild, eins og heim- speki félagsvísinda. Arnór mark- aði spor við heimspekideild sem sérstaklega fróður og minnugur vísindamaður, sem ætíð var op- inn fyrir nýjum spurningum og nálgunum í faginu en jafnframt með staðgóða og trausta þekk- ingu á sögu þess og þróun. Heimspekimenntun Arnórs var fjölbreytileg. Hann nam bæði í fyrrum Sovétríkjunum 1954- 1959, Póllandi, Sviss og Skot- landi, þar sem hann lauk doktors- prófi við Edinborgarháskóla 1973. Þessi fjölbreytti námsferill Arnórs kom honum til góða við kennslu og rannsóknir, hann var vel að sér bæði í heimspekisögu, fyrirbærafræði og rökgreining- arheimspeki. Arnór var ötull við útgáfu kennslurita og fræðirita á ís- lensku sem áttu þátt í að efla upp- byggingu heimspeki við Háskóla Íslands. Má þar nefna bækur hans Rökfræðilega aðferðafræði (1978), Um rætur þekkingar (1979), Siðfræði vísinda, stað- reyndir og gildi (1979), Heim- speki félagsvísinda (1985), Fag- urfræði (1987) og Þekkingarfræði: inngangur (2001). Einnig gaf hann út ís- lenska þýðingu á samræðu Plat- ons, Þeætetus (1994). Arnór gerði strangar kröfur til nemenda sinna, en var jafnframt ætíð boðinn og búinn til að ræða við þá um námið, ritgerðir þeirra og ýmis dægurmál. Við starfslok Arnórs 2004 hélt námsbraut í heimspeki þing hon- um til heiðurs um listheimspeki og fagurfræði, og einnig var gefið út afmælisrit í tilefni af sjötugs- afmæli hans undir heitinu Þekk- ing – engin blekking (2006). Í þessu riti er viðtal við Arnór um náms- og starfsferil hans svo og sýn á heimspekina. Hann ræðir um leit sína, allt frá uppvaxtarárunum á Ísafirði, að eðli vitundarinnar, hins góða og hins fagra. Þeirri spurningu hvort hann hafi fundið einhver endanleg svör svarar hann: „Ef ég hefði fundið hin endanlegu svör væri ég löngu búinn að aug- lýsa það og farinn að gera eitt- hvað annað. Nei, ég held að heim- spekin sé sem betur fer endalaus leit og endanleg svör eru ekki fá- anleg, enda væri þá lítið varið í heimspeki, þá væri bara að fletta upp í bókinni og lesa um endan- legu svörin.“ Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands vill þakka Arnóri óeigingjarnt starf hans fyrir greinina, bæði sem einn af frumkvöðlum heimspeki sem akademísks fags á Íslandi og sem sterkur og sjálfstæður persónu- leiki sem hafði varanleg áhrif á það hvernig heimspeki er stund- uð á landinu. Erlendur Jónsson Gunnar Harðarson Mikael M. Karlsson Páll Skúlason Róbert Haraldsson Sigríður Þorgeirsdóttir Svavar Hrafn Svavarsson Vilhjálmur Árnason Gunnar Harðarson Mikael M. Karlsson Páll Skúlason Róbert Haraldsson Sigríður Þorgeirsdóttir Svavar Hrafn Svavarsson Vilhjálmur Árnason. Kveðja frá Félagi Litháa á Íslandi Við fráfall heiðursfélaga okkar minnast margir Litháar á Íslandi Arnórs, ekki aðeins sem manns sem greiddi götu margra landa okkar í starfi sínu sem aðalræð- ismaður Litháens á Íslandi, held- ur líka sem manns sem litháísk þjóð hefur heiðrað vegna fram- lags hans til samskipta Íslands og Litháens. Heiðursorða frá lithá- ískum stjórnvöldum segir allt sem segja þarf um þann hug sem Litháar bera til hans. Að leiðar- lokum færum við fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mæts manns. Fyrir hönd Félags Litháa á Ís- landi, Jurgita Motiejunaite. Arnór var sannur heimspek- ingur. Heimspekingur sem hafði fremur áhuga á að skilja heiminn og bæta hann en á efnislegum gæðum heimsins. Heimspeking- ur sem vildi fyrst og fremst skilja sálina og ferðaðist um allan heim í leitinni að henni. Heimspekingurinn reisti sér hús við fagran fjörð þar sem hann gat ræktað garðinn sinn í friði, hlustað á söng mófuglanna á vor- in, séð komu kríunnar og tjalds- ins í fjörunni og horft yfir fjöllin og sjóinn í leit sinni að sálinni. Skrifstofur okkar Arnórs voru lengi andspænis hvor annarri í háskólanum. Þegar bankað var upp á hjá honum heyrðist glaðlega svarað „kom inn!“ og þegar hurðinni var hrundið upp glitti í Arnór í gegn- um þykkan pípureykmökk sitj- andi við lítið skrifborð haldandi um pípuna í annarri hendinni, í djúpum þönkum. Uppi í bókahill- um sem héngu á öllum veggjum var þétt en óreiðukennd flóra af alls kyns ritum og pappírum: frumútgáfa á pólsku af grein Tar- skis um sannleikshugtakið lá inn- an um rússneskar kennslubækur frá námsárum Arnórs og nýjustu fagbækur á ensku á sviði siðfræði og frumspeki. Þrátt fyrir það sem birtist gestinum sem óreiða gat Arnór alltaf fundið rétta bók á stundinni. Það var gaman að heimsækja Arnór á Hreggnasa í Kjós. Hann tók á móti gestum með ilmandi kaffi og rabbað var saman um allt milli himins og jarðar innan um bókastafla, flygil og hljómflutn- ingstæki, myndir af barnabörn- unum og endalausar bókahillur fullar af bókum. Undir fótum var timburgólf úr rekaviði sem Arnór hafði fengið frá frændum sínum á Ströndum. Því miður veiktist hann síðustu árin en hélt ótrauð- ur áfram að skrifa. En aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Arnóri, hvar sem niður var drep- ið. Arnór var ekki aðeins sannur heimspekingur, heldur líka sann- ur Vestfirðingur. Þegar hann frétti að einhver ætti ættir að rekja til Vestfjarða heyrði maður að álit Arnórs á þeim manni færð- ist skör hærra. Arnór naut sem sannur Vestfirðingur návígis við náttúru og dýr umlukinn fjöllum og fjörðum, og hann var í jákvæð- um skilningi andófsmaður af guðs náð. Arnór vildi alltaf hjálpa þeim sem minna mega sín, og stendur þar í mínum huga upp úr hvernig hann tók að sér ungan kínversk- an námsmann, Jia Bing Bing, son námsbróður Arnórs frá Moskvu- árunum, en Bing hafði lent í hremmingum vegna þátttöku í hinum frægu mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Arnór kostaði för Bings frá Kína og síðan námsdvöl hans í alþjóða- rétti við Oxfordháskóla. Stundum dvaldi Arnór á skrif- stofu sinni í háskólanum dögum saman og nærðist þá á vestfirsk- um skrínukosti. Hann tók gjarn- an þátt í fögnuði með nemendum sínum eftir lok kennslu, en frægt var þegar hann hvarf eftir einn slíkan fögnuð og menn fóru að hafa áhyggjur af honum. Þá birt- ist hann með bros á vör á skrif- stofunni með tilvísun í þau um- mæli Marks Twain að fréttir af andláti hans hafi verið stórlega ýktar. Í þetta skipti er andláts- fréttin ekki ýkt, því miður. En vonandi hefur Arnór fundið sál- ina að lokum. Ég votta aðstandendum Arn- órs innilega samúð mína og kveð hann með söknuði. Erlendur Jónsson. Arnór Hannibalsson er látinn. Við þekktumst einkum úr fé- lagsstarfi okkar í Vináttufélagi Íslands og Lettlands; en við vor- um saman þar í stjórn á blóma- skeiði þess á árunum 1992-1997. Áfram héldu kynni okkar svo í Vináttufélagi Íslands og Kanada; en þar hélt hann kringum alda- mótin síðustu erindi hjá okkur um sögu innflytjenda frá Litháen til Kanada. Mér varð ljóst að með vissum hætti hafði fundum okkar þó bor- ið saman með óbeinum hætti löngu áður; en kringum 1963 mun hann hafa verið á bak við greind- arpróf nokkurt sem við í ellefu ára bekk í barnaskóla Kópavogs vorum látin taka þátt í þá. Minnisstæðast er mér um hann er hann hélt tilfinninga- þrunginn almenningsfyrirlestur um rússnesku byltinguna og fangabúðirnar í Sovétríkjunum sálugu. Einnig man ég eftir hon- um sem heimspekiprófessor við HÍ; en mér var þá ljúft að benda honum á að heimspekingurinn Platón hefði einnig verið ljóð- skáld; svosem nokkrar ljóðaþýð- ingar úr safnriti sem ég hafði undir höndum voru til vitnis um. Dr. Arnór bar virðingu fyrir mér sem ljóðskáldi; einkum er varðaði ljóð mín um Litháen og Lettland. Þó þykir mér hæfilegra að kveðja hann með ljóði sem er í senn um harðstjórn og um Forn- Grikki. Þar má nefna bálk einn sem ég gerði um Sikileysku her- förina, eftir sagnfræðinginn Þú- kýdítes; og birtist hann í bók minni Evrópuljóðum og sögum (2004). En þar er átakanlegur kafli sem minnir mig ögn á dramatískan frásagnarmáta Arn- órs; en hann er svona: Brottgangan hefst þegar morgnar: Frjálsir menn með þræla, þjóna er bera þeirra vopn og vistir: sumir gráta, aðrir svangir; skilja þá beinbrotnu eftir. Lengra kominn hópur veður fljót. Sumir drekka meðan aðrir verja gegn árásum óvinariddara, er lita fljótið blóðtaumum með sverðum sínum, lensum: Hvít lík fljóta til hafs. Þetta verður ímynd hófleysis: Þyrstir Grikkir kasta frá sér vopnum, drekka vatnið litað eigin blóði! Tryggvi V. Líndal. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Bogga Munda Valda Garðs, áður til heimilis á Bárustíg 3, Sauðarkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 15. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Margrét N Guðmundsdóttir, Rafn Benediktsson, Guðlaug I. Guðmundsdóttir, Steinn Elmar Árnason, barnabörn, makar og langömmustelpurnar. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES HALLDÓRSSON frá Másstöðum, síðast til heimilis að Lindargötu 61, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. desember á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Bestu þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir alúð og umhyggju. Guð veri með ykkur. Gylfi Sigurðsson, Anna Rósa Traustadóttir, Þorbjörg Hannesdóttir, Guðmundur Magnússon, Jóhanna Hannesdóttir, Ólafur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, sunnudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Unnur Björnsdóttir, Rögnvaldur Þórhallsson, Arnfinna Björnsdóttir, Eysteinn Aðalsteinsson, Guðrún Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Ólína S. Björnsdóttir, Hólmgeir Óskarsson, Rósa Björnsdóttir, Guðberg Guðmundsson, Birna Björnsdóttir, Elín S. Björnsdóttir, Vilhjálmur Andrésson, Steinunn H. Björnsdóttir, Sigurður I. Halldórsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUNNAR ERLENDSSON, Vatnsleysu, Biskupstungum, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi mánudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Duchenne- samtakanna, kt. 640512-2610, rnr. 0111-26-010315. Þóra Katrín Kolbeins, Erlendur Björn Magnússon, Sigrún Káradóttir, Hilmar Magnússon, Randí Þórunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Magnússon, Elena Kristín Pétursdóttir, Magnús Gunnar Erlendsson, Fríða Hrönn Elmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA SÓLEY SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Vestur-Stafnesi, Suðurgötu 16, Sandgerði, lést í faðmi fjölskyldunnar að kveldi laugardagsins 22. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför hefur farið fram í Hvalsneskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan hlýhug. Guðjón Óskarsson, Anna Lilja Guðjónsdóttir, Hörður Már Karlsson, Klara Guðjónsdóttir, Sigrún Björg Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.